Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 50
26 30. desember 2007 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is > VISSIR ÞÚ? Grey’s Anatomy-stjarnan Patrick Dempsay er lesblindur og hætti í skóla til að gerast leikari þegar hann var 17 ára gamall. „Ég verð mjög óöruggur þegar ég þarf að lesa handrit því ég á erfitt með að lesa beint upp af blaðinu. Ég þarf að leggja allt á minn- ið,“ segir hann um les- blinduna. Fyrrverandi kærasti Linds- ay Lohan reynir að selja myndir af fáklæddri leik- konunni. Hann segir hana hafa verið villta í rúminu. Fyrrverandi kærasti Lindsay Lohan, Riley Giles, reynir nú að selja myndir af leikkonunni. Lohan og Giles hittust á meðferðarheimil- inu Cirque Lodge í Utah í sumar, en hættu saman í nóvember. Giles hefur undir höndum myndir af leik- konunni þar sem hún er „mismikið klædd“, eins og það er orðað á slúð- ursíðunum, og hyggst koma þeim í dreifingu. Hann hefur þegar haft samband við ljósmyndaskrifstofu. Umsjónarmenn The Scoop, á síðunni msnbc.com, eru á meðal þeirra sem hafa fengið sendingu frá skrifstofunni. „26. desember vöknuðu tugir ritstjóra við tölvu- póst frá þekktri ljósmyndaveitu. Tölvupósturinn innihélt nokkrar myndir af Lohan þar sem hún var mismikið klædd, og var haldið fram að myndirnar væru „per- sónulegar ljósmyndir sem Riley Giles tók á meðan hann var með Lindsay“,“ skrifa þeir á síðuna. Þar er einnig rætt við vin Lohan, sem segir hana ekki hafa búist við þessu. „Fólk getur sagt það sem það vill um samband þeirra, en ég held að hún hafi ekki getað ímynd- að sér að hann myndi gera þetta,“ segir heimildarmaðurinn. Giles veitti breska slúðurblað- inu News of the World nýlega við- tal, þar sem hann talaði meðal annars um kynlíf þeirra Lohan. „Lindsay er pottþétt kynlífsfík- ill. Hún er villt í rúminu. Við sváf- um saman nokkrum sinnum yfir daginn, og vorum svo að alla nótt- ina. Einu sinni gerðum við það fjórum sinnum í röð. Það var klikkað. Linday er óseðjandi,“ var á meðal þess sem Giles sagði í viðtalinu. Hann dásamar þar að auki lík- ama leikkonunnar, og segir hana meðal annars vera með hinn full- komna bakhluta. Lohan hefur ekkert gefið út á útspil Giles enn sem komið er, en er væntanlega heldur ósátt. Kærastinn selur myndir af fáklæddri Lindsay Lohan Leikkonan Mischa Barton var handtekin vegna ölvunaraksturs síðastliðinn fimmtudagmorgun. Í bíl hennar fannst einnig eitthvað af ólöglegum fíkniefn- um, þó ekki hafi komið fram hverrar tegundar þau hafi verið eða í hvaða magni. Mischa hefur einnig verið ákærð fyrir að keyra án þess að hafa undir höndum gilt ökuskírteini frá Kaliforníu, en stalla hennar Britney Spears lenti í svipuðum ökuskírteinisvandræðum fyrr á árinu. Barton er hvað þekktust fyrir leik sinn í unglingaþáttunum The O.C., þar sem hún fór með hlutverk vandræðagemsans Marissu Cooper, en lítið hefur borið á henni upp á síðkastið. Leik- konan hafði þó verið ráðin til að vera gestgjafi í áramótateiti í Las Vegas í kvöld, en þá verður opn- aður staður að nafni CatHouse á Luxor hótelinu og spilavítinu. Þó að einhverjir hafi spáð fyrir um að Mischa myndi verða af því tækifæri í kjölfar handtökunnar virtust forráðamenn á Luxor á eitt sáttir með að halda leikkon- unni sem gestgjafa. „Sem stendur er enn búist við því að hún verði gestgjafi við opnun CatHouse á Luxor að kvöldi 29. desember,“ sagði talsmað- ur hótelsins. „Við látum vita ef eitthvað breytist,“ bætti hann þó við. Mischa ölvuð undir stýri HANDTEKIN Á FIMMTUDAG O.C.-leikkonan Mischa Barton var handtekin fyrir ölvunarakstur í vikunni. Hún hafði einnig eiturlyf í fórum sínum. Amelle Berrabah, ein þremenninganna í stúlknasveitinni vin- sælu Sugababes, segist ekki hafa getað sofið frá því á aðfanga- dag, eða allt frá því að ráðist var á kærasta hennar með sveðju og honum veittir hrottalegir áverkar. Hinn 25 ára gamli Freddie Fuller fannst liggjandi í blóði sínu í Hampshire á Englandi með alvarleg stungusár og djúpa skurði auk þess sem annar hand- leggur hans hafði nánast verið höggvinn af. „Þetta er hræðilegt. Mér líður eins og ég sé að upplifa mar- tröð. Ég skil ekki hvernig hægt er að gera svona við nokkurn mann. Ég gat ekki hætt að öskra eftir að ég sá sár hans,“ segir Berrabah. „Ég hef ekki sofið síðan þetta gerðist, ég hef verið svo áhyggjufull. Ég er ennþá í sjokki,“ bætti hún við. Lögreglan í Hampshire hefur lítið viljað tjá sig um málið en staðfestir að hún hafi handtekið 28 ára gamlan mann sem er grunaður um verknaðinn. Ekki er vitað hvað honum gekk til en vitni segja að Fuller hafi átt í orðaskiptum við annan mann fyrr um kvöldið. Eftir komuna á sjúkrahúsið gekkst Fuller undir sex klukkustunda aðgerð þar sem reynt var að bjarga handlegg hans. Hann mun vera á batavegi. Sveðjuárás á kærasta sykurgellu Í SJOKKI Sugababes er ein vinsælasta hljómsveit Bretlands. Berrabah er fyrir miðju. ÓSÁTT Lindsay Lohan er ekki ánægð með útspil fyrrverandi kærasta síns, Riley Giles. Hann reynir nú að selja myndir af fáklæddri leikkonunni og talar um kynlífsfíkn hennar í viðtölum. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Föstudaginn 4. janúar kl. 8:30 hefjast bókanir á orlofshúsum og tjaldvög- num VR 36 vikur fram í tímann. Miklar breytingar hafa verið gerðar á leigufyrirkomulagi orlofshúsa, nú þarf ekki lengur að fylla út umsóknar- eyðublöð og engin bið er eftir úthlutun. Hver og einn getur bókað og gengið frá greiðslu fyrir orlofshús á www.vr.is, í síma 510 1700 eða á skrifstofunni og gildir þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Nánar á www.vr.is. Orlofshús VR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.