Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 16. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Jón Skaftason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l jsk@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... U M V Í Ð A V E R Ö L D Mikil lækkun á gengi íslenskra hlutabréfa undanfarna mán- uði hefur komið mörgum mjög á óvart. Þegar þetta er skrifað hefur gengi Úrvalsvísitölunnar lækkað um 40% frá því að hún náði hámarki í júlí á síðasta ári. Engan veginn virðist útilokað að hún eigi enn eftir að lækka tals- vert. Þegar nánar er skoðað þarf þessi lækkun þó ekki að koma mjög á óvart. Íslensk hlutabréf hafa hækkað miklu meira en flest önnur hlutabréf undanfar- in ár. Jafnvel eftir lækkun undan- farinna mánaða hefur Úrvalsvísi- talan skilað um 30% raun ávöxtun á ári sl. fimm ár og tæplega 18% raunávöxtun á ári í 15 ár. Gildi Úrvalsvísitölunnar eru ekki til lengur aftur í tímann en þetta, enda hófust viðskipti með hluta- bréf í kauphöll ekki mikið fyrr hérlendis. Fyrir þennan tíma var þó til vísir að hlutabréfamark- aði og hann hafði ekki síður skil- að hárri ávöxtun frá upphafi, um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þetta eru afar háar tölur í alþjóðlegum samanburði og bera ýmis einkenni svokallaðrar verð- bólu. Hlutabréfaverð hlýtur á end- anum að byggja á getu fyrir- tækja til að búa til hagnað. Til að standa undir svona ávöxtunartöl- um þarf rekstur íslenskra fyrir- tækja fyrr eða síðar að skila nán- ast ævintýralegum hagnaði. Það hafa mörg þeirra reyndar gert undanfarin ár en umtalsverður hluti hagnaðarins hefur orðið til með ýmiss konar eignaumsýslu, t.d. kaupum og sölu á enn öðrum fyrirtækjum. Það er ekki mjög vænlegt til lengdar ef umtals- verður hluti heildarhagnaðar alls markaðarins verður til með þeim hætti. Hvernig sem fyrirtæki eru keypt og seld, bútuð sundur eða sameinuð, þá verður reksturinn á endanum að búa til öll þau verðmæti sem hægt er að skila til hluthafa. Öðru er ekki til að dreifa. Það skiptir engu í þessu samhengi hvort sýslað er með innlend eða erlend fyrirtæki. Í Bandaríkjunum hafa hluta- bréf skilað að jafnaði um 8% raun ávöxtun á ári, allt frá 19. öld. Í flestum Vestur-Evrópulöndum hefur árangurinn verið svipaður, þó oft aðeins lakari. Það þarf tals- verða bjartsýni til að ætla að ís- lensk hlutafélög geti árum saman skilað miklu hærri raunávöxtun en almennt gerist á öðrum mörk- uðum. Hagræðingartækifærin hafa þó verið og eru sjálfsagt enn mýmörg hérlendis, eftir að hafa búið við versta fjármálakerfi Vestur-Evrópu áratugum saman. Það getur skýrt háa ávöxtun hér- lendis um tíma, á meðan tekið er til, en ekki varanlega. Það skiptir líka máli hve stór hlutabréfamarkaðurinn er, í hlut- falli við hagkerfið. Örsmár mark- aður þarf ekki margar krónur til að ná háum prósentutölum. Þegar markaðsvirði hlutabréfa í skráð- um félögum er orðið mun meira en landsframleiðsla á þetta ekki lengur við. Árið 2005 var hækk- un markaðsvirðis skráðra hluta- bréfa á Íslandi nokkurn veginn jafnmikil og greitt var í laun og launatengd gjöld á öllu landinu sama ár. Það var með eindæm- um gott ár á hlutabréfamarkaði en það er engin von til þess að fá mörg slík ár. Fyrirtæki lands- manna geta einfaldlega ekki búið til þann hagnað sem þarf til þess ár eftir ár. Þeir sem tekið hafa lán til hluta- bréfakaupa hafa komið verst út úr lækkun undanfarinna mán- aða. Það liggur í hlutarins eðli. Skuldsett eða voguð hlutabréfa- kaup skila mestri ávöxtun þegar vel árar en þeim mun verri þegar markaðir eru á niðurleið. Þeir sem djarfast hafa teflt, notað hlutfallslega lítið eigið fé og nýtt hækkun undanfarinna missera jafnharðan til að taka meiri lán og kaupa meira, standa jafnvel uppi slyppir og snauðir. Við því er lítið að segja þótt tapið kunni að vera sárt og fallið hátt. Þessi fjárfestingarstefna hlýtur nær alltaf að skila þessari niðurstöðu fyrr eða síðar, nema það tak- ist með heppni að hverfa frá henni í tíma. Þeir sem hafa keypt snemma eða nokkuð jafnt og þétt og legið lengi með bréf, dreift áhættunni og ekki skuldsett sig, eru hins vegar flestir í ágætum málum þegar árangur til lengri tíma er metinn. Þetta á sem betur fer t.d. almennt við um lífeyris- sjóði landsmanna. Markaðir verða mjög líklega órólegir áfram. Reynslan sýnir að það tekur tíma fyrir ró að komast á að nýju eftir miklar sviptingar. Áhyggjuefnin eru enn allmörg. Einn áhættuþátturinn er gengi krónunnar. Ef hún lækkar skarpt mun gífurleg skuldsetning lands- manna í erlendri mynt valda ýmsum búsifjum, hvort sem féð hefur verið nýtt vegna kaupa á hlutafé eða öðru. Nú reynir á efnahagslífið, kunna stjórnendur þess jafn vel að vinna úr þröngri stöðu og vænlegri? Vogun vinnur, vogun tapar SPÁÐ Í MARKAÐINN Verðbréfamiðlarar í Kaupþingi rýna í tölurnar við lokun markaða fyrir helgi. Hér hafa hlutabréf lækkað síðustu vikur líkt og annars staðar í heiminum. Greinarhöfundur segir ekki hægt að útiloka að lækkunin geti orðið enn meiri. MARKAÐURINN/PJETUR O R Ð Í B E L G Gylfi Magnússon dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Litlar líkur á vaxtalækkun Bloomberg | Verðbólga mældist 2,1 prósent í Bret- landi í desembermánuði, samkvæmt útreikning- um bresku hag- stofunnar. Þetta er óbreytt verðbólga á milli mánaða og rétt við verðbólgumarkmið Eng- landsbanka. Bankinn lækkaði stýrivexti í 5,5 pró- sent í enda síðasta árs til að lækka álag á lánsfé og gera fyrirtækjum, ekki síst í fjármálageiranum, kleift að þrauka harða tíð í skugga alþjóð legrar lausafjárþurrðar. Sé horft til verðbólgutalnanna nú þykja litlar líkur á að bankinn grípi til viðlíka aðgerða það sem eftir lifir árs. Bloomberg-frétta- veitan sagði í gær stjórnendur í breskri verslun hins vegar ævareiða enda horfur á að neytend- ur héldu að sér höndum á árinu. Sölutölur fyrir seinni hluta nýliðins árs benda til að svartsýnis- spár ætli að rætast enda jólaverslun undir vænt- ingum flestra. Eina ráðið til að sporna við þróun- inni sé að Englandsbanki feti í fótspor bandaríska seðlabankans, horfi framhjá verðbólguþrýstingi í hagkerfinu og lækki stýrivexti strax í næsta mán- uði. Undir þetta taka breskir fjármálasérfræð- ingar þótt þeir telji það varhugaverða þróun fari stýrivextir undir 4,75 prósent líkt og forsvars- menn í verslun og þjónustu krefjist. Vilja seðlabankastjórann í burt Telegraph | Breska dagblaðið Telegraph bætti um betur í gær og sagði gagnrýni á peningamála- stefnu Englands- banka orðna svo harða að þess sé nú krafist að skipt verði um mann í brúnni. Mervyn King settist í seðlabankastjórastólinn um mitt ár 2003 og rennur ráðningartímabil hans út í júní í sumar. Þótt almennt sé talið að hann hafi staðið sig með ágætum, sé í raun hagfræðing- ur í hæsta gæðaflokki, gerast þær raddir æ há- værari að síðustu mánuði hafi hallað undan fæti. Tele graph hefur eftir David Cameron, formanni Íhaldsflokksins, að Gordon Brown eigi að skipa nýjan mann í sætið. Helsti þröskuldurinn á ferli Kings er yfirvofandi þjóðnýting á breska bankan- um Northern Rock, sem hefur átt í gríðarlegum rekstrarörðugleikum eftir að hann nýtti sér neyð- arlán breska seðlabankans í miklum mæli til að mæta lausafjárþurrðinni í byrjun síðasta hausts. Eins og marg oft hefur komið fram þustu viðskipta- vinir bankans í útibúin og hreinsuðu út sparifé sitt af ótta við að það gufaði upp. Gengi bréfa í bank- anum hefur hrunið í bókstaflegum skilningi og hluthafar sitja eftir með sárt ennið. Þeir horfa hins vegar með skelfingu til þess að ríkið taki bankann til sín enda muni hlutabréfin stefna í sömu átt og menn óttuðust að spariféð færi. Seðlabankar heimsins hafa komist í sviðsljósið í þeirri kreppu sem ríkt hefur á lánsfjármarkaði. Eru það helst tvö atriði sem mestu máli skipta í því samhengi; hvernig seðlabankar auka aðgengi fjármálafyrirtækja að lánsfé og hvernig þróun stýrivaxta verður næstu misseri. Atriðin eru auðvitað nátengd og snúast um að auðvelda fjármálafyrir- tækjum að fjármagna starfsemi sína á hagstæðum kjörum. Tortryggni ríkir á millibankamarkaði sem hefur keyrt upp álag á allri fjármögnun. Óvissan sem ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur gert öllum erfitt fyrir. Það er fátt í spilunum sem bendir til þess að ástandið muni breytast hratt á næstu vikum. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga orð Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær, að undirstöður íslensku bankanna væru traustar og afkoman almennt góð. Þeir stæðust fyllilega samanburð við norræna banka. Í fyrradag ákvað Seðlabanki Íslands að rýmka reglur um verðbréf sem teljast veðhæf í reglulegum viðskiptum fjármálafyrirtækja við bankann. Samkvæmt stjórnendum bankans miða breytingarnar að því að færa reglurnar nær því sem tíðkast í nálægum löndum. Þannig verður rekstrarumhverfi og samkeppnisstaða íslenskra banka áþekk því sem erlendir samkeppnisbankar búa við að því er varðar veðlána- viðskipti við seðlabanka. Meðal nýrra veðhæfra verðbréfa verða nú verðbréf í erlendum gjald- miðli auk þess sem rýmkaðar verða reglur um sértryggð skuldabréf. Eftir að þessar reglur ganga í gildi verður auðveldara fyrir fjármála- fyrirtæki að nálgast lánsfé á betri kjör- um en tíðkast í öðrum viðskiptum. Þeim verður gert kleift að leggja öll íbúða- lán, sem bankar og sparisjóðir hafa veitt frá því þeir fóru inn á íbúðalánamark- aðinn 2004, inn í Seðlabankann sem veð í nýjum lánum. Þetta hefur ekki verið hægt hingað til auk þess sem markaðir fyrir skuldabréfavafninga hrundu eftir að upp komst um ótryggar lánveitingar í Bandaríkjunum til fasteignakaupa. Hvað varðar verðbréf í erlendum gjaldmiðli hafa stóru bankarnir getað notað þau sem veð í viðskiptum við er- lenda seðlabanka í gegnum samstarfs- banka sína erlendis. Smærri fjármála- fyrirtæki hafa ekki getað það í sama mæli og er breytingin því mikilvæg fyrir þau. Í desember síðastliðnum gripu Seðla- bankar Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu og Sviss, auk Englandsbanka, til ráð- stafana til að draga úr háum skamm- tímavöxtum. Seðlabanki Bandaríkjanna veitti evrópskum bönkum aðgengi að tuttugu milljörðum dollara í gegnum evrópska seðlabankann. Þessar aðgerðir voru hins vegar skammvinnar og eftir hækkanir á hlutabréfamörkuð- um fyrst um sinn hófst lækkunarferlið aftur. Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, sem kom út í gær, segir að einhvern tíma muni taka þessar mótvægisaðgerðir að hafa þau áhrif sem sóst er eftir. Öll merki bendi til að samræmdar aðgerðir seðlabank- anna muni eyða óróa fjármálamarkaða á næstu mánuðum. Hins vegar sé almennt talið að það tap sem kunni að verða vegna viðskipta með bandarísk undirmálsveðlán sé ekki að fullu komið fram. Tilraun Seðlabanka Íslands nú til að létta undir með bönkum og sparisjóðum á erfiðum tímum í ytra umhverfi þessara fyrirtækja mun hjálpa til. Kannski verður það viðspyrnan á botninum sem margir bíða eftir. Líklegra er þó að framhaldið muni stjórnast af þróun erlendis, þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem beðið er með óþreyju eftir næsta stýrivaxtaákvörðun bankans hinn 30. janúar. Ákvörðun um stýrivexti seðlabanka í heiminum er sögð miða nú meira að því að stuðla að fjármálastöðugleika en að hafa áhrif á eftir- spurn í hagkerfinu. Stjórnendur seðlabankanna verði að horfa framhjá verðbólgutölum og einblína á að koma jafnvægi aftur á fjármálamark- aðinn. Það skipti meira máli til lengri tíma. Þess vegna er mikill þrýst- ingur á seðlabanka að lækka stýrivexti um þessar mundir. Sá þrýstingur er líka á Seðlabanka Íslands. Búist var við að hækk- un verðlags yrði minni en kom fram í tölum Hagstofunnar í fyrradag. Ljóst er að hækkun íbúðaverðs er ekki eins mikil og áður. Þá má reikna með hækkun á ýmiss konar neysluvörum í kjölfar hækkana á hrávör- um í heiminum. Hlutverk Seðlabankans er fyrst og fremst að stuðla að stöðugu verð- lagi en einnig að viðhalda fjármálastöðugleika. Markmiðin eru illsam- ræmanleg í augnablikinu. Margt mælir með lækkun stýrivaxta. Hvort bankastjórn Seðlabankans er því sammála kemur í ljós næsta vaxta- ákvörðunardag 14. febrúar. Seðlabankar hafa verið í sviðsljósinu í lausafjárkreppunni. Illsamræmanleg markmið seðlabanka Björgvin Guðmundsson Ákvörðun um stýri- vexti seðlabanka í heiminum er sögð miða nú meira að því að stuðla að fjármálastöðugleika en að hafa áhrif á eftirspurn í hag- kerfinu. Stjórnendur seðlabankanna verði að horfa framhjá verðbólgutölum og einblína á að koma jafnvægi aftur á fjár- málamarkaðinn. Það skipti meira máli til lengri tíma. Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.