Tíminn - 25.04.1981, Page 16
VARAHLUTIR
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Sími (91) 7-75-51, (91) 7-80-30.
HÉDD HF. Skemmuvegi 20 HEDD HF.
Mikiö úrval
Opið virka daga
9-19 • Laugar-
daga 10-16
-Kópavogi.
Laugardagur 25. apríl 1981
Gagnkvæmt
trygginga félag
Nútíma búskapur þarfnast
BAUER
haugsugu
Guöbjörn Guöjónsson
heildverslun, Kornagaröi
Simi 85677
Sænska stjórnin fallin?
Frá fréttarit. Timans
i Sviþjóðr Gylfa
Kristinssyni
t gær leit lit fyrir aö önnur
rikisstjórn Thornbjörns Fá'lldin
væri fallin. Þetta kom fram á
blaöamannafundi, sem haldinn
var til þess aö skýra frá gangi
viöræöna, sem fram hafa fariö á
milli sænsku flokkanna um
breytingar á skattalögum.
Rikisstjórn Fálldin var mynduö
haustiö 1979, þegar borgara-
flokkarnir, Miöflokkurinn,
Þjóöarflokkurinn og Hægfara
samningaflokkurinn, höföu
fengiö eins þingsætis meirihluta
umfram Sósialdemókrata og
Vinstri kommúnista.
1 kosningabaráttunni lagöi
Hægfara samningaflokkurinn
mikla áherslu á breytingar á
sænsku skattalögunum og
sérstaklega lækkun tekjuskatts
á meöaltekjur og hærri.
Flokknum varð vel ágengt og
fékk hann 20% atkvæða i kosn-
ingunum, en hefur lengst af
haft um þaö bil 12%. Frá
myndun rikisstjórnar Fálldins
hefur Hægfara (Moderata)
samningaflokkurinn , undir
forystu Gösta Bohmanns,
fjármálaráðherra.knúiö á um
framkvæmd skattalagabreyt-
inga, sem allra fyrst og að þær
kæmu til framkvæmda ekki sið-
ar en 1982.
Miðflokkurinn og Þjóðar-
flokkurinn, hafa viljað fara sér
hægar og reynt að stuðla að við-
tækri samstöðu um breytingar á
skattalögunum. Til að ná sam-
stöðu um málið, bauð rikis-
stjórnin sósialdemókrötum til
viðræöna um væntanlegar
breytingar. Lengi vel voru
sósialdemókratar á báðum átt'-
um um hvort þeir ættu að þiggja
boðið, en létu til leiðast um siðir.
Flokkaviðræður hófust i mars,
enlágu niðrium páskana. Þráð-
urinn var tekinn upp að nýju á
fimmtud. A þeim fundi lögðu
sósialdemókratar ' fram sinar
kröfur, sem m.a. gera ráð fyrir
takmörkun vaxtafrádráttar frá
þvi sem nú er, einkum hjá lág-
launafólki. Enn fremur krefjast
þeir hækkunar launaskatts og
tekjuskattslækkun komi ekki til
framkvæmda, fyrr en fyrsta
janúar 1983.
Svonefnd trúnaðarmannaráð
Miðflokks og Þjóðarflokks hafa
samþykkt að leyfa fulltrúum
flokka sinna i viðræðunefndinni
að ganga að þessum kröfum.
^Hinsvegar hefur trúnaðar-
'mannaráð Moderata
Samningspartiet algjörlega
visað kröfunum á bug, og lýsa
þvi jafnframt yfir að flokkurinn
geti ekki átt aðild að rikisstjórn,
sem hyggst starfa eftir þeirri
stefnu, sem felst i kröfu Sósial-
demókrata.
A þriðjudag verða þingflokks-
fundir Miðflokks og Þjóðar-
flokks. Ef þeir staðfesta
samþykktir trúnaðarmanna-
ráðanna, sem allt bendir til, eru
lifdagar rikisstjórnar FSlldins
senn á enda.
Sagt er aömennirnir hafi átt sér forfeöur, sem byggöu vötn og sjó á fyrri jarösögutlmabilum. Hér á myndinnisést enn ein sönnun þessa,
I —eöa skyldu höfrungarnir gera betur en þessi ungmær, sem tekur stökkiö i sundlauginni I Laugardal? (Timamynd Róbert)
Meðalaflinn á hvern bát
39 tonn fyrsta sumardag
Sementsverksmiðjan:
„Gæti orðið
annað stopp
eftár helgi”
— segir Guðmundur
Guðmundsson,
JSG— ,,Það er i sjálfu
sér ekki útilokað að það
verði annað stopp i byrj-
un næstu viku,” sagði
Guðmundur Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri
Sementsverksmiðjunn-
ar á Akranesi er við
ræddum við hann i gær
vegna þeirra greiðslu-
vandræða sem verk-
smiðjan hefur átt í og
olli m.a. stuttri stöðvun
á sementsframleiðslu
fyrir nokkrum dögum.
Guðmundur Guðmundsson
sagöi að beiðni um 30% hækkun á
sementi heföi lengi legið fyrir hjá
Verölagsráði, en ekki fengist af-
greidd. Siðast hefði fengist litil
hækkun i desember. Frá þeim
timá hefðu hins vegar orðið gifur-
legar hækkanir á rekstrarvörum
Sementsverksmiðjunnar, sér-
staklega á oliu, en verksmiðjan
notar 40 tonn af oliu á dag. Oliu-
félögin krefjast nú greiðslu fyrir
hvern fimm daga farm, sem kost-
ar 400 þúsund krónur, og hefur
verksmiðjan orðiö að reiða sig á
skyndifyrirgreiðslu i bönkum til
'þess að fá oliuna afhenta. Guð-
mundur sagði að sú olia sem
Sementsverksmiðjan ætti nú
dygöi fram yfir helgina.
„Verðstöövunin var nú bundin
við 1. mai, og þeir hafa liklega
ekki treyst sér að hækka verðiö
fyrir þann tima. En við biðum og
vonum aö hækkunin komi sem
fyrst þvi um leiö er okkur borgiö,
vegna þess aö afurðalánin hækka
þá sjálfkrafa hjá bönkunum,”
sagöi Guömundur Guömundsson.
HEI — Sumardagurinn fyrsti
varö Hornfirðingum fengsæll, þvi
þá bárust á land á Höfn samtals
662 tonn af fiski af 17 bátum.
Meðalafli á bát var þvi um 39
tonn. Sem dæmi um aflann I gær,
nefndi Sveinn Aðalsteinsson á
Höfn, aö einn báturinn fékk 40
tonn i 3 trossur. Mest af aflanum
var þorskur, en um 100 tonn ufsi.
Aöalvandamáliö nú sagöi
Sveinn skort á mannskap. Margt
aðkomufólk hafi farið i burtu við
þorskveiðibannið um miðjan
mánuöinn og ekki komið aftur,
svo nú vantaði óskaplega fleira
fólk til starfa. Aðspuröur sagöi
Sveinn ekkert vera hægt að hugsa
um vinnuverndarlögin (10 tima
hvild) þegar svona er, það sé
bara unnið og unnið eins og fólk
getur. Byrjað hafi verið að gera
að um kl. 2 i fyrrinótt og ákveöiö
sé aö vinna alla helgina.
Samtals voru á fimmtudags-
kvöldiö komin 9.459 tonn á land á
Höfn. Þaöersvipaðurafli og var i
fyrra, en mismunurinn sá aö mik-
ið af aflanum nú hefur komið á
land i aprilmánuði. Aflahæstu
bátarnir eru Hvanney með 750
tonn i 51 sjóferð og Gissur hviti
meö 727 tonn i 36 sjóferðum, sem
er þá um 20 tonn í róöri að meðal-
tali.
Mikil ásókn I endursöluíbúðir i Verkamannabústöðum:
Um 500 sóttu um
i
HEI — A sjötta hundrað
umsóknir hafa borist til stjórnar
Verkamannabústaöa um kaup á
endursöluibúöum I Verka-
mannabústööum i ár. Lang
flestir umsækjendur voru hæfir,
þ.e. uppfylltu skilyröi um bú-
setu, og aö vera innan tilskil-
inna tekju- og eignamarka.
Stærsti hluti þeirra, eða um 8
af hverjum 10 verður samt
óhjákvæmilega fyrir von-
brigðum, þar sem ekki er
gert ráö fyrir aö nema rúmlega
100 ibúðir I Verkamannabústöö-
um komi til endursölu næstu 9-
lOmánuðina. 1 þeirri áætlum er
reiknaö meö svipaðri hreyfingu
100 íbúðir!
og verið hefur á s.l. ári.
Stjórn Verkamannabústaða
hefur að undanförnu glimt við
það vanþakkláta og erfiða verk-
efni, að velja úr þá hólpnu, er
hljóta hnossiö. Aðeins örfáar
ibúöir eru lausar ennþá þannig
aö fáir geta flutt þótt úthlutun
ljúki. Hinir verða að biða.þolin-
móðir misjafnlega lengi fram
eftir árinu, eftir þvi að þessar
ibúðir losni smám saman.