Tíminn - 22.05.1981, Side 24
>
VARAHLUTIR Mikiö úrval
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niöurrifs
Sími (91) 7 - 75- 51, (91) 7-80-30.
HEDD HF. Skemmuvegi 20
Kópavogi
Opið virka daga
9-19 ■ Laugar-
daga 10-16
HEDD HFí
Gagnkvæmt
tryggingafélag
Nútíma búskapur þarfnast:
BAUER
haugsugu
Guðbjörn Guðjónsson
heildverslun, Kornagarði
Sími 85677
Föstudagur 22. mai 1981
Þessi tveggja ára sjúklingur á Borgarspltalanum, Hafþór Sigur mundsson, bar sig sannarlega vel miðað viö aðstæður. Flest á liklega
beturviðlitla fjörkálfa en aðliggja hreyfingarlausa vikum saman. Tlmamynd Ella.
Fótleggirnir eru strekktir með lóðum beint upp í loftið:
HANN MA EKKI HREYFA
FÆTURNA I EINN MANUÐ
■ Að verða fyrir slysi og þurfa
þá kannski að liggja hreyfingar-
laus vikum saman, jafnvel sár-
þjáður, veitist öllum erfitt. Þó má
gera ráð fyrir að fáum sé það erf-
iðara en litlum fjörkálfum sem
venjulega er litið fyrir hreyfinga-
og athafnaleysi en vilja helst allt-
af vera á fartinni.
Þennan litla herramann á
myndinni, sem heitir Hafþór Sig-
urmundsson, hittum við I gangi
dropar
Borgarspitalans nýlega ásamt
móður sinni, sem einmitt hafði
þurft aðfara fram til að skreppa i
simann. Slysin geta viða skeð.
Að sögn móður hans var Hafþór
litli bara að leika sér inni i her-
bergi, að hoppa uppi i svefnbekk,
sem mönnum á hans aldri þykir
einmitt oft svo gaman. Fallið var
þvi ekki hátt þegar hann hrasaði
fram af bekknum en nóg til þess
að annar lærleggur hans brotn-
aði. Hafþór hefur siðan þurft að
liggja þannig hreyfingarlaus með
vafða fótleggi strekkta með lóð-
um, beint upp I loftið i tvær vikur
og átti eftir aðrar tvær vikur i við-
bót, i sömu stellingum, að þvi tal-
ið var. Eins og hver og einn getur
imyndað sér verða fæturnir fljót-
lega dofnir i þessum stellingum,
sem veldur Hafþóri talsverðum
þjáningum.
Að sögn móöurinnar hafa þau
foreldrar Hafþórs verið yfir hon-
um til skiptis allan sólarhringinn,
honum til styrktar og huggunar.
Sagði hún alla aðstöðu til sliks á-
kaflega góða á Borgarspltalanum
og alla þar boðna og búna til að
gera dvölina sem þægilegasta.
Við hjá Timanum vonum að
Hafþór litli geti sem fyrst staðið I
heila fætur á ný og komist út I
vorbliðuna að leika sér.
— HEI
Ekkert
samráö
vid Þráinn
■ Þráinn Eggertsson,
hagfræöingur, haföi sam-
band við Dropa og afncit-
aði þvi staðfastlega að
hafa nokkurn tima gengið
i nokkurt tafiféiag, en
Þráinn var einn I þeim
friða hópi sem Dropar
upplýstu að hefðu nýlega
gengið i Taflfélag Sei-
tjarnarness.
Þar meö er Þráinn
kominn i þann flokk
manna sem án vitundar
og vilja þeirra sjáifra
hafa veriö innritaðir i hin
ýmsu taflfélög.
Formanna-
raunir
■ Dropar birtu nýlega
mjög krassandi iýsingu á
ferðlagi tveggja verka-
lýðsforingja norður til
Akureyrar. Frásögnin
bar yfirskriftina „Eid-
steik og koniak” og var
tekin úr Prentaranum,
málgagni Félags bóka-
gerðarmanna. Vegna
nokkuð útbreidds mis-
skilnings er rétt að taka
fram að þaö voru ekki
formaður og varaformað-
ur þess félags sem fóru I
iystireisuna mikiu, held-
ur þeir sem gegndu sömu
embættum hjá Grafiska
sveinaféiaginu á sinum
tima.
Skrifari
upptekinn
■ Þingmenn hafa ekki
átt sjö dagana sæla að
undanförnu. ógnarhraði
hefur verið á afgreiðslu
mála, nefndarálit og
breytingatillögur við hin
ýmsu mál hafa flætt yfir.
Þingmenn hafa þvi mátt
hafa sig alla við um að
fylgjast með. Hefur það
reyndar komið fyrir oftar
en einu sinni að mála-
rekstur og atkvæða-
greiðslur hafa gengiö
skrykkjótt fyrir sig.
Sverrir Hermannsson,
forseti neðri deildar, hef-
ur reynt sitt besta til að
létta þingmönnum lifið i
annrikinu. Hann hefur ó-
spart slegiö á Iétta
strengi, en fyrir þvi hafa
ýmsir orðið, ekki sist
skrifari deildarinnar
Halldór Blöndal. Á einum
kvöldfundinum i neðri
deild fengust ekki úrslit I
atkv æðagreiðslu við
fyrstu tilraun, og Sverrir
Síðustu
fréttir
Björgvin hlaut
blessun1 borgar-
stjórnar
■ Borgarstjórn
Reykjavikur sam-
þykkti með niu sam-
hljóða atkvæðum á
fundi sinum i gær-
kveldi að ráða Björg-
vin Guðmundsson for-
stjöra BtJR, frá og
með næsta hausti. -
Ráðninguna sam-
þykktu fulltrúar
meirihlutans auk Al-
berts Guðmunds-
sonar. Aðrir fulltrúar
sjálfstæðismanna sátu
hjá.
Eru getur að þvi
leiddar að með þessu
hafi Albert verið að
endurgjalda Björgvini
stuðning hans við for-
setaframboð sitt á sið-
asta ári.
Kás
Varð bráðkvadd-
ur undir stýri
■Maður varð bráð-
kvaddur undir stýri á
bifreið sinni i gær, er
hann var á leið niður
Fellsmúla. Rann bif-
reiðin stjörnlaus niður
brekkuna, og hafnaði
á HreyfilshUsinu neðst
við götuna, en ekki
mun hafa orðið mikið
tjón á bllnum þrátt
fyrir það. Maðurinn
var kominn á niræðis-
aldur, fæddur 1898.
—AM
Valgeir fékk
Ársel
■ Valgeir Guðjónsson
var i gær ráðinn for-
stöðumaður félags-
miðstöðvarinnar
Ársel, með tólf at-
kvæðum, á fundi
borgarstjórnar i gær-
kveldi. Guðmundur E.
Pálsson hlaut þrjú at-
kvæði.
Kás
bað menn að reyna aftur
með þessum orðum:
„Skrifari var upptekinn
við að velta fyrir sér um
hvað frumvarp þetta
fjallaði, og mátti ekki
vera að þvi að telja. Má
ég biðja um að atkvæöa-
greiðsian verði endurtek-
in”.
Krummi ...
... tók eftir því hvað sumir
rikisstarfsmenn ieggja ó-
hemjumikið á sig fyrir
okkur skattborgarana,
þar sem meira en helm-
ingur launagreiðsina
sumra rikisstofnana eru
fyrir yfirvinnu!