Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 4

Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 4
4 30. desember 2007 SUNNUDAGUR                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, -+,  ./ 0+,  ./ 1+,  ./ *+, 2+,  ./ 3+,  ./ 4+,  ./ -+, *+, 5+, /  -+, 54+, 51+, 60+,        !" "#$% "&''"'  ( ) *+ '),-"'"   .  $- /% 0/1('2 '$ $' 2 % 3/ //2  //"  %42 !'-" 2  56+ $2 2 $ $  '$) '2 /+  '1)  *5""%  2   2 '2 ' '"$ / $/1(' 2 2 $""'  $8, /$ 2 *5""% 2'2  '+  '",  %3  2  92 + "   ,% *7518  5*7608   "9   9   :"  ;   7"%   : 3%   ; 2 #            +< = => =7 = =7 =7 <> = = =  = <   ? ? LÖGREGLUMÁL Slökkviliðið aðstoð- aði lögreglu höfuðborgarsvæðis- ins í gærdag við að flytja rúmlega 500 lítra af bruggi, sem fundust í heimahúsi við Laugaveg í fyrra- kvöldi, í ker og þaðan á lögreglu- stöðina. Lögreglan var kölluð á staðinn vegna gruns um að heimilismað- ur hefði átt þátt í innbroti en nokkuð af þýfi fannst á heimilinu samkvæmt lögreglu. „Þegar lögreglumennirnir komu á staðinn blasti þetta allt saman svo við þeim,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um aðkomuna. Geir segir svokallaða landa- framleiðslu hafa dregist mjög saman á síðustu árum og sé ástæð- an helst sú að ungmenni sæki mun síður í slíka drykki en áður var. Magnið sé óvenju mikið og sérstaklega þegar litið er til þess að framleiðslan var inni í miðri borg. Vegna aðgerða lögreglu og slökkviliðs þurfti að loka hluta Laugavegs í nokkurn tíma. Einn maður hefur verið handtekinn og er málið nú á borði rannsóknar- deildar lögreglunnar. Bruggið verður geymt á lögreglustöðinni við Hverfisgötu sem sönnunar- gagn en að rannsókn lokinni verður því eytt. - kdk Lögreglan lokar stórri heimabruggverksmiðju við Laugaveg: Slökkviliðið flutti brugg fyrir lögreglu BRUGGIÐ BURT Loka þurfti hluta Lauga- vegar um tíma á meðan flutningarnir stóðu yfir. Lögregla segist æ sjaldnar verða vör við landa hjá fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GENGIÐ 28.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,9007 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,87 62,17 123,69 124,29 90,93 91,43 12,192 12,264 11,396 11,464 9,611 9,667 0,5483 0,5515 97,61 98,19 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR P IP A R • S ÍA • 7 2 3 7 7 Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is P IP A R • S ÍA • 7 2 3 7 7 -2kr.Dælulykill Dælulykilinn veitir nú -2 krónur í afslátt PAKISTAN, AP Öfgamenn tengdir al- Kaída hryðjuverkasamtökunum sögðust í gær ekki hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárás sem varð Benazir Bhutto, einum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan, að bana á fimmtudag. Háttsettir embættismenn stjórnvalda í Pakistan hafa haldið því fram að öfl tengd al-Kaída hryðjuverkanetinu hafi skipulagt tilræðið. Stuðningsmenn Bhutto hafa einnig efast um þessar skýringar stjórnvalda, og saka stjórnvöld um að reyna að leyna sannleikan- um um morðið. Þrátt fyrir átökin í kjölfar árásarinnar sagði innan- ríkisráðherra Pakistans að engin þörf væri fyrir utanaðkomandi aðstoð við rannsókn málsins. Óöld hefur ríkt í Pakistan frá því að Bhutto var myrt, og í það minnsta 38 látist í óeirðunum. Talsmaður stjórnvalda sagði í gær að gríðarlegt tjón hefði orðið í uppþotunum. Staðfest er að 176 bankar hafi verið lagðir í rúst, sem og 34 bens- ínstöðvar, 18 lestarstöðvar og 72 lestarvagnar. Að auki hafa um 100 fangar flúið úr fangelsum með utanaðkomandi hjálp. Í heimahér- aði Bhutto hafa níu kjörstaðir verið brenndir og kjörgögn eyði- lögð. Í gær skipaði Pervez Mushar- raf, forseti Pakistans, lögreglu og her að binda enda á óöldina, og víða lenti stuðningsmönnum Bhutto saman við lögreglu og her- menn. Musharraf sagði að taka þyrfti hart á þeim sem „færu um ruplandi og rænandi“, og „tryggja þyrfti öryggi borgaranna“. Þingkosningar eiga að fara fram í Pakistan 8. janúar, en þær gætu nú verið í uppnámi. Yfirkjörnefnd landsins hefur verið boðuð til neyðarfundar á mánudag. Bandarísk stjórnvöld hafa lagt hart að Musharraf forseta að fresta ekki kosningunum. Moham- medmian Soomro, forsætisráð- herra Pakistans, sagði á föstudag að ekki stæði til að fresta þeim. Stuðningsmenn Bhutto hafa boðað til fundar í dag til að ræða hvort þeir hyggist sniðganga kosningarnar. Þá ætlar sonur Bhutto að lesa upp skilaboð sem hún skildi eftir sig og lesa átti félli hún frá. Nawaz Sharif, leiðtogi annars stjórnarandstöðuflokks, hefur þegar tilkynnt að hann muni snið- ganga kosningarnar. brjann@frettabladid.is Hafna aðild að morði Bhutto Í það minnsta 38 hafa látið lífið í óeirðum í Pakistan í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto. Kjörstaðir, bank- ar, lestarstöðvar og fyrirtæki lögð í rúst. Sonur Bhutto les í dag upp skilaboð sem hún skildi eftir sig. KENÍA, AP Stuðningsmenn sitjandi forseta og keppinautar hans hafa lýst yfir sigri í forsetakosningun- um í Kenía, þrátt fyrir að enn eigi eftir að telja atkvæði úr um 30 kjördæmum af 210. Óeirðir hafa brotist út í landinu þar sem stuðningsmönnum Raila Odinga, keppinautar Mwai Kibaki, sitjandi forseta, hefur þótt ganga hægt að telja atkvæði og fá niðurstöður. Fullyrt er að einhverjir hafi látið lífið í óeirðum í landinu, meðal annars þar sem mótmæl- endum og lögreglu hefur lostið saman, og heimili og fyrirtæki hafa brunnið. - bj Óeirðir í kjölfar kosninga: Óánægja með drátt á talningu BANDARÍKIN Sjö ára bandarískur drengur, Keats Boyd, býr sig nú undir það að klífa fjallið Kiliman- jaro í Tansaníu yngstur manna. Fjallið er 5.895 metra hátt, það hæsta í Afríku og það fjórða hæsta í heimi. Hann hyggst safna áheitum til styrktar hjálparstarfi í Afríku. Boyd fékk hugmyndina þegar hann horfði á sjónvarpsþátt um mann með mænusótt sem alltaf hafði viljað klífa fjallið, en gat það ekki. „Þetta get ég,“ muldraði hann yfir þættinum. Faðir hans hefur hjálpað til við undirbúning- inn í fimm mánuði. Þeir leggja af stað í ferðina 7. janúar. - sh Ungur á uppleið: Sjö ára klífur Kilimanjaro Hitaveitan sögð brotleg Skipulagsnefnd Grindavíkur segir Hitaveitu Suðurnesja hafa gerst brotlega með því að sækja ekki um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar borstæða í Svartsengi. Áform fyrirtæk- isins um tvær nýjar gufuborholur á núverandi borplönum og eina niður- rennslisholu þurfi hins vegar ekki að fara í umhverfismat. GRINDAVÍK Stofna sín eigin Stígamót Ísfirðingar ætla að koma á fót starf- semi sambærilegri við Stígamót. Þetta kemur fram í svari félagsmálanefndar Ísafjarðar þar sem beiðni Stígamóta um fjárframlag er hafnað. ÍSAFJÖRÐUR ÁTÖK Óeirðalögreglu hefur verið beitt gegn borgurum í Kenía í kjölfar kosn- inga. NORDICPHOTOS/AFP MANNFALL Í ÓEIRÐUM Óeirðir hafa geisað í Pakistan í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto á fimmtudag. Staðfest er að 38 hafa látist og fjöldi fyrirtækja hefur verið lagður í rúst. N O R D IC PH O TO S/A FP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.