Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 16. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Frekar ólíklegt er að vefsamfélagið Fac- ebook verði skráð á hlutabréfamarkað á þessu ári, að sögn Marks Zucker- berg, sem hefur setið í forstjórastóli fyrirtækisins frá því hann stofnaði Facebook-vefinn fyrir tæpum fjórum árum. Zuckerberg sagði í bandaríska frétta- skýringaþættinum „60 mínútur“ á dög- unum að svo gæti farið að fyrirtækið íhugaði skráningu á næsta eða þarnæsta ári. Hann útilokaði þó ekki að það yrði dregið fram til 2011. Fjármálasérfræðingar tóku undir með forstjóranum á mánudag og segja einkar slæmar aðstæður til að setja fyrirtæki í upplýsingatækni á markað um þessar mundir. Orðrómur um skráningu Facebook hefur lengi legið í loftinu og fékk byr undir báða vængi síðasta haust þegar hugbúnaðarrisinn Microsoft keypti 1,6 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 240 millj- ónir dala, 15,3 milljarða íslenskra króna að núvirði. Sé miðað við kaupverðið þá er markaðs- verðmæti Facebook litlir 959 milljarðar ís- lenskra króna. - jab Facebook ekki á markað í ár STOFNANDINN Mark Zuckerberg, stofn- andi og forstjóri Facebook, var tvítugur þegar hann stofnaði fyrirtækið. Það er núna næstum þúsund milljarða króna virði og stofnandinn að verða 24 ára. MARKAÐURINN/AFP Tekjur bandarísku munaðarvöru- verslunarinnar Saks, sem Baugur á 8,5 prósenta hlut í, námu tæpum 3,1 milljarði dala, jafnvirði 193 milljörðum íslenskra króna, í fyrra og jukust um 13,9 prósent á milli ára. Þar af jókst veltan um 0,8 pró- sent í jólamánuðinum einum saman. Þetta er talsvert yfir spám markaðsaðila sem höfðu reikn- að með samdrætti upp á 2,5 pró- sent í skugga minni einkaneyslu um jólin. Afkoman er sömuleiðis umfram almenna þróun í banda- rískri smásölu í fyrra. Sterkur orðrómur fór á kreik seint á síðasta ári að Baugur myndi leggja fram yfirtökutilboð í Saks upp á 180 milljarða króna ýmist á milli jóla og nýárs eða í byrjun þessa árs enda verðmiði félagsins afar hagstæður. Gengi bréfa í versluninni hefur sveiflast talsvert síðan síðasta sumar. Það féll svo á mánudag og fór nálægt sínu lægsta gildi síð- astliðna tólf mánuði eftir að for- vígismenn í bandarískri smásölu sögðu útlit fyrir að bandarísk- ir neytendur muni halda að sér höndum á árinu samfara erfiðara aðgengi að lánsfé og háum vöxt- um. - jab Saks siglir fram úr spám FLAGGSKIP SAKS Á 5. BREIÐGÖTU Veltan hjá munaðarvöruversluninni Saks, þar með talin jólasalan, var talsvert yfir væntingum markaðsaðila í fyrra. MARKAÐURINN/AFP Jón Skaftason og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skifa Eign Existu í breska sportvöruframleiðand- anum JJB Sports hefur rýrnað um sextíu og fimm prósent á rétt rúmlega hálfu ári. Exista keypti í júní á síðasta ári 14,5 prósenta hlut í JJB fyrir tólf milljarða króna. Sá hlutur er nú 4,2 milljarða virði. Gengi bréfa í JJB féll um rúm sex prósent í byrjun vikunnar og hefur ekki verið lægra í rúman áratug. JJB stóð í 96 pensum á hlut í Kauphöllinni í Lundúnum í gær. Exista keypti sín bréf á genginu 275. Chris Ronnie, sem er nýtekinn við for- stjórataumunum hjá JJB Sports, tilkynnti á dögunum að til stæði að lækka verð verulega í versluninni til að hreinsa til á lager fyrir- tækisins. Ronnie þessi á 14,5 prósent í félag- inu og keypti sinn hlut á sama tíma og Ex- ista. JJB varð fyrir miklu áfalli þegar ljóst varð að enska knattspyrnulandsliðið kæmist ekki í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu næsta sumar, en treyjur enska landsliðsins hafa vanalega rokið út kringum stórkeppn- ir af því tagi. Ronnie hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að aldrei hafi verið pantaðar færri enskar landsliðstreyjur til sölu í versl- unum JJB, og notaði tækifærið til að gagn- rýna „máttlitla“ hönnun á nýjum varabún- ingi enska liðsins. Reiknað er með að afkoma JJB á síðari helmingi breska fjárhagsársins versni nokkuð frá því á sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 3,4 milljörðum króna. Exista og Ronnie stóðu saman að kaupum á 29 prósenta hlut Dave Whelan, sem á sínum tíma setti JJB Sports á laggirnar. Whelan þessi er stjórnarformaður og sér um dag- legan rekstur hjá enska úrvalsdeildarliðinu Wigan Athletic. Hlutur Existu rýrnað um átta milljarða Eftir stendur rúmur þriðjungur fjárfestingar Existu í JJB Sports. Búist er við að hagnaður dragist saman á árinu. Stjórnvöld á Fiji-eyjum eru sökuð um að beita tollyfirvöldum til að stöðva útflutning á átöppuðu drykkjarvatni á flöskum undir merkjum Fiji Water. Vatnið frá Fiji er umsvifamikið á bandarísk- um vatnsmarkaði í Bandaríkjun- um og einn af helstu samkeppnis- aðilum Icelandic Glacial, vatns frá fyrirtæki feðganna Kristj- áns og Jóns Ólafssonar og banda- ríska drykkjarvöruframleið- andans Anheuser Busch þar í landi. Fjölmiðlar á eyjunum segja að ríkisstjórn Fiji- eyja sjái ofsjónum yfir hagnaðinum sem vatns salan skili til bandarísks móður- félags Fiji Water í Banda- ríkjunum. Það skili sér ekki til eyjanna nema að örlitlu leyti. Jitoko Tikolevu, yfir maður tolla- mála á Fiji-eyjum, segir í samtali við fréttaveituna Pacnews, tals- verðu muna. Móður félagið greiði fyrirtækinu á Fiji-eyjum fjóra dali, 257 íslenskar krón- ur, fyrir kassa af vatni sem kosti 50 dali út úr búð í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórn- völd hafa þegar sent stjórnvöld- um á Fiji-eyjum skila- boð þar sem gjörn- ingurinn geti stefnt fjárfestingum banda- rískra fyrirtækja á eyjunum í voða. - jab Vatnsrisa kippt út af markaðinum Stjórnendur bandarísku risaversl- anakeðjunnar Wal-Mart tilkynntu í byrjun vikunnar að þeir ætluðu að opna fjórar meðalstórar versl- anir í Phoenix á næstunni. Versl- anirnar verða helmingi minni en risabúðir Wal-Mart sem finna má víða í Bandaríkjunum. Nýju verslanirnar verða reknar undir merkjum Marketside. Viðbrögð Wal-Mart eru gagn- ger viðbrögð við samkeppni frá breska stórmarkaðnum Tesco, sem nam land í vesturheimi seint á síðasta ári. Verslanir Wal-Mart eru yfirleitt geysistórar en Tesco minni, sem væntingar eru um að höfði betur til þeirra bandarísku neytenda sem kjósa fremur að kaupa í matinn í minni verslunum en þeim risastóru. Talsmaður Wal-Mart sagði stjórnendur keðjunnar ávallt opna fyrir nýjungum. Hann neit- aði hins vegar að tjá sig um frétt- ir þess efnis að þessar minni út- gáfur af versluninni muni verða opnaðar víðar um land, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. - jab Wal-Mart bregst við bresku innrásinni JÓN ÓLAFSSON HESKEY MEÐ JJB Á MAGANUM Enska úrvalsdeildarliðið Wigan leikur með auglýsingu frá JJB á búningum sínum. Fjárfesting Exista í JJB hefur rýrnað um sextíu og fimm prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PARTNERS Nýjar höfuðstöðvar TM Software Erum flutt í Urðarhvarf 6 P IP A R • S ÍA • 7 2 2 5 7 Urðarhvarf 6 | 203 Kópavogur | Sími 545 3000 | Fax 545 3001 | info@tm-software.comwww.tm-software.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.