Tíminn - 26.07.1981, Page 13

Tíminn - 26.07.1981, Page 13
Sunnudagur 26. júli 1981 13 Iþróttir KR nældi í stig — gerði 1-1 jafntefli við KA ■ KR-ingar nældu sér i dýrmætt stig i botnbaráttunni er þeir gerðu jafntefli við KA á Akureyrarveil- inum i gærkvöldi. KA var sterkari aðilinn i fyrri hálfleik þrátt fyrir að KR-ingar léku undan golunni. KA varð fyrri til að skora og var Elmar Geirsson þar að verki eftir að hann fékk stungusendingu inn- fyrir vörn KR frá Hinriki Þór- hallssyni. L engi vel i seinni hálf- leik leit út fyrir aö KA myndi fara með sigur af hólmi i leiknum. Það var ekki fyrr en á 86. min að KR-- ingum tókst að jafna og var Elias Guðmundsson þar að verki. Aðal- steinn markvörður KA hafði tvi- vegis varið frá KR-ingum en réð ekki við þriðja skotiö sem var af stuttu færi. Stefán Jóhannsson markvörður KR var besti maður þeirra i leiknum og varði hann oft mjög vel og kom i veg fyrir sigur KA. Eyjólfur Agústsson var sterkastur KA-manna i annars mjög jöfnu liði. ÓA-Akureyri Skákþing Norðurlanda: Ornstein efstur ■ í gærkveldi var tefld önnur umferð i úrvalsflokki á Skákþingi Norðurlanda sem haldið er að Menntaskólanum við Hamrahlið. Úrslit skákanna urðu sem hér segir: Orstein vann Margeir Pétursson. Helmers vann Rantanen. Skákir Guðmundar Sigurjónssonar og Helga Ólafs- sonar og Kristiansen og Heim endurðu með jafntefli. Skákir Raaste og Höi og Schussler og Hansen fóru i bið. Eftir aðra umferð er Orstein frá Sviþjóð efstur með tvo vinn- inga. 1 öðru sæti eru Helgi Ólafs- son og Helmers frá Noregi með 1,5 vinninga. Skák Höi og Raaste er jafn- teflisleg. Schussler er hins vegar peði yfir Hansen og er liklega meðunnaskák. —Kás fréttir g=^3 Svsirthöfði stjórnar- formaður Reykja- prents h.f. ■ A fundi i stjórn Reykjaprents sl. fimmtudagskvöld var Indriði G. Þorsteinsson kjörinn stjórnar- formaður Reykjaprents h.f. út- gáfufyrirtækis dagblaðsins Visis. Auk hans eru i stjórninni þeir Heklubræður, Ingimundur og Sig- fús, svo og Þórir Jónsson og Höröur Einarsson fráfarandi stjórnarformaður. Ekki er vitað hvað Hörður ætlar að taka sér fyrir hendur nú, en hann hefur verið starfandi stjórnarformaður Reykjaprents undanfarandi ár, meö fast að- setur á Visi. Orðrómur hefur veriö um að hann ætli sér rit- stjórastól á dagblaðinu Visi, sem ekki hefur verið fylltur eftir aö Ólafur Ragnarsson hvarf frá blaðinu. Sá orörómur fékkst hins vegar ekki staðfestur i gærkveldi. Þorvaldur Ari Arason hrl Lögmanns-og fyrirgreiðslustofa Eigna-og féumsýsla Innheimtur og skuldaskil Smiðjuvegi D-9, Kópavogi Sími 40170. Box 321 -Rvík. BORGARSPÍTALINN LAUSARSTÖÐUR HJOKRUNARFRÆÐINGAR Tvær stöður aðstoðardeildarstjóra á Hjúkrunar- og endurhæfingardeildum Grensási eru lausar til umsóknar. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til starfa á eftirtaldar deildir: Hjúkrunar- og endurhæfingardeild i Heilsuverndarstöð v/ Barónsstig. Hjúkrunar- og endurhæfingardeild i Hafnarbúðum. Hjúkrunar- og endurhæfingardeild á Grensási. Lyflækningadeild. Gjörgæsludeild. SJÚKRALIÐAR Sjúkraliðar óskast til starfa á ýmsar deildir spitalans. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200 (201 og 207). Reykjavík 24. júlí 1981. BORGARSPÍTALINN. Kennarastaða Kennarastaða við grunnskólann i Ólafsvik er laus til umsóknar. Aðalkennslugrein: Tónmennt Umsóknarfrestur er til 5. ágúst n.k. Upplýsingar veita: Skólastjóri i sima 93- 6293 og formaður skólanefndar i sima 93- 6301. Skólanefnd. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun óskar að ráða fulltrúa eða skrifstofumann nú þegar. Góðrar islensku- og vélritunar- kunnáttu er krafist. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi vald á ensku og einu Norðurlandamáli og geti unnið sjálfstætt að verkefnum. Laun skv. launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar fjármálaráðuneytinu, fjár- laga- og hagsýslustofnun, Arnarhvoli. 24. júli 1981 Afliiui sldptir ekki mestu máli. Ánægjan fylgir með í íerðinnl! ÍSLANDSREISA íslandsreisur Flugleiða eru sumarleyíisíerðir innanlands fyrir íslendinga. Nútíma lerða- máti. Flogið er til aðaláfangastaðar og íerða- mannaþjónusta notuð, rétt eins og þegar íarið er til útlanda. SJÓSTANGAVEIÐI Það þari enginn að láta sér leiðast í íslands- reisu Flugleiða. Möguleikamir sem fást með Reisupassanum eru fjölmargir. Þú íœrð flug- ferð, gistingu og t.d. bílaleigubíl á sérstöku verði. Svo geturðu íarið í skoðunar- og skemmtiíerðir, hvort sem þú ferð til Húsavikur, Homaíjarðar eða Reykjavíkur. Ein vinsœlasta afþreyingin er sjóstangaveiði. Á Húsavík, til daemis, er hœgt að fara til sjóstanga- veiða með skemmtilegum bátum, en aðeins 10 mínútna sigling er á fengsœl fiskimið. Þar er aílinn að vísu ekki aðal- atriðið, heldur ánœgjan. Góð útivist við íjöruga sjóstangaveiði er holl fyrir unga sem aldna. REISUPASSINN Flugmiðinn í íslandsreisumar nefnist Reisu- passi. Hann veitir eiganda sínum aðgang að ýmis konar þjónustu á sérstöku verði. Reisu- passa er hœgt að kaupa til Akureyrar, Egils- staða, Homaíjarðar, Húsavikur, ísafjarðar, Sauðárkróks, Reykjavflcur og Vestmannaeyja. Eí millilenda þarf í Reykjavík er gelinn 50% afsláttur af fargjaldi þangað. DVALARTÍMI Lágmarksdvöl í íslandsreisu er 4 dagar, nema Reykjavflc þar sem lágmarksdvöl er 6 dagar. Hámarksdvöl er aftur á móti 30 dagar í öllum tilíellum, gildistíminn er til 1. október nœstkomandi. FLUGLEIÐIR ÓSA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.