Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 14
 16. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sjavarútvegur Nefnd skipuð af sjávarútvegs- ráðherra kannar nú forsendur kræklingaræktar hérlendis, en áætlað er að niðurstöður liggi fyrir á árinu. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, hefur skipað nefnd til að kanna forsendur kræk- lingaræktar á Íslandi, stöðu hennar og möguleika með hlið- sjón af umhverfi og líffræðileg- um og rekstrar legum forsendum. Haukur Oddsson, framkvæmda- stjóri Borgunar hf., er formaður nefndarinnar en hann segir vinn- una á frumstigi. „Nefndin er að kanna hver sé sérstaða Íslendinga á markaðnum og hvort samkeppnisstaða okkar sé slík að fjárfestar fáist. Hingað til hafa menn náttúrlega verið að vinna skipulega og óskipulega að málinu, svo næsta skref yrði að færa það af frumkvöðlastiginu,“ segir Haukur, en ítrekar þó að málið sé enn á frumstigi. Því sé erfitt að spá fyrir um niðurstöð- urnar, sem áætlað er að nefndin skili ráðherra í skýrsluformi á þessu ári. Að mati Hauks er þó margt sem mælir með kræklingarækt hérlendis. Verð á kræklingi sé til dæmis almennt að hækka og eins séu ákveðin framleiðslusvæði í Evrópu, svo sem í Danmörku, að lokast vegna mengunar. Meng- unarreglur Evrópusambands- ins hafi áður fyrr verið þrándur í götu kræklingaræktenda hérlend- is, þar sem skeljar hafi á vissum svæðum við landið innihald- ið meira magn af þungmálmin- um kadmíni en leyfilegt telst, eða yfir 1 mg. Hins vegar séu líkur á að banninu verði aflétt. Svo bendi margt til að hér sé hægt að fram- leiða hágæðavöru, en allt styrki þetta samkeppnisstöðu Íslend- inga í kræklingarækt. „Eins höfum við öðlast nokkra reynslu af kræklingarækt, með því að gera tilraunir og þreifa okkur áfram,“ segir Haukur enn fremur og vísar þar með í kræklingaverk- efnið sem Veiðimálastofnun hélt utan um í samvinnu við fleiri aðila á árunum 2000 til 2005, en skilaði ekki viðunandi niðurstöðum. „Verði það niðurstaða skýrsl- unnar að góðar líkur séu á að hægt verði að stunda ábatasama kræklingarækt við Íslandsstrend- ur, þá mun nefndin gera tillögur til stjórnvalda um hugsanlegar frekari rannsóknir og uppbygg- ingu nauðsynlegra innviða sem verða til stuðnings greininni,“ segir Haukur. Spurður hvenær líklega verði farið af stað í rækt, skili nefndin jákvæðu mati, segir Haukur það enn óljóst. Á endanum verði það þeir sem leggi fé og vinnu í verk- efnið sem ákveði það. Hins vegar telur hann að ekki sé spurning um að kræklingarækt verði að veru- leika er fram líða stundir. - rve Forsendur kræklingaræktar kannaðar Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri Borgunar hf., fer fyrir nefnd sem kannar forsendur kræklingaræktar hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nefnd skipuð af sjávarúvegsráðherra kannar nú forsendur á kræklingarækt hérlendis. NORDICPHOTOS/GETTY Hinn 1. janúar 2008 voru samtals 2.323 skip skráð í skipaskrá, sem er fjölgun frá árinu þar á undan þegar 2.309 skip voru skráð. Að sögn Sigríðar Jakobsdóttur, starfsmanns hjá Siglingastofn- un, bendir ýmislegt til að mest fjölgun hafi átt sér stað í röðum skemmtibáta. „Ýmislegt gefur það til kynna, en það þyrfti að skoða það betur. Það er nefnilega oft þegar menn taka báta úr rekstri að þeir breyta þeim í skemmtibáta til einkanota. Það hefur aukist að fólk sé að leika sér að bátunum,“ segir hún og bætir við að þessir bátar geti verið allt að átta metra langir. Skemmtibátarnir svoköll- uðu flokkast til opinna báta, sem hefur frá því að skráin var síðast birt árið 2007 fjölgað um nítján báta, úr 1.181 í 1.200 báta, farið úr 7.014 í 7.106 brúttótonn. Ef horft er nokkur ár aftur í tímann voru þeir þá flestir árið 2003, þegar talan náði 1.273 bátum. Á móti hefur þilfarsskipum fækkað örlítið, úr 1.128 í 1.123 skip, eða um fimm talsins. Flest voru þilfarsskipin árin 2003 og 2005 þegar þau voru 1.135. Á þurrleiguskrá er eitt skip, Keilir, 4.342 brúttótonn. Sigríður bendir á að skipting af þessu tagi geti þó verið var- hugaverð. „Skilgreining á því hvað er opið og hvað lokað er oft skrítin. Opið gefur til kynna að allt sé opið en stundum er ein- faldlega opið ofan í þilfarshús, sem mætti ætla að teldist lokað. Svo þarf ekki að vera, þannig að þetta er stundum á gráu svæði. Nánari á www.sigling.is - rve Skemmtibátum fjölgar Hinn 1. janúar 2008 voru skráð samtals 2.323 skip í skipaskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nefnd vinnur nú að því að skoða möguleika á kræklingarækt á Íslandi, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsendur hennar eru kannaðar. Árið 1999 samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning ríkisvaldsins við kræklingarækt. Veiði- málastofnun hélt utan um verkefnið, sem fjöldi innlendra jafnt sem erlendra aðila kom að. Valdi- mar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur vann að verkefninu meðan á því stóð, en hann segir rangar ræktunaraðferðir meginástæðu þess að ekki fór betur en á horfði. „Eðlilegt var að hér ríkti þekkingarskortur. En menn voru heldur ekki með réttar útfærslur eða nógu fljótir að laga sína ræktun að aðstæðum. Menn voru fyrst ekki tilbúnir að sökkva línunum nægilega mikið svo kræklingur hrundi af. Einnig olli æðarfuglinn miklu tjóni í ræktuninni. Æðarfugl er vandamál sem kemur upp í mörgum löndum, en það má gera ráð fyrir að það minnki eftir því sem fyrirtæki verða stærri og umfangsmeiri.“ Valdimar segir þetta hafa leitt til þess að verk- efnið skilaði ekki þeim niðurstöðum sem vonast var eftir en persónulega þótti honum vonbrigði að ekki skyldi einu sinni takast að uppfylla eftirspurn innanlandsmarkaðar. Hann vonast því til að mönnum nýtist þær upp- lýsingar sem fengust út úr kræklingaverkefninu til að ná betri árangri næst. Á þeim tíma viðuðu starfsmenn verkefnisins að sér viðamiklum upp- lýsingum sem hann telur að ættu að gagnast þess- ari grein í framtíðinni. - rve Þegar kræklingaverkefninu lauk árið 2005 var að- eins eitt fyrirtæki sem hafði náð talsverðum ár- angri í kræklingarækt, Norðurskel í Hrísey, sem var stofnað árið 2000 eftir tveggja ára undirbún- ingsvinnu. Framkvæmdastjórinn, Víðir Björnsson, segir að fjármögnun og réttar ræktunaraðferðir hafi bjargað fyrirtækinu. „Þetta hefur gengið upp og niður, en þó aðallega niður. Meðal annars vegna þess að við fórum fram- an af eftir evrópskum ræktunaraðferðum, það er ræktun á línu,“ útskýrir Víðir og segir þá aðferð ekki hafa gengið upp, sérstaklega ekki þar sem mikið umrót sé í sjónum við strendur landsins. „Þetta breyttist allt til betri vegar árið 2005 þegar við fengum til liðs við okkur innlenda fjár- festa og hófum sama ár samstarf við Kanadamann- inn Gary Rogers, sem rekur framleiðslufyrirtækið EOG Rogers. Hann lagði fjármuni og þekkingu í fyrirtækið og innleiddi aðrar ræktunaraðferðir, sökkvunarrækt, sem gagnast hér vegna mikillar hreyfingar í hafi. Auk þess er skelin tekin ársgömul, flokkuð og sett aftur út í í sérstökum netsokkum.“ Norðurskel stendur því traustum fótum í dag að sögn Víðis. „Síðustu ár hefur ársframleiðslan ekki verið nema nokkur tonn, á bilinu tíu til fimmt- án tonn á síðasta ári. Nú er verið að smíða tvo báta á Akureyri út frá hugmyndum Rogers sem verða búnir kanadískum tækjum og munu nýtast fyrir- tækinu við ræktun, en stefnt er að 800 til 1.000 tonna ársframleiðslu árið 2010. Meirihluta hennar á síðan að flytja á erlenda markaði.“ Inntur eftir áliti á nefnd sem sjávarútvegsráð- herra hefur skipað til að skoða forsendur kræk- lingaræktar á Íslandi, segist Víðir ekki efast um að hún skili góðum árangri, svo framarlega sem horft verði til Kanadamanna. Hér séu kjöraðstæður til kræklingaræktar sem megi nýta með réttum að- ferðum. - rve Meira pappírsflóð en framleiðsla Kjöraðstæður til kræklingaræktar Víðir Björnsson, framkvæmda- stjóri Norður- skeljar, segir fjármögnun og réttar rækt- unaraðferðir hafa bjargað fyrirtækinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.