Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 32

Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 32
FERÐALÖG 6 AMA DABLAM Tindurinn sem félagar Tolla reyndu að klífa en Viðar varð að snúa við vegna hæðarveiki. Ingvar Þórisson fór alla leið upp en vonskuveður voru á fjallinu á svipuðum tíma. MYND/TOLLI Í KATMANDÚ Mannlífið í fornu hippaborginni Katmandú var mjög fjölskrúðugt og umferðin kostuleg. Í baksýn trónir búddamústeri sem er eitt það helgasta í Nepal. JAKUXAR BÍÐA Jakuxarnir fæða, klæða og ferja fyrir fjallafólkið en á móti kemur að þeir geta verið ansi skapstyggir. Í för með Tolla og félögum voru fjórir uxar sem báru vistir þeirra yfir torfæran fjalladalinn. Í SKJÓLI EVEREST-FJALLS Í október sem leið hélt myndlistarmaðurinn Tolli á framandi slóðir með klifurbúnað, tjald og hlýjar voðir með sér í för. Ferðinni var heitið til Nepal, í Himalaya-fjöllin, þar sem Tolli kleif tinda, skoðaði litskrúðugt mannlífi ð og drakk í sig óviðjafnanlegt lands- lag fjalladala í austri – um leið og hann myndaði ævintýrið. Ferðin tók um mánuð en það var breska ferðaskrifstofan Dream Mountains sem skipulagði ferðina fyrir þá Tolla og félaga hans Viðar Helgason og Ingvar Þórisson. Undir góðri leiðsögn innfæddra sjerpa héldu ferðalangarnir upp í Base Camp Everest þaðan sem þeir skipu liði; Tolli hélt í Island Peak dalinn þar sem hann kleif Pokalde og Island Peak en þeir Ingvar og Viðar fóru hins vegar á Ama Dablam undir leiðsögn sjálfs Sim- ons Yates – sem er annar af þeim fjallgöngugörpum sem myndin Touching the Void var gerð um, en hann á og rekur Dream Mountains. juliam@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.