Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Simi (91) 7-75-51, (91) 7- 80-30. TTTTTin TTT? Skemmuvegi 20. tlhjULt iUr . Kdpavoffi Mikiö úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingafélag 3z \M\VISSM Fjórhjóladrifnar dráttarvélar 70 og 90 ha. Kynnið ykkur verð og kosti BELARUS Guðbjörn Guðjónsson heildverslun far ■ Ein af myndum þeim, sem fylgja grein Alexanders. tslenskt hestafólk f göngum og á myndinni má þekkja, me&al annarra, séra Emil Björnsson, fréttastjóra Sjónvarpsins. EINS OG AÐ ENDUR- LIFA V KINGADRAUM „Aö fara á stökki yfir sveitirn- ar viö Hellu, þegar vindstrekk- ingurinn þcytir faxi islenska hestsins þfns upp i blævæng, er eins og aö endurlifa vikinga- draum. Ekkert er til annaö en þú og heiður himinn. og i bakgrunni jarngrá fjölhn, með snjdkórónu f sjálfum jiínimánuði. Eitt þeirra gnæfir yfir önnur — cldfjalliö Hekla, sem gaus í skyndilegri reiöi á siöasta sumri, áminning um aö öll eyjan er vföáttumikiö eldvirkt svæði, þakiö frussandi gfgum, leirpollum og heitum hverum”, segir I grein eftir John nokkurn Alexander, sem birtist I breska hestamannatimaritinu Riding, f janúarmánuöi sföast- liönum. Þaö er einkum tvennt, sem ein- kennir þessa grein og gefur henni sérstöði meðal bess, sem erlendir aöilar hafa ritað um Island og is- lensk málefni. Annað er sú ein- dregna hrifning, sem landið og hestarnir hafa vakið hjá þeim er skrifar hana. Hitt er sú nákvæmni, sem beitt er i meðferð uppiysinga, staðreynda og is- lenskra orða og heita, sem er öllu sjaldgæfari. 1 greininni segir Alexander, að kynni ferðamanns og hests á tslandi komist skjótt á, enda sé taliðað á landinu séu um fimmtiu og fimm þUsund hross, meðan mannlegir landsmenn séu aðeins liðlega tvö hundruð þUsund. Umíslenska hestinn segir Alex- ander, meðal annars: „Til fyrsta reiötUrs mfns valdi égKládíus, góðan tölthest. Tölt er gangur, sem reiðmaðurinn venst fljótlega, með aðstoð breiðs, allt að riddaraliðslegs hnakksins. Reiðstíll, eins og tiðkast á Eng- landi, gleymist fljótlega. Hvort heldur farið er á brokki eða tölti, er það eðlilegt að halla sér aftur, með fótleggina mun framsettari en venja ber til á hestbaki. Valhoppið er talið óásjálegt og venjulega erfarið beintá stökk og siðan, rétt til að gera málin enn meir ruglandi, á skeið. Það er notað til að fara stuttar vega- lengdirá miklum hraða og hreyf- ir hesturinn þá báða fætur á hvorri hlið samtimis. En, látið Is- lendingunum þetta eftir — það er langt frá þvi auðvelt.” Alexander minnist i grein sinni á þaö, að sérstakir eiginleikar is- lenska hestsins, það er smæð hans.langlifi, nægjusemi i fóðrum og geta hans til aö starfa við mis- jöfn birtuskilyrði, hafi ieitt til þess að hann var seldur i þræl- dóm i skoskum námum fyrr á þessari öld. ,,Þau viðskipti eru nU hörmuð sárlega”, segir Alexander, „og i dag er bætt fyrir þau með þeirri umhyggju sem Islendingar sýna hestum sinum, bæði hvað varðar umönnup hesta og hreinleik stofnsins.” I lok greinarinnar fjallar Alex- ander svo um kostnað við íslandsferðir, miðað við „hesta- frí”, eins og hann orðar það. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að sleppa megi sæmilega frá slíkri ferð, þvi þótt bensin og mat- ur séu dýr, reynist það ekki jafn hræðilegt og I sumum löndum öðrum. tslenski hesturinn og Island hafa greinilega eignast nýjan vin og sé vinnsla greinarinnar ein- hver vísbending, er þaö vinur sem vert er að eiga að. Laugardagur 18. júlf 1981 fréttir Ákvörðun um styrk tekin i lok júlí ■ Hugsanlegur styrkur til Flugleiða, af hálfu rikisstjórnar- innar i Luxemborg, verður ekki tekin til athugunar á stjórnar- fundi þar, fyrr en und- ir lok þessa mánaðar. Rikisstjórn landsins fékk i gær i skeyti upplýsingar -um ákvörðun islensku stjdrnarinnar i þeim efnum. André Claude, blaðafulltrúi rikis- stjórnarinnar i Lux- emborg, sagði i viðtali við Timann i gær, að málefni Flugleiða hefðu ekki verið rædd á fundi stjórnarinnar þar i gærmorgun og yrðu ekki rædd fyrr en undir lok mánaðarins. Sagði Claude, að ákvörðun yrði þá tek- in, með hliösjón af þvi hvernig Atlantshafs- flugi yrði háttað eftir októbermánuð i haust, svo og með hliösjón af skýrslum, sem sýni aukna umferð á leið- inni, með allt að 80% sætanýtingu flugvéla. Ennfremur yrði mið tekið af þvi að styrk- urinn til Flugleiða, sem veittur var sið- asta ár, hefði aldrei átt að verða árlegt framlag, heldur ein- stæður. HV Stórskemmdir eftir árekstur ■ Stórskemmdir urðu á tveimur veg- legum fólksbifreiðum við Kringlumýrar- braut á móts viö Ný- býlaveg i Kópavogi i gærmorgun. Báöar bifreiðarnar, Merce- des Benz og Chevrolet Malibu, biðu færis til að komast inn á Kringlumýrarbraut- ina. Sá sem ók Chevrolet bifreiðinni mun hafa verið heldur fljótur á sér, og gefiö skyndilega hressilega i, en lent við það á Benzinum sem var á undan. Kona sem ók Benzinum var flutt á slysadeild Borgar- sjúkrahússins, en reyndist ekki alvar- lega slösuö. dropar Rauðsokkur standa í ströngu Fjölmennur hópur rauðsokka vinnur nú aö þvi að þýöa bók eina mikla, úr dönsku eftir þvl sem viö vitum best, sem fjallar um þaö stórmerka fyrirbæri sem er starf- semi konulfkamans. Ekki vilja Dropar gera lltiö úr þörfinni á sliku riti, en eitthvaö viröist umrædd starfsemi vefjast fyrir rauðsokkunum þvi fregn- ir herma aö þær séu bún- ar aö vera nærrri. tvö ár aö þýöa ósköpin. „Hættir ekki ad henda grjóti” Ekki þurfti aö biöa lengi eftir svari viö þeirri áeggjan okkar I gær, aö hagyröingar legöu út af fyrirsögninni á leiöara Vilmundar sem hljóöaöi svona: „Meö uppiýsingu — móti einokun (og aöal- lega á móti hálfvitum)”. Blaöiö var varla komiö út i gærmorgun þegar einn lesandi ringdi inn þessa vísu: Einokun hann er á móti og aðallega hálfvitum En hættir ekki aö henda grjóti þótt hafist viö i glerhús- um Og meira um Vimma Dropar sögðu frá þvi fyrir skömmu aö Ævar Kjartansson, fréttaþulur, heföi fundið sig knúinn til 'þess aö biðjast afsökunar á þvi að hafa bent leiö- arahöfundum dagblaö- anna á auglýsingatima útvarpsins. Ekki mun þó Ævar hafa beint þessu til leiðarahöfunda almennt, heldur var tilefnið Vil- mundarleiöari i Alþýöu- blaðinu þar sem veriö var aö auglýsa áskriftarsima sama blaðs. Enda beit sök sekan þvi Vilmundur kvartaði við útvarpiö yfir hinni vinsamlegu ábend- ingu Ævars, og sú kvört- un ieiddi af sér afsökun- arbeiönina. Viö sem héld- um aö Vimmi væri svo „liberal”... Krummi ... ...hefur tekið eftir þvi, aö langt er siöan heild- salablað Sjálfstæðis- flokksins hefur notaö gamla slagoröið „Fyrstur með ffettirnar”. Þetta er merki uin óvenjulegt raunsæi I heildsalaher- búöunum, þar sem „siö- astir” með fréttirnar” viröist nýja kjörorðiö!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.