Tíminn - 26.07.1981, Síða 9

Tíminn - 26.07.1981, Síða 9
 Sunnudagur 26. júll 1981 menn og málefni Upplausnin mun aukast í Sjálfstæðisflokknum Smáhópar og klíkur U A sf&astliðnu vori birtist i Morgunblaðinu frásögn af fundi, sem Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæöisflokksins, hafði haldið með kjósendum 1 Breiðholti. Meðal annars sagöi Mbl. frá þvi, að einn fundarmanna, Friö- rik Friðriksson, hafi ljfst þvi, hvernig Sjálfstæðismenn ættu að haga sér, ef þeir hygðust efla flokkinn. Siðan gaf hann lýsingu á því, hvernig sambtlðin væri i flokknum um þessar mundir. HUn var á þessa leið: „Við vinnum helzt gegn hvor öörum, nöldrum I eigin barm og kennum öðrum um það, sem miður fer.” Þessi lýsing Friðriks Frið- rikssonar er i fullu samræmi við frásögn Margrétar S. Einars- döttur á þingi Landssambands Sjálfstæðiskvenna, sem var haldið um likt leyti. Margréti fórust þar m.a. orðá þessa leið: „Sjálfstæðisflokkurinn er I dag þvi miður ekki sá stóri og samheldni flokkur, sem við vildum að hann væri. SU stað- reynd að flokkurinn skiptist upp i marga smáhópa og klikur hefur orðiðtil þess aö vinsamleg samskipti meðal manna innan flokksins eru erfiðog milli hinna ýmsu hópa hefur skapazt óvild og óvinátta svo mikil, að við liggur algjör sundrung þessa stærsta stjómmálaflokks lands- ins. Þessi sundrung hefur stór- skert allan sóknarmátt og veikt flokkinn til muna.” Þessar lýsingar þeirra Frið- riks og Margrétar bera það með sér, að innan Sjálfstæðisflokks- ins rikir ekki aðeins klofningur milli Gunnars og Geirs, heldur miklu frekar hrein upplausn. Flokkurinn er i mörgum molum. Geir verður áfram Ýmsir Sjálfstæöismenn virö- ast ala þær vonir i brjósti, aö ástandið i flokknum kunni að batna eftir landsfundinn, sem hefur verið boöaöur i haust. Þeir byggja þetta á þeirri ósk- hyggju, að þá muni foringja- vandamálið leysast. Allar horfur eru þó á þvi, að foringjavandamáliö muni halda áfram að hrjá Sjálfstæðisflokk- inn eftir sem áður. Samkvæmt sko&anakönnun, sem Visir gerði fyrir nokkru, kjósa um 20% Sjálfstæðisflokks- manna Geir Hallgrimsson sem formann og álika margir Gunn- ar Thoroddsen. Albert Guð- mundsson fékk 6%, en aðrir innan við 1% hver. Samkvæmt þessari niður- stöðu er lfklegt, að Geir Hall- grimsson nái kjöri á landsfund- inum og byggist sá spádómur á tvennu. í fyrsta lagi er ljóst, að Geir Hallgrimsson hefur engan annan keppinaut um forustuna en Gunnar. Aðrir, sem taldir eru koma til greina, eru svo fylgisvana samkvæmt könnun Visis, að telja má þá Ur leik við formannskjörið. 1 öðru lagi skiptast fylgis- menn Geirs og Gunnars að verulegu leyti þannig, aö meiri- hluti þingmanna og forustu- manna flokksins fylgir Geir, en óbreyttir flokksmenn fylgja miklu fleiri Gunnari. Samkvæmt venju má reikna með þvi’, að fyrrnefndi hópurinn ■ Frá þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sl. mánudag. Mynd Bjarnleifur • !* m megi sin meira við kosningu landsfundarfulltrila. Geir muni þvi reynast öllu liðfleiri á lands- fundinum en Gunnar. Orslit formannskjörsins yrðu þá í raun þau, ef dæmt er eftir könnun Vi'sis, aö landsfundurinn velur flokknum formann, sem hefur i reynd ekki nema 20% flokksmanna aö baki sér, þótt atkvæðatalan geti orðið eitthvað hærri á landsfundinum. Það getur hver og einn sagt sér s jálfur, að slfkt form annsval leysir ekki vandamál Sjálf- stæðisflokksins. Sundrungin og óánægjan i flokknum mun hald- ast áfram og verða liklegri til að magnast heldur en hið gagn- stæða. Og ekki verður Geir meiri for- ingi en hann hefur verið. Blendinn flokkur Þeir Sjálfstæðisflokksmenn, sem þykjast sjá fram á þau úr- slit formannskjörsins á lands- fundinum, sem hér hefur verið spáö, reyna að finna sér aðra huggun. Fundurinn mun von- andi áorka þvi aö stefnan verði skýrara mörkuð. Þaö er rétt, aö stefna Sjálf- stæöisflokksins hefur oft verið næsta óljós. t erindi, sem Jónas Kristjánsson ritstjóri flutti fyrir nokkrum árum á ráðstefnu Sambands ungra Sjálfstæöis- manna, sagði hann m.a. um stefnu Sjálfetæöisflokksins, að hún væri blanda af miýgu og fldikurinn yröi þvi réttilega tal- inn „blendinn flokkur.” Þaö væri þvi erfitt að skil- greina stefnu flokksins, sagði Jónas. Einn af kunningjum sinum hef&i skilgreint hana þannig, a& Sjálfstæðismaður væri maöur, sem væri of hræddur til að berj- ast, en of feitur til að flýj a. Jónas Kristjánsson rakti það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði orðiö til við samruna ihalds- flokks og frjálslynds flokks og heföi þvi þurft að reyna að þjóna tveimur stefnum i senn. Siöar heföu svo bætzt við tækifærís- sinnuð vinnubrögð Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, „sem bitu sig ekki fast i hin frjálslyndu sjónarmið, þegar vinsældir jafnaðarstefnunnar fóru vaxandi.” Undir forustu þeirra Ólafs og Bjarna hafi flokkurinn þannig tekið ýmis sosialisk sjónarmið. Höfuð niðurstaöa Jónasar um stefnu Sjálfstæðisflokksins var þessi: „Hann er I stefnu og reynd bæði hægri og vinstri flokkur. Hann er i stefnu og reynd bæði auðvalds- og jafnaðarflokkur. Hann er i stefnu og reynd bæði ihalds-og frjálslyndur flokkur.” „Kannski er það þessi fjöl- . breytni”, bætti Jónas við, „sem veldur mörgum flokksmönnum vanda við að fóta sig á hinum hugmyndafræðilega grunni.” Moðsuða Mörgum forustumönnum Sjálfstæðisflokksins hefur lengi verið ljóst, aö flokkurinn þyrfti að marka sér skýrari stefnu. Einn af þeim er Gunnar Thor- oddsen. Hann lagði til fyrir nokkrum árum, aö flokkurinn markaði skýrlega þá stefnu, að hann væri „fylgjandi frelsi meö skipulagi”, sem þýðir þaö, að markaöslögmáliðeittverði ekki látið ráöa. Þetta sjónarmiðGunnars beið eftirminnilegan ósigur, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hóf upp merki markaðslögmálsins, leiftursóknina, fyrir siðustu þingkosningar, en það var eins og Guðmundur H. Garðarsson hefur lýst manna bezt algert frávik frá vinnubrögðum Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar. Um alllanga tiö hafa Mbl. og Visir forðast að nefna leiftur- sóknina.Samter nú barizt harð- lega fyrir þvi innan Sjálfstæðis- flokksins, að landsfundurinn lýsi eindregnu fylgi við hana. Aðrir vilja taka upp stefnu Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar. Sennilegasta niðurstaðan er sú, að hvorugur hópurinn muni ganga með sigur af hólmi, heldur fallist báðir á einhvers konar moösuðu, þar sem reynt verði að gera öllum til geðs. Stefnan verði þvi grautarlegri en nokkru sinni fyrr. Lán í óláni Allar likur benda þannig til, að Sjálfstæðisflokkurinn verði jafn sundraður, stjórnlaus og stefnulitill eftir landsfundinn og hann var fyrir hann. Af þessu leiöir, að sjálfsögðu, aö flokkurinn er nánast óstarf- hæfur. Ef hann ætti að stjórna, gæ ti han n ekki k om ið sér sa m an um neitt, sem máli skipti. Allt færi I handaskolum hjá honum. Það má þvi segja, að þaö hafi verið lán i' óláni hjá Sjálfstæðis- fldcknum, að hann skyldi undir þessum kringumstæðum missa meirihlutann i borgarstjórn Reykjavikur, þar sem þeir Al- bert Guömundsson og Davið Oddsson berast á banaspjótum. Enn meira lán er þó þaö, aö flokkurinn skyldi lenda 1 stjórn- arandstöðu á Alþingi. Tjóniö, sem þjóðin gæti oröið fyrir vegna sundurlyndis I Sjálf- stæðisflokknum, veröur þvi stórum minna en ella. Það er vel hægt að hugsa sér, hvernig ástatt heföi oröið i borgarstjórn Reykjavikur, ef þessisundraði flokkur heföi haft áfram meirihluta þar. Það var lán Reykvikinga, aö flokkurinn missti meirihlutann, og við tók traust stjórn fyrrverandi minni- hlutaflokka, sem hefur reist við fjárhaginn og hrundið fram mörgum endurbótum undir for- ustu farsæls borgarstjóra. A sama hátt hefur þaö reynzt þjóðinni vel, aö aöeins jákvæð- asti partur Sjálfstæöisflokksins hefurtekið þátt i rikisstjórninni, en hinir mörgu smáhópar og klikur i flokknum sta&ið utan viö. Þess vegna hefur rikis- stjórninni heppnazt að tryggja næga atvinnu, sem óviöa hefur tdcizt annars staðar, og er á góðri leið að draga úr verð- bólguhraðanum. Þetta myndi ekki hafa tekizt rikisstjóm, sem heföi þurft aö styöjast viö alla hina sundru&u hjörð Sjálfstæðisflokksins. Þótt andstæöingar Sjálf- stæðisflokksins hafi ekki áhuga á eflingu hans, er það eigi a& siður áhyggjuefni, að stærsti flokkurinn er sundraður og stjórnlaus. En lán er þaö i óláni fyrirhann að þurfa ekki að bera ábyrgð á stjórn meöan hann er jafn óstarfhæfur. Y Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.