Tíminn - 26.07.1981, Qupperneq 4
4
Sunnudagur 26. júli 1981
■ Það verða brátt
liðin tvö ár siðan þau
komu i fyrsta sinn til
íslands. Það var 20.
september 1979 sem
34 manna hópur
flóttamanna frá
Vietnam kom hingað
beint út flótta-
mannabúðum i
Malaysiu. Siðan þá
hefur mikið vatn
runnið til sjávar,
stuðningur Rauða
krossins og islenskra
stjórnvalda við
flóttafólkið fjaraði
smám saman út og
það hefur orðið að
reyna kaldan is-
lenskan veruleika.
En hvernig hefur það
gengið? Það var ekki
úr vegi að kanna það
nokkru nánar. Ekki
sist i þann mund sem
dagblöð hér létu að
þvi liggja að fólkið
væri farið að flýja ís-
land.
Áður en út i sjálfa
könnunina er haldið,
er ekki úr vegi að
minnast á sjálfsagða
hluti. Það er t.d. rétt
að gera sér grein
fvrir þvi að i 34
manna hópi hlýtur
að vera margvíslegt
fólk nægir að nefna
mismunandi
menntun. mismun-
andi eðlisfar. mis-
munandi aðlögunar-
hæfni. Vietnamarnir
eru ennfremur
komnir af mismun-
andi þjóðfélags-
hópum, og jafnvel
mismunandi veður-
beltum. Allt hefur
þetta áhrif á hvernig
viðbrögðin verða
þegar við blasir að
setjast að i nýjum
heimi, á nýju
menningarsvæði, og
við aðstæður gjöró-
likar þeim sem fólkið
þekkti áður.
„Þeir hafa aðlagast
aðdáunarlega vel”
■ m fórum fyrst á fund Björns
Friöfinnssonar, fjármálastjóra
Reykjavikurborgar, sem hefur
fylgst náiö meö Vietnömsku
flóttamönnunum, allt frá þvi þeir
samþykktu i búöunum i Malaysiu
aö fara til islands. Björn hefur
ásamt Birni Þórleifssyni, félags-
ráögjafa, og fleiri forustu-
mönnum Rauöa krossins á
tslandi, veriö tengiliöur Vietnam-
anna viö islenska kerfiö, og veitt
þeim aðstoö eftir þörfum, hann
hefur einnig haft þaö „hlutverk
aö koma i staö ættingja og vina”
eins og Björn oröar það sjálfur.
Spjarað sig vel
Viö spuröum Björn hvernig
fólkinu hefði gengiö að aölagast,
og hvort þess sæjust e.t.v. merki
aö þaö væri að gefast upp á
Islandsdvölinni? „Þaö eru allir i
vinnu, og allir i^eiginMeiguhús-
næöi. Þau hafa öll spjarað sig vel,
og ég hef ekki heyrt um óánægju
hjá þeim,” svaraöi Björn stutt og
laggott.
„Auðvitaö er þaö afskaplega
erfitt fyrir fólk að koma þarna úr
hitabeltinu, og hingaö norður
eftir. En þaö veröur aö segja aö
þegar á heildina er litið hefur
fólkið aölagast aðdáunarlega vel.
Það fyllist auövitaö heimþrá af
og til, og þrá til aö hitta ættingja i
öðrum löndum. Viö það höfum viö
reynt aö hjálpa til. Inn i þetta
spilar, að sjálfsagt hafa Banda-
rikin verið fyrirheitna landiö hjá
þeim flestum.”
— En hvernig var hljóðið i
þessari fjölskyldu sem fór til
Kanada og hefur ekki komið
aftur?
„Viö höfðum aldrei heyrt um
óánægju hjá þeim, og ekkert
heyrt um óskir þeirra um að
flytja til annarra landa.
Þau fóru i heimsókn til Kanada,
og ætluðu að vera þrjár vikur.
Ættingjar þeirra búa i Banda-
rikjunum, og hugðu á aö koma
norður fyrir landamærin til aö
hitta þau. Siöan áttu þau aö koma
til baka um miðjan þennan
mánuö, en mættu ekki til brott-
farar meö flugvélinni. Við höfum
ekki haft upp á þeim þó að við
höfum reynt. Vel má vera að þau
komi meö næstu ferö, en þó
höfum viö vissar grunsemdir um
að þau hafi stungið af.
Vegabréfsáritun þeirra var til
þriggja mánaða, en eftir þann
tima gætu þau átt i erfiöleikum,
hvort heldur þau eru i Kanada,
eða Bandarikjunum.
■ Björn Friöfinnsson, fjár-
málastjóri. Timamynd Róbert
Aðstæöur þessarar fjölskyldu
voru meö þvi besta sem gerist i
hópnum. Heimilisfaðirinn var i
góöri vinnu, hjá skipafélaginu
Vikum, og krakkarnir fimm, hafa
öll verið i grunnskóla, og búin að
læra islensku.”
— Við hvaö vinna Viet-
namarnir?
„Þeir eru i ýmsum störfum.
Tveir eru kokkar, og þrir vinna til
viðbótar á veitingahúsum. Einn
er mælingamaður við Hrauneyja-
foss, og annar vinnur i Mjólkur-
samsölunni. Svo er einn i kex-
verksmiðju Sambandsins, og einn
hjá Vikum eins og ég sagði. Þrjár
konurnar vinna I sumar i Hamp-
iðjunni, ein vinnur við Sundlaug
vesturbæjar, og önnur i þvotta-
húsi.
Nú svo er það skólafólkið.
Hanna, sem var túlkurinn þeirra,
var i Háskólanum i vetur, og tvær
aörar stúlkur i Lýðháskólanum i
Skálholti. Svo eru nokkrir krakk-
ar i grunnskólanum.
Islenskan nr. 1
— Hvert er höfuðvandamál
flóttafólksins við aö samlagast?
„Það er tungumálið. Börnunum
hefur gengið vel að læra það.
„Vildi búa til fiskisósu
úr loðnu til útflutnings”
■ Kári, Chien Nghi Tran, býr
meö konunni Nönnu, og sonunum
Óla og Pétri, á Reynimelnum.
Hann er kokkurinn á Kirnunni, en
hiín vinnur við Sundlaug vestur-
bæjar.
„Við höfum hug á aö kaupa
okkur ibúð á næsta ári,” segja
þau hjónin stuttu eftir að við kom-
um inn i stofu til þeirra. „Við
vildum kaupa ýmsa hluti i ibúö-
ina, en það er erfitt, á meðan viö
þurfum að vera að flytja, þangað
til viö fáum eigin ibúð.”
Bi'l eiga þau hjón hins vegar
ekki, og hafa ekki áhuga á að fá
sér fyrr en þau geta fengið sér
nýjan, eftir aö ibúöin er i höfn.
„Að hafa gamlan bil, er eins og að
hafa sjúkling i fjölskyldunni, sem
alltaf þarf að vera aö hiynna að,”
segir Kári til útskýringar.
Það erauðheyrtaö þau hjón eru
býsna ánægð með sinn hlut og
hafa fullan hug á að nýtasér hann
tilað koma sér og strákunum bet-
ur fyrir. Matreiðslan og veitinga-
staðurinn eiga allan hug Kára, og
hann talar mikið um mat.
10 pokar af hrisgr.iónum.
Hann segir okkur frá þvi að i
gegnum bróður sinn i Kanada
hafi hann fengið sendan þjóölegan
víetnamskan mat. Þ.á.m. fiski-
Kári llt.ur eltir pottunum á Kirnunni. Tlmamynd Ella.
sósu, sem sé ómissandi við alla
þarlenda matseld. Ekki segist
hann vera hrifinn af islenskum
mat fyrir sjálfan sig, þó að hann
noti bæði hangikjöt og lambakjöt
við matseldina á Kirnunni. Hann
boröi aöeins svínakjöt, nautakjöt
og kjúklinga. Konan tekur i sama
streng, þó hún sé byrjuö á lamba-
kjötinu.
„Svo er ég að rækta sjálfur
engifer og sterkan pipar. Ég hef
lika áhuga á að búa einhvern tima
til fiskisósu hér, úr loðnu, til þess
að flyt ja út. Ég myndi aðeins búa
til fýrsta klassa fiskisósu, vegna
þess hvað mikið er til af fiskin-
um.
Kári fer nokkrum oröum um
hvaö matur sé dýr á lslandi. Hon-
um ofbýður oft. En hann hefur
komist að þvi' að þaö má oft gera
góð kaup með þvi að kaupa i stór-
um skömmtum. Þannig hefur
hann keypt miklar birgðir af
sumum vörutegundum, og komið
fyrir i geymslum fjölskyldunnar.
Eitt sinn keypti hann heila 10
poka, 45 kg. hvern, af hrisgrjón-
um!
Þótt þeim Kára og Nönnu liki
vel viö þjóðfélagiö, og segjast
ekki hafa orðið vör við neina for-
dóma, þá hafa þau samt sem áöur
sinar efasemdir um ágæti þess-
arar vestrænu menningar fyrir
synina.
„Hér fara krakkarnir sinar eig-
in leiðir svo ung. Minir strákar
eru þegar farnir að aðlagast
islenskum aðstæðum vel, og fara
oft aöeins eftir eigin höfði. Stund-
um þegar ég ávarpa þá hrista
þeir bara hausinn og svara ekki!
1 Vfetnam eru kynslóðirnar
mjög samrýmdar, og þar sjá
börnin um foreldrana, þegar þeir
eldast. Hér fara þeir frekar á
gam alm ennaheimili.”
Ekki Paradis i Ameriku
Þaö hefur haft áhrif á viöhorf
fjölskyldunnar til þess aö búa á
Islandi, aö hún hefur fengiö bréf
frá kunningjum i Bandarikjun-
um, sem hafa alls ekki haft það
mjög gott. Þau þekkja bæði fólk i
Kalíforníu, og f Washington D.C.,
sem varð samferða þeim á
bátnum, og segja ekki góöar
sögur af sér.
Enn ein sagan er af konu og
krökkum, sem Kári hjálpaöi til að
komast á bátinn, til þess að
freista þess að finna eiginmann
og föður þeirra sem farinn var
nokkru á undan til Bandarikj-
anna. „Ég sagði stundum viö
hana að það væri ægilegt af mér
að gera þetta, ef kæmi svo á dag-
inn að maðurinn væri búinn að ná
sér i aðra konu i Ameriku,” sagði
Kári. Og viti menn, það reyndist
vera lóðið. Siðan hafa konan og
krakkarnir átt i mesta basli.
— Við veitum þvi athygli að
sjónvarpstæki er i stofunni og
spyrjum hvort þau'fylgist mikið
með þvi?
„Við horfum alltaf á fréttir, þó
við skiljum nú ekki allt i þeim.
Annars hlustuðum við alltaf á út-
sendingar BBC á vietnömsku, til
þess að fylgjast með þvi sem var
að gerast I heiminum. En nú er
búiö að breyta útsendingunni svo
mikið, eða fella hana niður, þann-
ig að viö höfum ekki getað heyrt i
henni nýlega.
Við lærum lika dálitiö af
islensku af sjónvarpinu. En enn
vantar okkur dálitla undirstööu i
hana, og blöð lesum við ekki. Þaö
var enginn timi siðasta vetur til
að fara i skóla, þó það byðist, en
við hefðum áhuga á þvi seinna.”
— Hafið þið hugsaö ykkur eitt-
hvað til hreyfings?
„Við vildum gjarnan ferðast til
annarra landa, til að skoða okkur
um. E n við hugsum alltaf til baka
til Vietnam. Þangað viidum
við geta komist einhvern tima.
Þar eru ættingjar og vinir, og þar
eigum viö best heima.”