Tíminn - 26.07.1981, Side 30

Tíminn - 26.07.1981, Side 30
30 Sunnudagur 26. júH 1981 Loftskipiö R 34 flaug heilu og höldnu yfir lantshaf áriö 1919. At 9 Bandariski flotinn notaöi um margra ára skeiö loftskip sem Goodyear smlöaöi fyrir hann og meö góöum árangri. — Bretar hanna nú og smíða nýja gerð loftskipa og breskt flugfélag hefur þegar pantað fjögur loftskip til vöruflutninga I Slöustu 40 árin hefur Goodyear veriö nánast eitt um hituna I smiöi loftskipa, fyrst fyrir bandariska flotann en siöan nánast einungis I aug- lýsingaskyni. ■ Hugdetta listamanns: Kjarnorkuknúiö sovéskt loftskip sem ætti aö geta boriö um 300 tonn eöa 1.600 manns ognáö um 240 mflna hraöa. Eiga loftskipin himininn fyrir sér? Það erekkimeira en svo að við trúum því rní á dögum, að lof tskip flugu I eina tið milli fjarlægra heimsalfa meö fjölda fólks innan- borðs og tvö komust meira aö segja á noröurpólinn. Tilsýndar virðast þau svo viökvæm og óraunveruleg aö manni þykir furðu sæta að nokkur skuíi hafa treyst þeim fyrir lifi sinu, og saga gömlu loftskipanna styður raunar þessa skoöun. En hvort sem við trúum þvl eða ekki vinnur flugfélag i Bretlandi enn aö hönnun loftskipa, aö visu meö vöruflutninga i huga fremur en farþegaflutning. Bretar hafa raunar komiö talsvert við sögu loftskipanna, en þegar flaggskip þeirra, R 101 fórst fyrir 50 árum og meö þvi 47 manns sögöu þeir aö mestu skilið við loftskipin, þaö er að segja þangað til nú. Þegar þýska loftskipið Hindenburg fórst siðanyfir Lakehurst I New Jersey sjö árum síðar má segja að loft- skip til farþegaflugs hafi alveg horfiö úr sögunni. Sigurstranglegri kepp- andinn. Hindenburgslysið batt endi á bjartan og fagran draum þvi allt fram undir það höfðu loftskipin verið talin mun sigurstranglegri I samkeppninni við fyrstu kynslóð ir flugvéla um hvor ætti framtíð- ’ina fyrir sér uppi I skýjunum. Flug með loftbelgjum var meira en öldinni eldra en flug á flugvél- um og öllum þorra fólks virtist sem loftskipin hlytu að vera miklu öruggari en flugvélarnar. Við verðum að gæta að þvl að fyrir hálfri öld voru mótorar ekki eins traustirog þeireru nú og eðlilega fannstfólki að loftskipin hlytu að Le Petit Journal VE CHATIMENT DU PIKATE Ao reWf 4 tut l As.jlrt«i» U Zrpptlm * t-lÖ ' <fc>{k. U ÍWJ ■ Ariö 1916 birtist á forsiöu Le Petit Journal mynd af endalokum Zeppelin L 19 sem fórst I Noröur- sjó eftir árás á England. vera öruggari þar sem þau gátu haldistá lofti þótt mótor bilaði en mótorlaus flugvél hlyti að steyp- ast til jarðar. En sá kostur loft- skipanna að vera eins og Utblásin blaðra gerði þau líka að leiksoppi ýmissa náttúruafla eins og storma, vindsveipa, uppstreymis og niðurstreymis að loftþrýst- ingnum ógleymdum. Þróun loftskipanna frá einföld- um loftbelgjum var ekki sfður stöðug barátta við stýrifræðina en að knýja skipin áfram. A 19. öld var fundinn upp ýmis hugvitsam- legur búnaður til að stýra loft- belgjum en enginn dugði almenni- lega, uns Paul Haenlein smlðaði litið loftskip og flaug því yfir Mainz I Þýskalandi árið 1871. Undarlegur brasiliskur uppfinn- ingamaður, Santos Dumont, fann upp og sýndi mörg undarleg loft- skip i siðasta áratug 19. aldar, flaug meðal annars umhverfis Eifelltuminn og komst fyrir vikið á frimerki. Nafn þýska greifans og herfor- ingjans Ferdinands von Zeppelin festist hins vegar við loftskipin sakir góðs árangurs hans við hönnun loftskipa. Loftskipin hans voru ekki aðeins hugvitsamlega hönnuð heldur reyndust þau traustari og einfaldlega betri en öll önnur. Helsti keppinautur Zeppelinskipanna voru einnig þýsk loftskip, Shutte-Lanze-skip- in. Á1 og trébrynjur. 1 stað þess að treysta alveg á gasþrýstinginn og láta hann ráða lögun loftskipanna voru Zeppelin- skipin klædd álbrynju og Shutte- Lanze-skipin trébrynju. 1 heims- styrjöldinni fyrri komst þróun loftskipanna á hraðskrið og hundruð Zeppel inskipa höfðu verið byggð er striðinu lauk. 1 striðinu urðu þau helst kunn fyrir loftárásarferðir sinar til breskra hafnarborga. Þungar vélardrun- urnar og skugginn uppi i skýjun- um höfðu raunar miklu meiri og geigvænlegri áhrif á ibUa bæj - anna en sprengjurnar sem loft- skipin sendu niður og jafnvel meiri en Gothasprengjurnar sem komu til sögunnar undir lok striðsins. Bandamenn reyndu af fremsta megni að ná Þjóðverjum i hönnun loftskipa og notuðu i fyrstu stolnar teikningar af Shutte- Lanzeskipum, sem smyglað hafði verið Ut Ur Þýskalandi af njósnur- um bandamanna, en slðar gaf miklu betri raun að endurbyggja þýsk loftskip sem náðst höfðu heilleg og smiða eftirlíkingar þeirra. Fyrsta skikkanlega breska loft- skipið, R 33, var nákvæm eftirlik- ing af Zeppelin L 33, sem lenti óskemmt i Essex. í strlðslok skiptu bandamenn með sér þeim loftskipum Þjóðverja sem fundust heil i Þýskalandi og framtiðin virtist blasa við björt og fögur með friðsamlegri Jx-óun loftskip- anna tilýmislegra nota. En annað varð uppi á teningunum. I jUli árið 1919 flaug systurskip R 33, R 34, yfir Atlant shaf heilu og höldnu, en aðeins tveimur árum siðarbrotlentiR38 i Humberá um það leyti er átti að selja það Bandarikjamönnum, og með þvi fórust ýmsir helstu hönnuðir og frumkvöölar breskrar loftskipa- smiði. Frekari loftskipasmlði var þá frestað i' Bretlandi um sinn. Aukinn áhugi Undir lok þriðja áratugar 20. I Ariö 1937 kviknaöi I þýska loftskipinu Hindenburg er þaö var aö koma til lendingar I New Jersey iBandarikjunum. 35 manns fórust.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.