Tíminn - 22.05.1981, Síða 6

Tíminn - 22.05.1981, Síða 6
 Föstudagur 22. maí 1981 stuttar fréttir .. • ; Frá EgilsstöAum. Vinna hafin við skrúdgarðinn EGILSSTAÐIH: Mikill áhugi er á umhverfismálum og skógrækt austur á Egilsstöö- um og eru nú hafnar fram- kvæmdir viö nýjan skrúögarð, þ.e. jarðvegsvinna og lagning göngustiga. Þá veröur starfaö viö gróðursetningu á útivist- arsvæðum á staðnum i sumar. Munu unglingavinnuflokkar . taka þátt i þessu starfi þegar skólum lýkur i byrjun næsta mánaöar. —AM Góð afkoma Kaupfélags Suðurnesja KEFLAVIK: Afkoma Kaupfé- lags Suðurnesja á s.l. ári var góð, en á aðalfundi félagsins fyrir skömmu kom fram að verslunarveltan hafði aukist um 77% á árinu og varð 5.981.932.947. kr. með sölusk. Tekjuafgangur var kr. 17.898.867, er yfirfærist til næsta árs, en fjárfesting i sölubúðum, áhöldum og inn- réttingum var kr. 109.687.929. Slátrað var 11.723 fjár hjá félaginu og var meðalþungi dilka 14.01 kg og hafði hækkað um 1.65 kg frá fyrra ári. Benedikt Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss flutti skýrslu um rekstur þess. 1 skýrslu hans kom fram að húsið rak á árinu tvo togara, bv. Aðalvik og bv. Bergvik. Afli Aöalvikur var á árinu 2618 tonn, en afli Bergvikur 3398 tonn. Tap varð á rekstri beggja togaranna, en heildar rekstarhalli hússins var kr. 353.439.095. Var orsök þess mikil aukning fjármagns- kostnaðar og aukinn oliu- kostnaður. Eysteinn Jónsson, fv. ráð- herra, var gestur fundarins og ræddi um samvinnumál. A fundinum voru ræddar tillögur um stefnuskrá samvinnu- hreyfingarinnar er borist höföu frá aðalfundum deilda félagsins og voru samþykktar ályktanir i sambandi við það mál. Þá var skýrt frá framkv. við byggingu vörumarkaöar i Njarðvik og áformum um aö hefja þær i sumar. Formaöur félagsstjórnar er Sigfús Kristjánsson, en kaup- félagsstjóri Gunnar Sveins- son. Or stjórn áttu þeir að ganga Kristinn Björnsson og Jón Einarsson og voru báðir endurkjörnir. 74 mættu á fundinn en 102 fulltrúar úr 6 félagsdeildum áttu rétt til fundarsetu. —AM Nýtt fyrirtæki hefur rekstur steypistödvar HVOLSVÖLLUR: Nýtt fyrir- tæki hefur nú hafiö rekstur steypustöðvar á Hvolsvelli og nefnist það Steypustööin Stöp- ull h.f. Er það hlutafélag tiu aöila, einstaklinga og fyrir- tækja, i Ranárvallasýslu. Sigurbjörn Skarphéöinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, sagði okkur aö félagiö heföi keypt tækin af steypu- stöö sem fyrir var á Hvols- velli, en ekki hefur starfað um hrið. Hófst framleiöslan þann 14. mai og hefur allt gengið að óskum til þessa. Er það ásetn- ingur Stöpuls h.f. að veita sem besta og fullkomnasta þjónustu til viöskiptamanna sinna. Hefur verið leitað að efni við svonefndan Lambhól i Fljótshlið og hafa prófanir með það gefið mjög góðar vonir. Fyrirtækið mun einkum þjóna Rangárvallasýslu. Þaö hefur nú þrjá steypubila til umráða. Stöðin er til húsa að Dufþaksbraut 14 á Hvolsvelli. —AM Þrjátíu Ibúðir fyrir aldraða tilbúnar að ári tSAFJöRDUR: Framkvæmd- ir við ibúðir fyrir aldraða á Isafirði ganga vel, að sögn Haraldar L. Haraldssonar, bæjarstjóra, og er vonast til þess að flytja megi inn i þær i april á næsta ári. Verktakar eru þeir Baldur og Pétur Jónssynir. Hér er um að ræða ibúðir fyrir 28—30 vistmenn og verða þarna 20 einstaklingsibúöir og 10 2ja manna ibúðir, eöa 30 ibúðir alls. Húsnæði þetta er nú tilbú- ið undir tréverk. Þegar eru farnar aö berast umsóknir um húsnæðið og má vænta að um- sóknir verði fleiri en hægt er að anna, eins og veröa vill, en elliheimilið á staðnum er löngu fullnýtt. —AM ?rBlanda verði virkjuð á árinu” NORÐURLAND: A fundi sin- um samþykkti fjóröungsráð Fjóröungssambands Norð- lendinga að beina þvi til þing- manna af Norðurlandskjör- dæmi, aö bundið veröi fast- mælum, við afgreiöslu frum- varps um raforkuver, að á þessu ári veröi tekin ákvörðun um Blönduvirkjun, og er I þvi sambandi skirskotað til þess að Blanda er tvimælalaust hagkvæmasti virkjunarkost- urinn þjóöhagslega séð. Fjórðungsráö skorar á þing- menn Norðlendinga aö leita eftir stuöningi þingmanna þeirra landshluta sem hafa beina hagsmuni af Blöndu- virkjun sem næsta virkjunar- kosti til aö tryggja málinu framgang innan rikisstjórnar- innar og á Alþingi. —FRI Nýr sveitar- stjóri SUÐAVIK: Nýr sveitarstjóri hefur nú hafið störf á Súöavik, en hann er Auöunn Bjarni Ólafsson, sem fæddur er og uppalinn Borgnesingur, en hefur búið i Hafnarfiröi undanfarin ár. Hann tekur við starfinu ag Hálfdáni Kristjánssyni, sem veriö hefur sveitarstjóri Súö- vikinga frá 1977. Auðunn kom vestur nú i vikunni. fréttir Olíumöl h.f. seldi sveitarfélögum ónýta olmmöl 1978: „V» STÖNDUM ENN I STAPPI ÖT AF KSSII” segir Logi Kristjánsson, bæjarstjóri á Neskaupstað B,,Það tók tvö ár að fá úrskurð Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins um að oliumölin sem við fengum frá Oliumöl h.f. væri ónothæf og á meðan gátum við ckkcrt gert varðandi skaðabóta- kröfur. Allir vita söguna af Oliu- möl siðan, þannig að við stöndum enn i stappi út af þessu”, sagði Logi Kristjánsson, bæjarstóri á Neskaupstað, i samtaii við Timann. Oliumöl þessi var framieidd úr steinefnum úr svonefndu Mels- horni við Reyðarfjörð. Sagöi Logi það hafa komið i ljós strax og teknar voru prufur af efninu haustið 1978, að efnið skorti viðloðun. En samkvæmt kaup- samningi átti það að vera undir eftirliti Rannsóknarstofnunar- innar. Húnreysti sér þó ekki til að úrskurða efnið ónothæft, fyrr en lagður hafði verið tilraunakefli, sem gert var sumarið 1979. Eftir reynslu af þeim kafla fékkst loks endanlegur úrskurður um að við- loðun efnisins væri 40—60% of litil. Það þýöir að þessi oliumöl er óhæf sem yfirborðsslitlag, að sögn Loga. Kostnaðinn af mölinni sagði hann hafa verið um 14 milljónir á sinum tima. Upphaflega hafi verið krafist að fá nýja möl i stað þeirrar gölluðu, en siðan að fá verðlækkun er næmi um 50% af verðinu. Það þýddi þá niðurfell- ingu á þeim um 2 millj. gkr. er ógreiddar eru og jafnframt um 5 millj. gkr. isamþykktum vixlum, sem samkvæmt þegjandi sam- komulagi viö stjórn Oliumalar hafi verið látnir liggja meðan málið væri i skoðun. Nokkrir fleiri staðir austan- lands urðu fyrir þvi aö kaupa þessa gölluðu oliumöl og leggja hana áður en úrskurður fékkst um gallana. Meðal þeirra staða voru Þórshöfn, Fáskrúösfjörður og Eskifjörður. Bæjarstjórinn á Eskifirði sagði 2.000 tonn keypt þangað árið 1977 og lagða út sumarið 1978. Sú lagning væri nú nánast farin eða alveg að fara og ekki um annað að ræða en leggja nýtt lag ofan á göturnar. Þegar innköllunarfresti á kröfum á Oliumöl h.f. lauk nýlega, hafði aðeins borist form- leg skaðabótakrafa frá Þórshöfn, og varla heyrst frá öðrum oliu- malarkaupendum austanlands en þeim og Norðfiröingum, að sögn Björns Ólafssonar. HEI Kolbeins- ey af hent ■ Slippstöðin h.f.á Akureyri hefur nú afhent skuttogarann Kolbeinsey ÞH—10 eigendum sinum sem eru útgerðarfélagið Höfði h.f. á Húsavlk. Skipið, sem er 430 rúmlestir, brúttó, að stærö var að öllu leyti hannað af tæknideild Slippstöövarinnar og er smfðað skv. reglum Det Norske Veritas og er sérstaklega styrkt til siglinga IIs. Kolbeinsey er útbúin sem fiskiskip til botn- og flotvörpuveiða. Skip- stjöri er Benjamin Antonsson. __fri Þjóðarframleiðsla 1980: „Meiri en hjá 24 rikjum OECD” — sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra í eldhúsdags- umræðunum ■ „Þrátt fyrir oliukreppu og óðaverðbólgu er staða Islenska efnahagskerfisins furöanlega góð i sumum greinum. Þjóðarfram- leiðslan á seinasta ári óx um 2,5%, sem er meira en meöaltal 24 meðlima rlkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Hins vegar jukust þjóðartekjur aðeins um 1,2% vegna rýrnandi viö- skiptakjara. En viöskiptakjörin gagnvart útlöndum voru 12% lak- ari á s.l. ári en var á árinu 1978, ■ Borgarráö samþykkti á siðasta fundi sinum að ráðstafa lóðum undir rúmlega 50 leiguibúöir við yfirstandandi lóöarúthlutun. Hér er um að ræöa lóöir undir 26 leigulbúöir I fjölbýlishúsum i Nýjum Miöbæ, a.m.k. 15 íbúöir i fjölbýlishúsum á Eyrarlands- þannig að ljóst er að engin verð- mætasköpun á mann var til stað- ar á árinu.” Þannig komst Tómas Arna- son, viöskiptaráðherra, að orði i eldhúsdagsumræðum frá Alþingi i fyrrakvöld. Tómas ræddi aðal- lega um aðgerðir rikisstjórnar- innar til aö lækka verðbólgustigiö og sagði m.a.: „Þjóöhagsstofnun hefur i skýrslu sinni um þjóðarbúskap- inn sagt að veröbólga heföi orðið svæöinu, og 10 leiguibúðir við Viðihlíö i Suðurhliðarhverfinu. Byggingarsjóði Reykjavlkur hefur veriö falið að vinna áfram að undirbúningi þessa máls i samráði við aörar borgarstofn- anir sem þvi tengjast. Kás Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra. um 70% á þessu ári ef ekkert hefði verið að gert. Tæpir fimm mán- uöir eru siðan rlkisstjórnin sam- þykkti efnahagsáætlunina á gamlársdag. Fram til 1. mai hefur veröbólgan verið um 10%, sem svarar til rúmlega 32% á ársgrundvelli. Það er þvi alveg ljóst aö um áramótin var brotiö blað i þessum málum.” Tómas Arnason sagöi að þó þessar tölur um fyrstu mánuöina gæfu að sinu mati ekki rétta mynd af veröbólgustiginu i hag- kerfinu, væru öll skilyrði til að koma verðbólgunni niður i 40% á árinu. Hann sagði: „Óöaverð- bólgan leiöir hægt og bitandi til minni framleiöslu, verri lifskjara og ótryggari atvinnu. Það hefur náöst marktækur árangur I bar- áttunni gegn henni á þessu ári, og honum þarf og verður fylgja eftir. JSG Lóðum ráðstaf að undir um fimm- tíu leiguibúðir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.