Tíminn - 03.05.1981, Síða 2

Tíminn - 03.05.1981, Síða 2
Fáeinar laglegar visur úr gmsum áttum: „Að Evrópustyrjöld sé logið” Dálitilli heimsstyrjöld er lokiö, og aö sjálfsögöu er þaö töpuð styrjöld, þvi aö á striöinu sigrast enginn nema fuglinn i kjarrinu. Þessi visnaþáttur veröur hinn siðasti i blaöinu, enda fer nii aö sú tið, er náttúran tekur við af manninum og yrkir upp á eigin spýtur. Þessi styrjaldarlok leiöa hug- ann að þvi, er annarri og talsvert umstangsmeiri heimsstyrjöld lyktaði fyrir hálfum fjóröa ára- tug, og þvi, sem ort var fyrir noröan um sunnlenzkuna I rikis- útvarpinu um bil, er menn slíör- uöu vopnin i Evrópu (ekki búnir aö finna upp kalda striöið): Avi minn, hann átti tig, eingri skeppnu var hún lig. Aldrei heyrðust óbin slig I údvarbinu i Reygjavig. Einu sinni úd ég leid, átti heima i ljódri sveid, sá ég bida gamla geid, grasið upp meö ródum sleid. Laungum var min lundin gljúb, landiö vaviö þoguhjúb. öurlegt er undirdjúb udan vert viö Lómagnúb. Heyrast mér stundum hljóöin völd hraba niður I kogiö. í útvarbinu var auglýst i kvöld, aö Evróbustyrjöld sé logið. Ekki er laust við, aö nokkur rig- ur hafi á köflum veriö á milli Rangæinga og Arnesinga, og má raunar láta sér detta I hug, að hann eigi djúpar rætur. Fram- boðsraunir Sjálfstæöisflokksins fyrir síöustu kosningar voru aö nokkru leyti af þeim rótum sprottnar. Samt sem áöur verður ekki fram hjá þvi gengið, aö Arnesing- ar og Rangæingar eru nágrannar og verða eiga margt saman aö sælda. Þannig studdu báðir aöilar aö þvi, aö útvegsbær reis upp i Þorlákshöfn. Einhverju sinni varð það, er ástæöa þótti til aö fagna fram- gangi mála I Höfninni, aö efnt var til veizlu, sem bæöi sátu Rang- æingar og Arnesingar. Fór hiö bezta á meö mönnum, svo sem vera bar á slfku gleðimóti, og þó þeim mun betur sem á veizluna leiö. í þessu samkvæmi geröi séra Helgi Sveinsson I Hverageröi þessa visu: Hér er margur sæll I sinni, sýslurigur minnka fer, Þjórsá verður minni og minni, þvi meira sem að drukkið er. Svo er nú þaö. Vilhjálmur Hallgrimsson hefur sent þessa visu um frammistöðu stjórnarandstööuflokkanna nú- verandi: thaldsmenn og kratar eru stútfullir af stolti, stunda þó meö alúð aö drepa flokkinn sinn. Keflavikurflugstööin og kamarinn i Holti kæfir engan þó hann reki nefiö snöggvast inn. Siöan bregöum viö okkur norö- ur á Húsavfk eins og stundum áö- ur, og þar fiskum við þessa visu Karls Sigtryggssonar: Almenningur ekkert veit, allt er á sandi kvikum, af þvi fögur fyrirheit fara á undan svikum. Og eftir Karl Sigtryggsson er lika þetta: Töfrar lifsins ymja enn undurþýtt i blóði, þegar guö og mold og menn mæla einu hljóöi. Friörik Hansen á Sauðárkróki kvaö á þessa leiö: Þó aö visan þyki góö og þjóti viöa um bláinn, alltaf veröur óort ljóö innsta hjartans þráin. Jón úr Vör er gott visnaskáld, þótt þekktari sé fyrir órimuö ljóð. Hann orti þetta: Ekki þarf aö gylla gull, gulliö það er ætiö bjart. Alltaf verður bulliö bull, þótt búið sé i rimað skart. Einari Beinteinssyni frá Grafardal varð að orði, er hann lét hugann reika til æskustöðva sinna: Manstu gamla, góða tið, grös og dögg I haga, vorsins söng og vetrartlð, væra æskudaga? Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni oröaöi aftur á móti svipaöa hugsun á þessa leið: Frammi viöa i fjallasal foldin býður næöi, þegar hlfö i djúpum dal dýru skrýöist klæði. Rósberg G. Snædal er höfundur þessarar visu: Hræöist varla veöur stór, vog þótt falla taki, sá er alla ævi fór einn aö fjallabaki. Ljúfara hljóö var i Ólinu Jónas- dóttur á Sauðárkróki, er hún kvað þessa visu um vorið og virktir þess: Horfinn vetur héðan er, hrunin snjóavirkin, og að vana vorið mér veitir skáldastyrkinn. Jóhanna Friðriksdóttir ljós- móðir orti þessa visu einhvern tima á feröalagi i dimmviöri, kannski á Hretavörðuheiði: Þokan köld og blökk á brá byrgði holt og steina eins og heiðarhrjóstrin grá hefðu mörgu aö leyna. Eftir hana er einnig næsta visa, ort með löng kynni af sjúkrahús- um i huga: Vist er heljarvegur beinn, verða ei sárin talin, þar sem hnigur einn og einn orðalaust i valinn. Vikjum svo aftur aö Höskuldi Einarssyni. Hann var Þingeying- ur sem kunnugt er, þótt hann byggi lengst af i Skorradal. Hann andaðist i vetur norður á Blöndu- ósi, en i Húnaþingi átti hann siðustu æviárin. Þar nyröra mun hann hafa gert þessa visu: Þegar min er gróin gröf og grasið vex i kring um, hlotnast mér sú góöa gjöf aö gleyma Þingeyingum. Og þar meö siglir þessi visna- þáttur út úr kortinu, enda sjálf- sagt kominn timi til. — JH KVERNELAND Gnýbldsarar Áratuga reynsla Gnýblásaranna hér á landi hefursýntog sannað ágæti þessara tækja, sem ollu byltingu við heyskapinn. Gnýblásarinn er nú aftur fyririiggjandi. Vegna afgreiðslutregðu verður mjög tak- markað magn fáanlegt i sumar og þvi vissara fyrir bændur að tryggja sér blás- ara sem fyrst. Greiðsluskilmálar. Ghbuse LÁGMtJLI 5, SlMI 81555 Oddný Guðmundsdóttir: ORÐALEPPAR Vésteinn Ólason flutti hádegiserindi í útvarp 8. mars. Honum varð tíðrætt um „gullaldardýrkun" og „snillinga- dýrkun", sem honum þótti hafa skyggtá raunsætt matá bókmenntum. Svo sannarleaa dvrkuðum við snill- inga. En Vésteinn gerir ungu kynslóð- inni rangt til, ef hann heldur, að hún eigi ekki sín goð á stalli. Dæmi um það er í 6. tölublaði tímaritsins Líf 1978: „Umdrögaðsjálfsmorði og tónleika Megasar í Hamrahliðarskólanum 5. nóv. 1978: Sankti Megas, verndardýrlingur dópistanna, kanamellanna, strætis- rónanna, fríkanna, Villon, Dylan og Johanny Rotten í einni persónu, sem syngur sálumessu yfir Hallærisplan- inu og heldur helvítisprédikun yfir Morgunblaðshöllinni —. Bandið birtist á sviðinu —. Áhorfendur fagna, veifa pyttlum og hasspípum og hrópa takt- fast: „Megas, Megas!" Og Megas flytur sinn jákvæðasta boðskap í lag- inu: Ef þú smælar framan f heiminn, smælar heimurinn framan í þig —." Geri margir menntaskólar betur! Vésteinn talaði um erfitt hlutverk kennara „að standa frammi fyrir þrjátiu nemendum, sem kæra sig koll- ótta um snilld allra heimsins skálda". Hvers konar lífsreynsla er það á langri skólagöngu, sem gerir nemend- ur svona? Ekki eru börnin svona. Ég hefði ekki afborið það margar vikur, hvað þá þrjátfu ár, hefði ekki verið gaman aðtala viðbörn um Ijóð og sög- ur. Hins vegar hef ég aldrei komist í kallfæri við þá yfirþyrmandi anda- gift, sem lýst var áðan. Annaðdæmi um dýrkun: Lífleg- asta starfsemin, sem rekin er meðal Islendinga í Kaupmannahöfn, er ef- laust rokkhljómsveitin Kamarorg- hestar," segir fréttaritari Þjóðv. 12. ág. 1970. ,,— Óperan var síðar sýnd í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut í janúarlok í tvígang við troð- fulluhúsi". Stúdentablaðið komst svo að orði: „— Hápunktur verksins var, þegarorghestarnir fluttu „Nú andar suðrið sæla" við nýtt lag í pönkstíl og salurinn tók andköf af hrifningu". (Leturbreyting mín) Ástæða er til að birta sýnisho’rn af list, em vekur slík andköf meðal lær- dómsmanna. Eftirfarandi, frumsam- inn texti Kamarorghesta var jafn- framt „ notaður í vor sem kennslugagn i nútímaíslensku við Kaupmanna- hafnarháskóla" segir í sömu grein, (hvar, sem hann hefur verið fluttur upphaf lega): „Þótt þú boltist blankur um bæinn og bísist eftir bjór — þá er það bara mátulegt á þig. Sé sossinn sár á féð og sjúkur þú liggir í nauð, þá er það bara mátulegt á þig, þvf þú ert bara flippað frík, sem engan meikar sens." Ungir menn eiga svo sannarlega sína dýrlinga. Oddný Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.