Tíminn - 26.07.1981, Side 24

Tíminn - 26.07.1981, Side 24
24 ??ií,rr£tYii Sunnudagur 26. jiili 1981 af erlendum bókamarkaði Joe Orton Up Against It A tkr«efip(My <oi ihc O.'Mtiw- l«rt»o<k»c«í t»y Joho L#hf ~ ‘jk Joe Orton: Up against it Eyre Methuen 1979 ■ Þetta er kvikmyndahandrit sem aldrei varö aö kvikmynd. Joe Orton var ungt og efnilegt leikskáld á sjöunda áratugn- um — þá vakti hann athygli fyrir svartar kómediur sinar, fullar af grófum, oft kyn- feröislegum, húmor. Hann var ekki alveg eins og penir rithöf- undar eiga að vera svo hann var lengi að ná viðurkenningu en fékk að lokum fyrir „Loot”, „What the Butler saw”, o.fl. leikrit. Kvikmyndahandritið Up against it geröi Orton fyrir Bitlana, sem ætluðu sér að fylgja eftir Hard Day’s Night og Help! og um tima virtist sem myndin yrði gerð. A endanum var handritinu hafnað orðalaust, Epstein mun hafa átt sinn þátt i þvi enda fellur handritið sist að imynd Bitlanna eins og hún var. Joe Orton var siðan myrt- ur áður en aörir gætu tekið myndina. Hún hefði orðið kyndugt verk en ef til vill komiskt snilldarverk. ii.iMI.W —.ABim...... 1» i ■ Anna Kashfi Brando & E.P. Stein: Brando for breakfast Berkley Books 1980 ■ Marlon Brando er eflaust einhver merkasti leikari okk- ar tima og með leikstil sinum hefur hann haft ótrúleg áhrif á bæði samtiðina og aðra leik- ara. Hann er auk þess magn- aður persónuleiki og ekki við allra hæfi, eins og sagt er. Anna Kashfi skildi við hann fyrir örfáum árum og skrifaði þá þessa bók. Henni má likja við gluggagægjur. I þessari bók fær maður Brando ekki einungis i morgunverð, lika i hádegismat, kvöldmat, nætur- skatt, kaffitima og milli mála — hann er hakkaður, steiktur, grillaður, sundurtættur, rif- inn, skorinn, bakaður, hertur, þurrkaður, reyktur, smurður og loks étinn. Brando i einum bita — þaö hélt ég væri ekki hægt. En svona bækur eru að sögn i tisku þar vestra — bersöglar, opinskáar, æpandi og koma i rauninni engum við. Gloria Nagy: Virgin Kisses Penguin 1980 ■ Hér segir Gloria Nagy sög- una af ’onum Arthur Freed- man — sálfræðingi og þera- pist. Arthur tekur á móti fólki á stofu sina og spyr það um leyndustu afkima sálarlifsins — ekkisist kynlifsins. En hon- um er ekki umhugað um að lækna það, fremur að velta sjálfum sér uppúr ógæfu þess og hugarórum þvi undir fáguöu yfirborðinu er glott- andi, kaldhæðinn, sadiskur hrotti. begar Rosie kemur á stofuna þykist hann hafa him- in höndum tekið, hún er ein- föld og grunlaus og honum tekst að ná valdi yfir henni, fær hana til aö gera allt það sem hann vill en um leið tapar hann þvi litla tangarhaldi á skynseminni sem hann hafði.. Breytist i kynferðislegt skrimsli. Þetta er á köflum ofurlitið tilgerðarleg bók, mjög amerisk, en allrar athygli verö. Þvi er vel lýst hvernig allt fer úr böndunum. Tom Wolfe: The Right Stuff Rantam Books 1980 ■ Tom Wolfe — i guðanna bænum ruglið honum ekki saman við Thomas! — er amerikani, einn þeirra sem leiddu það sem kallað var „new journalism” til öndvegis i bandariskum bókmenntum, má nefna þá óvinina Norman MailerogTruman Capote sem dæmi um aðra blaðamennsku- rithöfunda. „Nýir sjúrnalist- ar” hafa einmitt gjarnan skrifað bækur eins og þessa, þvi hér er „sönn” saga sögð en notaðar aðferðir sem eiga skylt við skáldsögur. „The right stuff” segir af fyrstu geimförum Bandarikja- manna, mönnum sem voru dýrkaðir eins og hetjur, og eiginkonur þeirra, sem biöu með áhuggjufullt bros á vör koma lika við söguna. Þessi bók hefur fengið feiknalegt hrós i Ameriku og vitanlega er hún ágætlega skrifuð — á harðsviraðan, hraðan og „töff” hátt. Það sem mér fellur ekki er að bókinni er ætlað að svipta geimfarana hetjumyndinni en þeir verða miklu meiri hetjur fyrir vikið. ■ Bckurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. GESTAÞRAUT Peter Brooker: A Student’s Guide to the Selected Poems of Ezra Pound Faber & Faber 1979 ■ Eg man ekki hver þaö var en einhver Ekti Ezra Pound viö Blake. Þannig nð vegna þess að samtlð Blakes hafi ekki almenni- lega vitað hvar ættiað koma hon- um fyrir i tilverunni þá vitum viö það ekki enn i dag — og vegna þess aö samtlð Pounds, sem er auðvitaö aö nokkru leyti samtiö okkar, var i vandræðum með hann þá muni framtiðin sömu- leiðis eiga erfitt með að dæma hann af réttlátri skynsemi. NU er það vitaö mál að fjöldi megin- snillinga var vanmetinn I lifanda lifi en siöan hafinn á stall en hér gegnir dálitið ööru máli. Ezra Pound hefur til aö mynda trauðla veriö vanmetinn, hann er viður- kenndur sem mikið skáld og sér I lagi sem lærifaöir góðs hluta skálda nútlmans. Þvert á móti eru ekki fáir sem halda þvi fram að Pound hafi alla tið veriö hressilega ofmetinn, hann sé eða hafi verið ekki annað en froðu- snakkur sem að visu hafi brotið nýtt land en ekki náð sjálfur að festa þar rætur. Um þetta má pexa en framtiðin, ef hUn getur, verður að skera Ur. „A Student’s Guide...” er hin þriðja I flokki sem Faber-forlagið hefur gefið Ut, hinar fyrri voru leiðarvísar að ljóöum Eliots og leikritum Becketts. Þetta eru af- skaplega þægilegar og handhæg- ar bækur, nauðsynlegar upp aö vissu marki. Peter Brooker hefur unniö verk sitt bæði vel og sam- viskusamlega, skýrö eru einstök orð i' kvæðum Pounds, tilvitnanir sendar til föðurhUsanna, skýring- ar gefnar á karakterum og fyrir- bærum sem við sögu koma og samhengi hlutanna rannsakaö. Hins vegar er litið sem ekkert farið Ut I að setja saman heildar- niðurstöður um einstök kvæði eða kvæðabálka enda liggur það fyrir utan sviö svona skýringabóka. Af „Student’s Guide...” verður enn og aftur ljóst hversu viða Pound leitaði fanga — i Próvens, I Rómarrfki, Hellas og á ftaliu miðalda, i Kina (sem frægt er oröið af einum hinna alræmdu „misskilninga” sem Pund var sifellt að gera sig sekan um), I efnahagslögmálum heimsins, og hjá löndum sinum Bandarikja- mixinum og þaö er alveg efunar- laust I eina skiptiö sem John Adams hefur orðið skáldum til- efni kvæðisins. Kvæði Pounds eru stundum einsog gestaþrautir: flókin, vlðfem og virðast beinlinis streitast á móti þvi að þau séu skýrö eöa skilin. NU er ekkert sem segir að ljóð skuli vera ein- föld og auöskilin en það má vel skilja þó mönnum blöskri Ezra Pound. Bækur á borð við þessa eru nauðsynleg hjálp öllum þeim sem vilja freista þess aö brjóta Pound til mergjar, skilja rætur hans og vöxt, og svo verða menn bara að gera upp viö sig hvort ljóðin þola slfka skuröaðgerð, hvort eitthvað stendur eftir. Þar er ekki óliklegt aö menn veröi seint á eitt sáttir. EnfyrirPound: þaö er vist svo- sem ekki leiöum að likjast þar sem er Blake. _jj. Er öryggi þitt ekki hjólbarða virði? I UMFERÐAR 1 RÁÐ Akranes Nýja símanúmerið er: 45000 Beinn sími til verkstjóra: 4531 4 PRENTSMIÐJAN (dddda hf. Könnun fer nú fram á þörf á byggingu verkamannabústaða á Akranesi. Eyðublöð liggja nú frammi á bæjar- skrifstofunni, fyrir þá sem eru i húsnæðis- hraki og hafa rétt til kaupa á ibúð i verka- mannabústað, en skilyrðin eru: a. Eiga lögheimili i sveitarfélaginu. b. Eiga ekki ibúð fyrir eða ófullnægjandi ibúð. c. Hafa haft i meðaltekjur s.l. 3 ár kr. 59.520 og kr. 5.260 fyrir hvert barn á fram- færi innan við 16 ára aldur. Byggingarsjóði verkamanna er heimilt að lána allt að 90% af kostnaðarverði og eru þau lán að fullu verðtryggð. Skilafrestur er til 10. ágúst 1981. Stjórn verkamannabústaða, Akranesi Auglýsið í Tímanum Til sölu Landrover diesel árgerð ’77 Ekinn 70 þús. km. Ný dekk. í riijög góðu ásigkomulagi. Uppl. i sima 91-72096. Allur akstur krefst varkárni Ýtum ekki barnavagn áundan okkur við aðstæður sem þessar ||UMFERÐAR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.