Tíminn - 25.04.1981, Síða 9
Laugardagur 25. april 1981
17
Norræn 20. aldar tónlist
„Ég geri þaö aldrei i dag sem
beðiö getur til morguns”, sagöi
Oscar Wilde, og þess vegna
mætti þessi grein blöa nokkra
daga I viöbót. En aldrei þessu
vant hefi ég Boöskap til Þjóöar-
innar fram aö færa, um nútima-
tónlist á breiöum grundvelli, og
læt þvi blekiö streyma.
Tónleikar Sinfóniuhljómsveit-
arinnar 9. april voru helgaöir
skandinaviskri 20. aldar tónlist:
á efnisskránni voru „Greet-
ings from an old world” (1976)
eftir sænskan mann aö nafni
Ingvar Lidholm, þá fiölukonsert
(1978) eftir annan Svia, Thor-
björn Lundquist og loks 1.
sinfónia Sibeliusar I e-moll óp.
39 (samin 1899). Páll P. Pálsson
stjórnaöi, en einleik lék Karel
Sneeberger, tékkneskur maöur,
em lengi hefur starfaö I Sviþjóö.
Fiölukonsert Lundquists var
einmitt saminn honum til heið-
urs, skv. pöntun menningarráös
örebrokaupstaðar, en
Sneeberger spilar i þorps-
bandinu. Karel Sneeberger er
geysisleipur fiðlari, og var I
eina tlö prófessor viö tónlistar-
háskólann i Prag, þar sem hann
kenndi frægum mönnum eins og
Josef Suk, en er nú kominn til
þessa fáheyröa staðar, örebro,
eins og áöur sagöi, hvaö sem
valda kann.
„Sporin hræöa” segir þar, og
islenzkir tónlistarunnendur
kusu aö sitja af sér þessa
tónleika, enda munu margir á
þvi máli aö sé eitthvaö leiöin-
legra en skandinaviskur
sósialismi, þá sé þaö
skandinavisk menning. Thor-
björn Lundquist tekur þá
stefnu, sem mörg tónskáld hafa
gert á undan honum, aö tileinka
verk sitt snjöllum hljóö-
færaleikara, sem síöan feröist
vitt og breitt og flytji þaö —
þegar vel tekst til er þetta eins
konar „symbiósis”- samlifi-og
báöir aöilar hafa gott af. En sé
verkiö leiöinlegt, hvilir það sem
ok á hljóðfæraleikaranum. Ekki
vildi ég vera i sporum
Sneebergers meö þennan
konsert limdan viö mig.
Miklu skárra var Greetings
from an old world — kveöa
aftanúr forneskju, sem er „pró-
gramm-tónlist” um sænskan
bílaiönaö, og lýsir feröalagi
tónskáldsins ' meö einni af
afuröum hans. Verkið hefst með
ámátlegu og langdregnu ýlfri —
merki um örugga hemla, sem
viöskiptavinir SVR þekkja svo
vel — og feröin er hafin. Lid-
holm hafði fengiö sér einn létt-
an fyrir feröina, og nú fer aö
ólga I innyflum hans, eins og
næsti kafli, sem borinn er af
strengjunum, lýsir. Slagverkið
lýsir þvi, þegar skáldiö kveikir
sér i sigarettu, og
maimblásarar túlka árásir
annarra farþega á
mengunarvaldinn, sem siöan
leiöa til högga og slaga
(slagverk — bassatromma,
pákur og diskar ). Bilstjórinn
reynir aö loka eyrum fyrir þess-
um leiðindum og kveikir á
snældu sinni : ómur af
„Innsbruck, ich muss dich
lassen” ómar gegnum hávaö-
ann. Loks hemlar bfllinn meö
skérandi ýlfri og skáldið staúí-
ast út. Feröinni er lokiö — meö
aöstoö sænskrar tækni var tón-
skáld flutt örugglega frá A til B.
Loks spilaöi hljómsveitin l.
sinfóniu Sibeliusar sem, eins óg
hin fyrri verk, er undir sterkum
áhrifum erlendra tónsmiöa
sinnar tiöar (Tjækofskis), og
fórst þaö vel úr hendi. En nú er
tvenns aö gæta.:
Þaö viröist vera almenn
skoöun, og ekki vil ég mótmæla
henni, aö tónlistin þróist
„áfram,” og þess vegna sé það
eftirsóknarvert aö hinn almenni
borgari kynnist og læri aö hlusta
á svokallaöa nútimatónlist. En
þaö er misjafn sauöur i mörgu
fé, og ég tel það allt aö þvi
ófyrirleitiö aö bjóöa mönnum
(öörum en sérfræðingum i þess-
um fræöum) uppá tvö verk eins
og þessi sænsku 8.-áratugs verk,
sama kvöldiö: ef þessi tónlist
er tekin alvarlega, á aö spila
hana meö annarri tónlist, en
ekki á sérstökum skyldutónleik-
um. Þvi þessi tvö verk, eftir
Lidholm og Lundquist,
sameinuöu þaö aö vera sænsk,
óþekkt, eftir flestum-óþekkta
menn, og „frá þvi i gær,” þ.e.
gersamlega ósiuö ef reynslunni.
En nú heyrast mörg tónverk
leikin hér I bænum, sem menn
vildu gjarnan heyra aftur. Fyrr
I vetur var t.d. leikiö verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, aö ég
held, sem haföi veriö leikiö fyrir
10 árum, en aldrei þar á milli.
Min uppástunga er sú, aö
r Ik i s ú t v a r p iö gerist
snældu-útgefandi, og fjölfaldi og
selji verk islenzkra og annarra
nútíma-tónskálda. Okkur er
sagt aö Sinfóniuhljómsveitin sé
alltaf I „upptökum”, en hver
heyrir þessar upptökur nokkurn
tima? Meö þvi móti, aö „upp-
tökur” Sinfóniuhljómsveitar-
innar yröu til sölu á snældum
fyrir lysthafendur, mundi gildi
hljómsveitarinnar fyrir islenzkt
tónlistarlif margfaldast — og er
þaö þó æriö fyrir.
21. april Siguröur Steinþórsson.
Tónleikar í Háteigskirkju
Kór Háteigskirkju háöi sam-
keppni viö Guö og menn um aö-
sókn aö tónleikum á föstudaginn
langa: Veöriö var yndislegt,
eftir einn leiðinlegasta vetur i
manna minnum, svo útivera
freistaöi margra, og auk þess
voru bezt-auglýstu tónleikar
vetrarins háöir i Háskólabiói
fyrr um daginn. En allt um þaö:
kirkjan var liölega hálffull og
tónleikarnir mjög ánægjulegir,
og þarna gat aöheyra söng, sem
sjaldan heyrist hér: einn af
tengdasonum Islands, Dr. Hu-
bert Seelow, Norrænufræð-
ingur, Germanistikker og al-
hliöa kúnstner, söng kontra-
tenór af mikilli list. Ég haföi
ekki heyrt Seelow syngja áöur,
og söngur hans kom mér mjög
(og skemmtilega) á óvart, þvi
röddin er alveg óvenjulega fall-
eg og þýö, meö skemmtilegu og
öguöu „vfbratói”. Hubert
Seelow söng þarna tvö verk,
Kantötu fyrir kontratenór og
orgel eftir Bernabei (um 1670),
og Kantötu nr. 55 fyrir hljóm-
sveit, kontratenór og orgel eftir
Jóhann Sebastian Bach
(1685-1750).
Organisti og kórstjóri Há-
teigskirkju er Orthulf Prunner,
annar þýskur tengdasonur.
Kórinn virtistmér syngja hreint
og vel, en þvi miöur söng hann
alltof litiö á tónleikunum — þaö
heföi veriö mér aö meinalausu,
þótt orgeltónlist Prunners heföi
veriö sleppt, og kórsöngur auk-
inn, þótt útaf fyrir sig sé aldrei
ofmikiö af góöu orgelspili.
Prunner lék þarna 3 verk eftir
J.S.Bach, Praeludiu og Fugu I
h-moll, Sálmaforleik, og Trió-
sónötu I d-moll. Mér fannst leik-
ur Prunners full-órólegur, en
vafalaust og vonandi er hér um
upprennandi góöan orgelleikara
aö ræöa.
Kórinn söng tvö verk sjálfur,
Ave Verum Corpus eftir Mózart,
og Aller Augen warten auf dich
Herre eftir Schútz, og tók þátt i
Kantötu Bachs fyrir kór,
kontratenór og orgel Ich armer
Mensch. Kór Háteigskirkju er
greinilega einn af betri kirkju-
kórunum i bænum, en I kirkjum
hér á landi gerast hræðilegir
hiutir á söngsviöinu, sem þorri
manna fær ekki tækifæri til aö
uppgötva nema þegar þeir
lenda I fermingum — vonandi
litur Drottinn á viljann fremur
en árangurinn. Hitt er svo
annaö mál, aö þessir finu
kirkjukórar, eins og kór Lang-
holtskirkju og Háteigskirkju,
örva söfnuðinn varla til aö taka
undir I tilbeiöslu til Almættisins,
en I sumum öörum kirkjum
gæti manni fundizt, sem ein hjá-
róma rödd til gæti ekki spillt
neinu fyrir heildina. Og sumir
halda þvi fram, aö þaö hafi
veriö til mestu bölvunar þegar
hinn dannaöi kórsöngur var tek-
inn upp viö guösþjónustur, þvi
þá hætti söfnuöurinn aö syngja.
Aö visu voru þeir margir, sem
töldu söng safnaöarins ofaukiö,
eins og Ólafur Daviösson
náttúrufræöingur tilfæröi úr
Norölingi: „Þaö er reglulegt
hneyksli aö heyra, hvernig
söngurinn fer viöa fram I kirkj-
unum. Þar er einatt sálmalagiö
sungið rammskakkt og skælt.
Sumir eru á undan i vessinu,
sumir á eftir, sumir streitast viö
aö belja sem barkinn þolir og
hafa langar lotur, en þó tekur út
yfir, þegar einhver, sem hyggst
hafa meiri og merkilegri hljóö
en hinir, rekur upp gól meö
glymjandi rödd, sem kallaö er
aö fara meö tvisöng.” Og
Magnús konferensráö Stephen-
sen telur fólk vera þverlynt og
fávist, andlega söngva gauli þaö
I belg, og menn dragi seiminn i
söng, hvörr öörum lengur. Þeir
„kúga upp skræki á stangli meö
uppblásnum æöum á höföi og
öllu andliti af ofraun.” Þaö er
vafalaust mjög erfitt fyrir kór-
stjórann aö hreinsa til i kór sin-
um — þaö gengur vist ekki ofvel
aö fá fólk til aö syngja I kirkju-
kórum, og hver láir vesalings
fólkinu, eins og ræöur prestanna
eru? En þetta þurfa þó öll fyrir-
tæki aö gera, sem ekki vilja
lenda undir, jafnvel hefur
heyrzt um þá aöferö til aö losna
viö öskursóprana, aö koma þvi
inn hjá þeim, aö þeir séu efni I
stórsöngkonur, og senda þá til
útlanda I söngnám.
En þetta var útúrdúr um al-
mennan kirkjusöng I landinu.
Orthulf Prunner hefur greini-
lega tekizt að drifa upp efnileg-
an kór i Hateigskirkju, og þaö
var sannarlega skaöi (frá
sjónarmiöi sönglistarinnar) aö
veöriö skyldi vera svona gott á
föstudaginn langa.
23.4. Sigurður Steinþórsson
^ili °\
w
Heilsugæslustöð
á Fáskrúðsfirði
Heildartilboð óskast i innanhússfrágang
á Heilsugæslustöð á Fáskrúðsfirði.
Innifalið i verkinu er t.d. múrhúðun,
pipulagnir, raflagnir, dúkalögn, málun,
innréttingasmiði, auk lóðarlögunar.
Verkinu skal að fullu lokið 1. júli 1982.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Borgartúni 7, Reykjavik gegn
1.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 12. mai 1981 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
FERÐAVINNINGAR
fvbS
300 utanferðir
á tíu þúsund hver
Auk þess 11 vinningar til
íbúða- og húseignakaupa á
150.000.-, 250.000,- og 700.000.-
krónur.
Fullfrágenginn sumarbústað-
ur, 100 bíiar og fjöldi húsbún-
aðarvinninga.
FJÖLGUN OG
STORHÆKKUN
VINNINGA
Sala á lausum miðum og
endurnýjun flokksmiða og
ársmiða stendur yfir.
Miði er möguleiki
dae