Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 12
12 30. desember 2007 SUNNUDAGUR
Þ
orkell var í óða önn að
pakka niður á skrif-
stofu sinni við Grens-
ásveginn þegar blaða-
mann bar að garði.
Það undirstrikaði
kaflaskilin sem eiga sér stað nú um
áramótin bæði á hans persónulega
ferli og í sögu stofnunarinnar sem
hann hefur veitt forstöðu í rúman
áratug.
„Ef tekið er saman hvað hefur
gerzt í orkumálunum á þessum
árum hafa orðið alveg ótrúlega
miklar breytingar,“ byrjar Þorkell
á að segja, beðinn um að tjá sig um
þróun orkumála í embættistíð
sinni. „Orkuframleiðslan var um
fimm terawattstundir árið sem ég
tók við, 1996, en þegar Kárahnjúka-
virkjun er alveg komin í gagnið og
þær jarðhitavirkjanir sem er verið
að keyra upp, sem sagt á árinu
2008, þá verður þetta komið yfir 15
terawattstundir.“ Orkuframleiðsl-
an hefur sem sagt þrefaldazt.
Þorkell bendir á að það hafi verið
nokkur stöðnun árin á undan í stór-
nýtingu orkulinda landsins. Á fyrri
hluta tíunda áratugarins hafi verið
mikil deyfð yfir álmarkaðnum og
áhuginn á því sviði það lítill að
„íhugað var alvarlega að leggja
sæstreng til útlanda sem leið til að
koma íslenzkri orku í verð.“
Hann segir sér einnig þykja
merkilegt hve hlutur jarðhitans í
raforkuframleiðslunni hafi aukizt
mikið á þessu tímabili. „Það var
kannski vonum seinna; af því við
höfðum svo góða vatnsorkukosti
þá voru menn ekkert að flýta sér
að virkja jarðhitann. En nú hefur
mikil þróun orðið og menn færari í
að finna jarðgufuna þannig að
árangurinn í hverri borholu er í
raun alveg ótrúlega góður miðað
við það sem gerist og gengur í
heiminum. Það er fyrst og fremst
okkar góðu vísindamönnum að
þakka,“ segir Þorkell.
Raforkulög marka tímamót
Meðal annarra þátta sem Þorkell
segir að standi upp úr á árum hans
í embætti eru raforkulögin frá
árinu 2003. Sú markaðsvæðing raf-
orkugeirans sem þau innleiddu
hafði miklar breytingar í för með
sér, þar sem þess er freistað að
koma á samkeppni í orkufram-
leiðslunni en ekki síður að aðskilja
samkeppnisþættina frá sérleyfis-
starfseminni, flutningi og dreif-
ingu.
„Auðvitað á sagan eftir að dæma
það hver árangurinn af þessu verð-
ur, en þetta er einfaldlega það sem
allar þjóðir í kring um okkur hafa
tekið upp og ég tel allavega að
þetta skili þeim árangri að verð-
lagningin sé gagnsærri, menn sjái
betur hvernig kostnaðurinn verður
til, og nokkur samkeppni er komin
af stað, þótt hún mætti vissulega
vera meiri,“ segir hann og
bætir við að þetta sé
stundum kallað einkavæð-
ing, sem sé rangnefni. Í
öðrum löndum sé jafnvel
sáralítil fylgni milli mark-
aðsvæðingar í þessum
skilningi og einkavæðing-
ar. Þorkell bendir á að
Norðmenn hafi til dæmis verið
meðal brautryðjenda í markaðs-
væðingu í orkugeiranum en einka-
væðing hefur nær engin orðið þar.
Umhverfismál í brennidepil
Annað atriði sem Þorkell segir
hafa tekið miklum stakkaskiptum
í embættistíð sinni eru viðhorf til
umhverfismála í tengslum við
orkuvinnslu. „Ég vil reyndar halda
því fram að einmitt í orkugeiran-
um hafi menn horft mjög til
umhverfismála alla tíð,“ segir
Þorkell. Orkustofnun rak til að
mynda sérstaka umhverfisdeild,
löngu áður en mat á umhverfis-
áhrifum virkjana varð að laga-
skyldu. „Sjálfur þekki ég ekki
jafnmikla áhugamenn um
umhverfismál og náttúruvernd og
einmitt starfsmennina hér í hús-
inu. Þetta eru miklir öræfadýr-
kendur,“ bætir Þorkell við.
Aðalbreytingin á þessum síðast-
liðna áratug er að hans sögn sú, að
vitund almennings hefur vaknað
svo um munar fyrir þessum
málum.
Þorkell segist binda vonir við að
hin svonefnda Rammaáætlun um
nýtingu vatnsafls og jarðvarma,
sem hrint var af stað fyrir nær
áratug, muni geta gagnazt til að
sætta sjónarmið virkjana- og
verndarsinna. „Í þessari rammaá-
ætlun hefur að mínu mati verið
unnið merkilegt og gagnlegt verk.
Það sem skorti á var að stjórnvöld
hafa ekki almennilega vitað til
hvers ætti að nýta hana. Hvort
þetta ætti bara að vera skjal til að
hafa til hliðsjónar eða hvort það
ætti að hafa eitthvert raunveru-
legt gildi, til dæmis með einhvers
konar lagastoð eða að minnsta
kosti einhverri umfjöllun Alþing-
is,“ segir hann og bætir við: „Nú
er verið að endurlífga þetta starf,
hrinda af stað öðrum áfanga, og ég
skil stjórnarsáttmálann þannig að
renna eigi opinberum stoðum
undir þessa rammaáætlun þannig
að hún öðlist áþreifanlegt gildi,
hliðstætt því sem er í Noregi.“
Tekizt á um fegurðarmat
Hvað segir Þorkell þá um það, að
hér takist á fegurðarmat verk-
fræðingsins – sem sjái fegurðina
frekar í mannvirkjunum en hinni
óspilltu náttúru – og náttúruunn-
andans sem álíti öll mannvirki
spilla náttúrunni?
Undir slíka svarthvíta sýn tekur
Þorkell ekki. „Eins og ég segi þá
þekki ég fáa meiri náttúruunnend-
ur en í orkugeiranum. (...) Auðvitað
má deila um Kárahnjúkavirkjun
frá umhverfissjónarmiðum, en ég
hygg að miðað við að eigi að nýta
þessi fallvötn [norðan Vatnajök-
uls] á annað borð þá verði það
varla gert á umhverfisvænni hátt
en nú hefur verið gert, þar sem
vatnið er flutt um neðanjarðar-
göng frekar en aðveituskurði á
yfirborðinu, eins og gert var ráð
fyrir fyrst þegar áform voru um
stórvirkjanir þar eystra.“
Loftslagsmál í þungamiðju
Þorkell segir reyndar ekkert eins
lýsandi fyrir það hvað umhverfis-
mál séu farin að vega þungt í allri
umræðu um orkumál og að á
heimsorkuþingi í Róm í nóvember
voru ráðstafanir til að lágmarka
losun gróðurhúsalofttegunda frá
orkuvinnslu þungamiðjan í
umræðunni, ólíkt því sem var á
þessum vettvangi þar til fyrir
fáum árum.
„Þá er það spurningin:
hvað gerum við? Auðvitað
verðum við að leggja fram
okkar skerf,“ segir Þorkell.
Við höfum að hans sögn
mikið fram að leggja í jarð-
hitaþekkingu. Það sé mjög
mikið af ónýttri jarðhitaorku
víða um heim.
„Við munum að vísu ekki leysa
vandamál heimsins þó svo að við
virkjum allan virkjanlegan jarð-
hita. Það er engin ein kraftaverka-
lausn til á orku- og loftslagsvanda
heimsins, margt smátt verður að
gera eitt stórt í þessum efnum. Ef
við getum stuðlað að aukinni nýt-
ingu jarðhita í heiminum þá erum
við þó að leggja mjög ríkulega af
mörkum,“ segir hann og bætir við
að Íslendingar hafi reyndar gert
það nú þegar með góðum árangri
með því að reka Jarðhitaskóla
Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem
sé verið að efla enn frekar.
En hvað um „íslenzka ákvæðið“
svonefnda, sem aðskilur losun frá
álverunum hérlendis frá annarri
losun Íslands?
Þorkell segir að áliðnaður sé
dæmi um starfsemi sem ætti að
lúta alþjóðlegum losunarreglum.
Þar með sé ekki verið að segja að
hann eigi að vera kvaðalaus. Iðn-
aðarráðherra Íslands hafi bent á
þetta á fyrrgreindu orkuþingi í
Róm og fleiri tóku í sama streng.
Verði koltvísýringslosun færð til
gjalda almennt séð í heiminum –
og Evrópusambandið sé byrjað á
því – sé þar kominn öflugur hag-
rænn hvati til að fá viðskiptalífið,
iðn- og orkufyrirtækin til þátttöku
í að vinna gegn loftslagsbreyting-
unum. Við þetta muni hlutfallsleg
samkeppnisstaða íslenzku álver-
anna batna. „Ég tel því að þau eigi
vel að geta staðið undir kostnaðin-
um af hinni tiltölulega litlu losun
koltvísýrings þeirra í samanburði
við losun frá álframleiðslu þar
Góðar horfur í orkumálum
Þorkell Helgason lætur af embætti orkumálastjóra nú um áramótin eftir að hafa gegnt stöðunni í rúmlega ellefu ár. Í viðtali
við Auðun Arnórsson fer hann yfir þróunina í orkumálum á þessu mikla umbreytingatímabili og spáir í horfurnar fram undan.
KAFLASKIL Þorkell Helgason segir skilið við Orkustofnun eftir rúm ellefu ár í stafni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þorkell Helgason er fæddur 11. nóvember 1942. Hann nam stærðfræði
við háskólann í München í Þýzkalandi og við Massachusetts Institute of
Technology (MIT) í Bandaríkjunum, þaðan sem hann lauk doktorsprófi
árið 1971. Strax að loknu námi hóf Þorkell störf við Reiknistofnun Háskóla
Íslands, varð dósent við HÍ árið 1972 og prófessor árið 1985. Allt frá níunda
áratugnum hefur Þorkell verið sérfræðiráðgjafi við gerð og endurskoðun
kosningalaga. Árið 1991 fékk hann leyfi frá störfum við Háskólann er hann
þáði starf aðstoðarmanns heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Árið 1993
varð hann síðan aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra en var sama
ár settur ráðuneytisstjóri þess ráðuneytis. Þeirri stöðu gegndi hann unz
hann var skipaður orkumálastjóri árið 1996.
Sem orkumálastjóri í rúm ellefu ár stýrði Þorkell Orkustofnun í gegn um
mikið breytingaskeið. Þrír lagabálkar tóku gildi á tímabilinu sem breyttu
hlutverki stofnunarinnar og juku einkum stjórnsýsluhlutverk hennar. Það eru
lög um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu, raforkulögin og „kolvetnis-
lögin“ og fylgifiskar þessara laga. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, spruttu upp
úr Rannsóknasviði OS. Vatnamælingar færast á nýju ári frá OS til Veðurstofu
Íslands. Enex, sem upphófst sem útrásarfyrirtæki OS, er nú runnið inn í
Geysi Green Energy.
Fram til 1. apríl 2008 verður Þorkell í sérverkefnum í ráðuneyti iðnaðar-
og orkumála, en þá fer hann á eftirlaun og mun gegna hlutastarfi við
athuganir á íslenzka kosningakerfinu.
Eiginkona Þorkels er Helga Ingólfsdóttir semballeikari.
Það þarf að taka á því með óyggjandi hætti
hvernig orkufyrirtækin eiga að fá að nýta
auðlindirnar, hvort sem þau sjálf eru í opin-
berri eigu eða einkaeigu.
➜ ÞORKELL HELGASON: FERILL