Tíminn - 26.07.1981, Síða 26
Af Bubba
og fleirum
■ Heldur var Nútíminn
of fljótur á sér siðasta
sunnudag er við sögðum
frá því að sólóplata
Bubba Morthens hefði
veriðgefin út 17. júlí. Það
reyndist ekki rétt þvi
hennar er ekki að vænta
fyrr en í þessari viku.
Biðin eftir Bubba^hefur
verið með lengsta* móti,
því fyrirhugað var að
gefa plötuna út 17. júní,
en pressugallar komu i
veg fyrir það. Þá var
ákveðið að gefa hana út
17. júli en því miður stóðst
þaö ekki. Eitthvað spila
sjónvarp og sjónvarps-
auglýsingar inn i það
mál. ,,Lengi er von á ein-
um".
■ ,,The Police" eru sam-
kvæmt fréttum nú i
stúdiói að taka upp sína
f jórðu plötu. Vonir standa
til að hún komi út i sept-
ember. Eitthvað er óljóst
með upptökust jórann
þeirra þvi Nigel Gray,
sem var upptökustjóri á
fyrstu þrem plötunum er
ekki lengur i náðinni. Við
sjáum til.
■ Steve Howe, fyrrum felagi Rick Wakeman i
„Yes", er einnig kominn i nýja hljómsveit. Sú heitir
„Asia" og er það sem flokkast undir „supergruppa".
Meðlimir hennar eru engir slordónar, þvi þeir eru auk
Howe, Geoff Downes (úr Yes), John Wetton (var m.a.
i Roxy Music) og Carl Palmer (gettu!).
■ Rickie Lee Jones, sem
naut töluverðra vinsælda
á sínum tíma með lagi
sinu „Chuck E's in love"
er að gefa út nýja plötu,
loksins. Átta iög eru á
plötunni, öll samin af
henni. Platan heitir
,, Pirates".
■ Gítarleikari bresku
hljómsveitarinnar „Live
Wire" Simon Boswell,
hefur sagt skilið við hana
til að sinna öðrum verk-
efnum. Hann er nú i
stúdíói ABBA i Stockholm
að taka upp plötu með
sænsku hljómsveitinni
„Dave And The Mistak-
es". Hmmmmmm.........
■ Stevie Nicka, ein af
„Fleetwood Mac" er að
gefa út sólóplötu. Sú heit-
ir „Bella Donna". Flest
lögin tiu aðtölu eru samin
af Stevie Nicks nema eitt
sem hún samdi ásamt
Tom Petty og syngur
hann dúett með henni i
því lagi. Annar frægur
tónlistarmaður syngur
dúett með henni á plöt-
unni en það er Don Hen-
ley, fyrrum örn (Eagles)
■ Svo virðist sem leik-
listarferill David Bowie
gangi fyrir öllum öðrum
verkefnum hjá honum
þessa dagana. Eftir að
hafa skilað með sóma
sinu hlutverki i banda-
risku útgáfunni af „The
Elephant Man", sem sýnt
var m.a. á Broadway,
hefur honum nú boðist að
ieika stórt hlutverk i sjón-
varpsleikriti sem BBC
hyggst setja upp. Leikrit-
ið ku vera „Baal" eftir
hinn kunna höfund Bert-
olt Brecht. Af þessum
sökum hefur hann hætt
við fyrirhugað hljóm-
leikaferðalag um heim-
inn. „To be or not to
be...."
■ Og þá er það rúsínan i
pylsuendanum. Debby
Harry, söngkona hinnar
geysivinsælu „Blondie"
er búin aö gefa út sóló-
plötu. „KooKoo" heitir
hún og er tekin upp af
Nile Rodgers og Bernard
Edwards úr bandarísku
diskóhljómsveitinni
„Chic". Lögin eru eftir
Debbysjálfa, Chris Stein,
kærasta hennar og þá tvo
„Chic" menn. Umslagið
er hannað af H.R. Giger,
en hann er sá sem gerði
leikmyndina fyrir geim-
hryllinginn „Alien". Ætli
umslagið sé i einhverju
sambandi við innihaldið?
Það á eftir að koma i
Ijós. Sæl að sinni. —M.G.
■ „Humble Pie" hefur
verið endurvakin, sex ár-
um eftir að þeir hættu.
Meðlimireru Steve Marr-
iott, Jerry Shirley (en
þessir tveir eru uppruna-
legir), Bobby Tench og
Anthony Jones. öll viljum
við fá bita af kökunni.
■ Sheena Easton er um
pessar mundir að taka
upp aðra long playing
plötu sína i Bandaríkjun-
um. Ungfrú Easton er
annars að heilla Bond —
aðdáendur upp úr sætum
sinum þvi hún syngur tit-
illag nýjustu Bond-mynd-
arinnar „For Your Eyes
Only". Nema hvað....
■ Rick Wakeman hefur sett saman hljómsveit i til-
efni af nýútkominni plötu sinni „1984". i hljómsveit-
inni eru auk hans, Cori Josias, Tony Fernandez, Tim
Stone og Steve Barnable.
■ Kristinn Svavarsson, saxafón- og appeisinublásari.
■ Skaliapoppið rnyndað.
■ í framsxtinu voru Bjöggi, Ragnar og Haraldur
Ýmsar tiifæringar voru viðhafðar viö kvikmyndunina.