Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 8
8 30. desember 2007 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
N
ú um áramótin fjölgar aðildarríkjum Evrópska
myntbandalagsins um tvö, þegar Kýpur og Malta
verða fjórtánda og fimmtánda landið sem taka
upp evruna. Um þessi áramót verða jafnframt þau
tímamót, að Slóvenía tekur við formennskunni í
Evrópusambandinu, fyrst nýju aðildarríkjanna í mið- og aust-
anverðri álfunni. Reyndar verður Slóvenía væntanlega eitt
síðasta ríkið sem gegnir formennskuhlutverkinu í samband-
inu með þeim hætti sem hefð hefur verið fyrir allt frá stofnun
þess fyrir hálfri öld. Það helgast af því að í Lissabonsáttmál-
anum svonefnda, nýjustu uppfærslu stofnsáttmála sambands-
ins sem stefnt er að því að geti tekið gildi á árinu 2009, er sú
hefð aflögð að hvert aðildarríki gegni formennskunni í hálft
ár í senn og í staðinn komi varanlegt embætti forseta leiðtoga-
ráðs sambandsins, sem kjörinn verður til tveggja og hálfs árs
í senn.
Slóvenar hyggjast leggja gríðarlegan metnað í að sýna og
sanna að þeir séu starfanum vaxnir að stýra öllum ráðherra-
fundum sambandsins og þeim verkefnum öðrum sem for-
mennskunni fylgja. Slóvenía var fyrsta landið sem áður til-
heyrði Austurblokkinni sem taldist uppfylla aðildarskilyrði
ESB og sigldi þar með fremst í fylkingu landanna átta í Mið-
og Austur-Evrópu sem fengu aðild að sambandinu 1. maí 2004.
Slóvenar voru jafnframt fyrstir nýju aðildarþjóðanna til að
taka upp evruna, sem þeir gerðu um síðustu áramót.
Nú bætast Miðjarðarhafs-eyþjóðirnar Kýpur og Malta við
evrusvæðið. Hin nýju aðildarríkin eru öll skuldbundin til þess
líka og munu gera það á næstu árum, eftir því hvenær þau
teljast hafa uppfyllt aðildarskilyrði myntbandalagsins.
Fyrir Ísland skiptir máli í þessu samhengi, að danski forsæt-
isráðherrann Anders Fogh Rasmussen hefur boðað atkvæða-
greiðslu um að Danir falli frá undanþágum þeim frá þátttöku
í vissum þáttum samstarfsins innan ESB, sem þeir sömdu
um í kjölfar fullgildingar Maastricht-sáttmálans svonefnda
árið 1993. Aðild að myntbandalaginu er þar á meðal. Nýlegar
skoðanakannanir í Danmörku sýna skýran meirihlutastuðning
við afnám undanþágnanna. Gangi það eftir er líklegt að Danir
muni fljótlega í kjölfarið ganga til liðs við evrusvæðið.
Með stöðugri stækkun evrusvæðisins þyngist stöðugt vægi
evrunnar í utanríkisviðskiptum Íslands. Það þyngir enn rök
þeirra, sem telja tengingu íslenzku krónunnar við evruna æski-
lega. En ef eitthvað hefur komið út úr umræðu síðustu missera
um evruna hérlendis, þá er það sú niðurstaða að evran verður
ekki tekin upp hér á landi með trúverðugum hætti nema með
fullri aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu. Og
forsenda fyrir því er að íslenzk stjórnvöld setji langtímastefn-
una á slíka aðild og vinni markvisst að því að uppfylla aðildar-
skilyrðin, en í því fælist ekki sízt að koma á betra jafnvægi í
þjóðarbúskapnum en verið hefur síðustu ár og endurspeglast
meðal annars í metháu vaxtastigi.
Þannig ætti þessi nýjasta stækkunarlota evrusvæðisins að
verða ráðamönnum Íslands tilefni til að hugleiða stöðu Íslands
á sjálfvöldum jaðri Evrópu.
Evrusvæðið stækkar og Slóvenía tekur við
formennskunni í Evrópusambandinu.
Ísland á jaðrinum
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
Stefnir í nýjan starfsferil
Undarleg „fegurðarsamkeppni“ á sér
nú stað á bloggsíðu Ómars R. Valdi-
marssonar, formanns Almannatengsl-
afélags Íslands. Þar er hægt að greiða
atkvæði um „sætasta femínistann“.
Engin þeirra spókar sig um á sundföt-
um eða þarf að halda ræðu um hvern-
ig þær myndu bjarga heiminum ef þær
myndu vinna. Eins og stendur hefur
Katrín Anna Guðmundsdóttir,
fyrrum talskona
Femínista-
félagsins,
flest
atkvæði.
Ef hún ber
sigur úr býtum
fær hún stóraukna
starfsmöguleika, því
þá fær hún, konan
með mastersgráðu í viðskipta- og
markaðsfræðum, stofnandi eigin fyrir-
tækis og mastersnemi í kynjafræðum,
aðstoð við að skrifa ferilskrána upp á
nýtt til að eygja möguleika á að kom-
ast að sem fóstra eða flugfreyja.
Jón tekur undir með Guðna
Jón Sigurðsson, fyrrum formaður
Framsóknarflokksins, tekur í sama
streng og Guðni Ágústsson, í pistli
sem birtur er á heimasíðu
Framsóknarflokksins. Þar segir
Jón að fylgishrun Framsóknar
sé ekki skammtímasveifla,
heldur þurfi að líta til lengri
tíma. Meðal þess sem eigi
jafnvel sök á hruninu sé
langvarandi samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn og
að samstarfið hafi sýnst
of hægrisinnað, þá nefnir hann Íraks-
stríðið, fjölmiðlafrumvarpið og fleira.
En eins og Jóns er siður er hann varkár
í orðum sínum og vill því engan dóm
leggja á réttmæti þessara ákvarðana.
Þær kynnu því að hafa verið góðar, þó
þær hafi verið óvinsælar.
Það sem fer upp kemur
niður
Samkvæmt Gallup er þjóðin svart-
sýnni en áður og telja einungis 6 pró-
sent þjóðarinnar að efnahagsástandið
batni á næsta ári. Landinn hefur
væntanlega lært það á árinu að það
er ekki bara hægt að fara upp,
einhvern tímann verður að
koma niður líka, þó ekki hafi
það sést á jólagjafakaupunum
í desember.
svanborg@frettabladid.is
ILLUGI
GUNNARSSON
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
BITBEIN Illugi Gunnarsson spyr:
Er þörf á að endurskoða
embætti forseta Íslands?
Kæri forseti
Nú veit ég ekki frekar en aðrir hvort þér hyggist bjóða yður fram til endurkjörs á
næsta ári; væntanlega skýrist það á nýársdag í
ávarpi yðar til þjóðarinnar. Verði sú raunin, að þér
sækist eftir endurkjöri, þá langar mig að nefna
nokkur atriði sem taka mætti til athugunar hvað
varðar áherslur í embættisfærslu forseta á næsta
kjörtímabili. Reyndar tel ég að þessar athuga-
semdir eigi almennt við, hver svo sem mun gegna
embættinu á komandi árum, enda lýstuð þér því
yfir í haust að þjóðin yrði að gera það upp við sig
hvers konar forseta hún vildi.
I) Embætti forseta Íslands er helsta sameiningar-
tákn þjóðarinnar og sú virðing sem þjóðin ber
fyrir embættinu á rætur sínar að rekja til þess.
Embættisfærsla fyrri forseta, til dæmis Kristjáns
Eldjárns, var öll mörkuð næmum skilningi á
mikilvægi þess að yfir embættinu ríkti látlaus
virðingarblær, að öll verk og framganga forseta
væru til þess fallin að auka samstöðu og samheldni
þjóðarinnar. Ég get ekki að því gert að mér finnst
forsetaembættið hafa fjarlægst þjóðina nokkuð.
Ný áhersla á þátttöku embættisins í viðskiptalífinu
hefur breytt ímyndinni til hins verra. Fyrir fólkið í
sveitunum, þorpunum, bæjunum og borginni á
Íslandi er heimur alþjóðlegra stórviðskipta, glyss
og glamúrs framandi. Það færi vel á því að á
næsta kjörtímabili yrðu ferðirnar til Þingeyrar,
Ólafsfjarðar, Eskifjarðar og Vestmannaeyja fleiri
en ferðirnar til London, New York, Peking og
Parísar. Forsetinn þarf að snúa aftur til þjóðarinn-
ar og sýna að hann þekki kjör hennar ekki síður en
þeirra sem mest eiga ríkidæmið.
II) Varðandi ferðirnar: Mér finnst ekki ganga að
forsetinn þiggi far með einkaþotum auðmanna.
Séu atburðir erlendis svo margir að ekki verði
komist yfir þá alla með venjulegum flugsamgöng-
um þá er betra að fækka atburðunum aðeins. Og
ef venjulegar flugsamgöngur henta ekki embætt-
inu eða brýna nauðsyn ber til, þá vil ég að emb-
ættið leigi einkaþotu fyrir forsetann og þjóðin
greiði reikninginn. Ég vil að við borgum frekar
aðeins meira en höldum virðingu hins þjóðkjörna
embættis.
III) Hinn stóri hópur, sem skilaði auðu í síðustu
forsetakosningum, vildi trúlega koma á framfæri
skilaboðum til forsetans. Margir voru til dæmis
ósáttir við þá ákvörðun forseta að neita að
staðfesta lög sem Alþingi hafði samþykkt. Í huga
margra var sú ákvörðun kannski lögleg en
óverjandi og hún myndaði djúpa gjá á milli
forsetans og þeirra sem annars vilja veg og
virðingu embættisins sem mesta. Miklu skiptir að
forsetinn taki mark á þeim sem skiluðu auðu í
síðustu kosningum og reyni með embættisfærslu
sinni að öðlast traust og virðingu þessa stóra hóps
þjóðarinnar.
Ég vona að breyttar áherslur á næsta kjörtímabili
færi embættið meira í þann farveg sem forverar
yðar skópu. Gerist það er ekki sérstök nauðsyn á
því að endurmeta eða gera róttækar breytingar á
forsetaembættinu.
Lifandi embætti
í sífelldri þróun
Já, það er sjálfsagt mál að stöðugt þarf að endurskoða stöðu og hlutverk forsetaembættis-
ins. Við blasir að nú um þessi áramót mun sá er nú
skipar embættið tilkynna um framboð sitt fyrir
fjórða kjörtímabil og því enn fremur ástæða til að
huga að þessari spurningu. Embættið er skilgreint
í stjórnarskrá lýðveldisins en dregur jafnframt
dám af hverjum þeim sem því þjónar hverju sinni.
Stjórnarskrárnefnd hefur að hluta haft hlutverk
forsetans til skoðunar og er við hæfi nú við lok
kjörtímabils forsetaembættisins að virkja nefndina
að nýju.
Heima
Hlutverk forseta Íslands er að stærstum hluta
tvískipt og snýr annars vegar að embættisskyldum
innan lands og hins vegar hlutverki í alþjóðasam-
skiptum. Hvað varðar hlutverkið innanlands hefur
forsetinn heimsótt hinar dreifðu byggðir, tekið á
móti þjóðhöfðingjum annarra ríkja, staðið fyrir
orðuveitingum en síðast en ekki síst hefur forseti
Íslands stappað stálinu í þjóð sína á ögurstundu
þegar áföll eða mannskaðar dynja yfir. Um þessi
hlutverk forsetans hefur ríkt sátt og sameiginlegur
skilningur. Hins vegar má ljóst vera að málskots-
rétturinn er afar vandmeðfarinn. Brýnt er að sé
honum beitt sé ekki hægt að draga umrætt frum-
varp til baka heldur sé þjóðinni gert kleift að ganga
til atkvæða án undanbragða. Jafnframt er sjálfsagt
að fleiri leiðir séu til að skjóta málum til þjóðarinn-
ar svo sem að skilgreindur minnihluti þingsins geti
skotið máli til þjóðaratkvæðagreiðslu eða að unnt
sé að safna undirskriftum meðal almennings til að
fara fram á slíka atkvæðagreiðslu.
Og heiman
Hlutverk forsetans á erlendri grund þarf að
skilgreina nákvæmlega í lögum, jafnvel í nýjum og
sérstökum lögum um embætti forseta og hvernig
því er beitt í breytilegum heimi. Þar ber hæst
hlutverk hans sem þjóðhöfðingja í samskiptum við
aðra slíka. Alþingi og ríkisstjórn fer með mótun
utanríkisstefnu sem forsetinn fylgir svo eftir því
sem við á. Nú á tímum hnattvæðingar og aukinna
alþjóðasamskipta er brýnt að ekki leiki vafi um þau
mörk sem forseti starfar innan og að frumkvæði út
fyrir hefðir sé aðeins á hendi ráðherra hverju sinni.
Hann á að taka þátt í þeim verkefnum erlendis sem
sátt er um meðal þjóðarinnar en ekki blanda sér í
pólitísk deilumál.
Í sátt
Það er út af fyrir sig heillandi hugmynd að forseta-
embættinu sé hagað líkt og var um lögsögumann
gamla þjóðveldisins þar sem hann var jafnframt
forseti þingsins. Önnur leið var valin á sínum tíma
en í síbreytilegum heimi liggur fyrir að forseta-
embættið þarf að stöðugt að endurskoða þannig að
það þjóni sem best sínum markmiðum. Um það
getum við öll verið sammála að það á einungis að
þjóna hagsmunum lands og þjóðar heima og
heiman.