Tíminn - 26.07.1981, Qupperneq 20

Tíminn - 26.07.1981, Qupperneq 20
20 Sunnudagur 26. JúH 1981 ■ BÓNORÐSBRÉF og svör viö þeim. ASTARBRÉF undir flestum kringumstæðum frá heimsfrægum mönnum o.fl. ÝMIS ÖNNUR BRÉF, þar á meðal um bréfaskriftir. LVSING AGÆTIS KONU. A HVERJU KONA GETUR ÞEKKT SANNA AST MANNS TIL SÍN.KJARN YRÐI um ástir og hjtiskap. Frumsamið og þýtt hefur „KOL- BEINN UNGI”. Svona hljööar nokkuð næmandi efnisyfirlit á titilblaði bókar sem lit kom á Akureyri 1918. bvi miður höfum við litlar sögur af þvi hver höfundurinn, sem skrifaöi undir nafninu Kolbeinn ungi i rauninni var. Þaö væri ekki úr vegi að góö- fúsir lesendur sendu okkur linu með einhverjum upplýsingum um hann. Bókin stendur fyrir sinu óháð höfundinum. Hér er lesandinn tekinn i skriflega kennslustund i bréflegum ástarmálum — hvernigkarl skuli biðja sér konu, hvernig kona skuli hvetja karl til að biöja sin, hvernig foreldrarnir skuli hafðir meö i leiknum. Fyrsti kaflinn eru frumsamin bréf með islensku sniði, líkast til samin af Kolbeini unga sjálfum. Annar kaflinn ,,Bónorðs-og ástarbréf hefur á sér erlent yfirbragð, þar eru flest nöfn á ensku, sem og staðarheiti. Ennfremur -eru þar bréf frá frægum rithöfundum og öðru stórmenni — frá John Keats til Fanny Brawne, frá Goethe til Bettine Brentano, frá Napóleon til elskulegrar Jósefinu, og öfugt. öll eru þessi bréf ákaflega hugðnæm, þar er slegið á titrandi strengi viðkvæmni og munUðar, ástin er ekkert gaman mál og hjónabandið sjaldan viðs fjarri. Það er ósennilegt að mörgum nU- timakörlum sé lagið að skrifa svo tárvotar lofgjörðir til kvenna. Rennum yfir kaflann um sönnu konuna sem er eftir Robert Dodsley. Sönn kona árgerð 1918 „Hverer hUn sem vinnur hjarta mannsins, sem kemur honum til að elska og rikir i brjósti hans? — Sjá. Þarna gengur hún i meyjar- legum yndis leik, með sakleysi i huga og hæversku i háttsemi. — Hönd hennar leitar eftir starfi og fót hennar fýsir ekki til þess, aö fara að heiman. Klæðnaður hennar ber vott um yfirlætislaust hreinlæti. Nautn hennar er hóf- semi. Mildi og lítillæti vefur sig sem dýrðarkóróna um höfuð hennar. A tungu hennar dvelur unaðsómur og af vörum hennar flýtursætleiki hunangsins, og vel- sæmi er i öllum hennar orðum. 1 svörum hennar er mildi og sann- leiki. Hlýðni og auðsveipni eru hennar grundvallarreglur. Og verðlaun hennar eru friður og gleði. A undan fdtsporum hennar gengur varúð, og dyggð við hennar hægri hlið. Augu hennar lýsa ást og viðkvæmni, en gætni með veldissprota situr á brúnum hennar. Tunga ósiðseminnar er þögul I viðurvist hennar.... Sæll væri sá maður, sem gæti feigiö hana fyrir konu, sælt þaö barn sem eignaðist hana fyrir móðir. HUn stjórnar i húsinu og þar er friöur. HUn segir fyrir með réttlætiog henni er hlýtt. HUn fer á fætur á morgnana, hugleiðir þarfir heimilisins og setur sér- hverjum það rétta starf, sem hon- um er ætlað. Hennar stærsta gleði er aö prýða höföinglega, með hóf- semi, heimili sitt... Sæll er sá maður, sem hefir fengiö hana fyrir konu, sælt það barn sem á hana fyrir móðir.” Bönorð eftir tilvísun Litum nú á hvernig skal bera sig að við að biðja sér konu á sómasamlegan hátt. Og siðan á hvaða leið svarið gæti hljóöað. „Ungfrií Þóra Grimsddttir. Það er nú komið á annaö ár- siöan ég ræddi, bæði i gamni og alvöru, viö einhverja þá allra merkustu konu, sem hér er I sveitinni um þaö, hverjar af ó- giftum stúlkum hér væru bestir kvenkostir og hvar vænlegast mundi vera fyrir mig aö leita ráðahags. HUn fór mörgum ágæt- um orðum um yður, og lauk tali sinu á þessa leið: „Væri ég ó- giftur maður, þá mundi ég helst leita gæfunnar þar.” Eftir þetta samtal gerði ég mér mikið far um aö kynnast yður, án þess á bæri, og fannst mér allt vera samborið sögnum fyrr- nefndrar konu, og þvi vil ég nú gera þetta aö alvörumáli og biðja yðar. ((Kveðja og nafn)’ Segjum nú að stúlkan sé ekki alveg sælmeð að þessi visdóms- kona sé aö leiða unga menn á biöilsbuxum á fund sinn. Svar. Herra Auðunn Þdrðarson. Ég vil svara bréfi yðar vel, aö svo miklu leyti sem mér finnst við eiga. Ég álit við þurfum að kynnasthvortöðru betur,áður en við bindum slikt vandamál, og þetta er, fastmælum. Getið þér ekki fallist á það, þá treystist ég ekki til þess aö ganga feti framar i þessu efni.” Ollu vænlegra svar við slikri málaleitan væri óneitanlega þetta (úr öðrum kafla bókarinnar). „Kæri Fred. Bréf þitt meðtók ég i gærkvöld og hefi lesið það aftur og aftur. Það hefir gert mig óUtmálanlega sæla. Já, Fred. Það er svar mitt. Mér finnst ég vera lánsamasta stúlka heimsins. Ég held ég hafi ekki sofiö eitt augnablik i alla nótt. Ég undraðist yfir, hvers vegna þU værir svo þegjandi siðast, þegar við sáumst. Hvað fjarri ég gat getið þeirri réttu or- sök. Þetta sýnist allt of undrunar- fullt, til þess að vera virkilegt. Mér finnst að það hljóti að vera yndislegur draumur. Komdu i' kvöld og finndu þina eigin Emily.” Stúlkan tekur af skarið Farsæl málalok. I næsta bréfi skrifar stúlka manni 'sem er i ráðaleysi með að hefja bónorð til hennar.HUn rekur bliðlega á eftir honum. Li'fið er jU ekki óendan- lega langt. „Herra Þórir Hallddrsson. Mér hefir virst til langs tima, aö yður væri annara um mig en aðrar stúlkur, en af þvi að þér eruð mér ekki skyldir, og hafið ekkert við mig að virða, þá er næst að skilja tilgang yðar þannig, aö þcr hafið I hyggju að hcfja bdnorð tilininog með þvi aö ég þekki yður og ætl yðar að dugnaði og mannkostum, þá vil ég játast yður, cf yður væri það áhugamál. Ég viröi hamingjuna meira en svo, að ég hafi gaman af að láta hana elta mig, svo að hún geti jafnvel átt undir tilviljun að ná mér eftir langa mæöu, og þvi skrifa ég yður þessar linur, og efast ekki um, að þér svarið þeim við yðar fyrstu hentugleika. Með virðingu og óskum bestu. Sigrún Gunnarsdottir.” Það læðist að manni grunur um að hjónaband svo framhleypinnar stulku og svo uppburöalitils manns eigi litla framtið fyrir sér. EnÞórir er reiðubúinn og svarar á þessa leið. NU eru þau oröin dús. „Astkæra Sigrún. Aldrei hefði ég trúað þvi að i nokkra mannlega tilveru gæti á fáum augnablikum streymt annað eins af gleöi og glæsilegum framtiðarvonum og ég fann i sálu minni eftirað hafa lesiö bréfið frá þér. Mér fannst allt vera orðið breytt. Sólin skein miklu skærara. Mennirnir voru orðnir betri og skemmtilegri, og hvar- vetna sýndust mér gull roðnir geislar stafa niður á brautir mannlifsins, og Ur skauti fóstur- jarðarinnar hafði allt I einu runniö í arma mér sU hamingju- dis, sem ég lengi hafði litiö að- dáunaraugum en aldrei þorað að ávarpa. Ég ætla að geyma, þar til við finnumst, að lýsa framar fyrir þér þeim mörgu og fögru hug- sjónum, sem liðu fram i huga minn, viö þessa gleðifregn frá þér. þinn unnusti. Þdrir Hallgrimsson.” Já, það er eitthvað vafasamt viö þennan Þóri. Hann er fljótur að finna Ut hvaða átt vindurinn blæs, hugarórarnir eru næstum sjúklegir. Sjómaður i upphafi Hvað um þaö. Hér öllu karl- mannlegra og engu minna skáld- legtbréf frá sjómanni til kærustu ÝMS ÖNNUR BRÉF 0. FL. FRUMSAMIÐ OO ÞÝTT HEFIR hans, sem hefur sent honum hálf- gert uppsagnarbréf. „Kærasta vina min. Þaðeru nU nokkrir dagar siðan pósturinn rétti mér bréf frá þér, sem ég byrjaði á sömu stundu að lesa, spriklandi af vonum, þar til ég kom að þessum orðum : „Ég skil nU ósegjanlega betur heldur en þegar ég trúlofaðist þér, hvað hjónabandi fylgja miklir erfið- leikar og andstreymi, og ég vona aö þU hafir aldrei hjarta i þér til þess, að heimta það af mér, að ég standi við þetta stórvægilega lof- orð mitt við þig, sem ég I fávisku minni og unggæðingsskap hafði ekki vit á að athuga með nokkru verulegu ráði” — Mér fannst fyrst sem ég hafa liðið skipbrot aleinn Uti á regin hafi, vera þar á sundi, með sjódrukkin augu, án meðvitundar um markmið til þess að stefna að. Ég rétti höfuðiö upp Ur hafi örvæntinganna og dró að mér nýtt lifsloft. Ég fann, að ég hafði elskað og verið elskaður af þeirri, sem ég unni mest, og að aðallifsskilyrði ástarinnar eru frelsi. Og ég fann einnig, aö það væri ósæmilegt, gagnvart ást minni og karlmennsku, að leggjast i hugarvil. — Ég ætla að verða ævintýramaður. Ég trúi þvi sem Napóleon fyrsti sagöi, að oröið ómögulegt sé ekki tilnema i orðabók glópanna. Ég trúi þvi að maðurinn geti I flestum tilfellum náð hvaða takmarki, sem hann vill, ef viljinn er nógu sterkur og efinn enginn um, að það sé hægt. — Já, ég skal verða auðugur ævintýramaður og viðförulli en nokkur annar, sem áður hefur lifað i heiminum. Ég skal búa mér til hjúp, sem ekkert dýr jarðarinnar getur greint frá and- rúmsloftinu, undir honum verð ég i brynju, sem enginn veraldlegur kraftur getur lamað. Ég smiða mér sverð, svo hvasst og bitur- legt, að allt, sem lifsanda dregur, skal liggja hreyfingarlaust af hræðslu, þegar ég dreg það Ur sliðrum. Ég skal neyða elfdustu isbimi til þess að synda með mig eftir vild minni og þörfum yfir vakir ishafsins. Ægilegustu ljón og tigrisdýr skulu vera minir uppáhalds- keppinautar i tafli um lifið og dauðann. Þegar ég hefi farið um ver- öldina eftir vild minni og fram- kvæmt þessa ætlun mina, þá sendi ég þér oliuviðargrein, af Libanonshæðum og ertu þá sjálf- ráð, hvort þU fleygir henni i duftið, eða gróðursetur hana. Lifðu heil og hamingjan sé með þér. Hafliði Másson.” Hafliöi? Eða Sindbað sjó- maður, Pétur Gautur, SUper- mann. Stúlkan á greinilega að fá að sjá eftir fljótfærni sinni — oliu- viðargrein frá Libanons hæðum l Varasamt fordæmi Hér er sýnishorn af bréfa- skriftum sem fyrir alla muni ber að varast og eru alltof oft látin fjúka. „Ensh'kar gönur, sem þau benda á, ættu allir að varast.” Hér skrifar maður sem lætur i ljósi ótta viö ærslafulla ást sina sem er aö fara Ur böndum. „Kæra fröken. Með skjálfandi hendi tek ég mér penna og skrifa yður eftir- farandi játningu: Tilfinningar minar, sem ég hefi laigi barist við, hafa náð yfirtök- um á mér, og þar eð allt taumhald er sloppið Ur höndum minum, þá hlýt ég algerlega að opna fyrir yöur hjarta mitt, þótt ég óttist mina eigin dirfsku. I marga mánuði hefi ég verið undirokaður af kennd, sem alveg hefur ráðið vfir öllum öörum til- finningum minum. Þessi kennd er ást — og þér — þér einar — eruð mið hennar. Arangurslaust hefi ég reynt með öllu mögulegu móti að hrinda þessu Ur huga minum. Arangurslaust hefi ég sóst eftir sérhverri skemmtun, sem likleg

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.