Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 19
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2008 S K O Ð U N S A G A N Á B A K V I Ð . . . . . . M A G N Ú S K R I S T I N S S O N , A T H A F N A M A N N Athafna- og útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs- Hugins í Vestmannaeyjum, var talsvert í fréttum í síðustu viku í tengslum við fréttir þess efnis að lausafé fjárfestingar- félagsins Gnúps væri uppurið í kjölfar hruns á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni og væri það í gjörgæslu þrátt fyrir að hafa samið við lánardrottna. Magnús er stærsti hluthafi Gnúps ásamt Kristni Björnssyni en hvor þeirra fer með 43,5 prósent í félaginu. Aðrir hluthafar eru Birkir Kristinsson og Þórður Már Jóhannes son, forstjóri félagsins, sem jafn- framt er fyrrverandi forstjóri Straums Burðaráss. Magnús fæddist í jólamánuðinum 1950 og stundaði sjóinn frá unga aldri líkt og Vestmannaeyinga er siður. Eftir nám í við- skiptafræði og ýmis störf fetaði hann í fót- spor föður síns og gerðist framkvæmda- stjóri Bergs-Hugins árið 1978. Magnús hefur um árabil komið víða við í íslensku viðskiptalífi og vermt sæti í stjórnum fjölmargra félaga og sjóða sem margir hverjir tengjast sjávarútvegi. Sum verkefni sem hann hefur farið fyrir hafa verið fengsæl en önnur ekki. Sem dæmi sá Magnús um stofnun fjárfestingar- félagsins Stoke Holding sem hafði þann til- gang einan að hafa umsjón með yfirtöku á enska knattspyrnufélaginu Stoke City árið 1999. Vel tókst til þótt væntingar fjárfesta hafi verið langt umfram árangur liðsins innan vallar. Magnús, sem sat í stjórnar- formannsstóli félagsins og var sá hluthafi sem setti hæstu fjárhæðirnar inn í rekstur- inn, sagði í samtali við Fréttablaðið sex árum síðar kaupin lélegustu fjárfestingu sína í áratug. Magnús var einn stærstu hluthafa fjár- festingarfélagsins Straums þegar það sam- einaðist Burðarási fyrir tæpum þremur árum en stóð upp fyrir Björgólfi Thor Björgólfssyni. Hræringar og órói innan stjórnar Straums-Burðaráss og forstjóra- skipti tæpu ári síðar ollu því að Magnús gekk á dyr ásamt Kristni Björnssyni með rúm 24 prósenta hlutafjár í bankanum. FL Group keypti af þeim hlutina nokkrum dögum síðar á 47 milljarða króna í skiptum fyrir hlutabréf í FL Group og Kaupþingi og myndar hluturinn kjölfestuna í Gnúpi. Félagið bætti við sig í FL Group og Kaup- þingi eftir því sem á leið og átti þegar mest lét 20 prósenta hlut í FL Group áður en halla tók undan fæti um mitt síðasta ár. Útvegsmaðurinn í ólgusjó fjármálalífsins Þ að er sjálfsagt ekki til betri tími en nú til þess að sækja frekari innlán en þegar menn eru fremur hræddir á verðbréfamörkuðunum,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg, sem Magnús hefur tekið þátt í að byggja upp, hefur vaxið mikið á um tíu ára starfstíma sínum og þar starfa nú um 250 manns. Nýverið stækkaði bank- inn enn þegar belgíski bankinn Robeco var keyptur. Þar starfa 35 manns sem einkum hafa sinnt einkabankaþjónustu. Magnús segir að Kaupþing í Lúxemborg stefni á frekari vöxt sem meðal annars mun byggjast á aukn- ingu innlána, og þar sé belgíski bankinn Ro- beco lykilhlekkur. ÆTLA AÐ TÍFALDA INNLÁN „Belgískir viðskiptavinir eru með annan áhættuprófíl en til dæmis Skandinavar. Það sést meðal annars á því hvernig þeir fjárfesta hjá Robeco. Helmingurinn af eignum við- skiptavina bankans er í bankainnistæðum eða þrjú hundruð milljónir evra af 650 milljónum heildareigna. Við sjáum Belgíu fyrir okkur sem stökkpall til þess að sækja fleiri innlán í framtíðinni,“ segir Magnús. Hann bætir því við að reynsla Kaupþings verði nýtt til þess að auka vöxtinn í Belgíu. Og markmiðin eru háleit. „Það er ekkert út úr kortinu að marg- falda innlánin á næstu tveimur árum,“ segir Magnús. Þetta markmið sé ekki óraunhæft, því við núverandi aðstæður leiti menn eftir því að leggja peningana inn. „Það eru góðar aðstæð- ur til að safna innlánum um þessar mundir. Það skýrist af verðfalli á mörkuðum. Menn leita með féð þar sem þeir fá örugga ávöxt- un,“ segir Magnús. Lausafjárkreppan sem nú er í heiminum komi sér því líka vel fyrir Kaupþing. Þá sé stór markaður í Belgíu. Þar búi ellefu milljónir manna, svo eftir nokkru sé að slægj- ast. Bankinn sé þegar farinn í kynningarher- ferð fyrir innlán sín. TVEGGJA TÍMA AKSTUR Robeco-bankinn starfar á tveimur stöðum í Belgíu, í Brussel og Antwerpen. Viðskipta- vinir hans eru nú um sex þúsund. Bankastjóri er Þjóðverjinn Stephan Richter, en Magnús Guðmundsson vinnur einnig að stjórn bank- ans. „Ég tek nokkurn þátt í þessu. Þetta er bara tveggja tíma akstur frá Lúxemborg.“ Magnús segir að fyrri eigendur Robeco hafi í raun haft uppi á Kaupþingi en ekki öfugt. „Okkur þótti þetta áhugaverður kostur, því við vorum ekki með starfsemi í Belgíu. Við erum sennilega einir af fimm sem hefðu getað tekið þetta að sér. Stærri banki hefði líklega bútað Robeco niður og hirt bestu bit- ana. Með því að við tökum við bankanum er tryggt að fólk haldi vinnu sinni og að hann starfi áfram þar sem hann er nú,“ segir Magnús. UPPHAFIÐ AÐ ÚTRÁSINNI Kaupþing í Lúxemborg hefur vaxið mikið frá því að Magnús fór þangað út fyrir tæpum tíu árum. Þar sinnir bankinn einkabanka- þjónustu, fyrirtækjaráðgjöf, lánastarfsemi og verðbréfaviðskiptum. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur hér í Lúxemborg undanfarin tíu ár. Núna erum við með 400 milljónir evra í eigið fé,“ segir Magnús. Hann bætir því við að vöxturinn hafi verið mjög hraður. „Þegar við hófum starfsemi hér árið 1998 störfuðu 75 manns hjá móðurfélag- inu á Íslandi. Nú eru 250 starfsmenn bara hér í Lúxemborg.“ „Þetta var upphafið að útrás bankans,“ segir Magnús, en Kaupþing starfar nú í þrett- án löndum að Íslandi meðtöldu. Nú er Kaup- þing langstærsta fyrirtæki landsins. Magnús segir að Kaupþing í Lúxemborg sé meðal 25 stærstu banka þar í landi, en þar séu 150 bankar með starfsemi. „Við erum líka vel þekkt hér í Lúxemborg. Samkvæmt nýlegri könnun vita 20 prósent Lúxemborgara af okkur.“ GOTT AÐ VERA GRÆNJAXL Hermt er að þegar Magnús hélt til Lúxem- borgar fyrir um tíu árum hafi það borið brátt að. Honum hafi verið réttur flugmiði og skjalataska og síðan hafi verið stofnaður banki. „Ja,“ segir Magnús og hlær, „og sendur á enskunámskeið.“ „Við fórum þarna út saman, ég og konan mín, sem þá gekk með eldra barnið okkar, seldum allt sem við áttum heima og fluttum út. Nú höfum við verið í Lúxemborg í tíu ár og erum orðin fjögur.“ Magnús segist lítið hafa gert sér í hugar- lund hvað biði þegar út var komið. „Auðvit- að var ákveðin viðskiptaáætlun en stund- um er ágætt að vera aðeins blautur á bak við eyrun. Þá tekur maður áhættu. Það er hægt að plana hluti út í hið óendanlega, íhuga og gera markaðsáætlanir. En það þarf líka að framkvæma.“ Lausafjárkreppan hjálpar Kaupþingi í Lúxemborg Robeco-bankinn í Belgíu bættist nýlega við Kaupþing í Lúxemborg. Hann verður stökkpallur til frekari vaxtar og aukningar innlána hjá Kaupþingi. Ingimar Karl Helgason ræddi við Magnús Guðmundsson, forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, sem nú er í hópi stærstu banka þar í landi. STARFSFÓLK ROBECO Kaupþing keypti nýlega belgíska bankann Robeco og vill tífalda innlán þar á næstu tveimur árum. MAGNÚS GUÐMUNDSSON För hans til Lúxemborgar bar brátt að. Síðan hefur bankastarfsemi Kaupþings þar vaxið mikið. Sjortarar Það er ágætt að taka einn góðan sjortara endrum og eins. Reyndar fín tilbreyting í gráum hversdags- leikanum. Og þá er ég ekki að tala um sprett með konunni held- ur á hlutabréfamarkaðinum. Fjár- festar sem eru með allt niðrum sig hefðu betur lagt við hlustir. Og þá á ég ekki heldur við að hlusta á konuna heldur gamla manninn, Alan Greenspan, öldunginn sem sat sem seðlabankastjóri í Banda- ríkjunum þar til fyrir stuttu og gaf út bráðskemmtilega sjálfs- ævisögu í fyrrasumar. Aðra spek- inga má sömuleiðis hlusta á, þar á meðal kverúlantinn Jim Cramer sem ég gruna um að lauma trompi upp í nebbann sinn endrum og eins. Greenspan og fleiri vöruðu við því fyrir næstum ári að allt myndi fara fjandans til, svo maður beiti fyrir sig alþýðlegu orðalagi, máli manna sem greiningardeildir forða sér frá því að nota. Þeir sem lögðu við hlustir og kunnu að rýna í markaðinn notuðu eyrun og brugðust við. Og þá er ég að tala um menn eins og mig sem voru búnir að losa um hættuleg- ustu stöðurnar í metverði áður en botninn hvarf og nota alla pen- ingana sem skiluðu sér í hús til að kaupa fleiri hlutabréf en áður fyrir skid og ingenting. Þeir sem skelltu skollaeyrum við nýttu síð- asta reytinginn af yfirdrættin- um til að kaupa sér haglara og dósamat og fara í híði. Tilbreytingin í annars daufu hausti í fyrra var sjortararnir. Skortstöður á hlutabréfamarkað- inum sem hleypa blóðinu á hreyf- ingu. Jævla sem það kippir í að veðja á lækkun. Reyndar næsta ómögulegt hér en þægilegra í út- löndum og þar hef ég rakað því- líku inn upp á síðkastið að mér hefði aldrei komið það til hugar. Eins og aðrir gef ég ekki upp hvar ég stunda þetta, sem reynd- ar er ekki fyrir hjartveika. Þar er trúin heit, fólkið feitt, forsetinn … ég kýs að tjá mig ekki um það, og fáninn í sömu litum og okkar. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.