Tíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. mai 1981 7 Jón Sigurðsson: NÆSTI ÁFANGI Um þessar mundir skiptir mestu að sii stefna, sem fylgt hefur verið um hrið i baráttunni við verðbólguna, verði ekki felld niður heldur haldið til streitu af einbeitni á næstu mánuðum. Ef fallið verður frá þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin mótaði i upp- hafi og kom til framkvæmda með bráðabirgðalögunum um sl. áramót, er tvöfaldur skaði orðinn. í fyrsta lagi hefur ein markvisasta tilraunin til að vinna bug á verðbólgunni mis- tdcist, en i öðru lagi má búast við þvi að viðbrögð almennings verði ekki svo jákvæð sem þau nú eru — um langa stund fram undan. Deila má um stefnu rikis- stjórnarinnar, satt er það, en um hitt verður ekki deilt: — að almenningur hefur tekið að- gerðum stjórnvalda af sjald- gætum skiiningi og velvild. Þessi viðbrögð almennings verða ekki skýrð með neinum flokksböndum eða hollustu við stjórnmálamenn, enda vægast sagt óljóst hvar forsætisráð- herra sjálfur t.d. hefur að leita fyÍgdarTiðs 'heldur verða þau skyro meö þvi einlaldlega að fólk hræðist óðaverðbólguna og þykist sjá að hugur fylgi máli i athöfnum og málflutningi tals- manna rikisstjórnarinnar. Að sönnu hefur nUverandi rik- isstjórn af þessum sökum hlotið sjaldgæft tækifæri til að knýja stefnu sina fram, þrátt fyrir margháttaða andstööu hags- munaaðilja. Henni er ljóst að stuðningur alþýðu er fyrir hendi og starfar f þvi svigrUmi sem fólkið veitir henni. Óveniuleg tiltrú Eni þessu felst einnig sérstök og einstök ábyrgð rikisstjórnar- innar. Þjóðin sýnir henni meira traust — og meiri tiltrU — en al- gengast er um rikisstjórnir sem þjóðin hefur á milli tannanna. Um þessar mundir er fyrsta á- fanganum að ljUka og hinn næsti er fram undan. Einmitt um þessar mundir biður þjóðin þess vegna eftir frumkvæði stjórnar- valdanna um það sem gerast á og gerast skal á næstu mánuð- um. í þessu efni er nauðsynlegt að hafaþaði huga að á hausti kom- anda eru almennir kjarasamn- ingar lausir, og enginn þarf að ætla að launþegahreyfingin sýni biblund áfram ef hUn telur sig ekki hafa ástæðu til að festa traust á stjórnvöldunum. Hið sama á við um hina gleymdu bræður okkar: Þá sem enn leggja sig i að taka áhættu og veðja eignum sinum til þess að halda uppi atvinnufyrirtækj- um i landinu — þráttfyrir skiln- ingsleysi opinberra aðilja og rógsherferðina sem staðið hefur árum saman gegn framtaki ein- staklinga og félaga i atvinnu- málum. Auðvitað er það 1 jóst að mjög er hert að fyrirtækjunum með verðstöövun, skattaálög- um, reglum um afskriftir o.s.frv. — og ýmsar af þessum reglum eru beinlinis andstæðar eðlilegri og nauðsynlegri hag- þróun og viögangi þjóðarhags. En aðgerðir stjórnvaldanna miðast við það að eitthvað veröi undan að láta ef takast á að stemma stigu við stöðugri óða- verðbólgu. Skýrir kostir 1 þessu efni hefur þjóðin um skýra kosti að velja. Vitanlega kemur „leiftur- sóknin” til greina. Auövitað er unntaðtaka uppóbreytta stefnu Miltons Friedmans. HUn er al- veg ljós og afdráttarlaus. Sam- kvæmt henni verða svo og svo margir atvinnulausir, og svo og svo mörg fyrirtæki fara á haus- inn, sem hérlendis merkir t.d. að svo og svo mörg byggðarlög fara i eyði og svo og svo margir fslendingar bætast i þann hóp sem óðaverðbólgan hrekur nU þegar til Utlanda. NUverandi rikisstjórn telur réttilega að þessi leið „leiftur- sóknar” komi ekki til greina, að hUn sé andstæð þeim hugsjónum sem þjóðarheimilið á þessu landi hvilir á. Rikisstjórnin hef- ur þess vegna valið aðra leið, leið niðurtalningar i áföngum. Þesi niðurtalning byggist á þvi að lausn veröi fundin á til- tölulega löngum tima, en án þessmikla félagslega kostnaðar sem „leiftursóknin” felur i sér og leiðir til. „Leiftursókn” Milt- ons Friedmans er peningakenn- ing og rétt samkvæmt þvi, en niðurtalningarleiðin er mann- gildiskenning og flókin og erfið samkvæmt þvi. Þaö er alveg sama hvor leiðin verður farin, að þolinmæði og Uthald þarf i öllu falli. Hvorug leiðin er auðveld. Þar sem vald- inu er þannig háttaö i samfélag- inu að rikisvaldið getur i raun og veru knUið vilja sinn fram með ofbeldi eða öðru er unnt að hefja „leiftursókn” en þar sem fær. 1 þessu felast mistök for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins fyrir siðustu kosningar. Þeir héldu að almenningur væri ekki aðeins óttasleginn yfir verð- bólgunni, heldur angistarfullur. Þeir héldu að einn flokkur gæti þar af leiðandi fengið hreinan meirihluta og knUið fram „hreina” stefnu. Þetta reyndist rangt, og kosn- ingaUrslitin komu i veg fyrir einhverja kostnaðarsömustu og hroðalegustu stjórnmálatilraun sem til álita hefur komið i um- ræðum á landi hér. Fólkið kaus málamiðlun Fólkið sýndi að það vildi hóf- samlega og skynsamlega mála- miðlun. Það kaus þá leiðsögn sem Framsóknarflokkurinn hafði boðað með niðurtalningar- stefnunni. En eins og margsinn- is hefur verið bent á felur þessi stefna i sér áralangt Uthald, stöðuga árvekni og linnulausa viðleitni. 1 þessu er niðurtaln- ingin að nokkru erfiðari og þyngri en „leiftursóknin” en um leið er hUn óendanlega létt- ari þjóðfélagslega, mannlega og þjóðernislega séð. Innan tveggja ára hefðu sam- einuð launþegasamtök með dyggum stuðningi atvinnuveg- anna brotið sérhverja „leiftur- sókn” á bak aftur. Mikilvæg atriði þeirrar efnahagsstefnu sem „Viðreisnarstjórnin” mót- aði höfðu verið brotin á bak aft- ur innan fimm ára og þá hófst það tímabil „félagsmálapakk- anna” sem enn stendur og hefur gengið sér til hUðar. NU vilja áhrifaöfl meðal vinnuveitenda brjóta niðurtaln- inguna niður með dyggum stuðningi Ur röðum launþega. Þessi leikur er hættulegur. Tilraun rikisstjórnarinnar verft ur aft takast. Arangur nU er ó- endanlega miklu mikilvægari fyrirþjóðina og islenska samfé- lagið en fræðilegar vangaveltur um forsendur stjórnvaldaað- gerða. Það sem er i hUfi er tiltrU fólksins til stofnanalýðveldisins. Af öllum þessum ástæðum verður rfkisstjórnin að halda frumkvæði sinu. HUn verður nU sérstaklega að huga að þeim grunni sem peningamálastefn- an er i efnahagslegum athöfn- um. Það er erfitt að greina hvað er orsök og hvað afleiðing i þvi efni, og fræðimenn deila um hvort umsvif og verðbólga koma á undan peningamagni eða á eftir. Milton Friedman bendir á eina lausn og aðrir hagfræðingar á aðra. Um hitter ekki deilt að vaxandi peninga- magn er olia á eldinn, er elds- neyti verðbólgunnar. A sama hátteru menná einu máli um að snar samdrá.ttur i peninga- magni og þar af leiðandi aftur- kippur i' fjármögnun og lána- starfsemi elur af sér kreppu. Halda verður áfram Þarna verður rikisst jórnin að finna millileiðina, niöurtalning- arleiðina. Við erum nU stödd i brimgarðinum miðjum. NU má enginn láta undan. NU verður t.d. Alþýðubandalagið að skynja að þaö hefur tdcið á sig ábyrgð á þvi að skila árangri með þeim aðilum öðrum sem rikisstjórn- ina mynda. NU duga engin slag- orð fyrir sósialista, aðeins það að áfram verði haldið á mark- aðri braut. Framsóknarmenn hafa nU sem fyrr sett markið hátt og gertharðar kröfur um athafnir, en ekki aðeins orð. Enn sem fyrr veltur á harðfylgi Fram- sóknarmanna og festu þeirra að ekki verði slakað á. Það verður að veita atvinnuvegunum and- rUmsloft með brýnustu verð- hækkunum, en þessar hækkanir verða þó að lUta almennum markmiðum og miðast við að ekki verði atvinnuleysi, gjald- þrot og byggðaflótti. Vitanlega mun hagþróunin bíða hnekki af þessu um stund, en baráttan gegn verðbólgunni hefur for- gang sem stendur. Þegar sigur er unninn og verðbólga er komin á það stig sem almennt gerist umhverfis okkur verður fyrst svigrúm til aðhefja hagsóknina af fullu afli. Meðan óðaverðbólgan ræður rikjum verður sóknin i átt til bættra lífskjara ævinlega skert og takmörkuð, eins og við höf- um séð nU um nokkurra ára bil. Þetta verða allir að skilja. Menn verða að skera sér stakk- inn eftirþessum vexti. Um ann- að er ekki að ræða aö sinni. Tal um annað er villandi. Laun- þegahreyfingin verður að sætta sig við skerðingar, og atvinnu- vegirnir verða að sætta sig viö haröindi. Um fram allt verður rlkis- stjórnin að halda áfram á leiö- inni og taka hiklaus skref inn I næsta áfanga. Það frumvarp til frekari að- gerða í efnahagsmálum sem Al- þingi haföi til umfjöllunar i vik- unni lýtur aö þessu. Fram- kvæmd þeirrar stefnu sem þar er mörkuð skiptir öllu á næst- unni. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.