Fréttablaðið - 30.12.2007, Qupperneq 53
SUNNUDAGUR 30. desember 2007 29
Áramótaheit leikarans Jude Law
fyrir komandi ár er að læra að
spila á píanó. Law
leikur nú þegar á
saxófón, munn-
hörpu og gítar, en
kveðst vilja verða
framúrskarandi
píanisti þar sem
hann sé hundléleg-
ur á hin hljóðfærin.
„Mig langar að geta
spilað eins og Chris
Martin, sem ég
dáist mjög að,“
segir leikarinn, og
á þar við liðsmann
sveitarinnar
Coldplay.
Breski háðfuglinn Ricky Gervais
segist ekki vilja verða kvikmynda-
stjarna. „Mér finnst bara ekkert
spennandi að sjá andlit mitt á
hvíta tjaldinu. Fyrir mér snýst þetta
allt um sköpunarferlið.
Hugmyndin er spenn-
andi hlutinn, og svo
snýst allt um hversu
mikið maður eyðileggur
hana,“ segir leikar-
inn, sem hefur
þó einnig lýst
því yfir að
hann vilji
verða næsti
James
Bond.
Tveimur skópörum og sloppi
Victoriu Beckham var stolið úr
búningsherbergi kryddpíanna í
Köln í Þýskalandi á dögunum.
Kryddstúlkurnar voru
þangað komnar á tón-
leikaferðalagi sínu, og
voru á sviðinu þegar
einhver aðdá-
andinn braust inn.
Bæði skórnir og
sloppurinn voru
sérhannaðir
af Roberto
Cavalli
og eru
metnir
á yfir
eina
milljón
íslenskra
króna.
Meira af kryddstúlkunum, því
dómstóll úrskurðaði á dögunum að
Mel B mætti taka dóttur sína með
í tónleikaferðalagið. Barnsfaðir
hennar, dansarinn Jimmy Gulzar,
hafði farið fyrir dómstóla þar sem
hann krafðist þess að fá að hitta
dóttur þeirra, Phoenix Chi, aðra
hvora helgi. Dómarinn taldi þó að
Phoenix hefði gott af því
að sjá heiminn, og
úrskurðaði Mel
B í hag. Hún á
einnig dótturina
Angel með
Eddie Murphy.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Milo Ventimiglia og Hayden Panettiere, tvær
helstu stjörnur sjónvarpsþáttanna vinsælu
Heroes, eru hætt að þykjast vera aðeins nánir
vinir. Þau skötuhjú létu þannig hvort að öðru í
einu af hinum árlegu jólateitum í Holly-
wood að ekki þykir annað koma til
greina en að þar hafi ástfangið par verið
á ferð. Milo leikur hinn ofurmannlega
Peter Petrelli í þáttunum og Panettiere
leikur ódrepanlegu klappstýruna Claire
Bennet.
„Hann kallaði hana kærustuna sína,
þau leiddust allt kvöldið og á endanum
var hún farin að sitja í fanginu á
honum,“ sagði sjónarvottur við In Touch
tímaritið vestan hafs.
Fyrsta Heroes-parið
Áhrifamenn í tölvuleikjaheiminum supu hveljur í
vikunni þegar greint var frá því að framleiðslukostnað-
ur tölvuleiksins Halo 3 nam tæpum tveimur milljörð-
um króna og er þá undanskilinn kostnaður við mark-
aðssetningu á leiknum. BBC greinir frá því að
framleiðslukostnaður vinsælustu tölvuleikja heims
hafi rokið upp á undanförnum misserum og er nú að
meðaltali um einn milljarður króna. Til samanburðar
má nefna að framleiðsla á fyrsta Pac-Man leiknum árið
1982 var um 6 milljónir króna.
Í tilviki Halo 3 þá er hæpið að framleiðendur sjái
eftir öllum peningunum sem varið var í framleiðsluna,
því hagnaðurinn á fyrsta söludegi tölvuleiksins nam
170 milljónum dollara, eða rúmum 10 milljörðum
íslenskra króna. Það er mesti hagnaður sem afþreying-
arvara hefur gefið af sér á einum degi og slær þannig
met þriðju kvikmyndarinnar um Köngulóarmanninn
sem hlaut gríðarlega aðsókn á fyrsta sýningardegi.
Philip Oliver, stofnandi og eigandi Blitz-tölvuleikja-
framleiðandans, segir að auknar kröfur um grafík séu
meginorsökin fyrir sívaxandi framleiðslukostnaði. „Í
dag þurfa leikirnir að vera í bestu mögulegu gæðum til
að þeir séu samþykktir af neytendum. Grafíkin þarf að
komast sem næst því að vera fullkomin. Í slíkri vinnu
þarf fullkomnustu tölvur og tæki sem völ er á og sú
tækni kostar mikið,“ segir Oliver.
Framleiðslukostnaður eykst hratt
NÁIN Milo Ventimiglia og Hayden Panettiere hafa
aldrei þrætt fyrir að vera nánir vinir en nú virðist
sem vináttan hafi þróast út í ástarsamband.
HALO 3 Leikurinn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og
notið gríðarlega vinsælda meðal neytenda. Kostnaðurinn við
framleiðslu leiksins var um tveir milljarðar.
NICOTINELL MINTUR
KOSTIR NICOTINELL MINTUNNAR
Nicotinell munnsogstöflur með mintu er
tilvalin leið til að fá nikótín svo lítið beri á
þegar hætt er að reykja.
eru fyrirferðalítil nikótínuppbót
eru með frískandi mintubragði
eru hentugar og auðveldar í notkun
eru í mismunandi skömmtum til að
mæta þínum þörfum
eru sykurlausar og hlífa því
tönnunum
innihalda fáar kaloríur
MINTUR
Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með
lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, en þeir mega þó aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Leita skal til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er
á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu
eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan
fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ.
NÝJAR
PAKKNINGAR
BETRA
VERÐ