Tíminn - 22.05.1981, Side 7
Föstudagur 22. raai 1981
erlent yfirlit:
■ Frá viðræðum Reagans og Suzukis I Hvita húsinu
Hyggin mús eða
öskrandi Ijón
Suzuki kýs heldur fyrri kostinn
■ TVEIR jafnaldrar, rétt sjötug-
ir að aldri, báru saman bækur
sinar i Hvita húsinu 7. þ.m. Það
voru þeir Ronald Reagan forseti
og Zenko Suzuki forsætisráðherra
Japans. Viðræður þeirra stóðu
ekki lengi, aðeins 50 minútur.
Samkvæmt tilkynningu, sem var
gefin út eftir þær, fóru þær mjög
vinsamlega fram.
Sagan segir, að Reagan hafi
rætt við japanska forsætisráð-
herrann af mikilli vinsemd og
hógværð.
I fyrsta lagi hafi Reagan beðið
afsökunar á þvi, að bandariskur
kafbátur sigldi nýlega niður
japanskt kaupfar undan Japans-
ströndum og tók ekki þátt i að
bjarga áhöfninni.
1 öðru lagi hafi Reagan beðizt
afsökunar á þvi, að hann hefði
ekki látið stjórn Japans vita með
nægum fyrirvara, að kornsölu-
bannið á Sovétrikjum yrði af-
numið, en Suzuki hafði gagnrýnt
þetta opinberlega áður en hann
fór að heiman.
1 þriðja lagi lýsti Reagan svo
ánægju sinni með þá ákvörðun
Japana að takmarka bilainn-
flutninginn til Bandarikjanna.
Vafasamt er, að Reagan hafi get-
ið þess, að ella hefði hann þó sett
höft á þennan innflutning.
Ekkert af þessu var þó aðalefni
viðræðna þeirra Reagans og Su-
zukis. Helzta viðræðuefnið var sú
ósk Bandarikjanna, að Japanir
ykju framlög sin til vigbúnaðar.
Nokkru áður en Suzuki hélt aö
heiman frá Tokýó, eða 28. april,
haföi Weinberger varnarmála-
ráðherra Bandarikjanna flutt
ræðu i San Francisco, þar sem
hann lýsti áhyggjum sinum og
Bandarikjastjórnar yfir þvi, að
Japanir treystu ekki varnir sinar.
Japanir væru allt of sparir á
framlög til þeirra.
Þvi til sönnunar nefndi Wein-
berger þær tölur, að Bandarikja-
menn legöu fram sex sinnum
meira til varnarmála en Japanir,
þegar miðað væri við hundraðs-
hluta af þjóðartekjum.
SAGT ER, að Reagan hafi rætt
þettamál við Suzuki, án þess að
bera fram ákveðnar kröfur.
Svör Suzukis eru talin hafa ver-
iö i samræmi við það, sem hann
var búinn að segja á fundi með
utanrikisnefnd fulltrúadeildar
Bandarikjaþings, og hann var
einnig búinn aö lýsa yfir áður en
hann fór frá Tokýó. Japanir munu
ekki hækka framlög sin til
varnarmála aö neinu ráði.
1 fyrsta lagi rökstuddi Suzuki
þetta meö þvi, að stjórnarskrá
Japans heimilaði ekki öllu meiri
framlög en nú.
Að kröfu Bandarikjanna var
það ákvæði sett I stjórnarskrána,
að Japanir mættu aðeins vigbúast
i varnarskyni, en ekki til árása.
Þetta setti vigbúnaði Japana
mjög þröngar skorður.
1 öðru lagi væri japanska þjóðin
mjög andvig vigbúnaði. Þið getið
verið vissir um, sagði Suzuki, að
ef stjórnin eykur vigbúnaðarút-
gjöldin, fá sósialistar völdin i
Japan. Viljið þið Bandarikja-
menn stuðla að þvi? Teljið þið, að
það yrði ávinningur fyrir ykkur?
Við munum þvi fara okkur hægt
i þessum málum og þið megið
ekki beita of miklum þrýstingi.
ViðJapanir kjósum heldur, sagði
Suzuki á fundi utanrikisnefndar-
innar, að vera hyggin mús en
öskrandi ljón.
Jafnhliða þessu lýsti Suzuki
fullum stuðningi við varnarsam-
komulagið, sem gert var við
Japan um leið og sett voru hin
þröngu vigbúnaðarákvæði i
stjórnarskrána. Samkvæmt þvi
tóku Bandarikjamenn að sér
varnir Japans að vissu marki og
hafa enn samkvæmt þvi nokkurt
herlið i Japan.
ÞRATT fyrir þessar yfirlýsing-
ar Suzukis telja sumir fréttaskýr-
endur, að Reagan hafi ekki fengið
algert afsvar hjá Suzuki, þótt
hann hafi hvergi nærri fullnægt
óskum Bandarikjanna um aukin
■ Varnarmálin valda þvl, að Su-
zuki hefur Iltinn tima til fiskveiöa
um þessar mundir, en þær eru
helzta tómstundaiðja hans
hernaðarframlög. 1 rússneskum
fjölmiðlum er Suzuki likt við mús,
sem læðist.
Umræddir fréttaskýrendur
telja, að Suzuki hafi fallizt á að
Japanir greiddu meira en áður af
kostnaði þeim, sem hlýzt af dvöl
bandariska herliðsins i Japan.
Þá hafi hann einnig fallizt á, að
Japan taki að sér aukið eftirlit á
Kyrrahafi, en Bandarikjamenn
hafa dregið úr þvi sökum þess, aö
þeir hafa flutt skip og flugvélar,
sem voru til eftirlits þar til Ind-
landshafs vegna striðshættunnar
við Persaflóa.
Sumir fréttamenn telja, að Su-
zuki hafi fallizt á enn meira, þvi
að fyrstu tilkynningu um viðræð-
ur Suzukis i Washington hafi mátt
skilja á þá leið. Sú tilkynning
vakti mikinn úlfaþyt hjá stjórnar-
andstæðingum i Tokýó. Ito utan-
rikisráðherra fékk fyrir þetta svo
mikla ofanigjöf frá forsætisráð-
herranum, að hann sagði af sér.
Nýr utanrikisráðherra, Sunao
Sonoda, hefur verið skipaður i
stað hans.
Raunir Suzukis áttu þó eftir að
aukast. Um siðustu helgi birti
japanska dagblaðið Mainichi þá
frétt, að Edwin Reischauer,
fyrrv. sndiherra Bandarikjanna i
Tokýó, hefði skýrt frá þvi, að árið
1960 hefði verið samið um það
milli stjórnanna i Washington og
Tokýó, að bandarisk skip, sem
væru með kjarnorkusprengjur,
mættukomaviðihöfnum i Japan.
Þetta varð mikið vatn á myllu
japanskra sósialista, sem hafa
deilt hart á stjórnarflokkinn fyrir
þaö að hafa leyft Bandarikja-
mönnum að geyma kjarnorku-
sprengjur i Japan. Af hálfu
stjórnarinnarhefur þvi alltaf ver-
iö mótmælt.
Reischauer, sem nú er kennari
viö Harvardháskóla, nýtur mikils
álits i Japan.
Þessi mál hafa vakið miklar
deilur i Japan og hafa leitt til
þess, að ákveðið hefur verið, að
Haig utanrikisráðherra heimsæki
ekki Tokýó i sambandi við Kina-
för sina i næsta mánuði, eins og
ráðgert hafði verið. Stjórnin i
Tokýó mun hafa óttast miklar
æsingar, ef Haig kæmi þangað.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
7
erlendar fréttir
Begin herdir
skilmála sínal
■ Menachem Begin, for-
sætisráöherra Israel, setti I
gær ný skilyrði fyrir þvf að Is-
raelar gengju til samninga um
friösamlega lausn á deilu
þeirra viö Sýrlendinga, vegna
loftvarnarflauga hinna siöar-
nefndu I Libanon.
Begin sagði i gær, i viðtali
við sjónvarpsstöðina NBC, að
ef friðsamleg lausn ætti að
finnast, yrðu Sýrlendingar
ekki aðeins að hverfa á brott
með þær loftvarnarflaugar
sem þeir hafa i Libanon, held-
ur einnig að fjarlægja þær
loftvarnaeldflaugar, sem þeir
hafa staðsett á sinu eigin
landi, i nánd við landamæri
Sýrlands og Libanon. Auk þess
yrðu Sýrlendingar • að gefa
fyrirheit um að þeir myndu
aldrei beita loftvarnaflaugum
sinum gegn israelskum flug-
vélum, þeir yrðu að flytja á
brott hersveitir sinar frá hluta
af Libanon og hætt umsátri
um borg-þar.
Sagöi Begin i gær, að ef Sýr-
lendingar uppfylltu þessa skil-
mála, væri hægt að koma
ástandinu.i Líbanon og sam-
skiptum tsraela og Sýrlend-
inga, aftur i sama horf og var,
áöur en þaö hættuástand, sem
nú rikir I Libanon, komst á.
Þessir skilmálar ísraela eru
mun harðari en nokkrir þeir
sem áður hafa verið gerðir
opinberir og þykja ekki líkleg-
ir til þess að greiða fyrir
samningaumleitunum.
Sýrlenskir embættismenn i
Damaskus sögðu I gær að þaö
væri ekki til neins fyrir Philip
Habib, að snúa aftur til Dam-
askus, nema hann hafi eitt-
hvaö nýtt til málanna aö
leggja. Sýrlendingar segja að
fram tii þessa hafi Habib ekki
gert annaö en að koma kröfum
Begins, forsætisráðherra, á
framfæri.
Begin setti ný skilyröi fyrir samningaviöræöum viö Sýrlend-
inga.
Minnka
vopnasölu-
takmarkanir
Bandarisk stjórnvö'id hafa
tekið þá ákvörðun að siaka
mikið á takmörkunum, sem
rikistjórn Carters, fyrrum
Bandarikjaforseta, setti á
heimildir til vopnasölu til ann-
arra rikja.
Aðstoðar-varnarmálaráð-
herra Bandarikjanna sagði i
gær, að stjórn Reagans teldi
að slökun þessara takmark-
ana gæti auðvledað Banda-
rikjamönnum viðhald varnar-
mála sinna og gæti auk þess
reynst þarft tól i rekstri utan-
rikisstefnu Bandarikjanna.
Aðstoðarráðherrann sagði
að þetta þýddi ekki að öllum
hömlum væri af létt. Banda-
rikjamenn myndu áskilja sér
rétt til að úrskurða hvort þau
vopn sem selja ætti i hverju
tilviki hæfðu rlki þvi sem væri
kaupandinn.
Hann sagði ennfremur, að
þau riki sem sýnt hafa fram á
vilja sinn til samvinnu við
Bandarikin, myndu fá for-
gangsafgreiðslu i vopnasölu-
málum.
Mitterand
tekinn við
Francois Mitterrand, ný-
kjörinn forseti Frakkland, tók
i gær formlega viö embætti.
Tekið var til þess i gær að
Mitterrand, sem þykir fremur
óstundvis, hafi komið aðeins
tveim minútum og seint til at-
hafnarinnar.
BANDARIKINtDagblaðið Washington Post skýrði I gær frá þvl,
aö bandarisk stjórnvöld hefðu fyrir skömmu sent sveit málaliða
inn I frumskóga Laos, til að kanna það hvort þar væru enn i haldi
bandarískir striðsfangar frá þvi I Vietnam-styrjöldinni. Aö-
standendur bandariskra hermanna, sem enn er saknaö, höföu
skipulagt málaliðasveitina og ætluðu að senda hana til Laos, en
urðu að hætta við. Tóku þá stjórnvöld við og héldu áætluninni
áfram. Niðurstaða leiðangursins varneikvæð, engin merki fund-
ust um bandariska strlösfanga i Laos.
ITALIA: í gær var birtur á ítaliu listi meö yfir niu hundruð nöfn-
um manna, sem sagðir eru félagar I leynihreyfingu, sem hafi
staöiö að ýmiss konar afbrotum og jafnvel skipulagt valdarán á
ttaliu. A listanum eru nöfn margra þekktra manna úr viöskipta-
heiminum á ítaliu, svo og stjórnmálamanna, meöal annars
tveggja ráöherra.
N-ÍRLAND: Þriöji IRA-maöurinn er nú látinn af völdum hung-
urverkfalls þess sem staöið hefur I Maze-fangeis.inu á N Irlondi
undanfariö. Haföi hann svelt sig I sextiu daga. Hinn fjóröi er nú
mjög hætt kominn og er búist viö að hann látist innan fárra daga,
en hann hefur ekki neytt matar i sextiu og einn dag. Enn einn
IRA-maðurinn, sem sveltir sig I fangelsi á N-lrlandi, var i gær
fluttur á sjúkrahús, vegna innvortis blæðinga.
BRETLAND: Gerð var tilraun til að kveikja I húsi Peter Sut-
cliffe I Yorkshire á Bretlandi i fyrradag, en Sutcliffe er nú fyrir
rétti vegna morða á þrettán konum og tilrauna til aö myröa
fimm i viöbót.