Tíminn - 22.05.1981, Síða 5

Tíminn - 22.05.1981, Síða 5
fréttir Á fimmta hundrað undirrita mótmæli í Mosfellssveitinni: NORKUDEILUR UM LAGNINGU FLUGBRAUTAR VIÐ LEIRVOG ■ Miklar deilur hafa blossað upp i Mosfellssveit út af gerð litillar 300 m langrar flugbrautar á Tungu- bökkum meðfram Leirvogsánni. Ahugaflugmenn i Mosfellssveit fengu leyfi frá hreppnum i ágúst i fyrra til að koma þessari flug- braut á laggirnar, en vegna þess hve þá var langt liðið á árið varð ekki úr framkvæmdum. 1 vor var þessi flugbraut svo gerð, en þá tóku nokkrir ibúar sig til og söfnuðu undirskriftum til að ,Hugsað sem úti- vistar- svæði’ segir Katrín Thorarensen ■ ,,Ég get að visu ekki talað fyrir munn allra er skrifuðu á mót- mælalistann en aðalsjónarmiðið er að þetta svæði er kynnt i skipu- lagi sem útivistarsvæði fyrir almenning en er nú orðið svæði fyrir 10 menn” sagði Katrin Thor- arensen i samtali við Timann, en hún er ein af þeim sem stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni. „Síðan er það aukamál hjá mér að ég er i aðeins 200 metra fjar- lægð frá flugbrautinni og inn i það dæmi kemur hávaðasjónar- miðið.” „Áður en samþykkt var i hreppsnefnd að heimila þessa braut var ekki leitað eftir við- brögðum annarra við henni. Sem dæmium hvað þessi braut snertir marga má nefna að á milli min og hennar rennur laxveiðiá og hávaðinn frá þessum flugvélum samrýmist ekki laxveiðum. Raunvisindastofnun er með segulmælingar þarna og þeir eru óhressir með þessa braut, og i hágrenninu er iþróttavöllur. „Hvað náttúruunnendur snertir þá hafa þeir notað voginn fyrir neðan brautina til náttúru- skoðunar og Náttúruverndarráð hefur i mörg ár viljað friða vog- inn vegna dýralifs i honum, þann- ig að það er á móti byggingu brautarinnar.” „Þá má einnig nefna það að flugbrautin er lögð yfir braut hestamanna en það er ekki aðeins hestabraut fyrir ibúa Mosfells- sveitar heldur er hér um að ræða kortlagaða braut milli Suður- og Vesturlands og samkvæmt hefði má ekki klippa á slikar brautir”. „Hér i gærkvöldi var ægilegur hávaði á brautinni, en þá voru einnig þar menn með flugvéla- módel en þeir geta vist hvergi annarsstaðar verið en þarna, og þá einnig i kringum húsið hjá mér, en hávaðinn af þessu var engu likur. Ég vil taka það fram, að ég skil þessa menn, þetta er ef- laust mjög gaman, en það hlýtur að vera eitthað til, sem heitir frið- helgi heimilanna.” Katrin sagði að lokum að undir- skriftasöfnunin hefði ekki verið skipulögð, heldur hefðu listarnir verið látnir liggja frammi i sjopp- um og fleiri stöðum, en ef um skipulega undirskriftasöfnun hefði verið að ræða kvaðst Katrin sannfærð um að um 500 manns hefðu komið i viðbót. —FRI ■ Útivistarsvæöið I Mosfellssveit, sem áöur var ætlaö almenningi, en veröur nú tekiö undir fiugbraut. Tfmamynd: Róberi mótmæla flugbrautinni. Sveitar- stjóranum var siðan afhentur þessi undirskriftalisti fyrir skömmu, en á honum eru milli 4 og 500 manns. „Leyfið fyrir þessari flugbraut var aðeins veitt til bráðabirgða eða fram að 1. sept. á þessu ári, sagði Jón Baldvinsson sveitar- stjóri i Mosfellshrepp i samtali við Timann. „Við ætlum að sjá til um hvern- ig þetta gefst fram i júni/júli á þessu ári, en þarna er ekki ætl- unin að fíugvöllur verði i fram- tiðinni. „Okkur finnast mótmælin ósanngjörn og þau eru mikið til komin vegna skorts á upp- lýsingum” sagði Jón Jónasson tannlæknir i samtali við Timann, en hann er i forsvari fyrir áhuga- flugmennina. „Aðalmálið er að þetta svæði er kynnt sem útivistarsvæði fyrir almenning i skipulagi en nú er þetta orðið svæði fyrir 10 menn”, sagði Katrin Thorarensen i sam- tali við Timann, en hún er ein af þeim sem standa að mótmælunum. __fri „U PPLYSING ASKORTU R VELDUR MÓTMÆLUNUM” — segir Jón Jónasson tannlæknir en hann er í forsvari fyrir áhuga flugmennina R „Okkur finnast þessi mótmæli ósanngjörn og þau eru mikiö til komin vegna skorts á upplýsing- um”, sagöi Jón Jónasson tann- læknir i samtali viö Timann en hann er i forsvari fyrir áhuga- fiugmenn. „Um leið og við hófum fram- kvæmdir við flugbrautina i vor hófust mótmælin og það gekk svo langt að undirskriftum var safn- að. Sem dæmi um upplýsinga- skortinn má nefna að á þessum undirskriftalista var vitnað i það að þarna á melunum er segul- mælingastöð frá Raunvisinda- stofnun og sá maður sem á það svæði hefur reynt að fá framlag til uppsetningar 3—4 metra hárrar girðingar i kringum þetta svæði. Þessi girðing var tengd við okkur og þannig fékkst iþrótta- fólkið á móti okkur. Hestamenn hófu mótmælin og kvörtuðu yfir þvi að við værum aö taka af þeim mikið land sem mundi skerða þeirra reiðfrelsi. Við hlustum ekki á svona rök- semdir þvi það sáu allir i hendi sér að þó við fáum þarna 1,5 hekt- ara undir okkar starfsemi þá eru fleiri hektarar til fyrir þá i hreppnum”. „Þá má benda á það að mót- mælin eru mikið til komin vegna þess að haldið er að þarna verði stöðug umferð frá morgni til kvölds. Svo er alls ekki um að ræða. Afnot vallarins eru ein- skorðuð við hreppsmenn þannig að hér er um 3-4 vélar að ræða og þar sem þetta er óskráður völlur mega aðeins vélar með utanvall- artryggingu lenda á honum. Og við vigslu vallarins i gærkvöldi þá kom i ljós að hávaðinn af vélun- um er mikið minni en óttast var en menn héldu að ónæði yrði af þessu. Og i sambandi við hávaðann má geta þess að þarna voru á sama tima menn með flugmódel á vellinum en hann var hugsaður einnig fyrir slika starfsemi. Þeir næstum þvi yfirgnæfðu okkur all- an timann þannig að þeirra mál verður að leysa með öðru svæði”. — FRI Nýjungamar fylgja Örugg og tæknilega fullkomin. Ódýr, stílhrein og audstillanleg. Glæsileg i nýja badherbergid og eldhúsiö og audtengjanleg viö endurnýjun á gömlu. Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista. h $ Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöóum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.