Tíminn - 18.07.1981, Side 3

Tíminn - 18.07.1981, Side 3
Laugardagur 18. júli 1981 3 fréttir „Framkvæmd á ýmsum atriðum álsamninganna í meira lagi vafasöm” segir Steingrímur Hermannsson: SUORNARMENN ISALS LEYNDIR ÝMSUM MIKILVÆGUM ATRIÐUM % „Auövitað cr það aðalatriðið i þessu súrálsmáli að við náum fram okkar rétti og Alusuisse haldi gerða samninga. Ég efast hins vegar um að skattar af þess- um umræddu 16.2 milljónum doll- ara nægðu til þess að þurrka út skattainneigu ISAL hjá rikissjóði. En rannsóknin á aðföngum raf- skauta gæti breytt þeirri mynd talsvert”, sagði Steingrimur Her- mannsson, sjávarútvegsráðherra» i viðtali við Timann i gær. „ISAL á nú um 4 mill- jónir dollara i skattainn- eign” „ISAL greiðir framleiðslu- gjald, sem er einskonar aðstöðu- gjald. Lágmarksgreiðsla er 20 dollarar á tonn af áli, og hækkar svo gjaldið i hlutfalli viö hækkun á áli eftir ákveðnum reglum. Nú greiðir ISAL rúma 30 doll- ara á tonnið. Það var ákveðið að framleiðslugjaldið yrði aldrei hærra en 55% af hagnaði ISAL og aldrei lægra en 35%. begar reikningar fyrirtækisins liggja fyrir eftir áramót, þá er framleiðslugjaldið endurskoðað, og ef það reynist meira en 55% af hagnaði, þá safnar fyrirtækið upp skattainneign hjá rikinu, sem greiðist svo smám saman niður með þvi að ISAL greiðir aðeins lágmarksframleiðslugjald, 20 dollara. Á siðasta ári greiddi fyrirtækið t.d. aðeins lágmarks- framieiðslugjald og lækkaði þannig skattainneign sina um 2 milljónir dollara, þannig að nú eiga þeir um 4 milljónir dollara i skattainneign”, sagði Steingrim- ur. „Eigum skilyrðislaust að eiga meirihluta i stóriðjufyrirtækjum hér á landi” — Nú reynist oft erfitt að fylgj- ast með þvi aö fjölþjóðafyrirtæki, eins og Alusuisse, framfylgi samningum sinum. Hvað er til ráða I þvi efni? ■ Steingrimur Hermannsson „Við eigum skilyrðislaust að eiga meirihluta i stóriðjufyrir- tækjum hér á landi. Að minnsta kosti eigum við að vinna að þvi smám saman að við eignumst meirihluta, þvi þá er jú hægara um vik að fylgjast með og vera hlutaðeigendur að ákvaröana- töku. Mér dettur i hug að það mættinota þetta íramleiðslugjald hjá ISAL sem hiutafjárgreiöslu. Annars tel ég að framkvæmd á ýmsum atriðum álsamninganna sé i meira lagi vafasöm. Fulltrú- ar rikisins i stjórn ISAL eru þang- að komnir til þess að fylgjast með og fylgja eftir að samningarnir séu haldnir, en ég fæ ekki betur séð en þeir hafi verið leyndir ýmsum mikilvægum atriðum, s.s yfirliti og skýrslum um aðföng fyrirtækisins. Mér er iafnframt tjáð, að á 1. eða 2. stjórnarfundi fyrirtækisins 1969 hafi stjórn ISAL samþykkt að setja á fót framkvæmdastjórn sem hafi gifurlegt vald. Hana skipa þrir menn, 2 Svisslending- ar og einn lslendingur, þ.e. Ragn- ar Halldórsson forstjóri. Ég fæ ekki betur séð en að þessi stjórn taki allar veigamestu ákvarðan- irnar, en i samningunum er ekk- ert ákvæði um slika fram- kvæmdastjórn.” — Hvaða leið telur þú aö við eigum að fara i viðræöum okkar við Alusuisse nú? „Okkar besta sókn i þessu máli er að leggja fram öll þau gögn, sem við getum, á drengilegan og hlutlausan hátt. Það er mjög mikilvægt að við leitum eftir samkomulagi og samningum við Alusuisse, þar sem við fáum leið- réttingu á framleiðslugjaldinu og hækkun á raforkuverðinu. „Málaferli gætu orðið okkur dýrkeypt” Ég teldi það mjög slæmt ef málaferli hlytust af' þessu, þvi bæði myndu þau laka mjög lang- an tima, jafnvel nokkur ár og eins verða báðum aðilum gifurlega kostnaðarsöm. Slik málaferli myndu að öllum likindum kosta okkur geysilegar upphæðir og yrðiég ekki hissa þótt kostnaður- inn við alþjóðlegan gerðardóm færi upp i éina milljón dollara. Aðalatriðið er að við náum fram okkar rétti, þvi hann gefum við aldrei eftir, en engu að siður verðum við að haga okkur skyn- samlega.” —AB Helge Seip ræðir um Sjálfstæðis- flokkinn í norsku dagbladi: Tekur Albert við flokksfor- mennsku? Hann á TTgóöa möguleika” ef Geir og Gunnar fást til að gefa formennskustarfið frá sér ■ Þær voru ekki ýkja margar sólskinsstundirnar sem gáfust I gær, en þeir sem voru séðir nýttu þær þó til þess að skreppa i laugina. Timamynd: Ella. Sovétmenn fúsir til að sleppa fjölskyldu Kortsnojs ef Friðrik dregur frestun einvígisins til baka: „Viðbrögð okkar yrðu mjög jákvæð” — segir Alban Brodbeck fulltrúi Kortsnojs ■ „Hvað tekur við af merki- legustu s a m steypustjórn Evrópu?” spvr Helge Seip, þekktur norskur stjórnmála- og blaðamaður, I grein sem hann ritar i Norges Handels- og Sjö- fartstidende um islensk stjórn- mál. 1 greininni lýsir Helge Seip nú- verandi samsteypustjórn hér á landi, en fjallar fyrst og fremst um framtiðarhorfurnar i Sjálf- stæðisflokknum og alþingis- kosningar, sem hann segir að vænta megi þegar á næsta ári, 1982. Hann segir, að úrslit þeirra kosninga, og það, sem taki við eftir þær, fari mjög eftir þvi hvað gerist innan Sjálfstæðisflokksins. Um átökin i Sjálfstæðisflokknum segir hann: „Konungsefnin þrjú i Sjálf- stæðisflokknum eru núverandi flokksformaður, Geir Hallgrims- son, núverandi forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, og svo „dark horse” — Albert Guð- mundsson — fyrrverandi alþjóð- leg knattspyrnustjarna og núver- andi fjármálamaður og mill- jóneri. Albert hefur fengið vaxandi stuðning bæði innan og utan flokks sins, þótt hann til- heyri fjögurramannahópnum i stjórnarliðinu á Alþingi. Margir telja han’n væntanlegan borgar- stjóra i Reykjavik. Spurningin mikla er sú, hvort Geir Hallgrimssyni tekst að hafa hemil á biturð sinni vegna „svika’ Gunnars Thoroddsens og dregur sig til baka sem formaður, eða hvort hann nýtir sér þann meiri- hluta, sem hann er talinn eiga i flokknum, til að halda áfram. ...Það er ekki vafi á þvi, að þróun islenskra sljórnmála á næstunni ræðst mikið af þvi, hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að leysa vandamál sin. 1 þvi efni er samkomulagsmöguleikinn sá, að báðir þeir, sem i dag eru fremstir i viglinunni, gefi frá sér formannsembættið i flokknum. Ef svo fer, þá hefur Albert góða möguleika á að taka við for- mennskunni.... Þar með kæmi hann jafnframt fram persónuleg- um hefndum á Geir Hallgrims- syni, sem lét það vera siðast þegar hann myndaði rikisstjórn að veita Albert ráðherraem- bætti”. Helge Seip telur sennilegt, að Gunnar Thoroddsen verði aftur i kjöri til alþingis — annað hvort á sameinuðum lista sjálfstæðis- manna eða á sérlista —, en hins vegar sé óliklegt, að núverandi stjórnarsamstarf haldi áfram eftir þær kosningar. Hann segir einnig, að ef ekki verði sættir i Sjálfstæðis- flokknum, sé þróun islenskra stjórnmála enn óljósari, en væntanlega muni Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn græða á sliku i kosningum. —ESJ. ■ „Ég get ekki talað fyrir hönd Kortsnoj sjálfs um það efni, en okkar viðbrögð myndu verða mjög jákvæð og ég myndi vissu- lega ráðleggja honum að sam- þykkja að einviginu yrði aftur flýtt, ef kona hans og sonur yrðu látin laus áður. Ég held lika að Kortsnoj sjálfur myndi bregðast við á sama hátt, það er, ef eigin- kona hans og sonur fengju að fara úr landi i Sovétrikjunum nægi- lega löngu fyrir 19. september til þess að framkvæmanlegt yrði að hefja einvigið þá, myndi hann umyrðalaust samþykkja það”. Þetta sagði Alban Brodbeck, fulltrúi Viktor Kortsnoj, i viðtali við Timann i gær þegar bornar voru undir hann fregnir af þvi að Sovétmenn væru hugsanlega fús- ir að veita fjölskyldu Kortsnoj fararheimild frá Sovétrikjunum, ef heimsmeistaraeinvigið hæfist á upphaflega áætluðum tima. „Við höfum ekki verið að leika okkur að sannleikanum”, sagði Brodbeck ennfremur, „og höfum ekki veriö að krefjast þess allan ■ A lban Brodbeck þennan tima að fjölskylda hans yrði látin laus, til þess eins að draga i land þegar við höfum náð marki okkar. Ég vil hins vegar leggja áherslu á, að vegna skipu- lagsmála, yrðu þau að vera laus töluvert fyrir upphafsdag ein- vigisins, til þess að unnt væri að hefja það. Það dugir ekki að hafa rétt fáeina daga til þess. Hitt er svo annað mál, að þótt ýmsir aðilar málsins hafi skilið orð eins ■ úr sovésku sendi- nefndinniá þann veg,aðþað sé að vænta yfirlýsingar um þetta efni frá sovéskum stjórnvöldum, þá höfum við enga yfirlýsingu i höndunum enn sem komið er. Hins vegar hef ég i höndunum kröfu, sem Kortsnoj lét mig fá i gær og ég mun senda Brésnef nú um helgina. Það er krafa um að fjölskylda Kortsnoj verði látin laus nú þegar.” HV

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.