Tíminn - 22.05.1981, Page 4
Nýtt frumvarp um Framkvæmdasjód aldraðra:
NEFSKATTUR í STAÐ
VEITINGAHUSAGJALDS
■ Samstaöa hefur tekist á heil-
brigöis- og trygginganefnd neöri
deildar Alþingis um flutning sér-
staks frumvarps um Fram-
kvæmdasjóö aldraöra. Skal sjóö-
urinn styrkja byggingu húsnæöis
og dvalarstofnana fyrir aldraöa.
Sá meginmunur varöandi tekju-
öflun er á þessu frumvarpi og
fyrri hugmyndum heilbrigöisráö-
herra um Framkvæmdasjóöinn,
aö hætt er viö aö leggja sérstakt
gjald á aögöngumiöa aö vinveit-
ingahúsum, en þess i staö lagt til
aö tekinn veröi upp 100 kr. nef-
skattur á hvern skattskyldan ein-
stakling f landinu.
Akvæði um stofnun og starf-
semi Framkvæmdasjóðs aldr-
aöra voru fyrst i einum kafla
stjórnarfrumvarps um heilbrigð-
is- og vistunarþjónustu aldraðra,
sem lagt var fram fyrr i vetur.
Ljóst varð fyrir nokkru aö þetta
frumvarp næði ekki fram að
ganga á þessu þingi, og þvi var
gripið til þess ráðs að flytja sér-
stakt frumvarp um Fram-
kvæmdasjóðinn, til þess að fjár-
magn gæfist til framkvæmda á
þessu ári.
Þrátt fyrir viðtæka samstöðu
um Framkvæmdasjóðsfrum-
varpið, urðu mjög harðar umræð-
ur um málið i neðri deild i fyrri-
nótt. Halldór Blöndal snerist
harkalega gegn málinu, og kvað
það hluta af skattaþenslu rikis-
stjórnarinnar. Magnús H. Magn-
ússon og Jóhanna Sigurðardóttir
fluttu breytingatillögu um að i
stað nefskattsins kæmi 1% álag á
tekju- og eignaskatt einstaklinga
og félaga. —JSG
íbúdaverð
20- 44%
lægra
úti
á landi
■ Hlutfallslega bestu hús-
næöiskaupin á landinu eru I
stórum ibúðum og einbýlis-
húsum úti á landsbyggöinni,
samkvæmt upplýsingum er
fengust um hjá Fasteignamati
rikisins.
Viö samanburö Fasteigna-
matsins á heildarsöluveröi
ibúöa i Reykjavik og á Akur-
eyri i mars s.l. kom i ljós að
ibúðaverð á Akureyri var
21— 33% lægra aö jafnaði en i
Reykjavik miðað við verð á
fermetra. Mestu munar á
stórum ibúðum og einbýlis-
húsum en minnstu á litlum
ibúðum i fjölbýlishúsum.
Við samsvarandi saman-
burö á sölu húsnæðis utan
höfuðborgarsvæöisins (i kaup-
stöðum og stærri kauptúnum)
og I Reykjavik kom i ljós, að
húsnæöi þar var að jafnaði
44—20% ódýrara en i Reykja-
vik. Mestu munaði þar einnig
á stórum ibúðum og einbýlis-
húsum en meinnstu á litlum
blokkaribúðum.
Litlar ibúöir eru allsstaðar á
landinu hlutfallslega dýrari en
stórar. Verðmunurinn þar á
milli virðjst þó jafnvel ennþá
meiri úti á landsbyggðini en i
Reykjavik. útborgun utan
Reykjavikursvæðisins er
einnig hlutfallsiega nokkru
lægri en á Reykjavikur-
svæöinu.
—HEI
Ræða nú
starfs-
aldurslistann
■ Nefnd sú sem Hæstiréttur
skipaði til þess aö fella úrskurð i
málum flugmanna vegna
starfsaldurslistamálsins hefur
þegar komiö saman til fundar
og mun hittast að nýju nú i
næstu viku. 1 nefndinni eiga sæti
þeir Guðmundur Jónsson,
borgardómari, Bárður Daniels-
son, arkitekt og Guðmundur
Magnússon háskólarektor.
Guðmundur Jónsson sagði er
við ræddum við hann i gær að
nefndin hefði þegar fengiö mikiö
af gögnum i hendur, sem menn
væru að kynna sér og væri ekki
ekki gott að segja hve langan
tima þetta verk tekur. —AM
„Viö Lionsmenn vonum aö þessi tæki komi aö miklum notum viö aö hjálpa þeim heyrnarskertu aö komast
gegn um mur þagnarinnar”, sagöi Ólafur Sverrisson i Borgarnesi (til vinstri) er hann fyrir hönd 2.800
isienskra Lionsfélaga afhenti Stefáni Skaftasyni, yfir lækni, hina stóru gjöf. Tímamynd Eila
Árangur af sölu LIONS-manna á „Rauðu f jöðrinni:
Milljón króna gjöf
til Borgarspítalans
■ „Það er meö ólikindum, að
Lionshreyfingin skuli hafa fjár-
magnað öll helstu tækjakaup
Háls-, nef- og eyrnadeildar
Borgarspitalans. Óneitanlega
vaknar sú spurning hver væri sú
sjúkrahúsþjónusta er veitt væri
heyrnarskertum ef Lions-
hreyfingarinnar hefði ekki notið
við”, sagöi Stefán Skaftason,
yfirlæknir deildarinnar i gær, er
hann tók við enn einni stórgjöfinni
frá hreyfingunni fyrir hönd deild-
arinnar.
Hér er um að ræða fullkomna
tækjasamstæðu til sérhannaðrar
skurðstofu fyrir háls-, nef' og
eyrnalækningar. Þessi gjöf
Lionshreyfingarinnar mun vera
stærsta gjöf sem þjónustu og
liknarklúbbur hefur nokkru sinni
gefið sjúkrastofnun hér á landi.
Verðmæti gjafarinnar að öllu
meðtöldu mun vera um 160 millj.
gkr. En fjármálaráðherra voru
færðar sérstakar þakkir fyrir að
hafa fellt niður gjöld að upphæð
um 50-60 millj. gkr., þannig að
gjöfin kostar Lionshreyfinguna
um 100 millj. gkr. Kaupin hefur
hreyfingin fjármagnað með sölu
rauðu fjaðrarinnar.
Hin nýju tæki eru: Smásjá,
ætluð til heyrnarbætandi aðgerða
ásamt aögeröarstól, skurðarborð
ásamt fylgihlutum, Dameca
svæfingavél ásamt ventilator og
deyfingaborði, tvö áhaldaborð og
tveir journal-vagnar, litsjón-
bandstæki, myndavél er tengist
áðurnefndri smásjá til aö ljós
mynda skuröaðgerðir, og sjón-
varpsmyndavél ásamt fylgihlut-
um, sem eru hluti af videokerfi er
tengist smásjánni. —HEl
Hlutiaf tækjabúnaöi þeim er Lionshreyfingin gaf Háls-, nef- og
eyrnadeild Borgarspftalans. Tfmamynd Ella.
Fjórtán
álykt-
anir á
einum
degi
e Fjórtán þingsályktunartil-
lögur voru samþykktar á Al-
þingi s.l. þriöjudag. Ein þess-
ara tillagna var frá rfkis-
stjórn, fimm frá þingmönnum
Framsóknarflokks, tvær frá
þingmönnum Sjálfstæöis-
flokks, tvær frá þingmönnum
Alþýöuflokks, og afgangurinn
frá þingmönnum fleiri en eins
fiokks. Ályktanirnar voru
þessar:
1. Alyktun um að skipa
nefnd til að undirbúa kennslu i
útvegsfræðum við Hásköla Is-
lands, sem hefjist eigi siöarn
en haustið 1984.
2. Alyktun um gerð itarlegr-
ar athugunar á samkeppnis-
aðstöðu íslendinga á mörkuð-
um fyrir fisk og aðrar sjávar-
afurðir.
3. Alyktun um að könnuð
verði áhrif nýlegra breytinga
á skólahaldi og skipulagi skóla
á ástundun og árangur nem-
enda i grunnskólum og fram-
haldsskólum.
4. Alyktun um að rikis-
stjórnin geri áætlun um magn
og nýtingu varáraforku i land-
inu I neyðartilvikum vegna
orkuskorts.
5. Ályktun um að rikis-
stjörnin beiti sér fyrir al-
mennri fræðslu um efnahags-
mál, og stuöli að þvi að al-
menningur eigi þess kost á
hlutlausum skýringum á stöðu
efnahagsmála.
6. Alyktun um aö ríkis-
stjórnin beiti sér fyrir gerð
áætlunar um eflingu iðnaðar
og þjónustu á Vestfjörðum.
7. Alyktun um kosningu
fjögurra manna nefndar er
vinni að auknu samstarfi milli
Islands, Færeyja og Græn-
lands.
8. Alyktun um aö rfkis-
stjórnin kanni hvort unnt sé að
koma við svonefndum „fri-
númerakerfum” sima hjá
opinberum stofnunum, sem
almenningur hefur mikilsam-
skipti við.
9. Alyktun um að rikis-
stjörnin skipi nefnd er vinni að
itarlegum tillögum um eflingu
innlends lyfjaiðnaðar.
10. Alyktun um að rikis-
stjórnin láti gera heildaráætl-
un um og framkvæma rann-
sóknir á háhitasvæðum lands-
ins.
11. Alyktun um aö rikis-
stjórnin kanni hvort þörf sé
breytinga á ákvæöum sigl-
ingaiaga, sem lúta aö björgun
skipa og skipshafna.
12. Ályktun um að rikis-
stjórnin láti kanna hag-
kvæmni þess að sameina allan
flugrekstur rikisins.
13. Alyktun sem felur i sér
staðfestingu á alþjóöasamn-
ingi um varnir gegn töku
gisla.
14. Alyktun um að rlkis-
stjórnin skipi nefnd, er taki til
gagngerðrar endurskoðunar
menntun fangavarða. —JSG.