Tíminn - 26.07.1981, Qupperneq 23
Sunnudagur 26. júli 1981
^«3
skáldsögum hefur þvi verið spáð,
að tæknivæðing myndi leiða til
ómannlegri og kaldranalegri
stjórnarhátta, að bilið milli auð-
ugra og snauðra myndi breikka i
stað þess að þrengjast, að þriðja
heimsstyrjöldin myndi hefjast i
Mið-Austurlöndum, að Evrópa
myndi verða jöfnuð við jörðu i
kjarnorkustyrjöld og að vélmenni
myndu leysa manninn undan oki
likamlegrar erfiðisvinnu, svo
eitthvað sé talið.
Þessir spádómar eru i dag
flestir orðnir nokkurra áratuga
gamlir. Þeir varpa ef til vill
nokkuð kaldranalegu ljósi á þá
stöðu sem í dag blasir við. Maður-
inn er ekki lengur persóna i þjóð-
félagi sinu, heldur númer i tölvu
og Urskurði talvan hann látinn,
þýðir dcki fyrir hann að malda i
móinn, þvi nUmerið hans er
strikað út. Bilið milli auðugra
þjóða og snauðra hefur að
minnsta kosti ekki þrengst. Mið-
Austurlönd hafa orðið sá suðu-
pottur, sem i dag virðist hættu-
legastur heimsfriðnum. Evrópu-
þjóðir hafa sivaxandi áhyggjur af
þeim vigbúnaði stórveldanna,
sem ýmist er staðsettur i Evrópu,
eða virðist beinast að uppgjörs-
styrjöld milli þeirra, á evrópskri
grund. Eru það ekki sist V-Þjóð-
verjar, sem nU eru uggandi þar
um. Vélmenni hafa þegar leyst
margan verkamanninn af hólmi i
verksmiðjum nUtimans og fyrir-
sjáanlegt er, að atvinnuleysi, af
völdum þeirrar tæknivæðingar,
verður alvarlegt vandamál innan
tiðar, ef ekki verður gripið til rót-
tækra gagnráðstafana.
Vísindi — skáldskapur
Það er örugglega engin tilvilj-
un, að meðal þeirra er skrifa vis-
indaskáldsögur eru þó nokkrir
mamtaðir og agaðir visinda-
menn. 1 menntun sinni og starfi
hafa þeir grunninn, til þess að
spinna þráðinn Ut frá. Einn
þeirra, Isac Aasimov, lýsti þvi
einhvern tima yfir, að skáld-
sagnagerð hans væri öryggis-
ventill, sem gerði honum kleift að
hafa taumhald á imyndaraflisinu
i visindastörfum, þannig að skyn-
semin fengi meiru ráðið i daglegu
lifi.
Flest verka Aasimov — það er
skáldverka hans, þvi hann hefur
jafnframt skrifað ókjörin öll af
fræðilegum ritum, bæði fyrir vis-
indamenn, svo og léttar fræði-
bækur fyrir almUgann — eru þó
markaðar þvi að hann lætur
skynsemina ráða miklu um fram-
vindu mála iþeim. í sumum lætur
hann hugann reika óbundinn og
leitar á vit ævintýranna. t öðrum
beitir hann föstum og öguðum
rökum i spádómum sinum um
þróun næstu áratuga og alda.
Aasimov hefur stundum verið
nefndur faðir vélmennisins og er
það með nokkrum rétti gert, þvi
enginn hefur spáð jafn liflega og
af jafnmikilli natni um fram-
tíðarþróun þess tæknisviðs. Hann
hefur, meðal annars, skilgreint
og komið i orð þeim lögmálum,
sem þróun vélmenna hlýtur og
verður að lúta. t stuttu máli sagt
hefur Aasimov skrásettfyrirfram
sögu vélmenna, frá þvi þau fyrst
lita dagsins ljós (sem var all-
nokkru eftir að hann byrjaði
sagnaritun þessa) og þar til
fyrsta vélmennið fær viðurkennt
fyrir dómstól réttindi sin sem
maður. Hann fjallar um þær þarf-
irog langanir mannsins, sem vél-
mennið getur uppfyllt, en þó jafn-
framt um óttann, sem manninum
stafar af vélmenninu, þessa óhjá-
kvæmilegu innri baráttu, þar til
vélmenni og holdmenni standa
hlið við hlið og þjónninn er orðinn
hlutverki sínu vaxinn, vegna þess
að hann stendur herranum jafn-
fætis.
Þótt margt i þessum verkum
Aasimov sé hreinn skáldskapur,
ber jafnan að hafa I huga störf
hans, þekkingu og stöðu sem
vfsindamanns. Hann er, gegn um
ævintýralegar og oft spennandi
frásagnir si'nar, að boða mann-
kyninu nýja tima, segja fyrir um
það hvað mætír okkur á næstu
áratugum og öldum.
Skáldskapur
Annar merkur rithöfundur á
þessu sviði er Robert Heinlein.
Á sama veg og Aasimov rekur
hann lesandanum framtiðarsögu
mannsins, byggir á þeim grunni
sem fyrir hendi er, eða var, þegar
hann skráði sögur sinar, og beitir
rökfræðinni i meðhöndlun þeirrar
þróunar, sem hann telur liklega,
eða að minnsta kosti mögulega.
Olikt Aasimov byggir Heinlein
þó skrif sin ekki svo mjög á þeirri
þróun i visindum og tækni, sem
verða kann. Hann fjallar meir um
félagslegt atlæti mannsins, þróun
hans sjálfs, og snertir þvi aðeins
tæknilega þróun, að hún sé nauð-
synlegur þáttur sögunnar.
Likt og Aasimov telur Heinlein
þó greinilega, að maðurinn eigi
framtiö fyrir sér. Likt og Aasi-
mov telur hann einnig að við
munum sigrast á þeim vanda-
málum, sem nú blasa við á jarð-
kringlu okkar, með þvi að dreifa
þeim. Það er, að maðurinn muni
komast út i viðáttur ytri geims,
nema land á plánetum annarra
sólkerfa og halda lifsbaráttu sinni
áfram, á svipaðan veg og verið
hefur.
Báöir þessir rithöfundar virð-
ast sjá það sem sjálfgefið, að
strit, hungur, barátta og óvin-
samleg náttúruöfl, sveiflukennd
stjórnmálaátS; og ótal margt
annað, sem tíl vandamála telst i
heiminum i dag, séu fastir fylgi-
fiskar mannkynsins, sem það
muni flytja með sér út i geiminn.
Baráttan haldi siðan áfram, með
sínum formerkjum og hverri plá-
netu — hverri nýlendu — fyrir sig.
Segja má, að báðir skipti
baráttu mannsins i þrjá megin
þætti. Sá fyrsti fer fram hér á
jörð, og felst i þvi að maðurinn
hætti að láta vandamál nútiðar-
innar koma i veg fyrir glimu við
vanda framtiðarinnar. Baráttan
þar standi milli þeirra sem stefna
vilja upp og út á við annars vegar,
og hinna sem einbeita sér að
saðningu kviðar sins og skamm-
sýnustu hvata hins vegar. Sigur-
inn hljóti að verða hinna fyrr-
töldu, þvi ef þeir verði undir, sé
saga mannkyns fullskrifuð — hún
verði þá ekki lengri.
Annar þáttur baráttunnar felst
i gli'rnu mannsins við geiminn,
baráttu hans við að feta sig út á
við. Hjá báðum verður það tima-
bil eins konar krossferð, þar sem
aldrei er i' raun nokkur vafi á
hvaðer rétt, hvað rangt.Likt og i
heimsstyrjöldum þessarar aldar
verður allt það rétt, sem komið
getur manninum eitt fet áfram,
allt það rangt sem heldur aftur af
honum.
Þriðji þátturinn er svo glima
mannsins við náttúruöfl nýrra
pláneta, svo og við sjálfan sig. Þá
er i raun hafin aftur barátta
siðastliðinna áratuga, endurtekin
þróun landbúnaðarbyltingar-
innar og iðnbyltíngarinnar, við
nýjar aðstæður, af nýju fólki.
Með öðrum orðum, þróun
mannsins fer eftir hringferli og
árangur hans fer mest eftir þvi
hvar hann staðsetur hringinn i
sögunni. Þróunarferill mannsins
hefur til þessa verið bein lina, og
framtiðin fer eftir þvi hvar
maðurinn velur þessum óhjá-
kvæmilega hring snertipunkt á
henni.
Möguleikar
Margir hafa orðið til þess að
nefna vfsindaskáldsögur bull,
þvælu, jafnvel stórhættulegar og
afvegaleiðandi. Þær skapi hverj-
um einstaklingi, sem áhuga fær á
þessari bókmenntagrein, mögu-
leika til þess að flýja svo frá
raunveruleika lifsins, að öll hans
málefni hljóti að falla saman,
leggjast i' rúst.
Vissulega er sú hætta fyrir
hendi, að lestur þeirra verði ein-
staklingum flóttaleið. En, hið
sama má segja um flestar aðrar
bókmenntir, sem og aðrar list-
greinar, hið sama má segja um
iþróttír, hið sama má segja um öll
önnur áhugamál.
A hinn bóginn stendur svo það
gagn, sem unnt er að hafa af
lestri visindaskáldsagna. Þeir
þrir höfundar, sem nefndir hafa
verið I þessari grein, eiga það
sameiginlegt með mörgum öðr-
um, að skrifa um þá möguleika,
sem maðurinná. Þeir skýrgreina
fyrir okkur, á þann eina hátt sem
er raunhæfur, hvað við höfum i
höndunum, hvað getur gerst. Það
er nefnilega þannig, að fyrir
barni verður aldrei útskýrt hvers
vegna það er litið hornauga að
það handfjatli hnifa, öðruvisi en
með skirskotum til þeirra slysa,
sem það getur orðið fyrir, eða
valdið, með þeim. Að þvi leyti
erum við öll börn að við skiljum
ekki eðli þeirra vopna, tækja og
búnaðar, seip við búum yfir i dag,
öðru vi'si en að við fáum nasasjón
af þvi hverju þesgi vopn, þessi
tæki og búnaður g'eia valdið.
Og það er, þegar allt kemur til
alls, hlutverk þess sem skrifar
visindaskáldsögur. Að sýna les-
andanum samtið sina, i samhengi
við framtiðina. Að sýna okkur
fram á hugsanlegar og liklegar
afleiðingar orða okkar og gerða.
Jafnframt þessu þjóna visinda-
skáldsögur nýju hlutverki i dag. A
tímum sem einkennast af auknu
þunglyndi, svartsýni, ótta um aö
gereyðingarstyrjöld skelli á,
dofnandi lifsvilja og aukins fé-
lagslegs doða, getur lestur bók-
mennta, sem boða mannkyninu
framtið, komið i stað örvandi
lyfja. Maöurinn þarf trú, von og
framtiðarhugsýn. Honum er ekki
lengur mögulegt að lifa aðeins
fyrir daginn i dag. Og þótt bók-
menntir sem slikar skapi ekkert
af þessu þrennu, geta þær glætt
það allt, ef minnsti’n eisti er fyrir
hendi.
Einkum á þetta við um verk
manna á borð við Aasimov, Hein-
lein og Wyndham, þar sem hug-
myndafluginu er ekki gefinn um
of laus taumur. Sú framtið, sem
þeirboða okkur, er okkur svo ná-
læg, þrátt fyrir þær breyttu for-
sendur sem gert er ráð fyrir, að
við náum að skilja hana. Hún
verður jafnframt gott mótvægi
þess sem hrjáir okkur mest, það
er sorti sá er hvflir yfir hverjum
degi, sem upp rennur yfir það
ástand sem við lifum.
Þessi grein er nú orðin mun
lengri en ætlað var i byrjun.
Haini er i sjálfu sér ekki ætlað
annað hlutverk en að vera ofurlit-
il hugleiðing um visindaskáld-
skap. Og þtí er henni ef til vill
einnig ætlað að verja þessa bók-
menntagrein ofurlitið, þvi hún
hefur orðið fyrir ómaklegum
árásum. Visindaskáldsagan á
jafn mikinn rétt á sér og ástar-
sagan, klámsagan, glæpareyfar-
inn, félagslega gagnrýnin bók-
menr.taverk. og raunar jafn mikinn
rétt á sér og hvaða bókmenntir
aðrar sem nefndar verða.
1 raun er hún þjtíðsaga, rituð
fyrirfram.