Tíminn - 26.07.1981, Qupperneq 31

Tíminn - 26.07.1981, Qupperneq 31
Sunnudagur 26. júli 1981 31 ■ Fyrir 50 árum lagði R 101 upp i Indlandssiglingu sina sem lauk þó á hinn hörmulegasta hátt I Norður- Frakklandi. aldar var vaxandi áhugi á loft- skipum og þa ekki sist sakir hinnar frægu farar loftskipsins Norge yfir Norður-tshaf og norðurpólinn til Alaska. Italinn Umberto Nobile smiðaði þetta loftskip og honum tókst siðan að fá stjórn Mussolinis i ttaliu til að styrkja sig til smiði stærra skips er hlaut nafnið Italia. I býska- landi hafði hinn rdmlega 200 metra langi Graf Zeppelin verið smiðaður og settur á loft. Banda- rikjamenn höfðu hannað tvö risa- stór loftskip fyrir sjóherinn. 1 Bretlandi var jafnvel hafin smiði tveggja stórra íoftskipa. Þau voru nákvæmlega einsiöllum atriðum, en annað var byggt á vegum einkaaðila en hitt á vegum rikis- ins. Allt gekk samkvæmt óskum með R 100, loftskipið sem smiðað var af einkaaðilum, og það fór i reynsluflug sitt i desember árið 1929 og síðan mörg smærri reynsluflug. Engin alvarleg slys urðu þóttávallt þyrfti að vera að dytta að einhverju á jörðu niðri. t ágiíst 1930 fór R 100 i mikla sigur- för til Kanada með 44 manns um borð og sneri aftur eftir nokkra daga með marga aukafarþega meðferðis, aðallega blaðamenn. Um svipað leyti var verið að reyna rikisloftskipið, R 101. Bæði skipin höfðu aðstöðu i Cardington i Bedfordshire og aðeins annað þeirra gat notað losunarmastrið i einu. GeorgeMeager, fyrstistýri- maður á R 100 fór i nokkrar ferðir fyrir félaga sinn á R 101 og veitti þvi þá athygli að það var mun óstöðugra en hans eigið skip og jafnvel eftir örstuttar ferðir þurfti að losa það við mikla slagsiðu meö þvi að flytja til heilu tonnin af eldsneyti og vörum. Síðar skrifaöi hann: „Þetta hefði átt að sannfæra valdamenn um að eitthvað væri ekki eins og það ættiað vera. Þvi miður held ég að þeir hafi haft svo mikið dálæti á skipinu að ekki hafi hvarflað að þeim að nokkuð gæti verið að þvi”. Slvsasaga. Sigurför R 101 átti aö verða Ind- landssigling og þar var pólitikin komin til skjalanna svo ekki varð nokkru viti komið lengur við nokkurn mann. Verkamanna- fldcksstjórn Ramsay Macdonalds var mikið i mun að syna fram á, að R 101 væri enginn eftirbátur systur sinnar, R 100 og i öðru lagi mundi hróður Bretlands vaxa mikið erlendis eftir velheppnaða Indlandssiglingu. Flugmálaráðherrann, Thomson lávarður, sem átti að fara með i Indlandsferðina, rak mjög á eftir að lagt yrði af stað, þótt loftskipið væri langt i frá tilbúið i þessa langferð. Orlögin höguðu þvi lika svo til að hann var einn af þeim 47 sem fórust við Beauvais. Eftir að R 101 hafði sungið sitt siðasta yfir Frakklandi á svo sorglegan hátt vár systurskipiö R 100 brotið i smátt án þess að það flygi nokkurn tima framar. ttalir sneru einnig bakinu við loft- skipum eftir að loftskip Nobiles, Italia, brotlenti i Norður-íshafi eftir loftsiglingu á norðurpólinn. Bæði bandarisku risaskipin, Akron og Macon, brotlentu á sjó. Aðeins Graf Zeppelin hélt sinu striki og sannaði þrátt fyrir alltað loftskip gat flogið slysalaust. Það fór umhverfis jörðina árið 1929 og var lengi upp frá þvi i reglulegu flugi milli Þýskalands og Suður- Ameriku og flutti póstog allt að 16 farþegum i hverri för. Á Zeppelinsafninu i Friedric- hafen, þar sem það var byggt, má enn sjá hiísiö af Graf Zeppelin með öllum si'num skrautbúnaði og geysistórum útsýnisgluggunum. Borð eru lögð með silfurbúnaði, gleri og ki'nversku postulini. Mat- seðillinn var eftir Louis Sherry, frægan veitingamenn frá New York, og allt annað var sniðið eftir fyllstu kröfum. Graf Zeppe- lin var loksins lagt árið 1938, en það hafði þá flogið meira en millj- ón sjömilurog flutt 13.000 farþega án nokkurs óhapps. Hindenburg Graf Zeppelin var einstakt i sinni röð. Af tveimur arftökum þess hefur Hindenburg orðið frægara, enda endaði það sögu sina mjög skyndilega og á áhrifa- rikan hátt, sem var lýst i útvarpi yfir öll Bandarikin og hefur sú fréttalýsing verið margleikin af plötum siðan. Þrjátiu og fimm manns fórust er Hindenburg fuðr- aði upp í lendingu. Margar kenn- ingar hafa komið fram um að unnið hafi verið skemmdarverk á loftskipinu, en hvað sem olli er næsta vist að i skipinu kviknaði út frá rafmagni. Þá hefði aldrei farið eins illa hefði loftskipið verið blásið upp meö óeldfimu heliumi i stað vetnis, en Bandarikjamenn réðu á þessum tima yfir helium- birgöum heimsins og vildu ekki leggja Þýskalandi nasismans til af birgðum sinum. Helium er auk þess þyngra en vetnið og helium- blásinn Hindenburg hefði þurft að hanna frá grunni meö þá stað- reynd i' huga. Systurskip Hindenburgs, Graf Zeppelin II, flaug aöeins nokkrar reynsluferðir áður en hann var settur til hliðar i upphafi heims- styrjaldarinnar siðari. Þar meö virtist saga loftskipanna öll um leið og þróun flugvéla tók mikinn fjörkipp. Þau voru þó ekki með öllu horfin af sjónarsviðinu þótt fæstum væri kunnugt um notkun bandariska flotans á litlum loft- draga kjarkinn úr þeim Munk og Wood, að flugfélagið Redcoat Cargo Airlines hefur pantað hjá Airship Industries fjögur 62 tonna loftskip. Flugfélagið, sem sér- hæfir sig i vöruflutningum, hefur til þessa notað vöruflutningavélar af gerðinni CL-44, Stjórnendur þess segjast nú hafa reiknað dæmið fram og til baka og komist að þeirri niðurstöðu að betur borgi sig að biða eftir loftskipum en að endurnýja núverandi flug- kost félagsins. Meginástæðan er að sjálfsögðu sihækkandi elds- neytisverö, sem hefur margfald- ast siðan árið 1973 og virðist enn munu halda áfram að hækka. Vöruf lutningavél ar eyða tonnum og aftur tonnum af oliu á þvi einu að koma sér i loftið. Hraði þeirra nýtist heldur ekki svo sem æskilegt væri sakir tafa i loftinu af völdum umferðar og þá ekki siður við flugvelli, þegar komið er til lendingar eða beðið eftir heimild til flugtaks. Loftskipin eiga að geta borið sama þunga og magn og breið- þotur nútimans með tilstyrk tveggja tiltölulega neyslugrannra túrbómótora. Þau hafa og þann kostað geta athafnað sig á fremur litlu svæði, eins og þyrlur og ættu nánast að gela sótt farm sinn að verksmiðjuvegg og skilaö honum á bi'lastæði verslana ef þvi væri að skipta. Traustir bele[ir Plastiðnaðurinn hefur leitt til þess að ólikt traustara efni er nú að hafa I belgi loftskipanna og tækniþróun hefur fætt af sér alls kyns styri- og mælingartæki til að fylgjast með ástandi andrúms- loftsins og til að bregðast sjálf- virkt við áhrifum loftþrýstings og loftstrauma, en einhverjir helstu vankantar gömlu loftskipanna voru lélegir stýrieiginleikar þeirra. Flugmálayfirvöld vinna nú að samningu öryggisákvæða fyrir nýja kynslóð loftskipa með þaö i huga að geta veitt loftferöar- heimild fyrir þessi nýju farar- tæki. Þau munu að sögn Millars verða búinálika fullkomnum loft- siglingatækjum og Boeing 747 og hann bendir einnig á að ein al- gengasta orsök brotlendinga loft- skipa hér áður fyrr hafi verið sú að þau hafi borist langt af réttri leið. Þaö þarf þó ærna fifldirfsku til að fara að spá endurkomu loft- skipanna og komandi gullöld þeirra. Slikar spár hafa allar brugðist fram til þessa. En þegar tillit er tekiö til orkukreppunnar i heiminum og hins að loftskipin geta hagnýtt sér fullkomlega tækniþróun siðustu áratuga er sjálfsagt full ástæða til að gera enn eina tilraun. Gleymum ekki að Japanirgera nú alvarlegar til- raunir með „seglskip” til vöru- flutninga. Þýttog endursagt/KEJ skipum sem Goodyear hjólbarða- fyrirtækið gerði fyrir hann. Good- yearskipin voru notuð til löggæslu við Kyrrahafsströndina og til fylgdar stórum skipalestum og reyndust mjög veltil þeirra hluta. Flotinn notaði þessi loftskip fram á sjöunda áratuginn. Goodyear hefur eftir sem áður haldið áfram að framleiða loftskip sin, en að- eins i smáum stil og nær einungis i auglýsingaskyni. Áhugamennska Áhugamenn sáu einnig til þess að smiði loftskipa lagðist ekkí alveg af. Ventry lávarður var meðal kunnustu áhugamannanna og smiðaði loftskipið Bourne- mouth á sjötta áratugnum. Vis- indamaðurinn Anthony Smith smiðaði litla loftskipið Santos Du- monl og flaug þvi fyrir framan kvikmyndavélarnar, en mátti svo horfa á skipið sitt brotlenda undir stjórn annars flugmanns. Fyrir aðeins ári siðan skráðu kvikmyndavélarnar samvisku- samlega annan þátt úr sögu loft- skipanna sem eins og svo margir aðrirvirtist ætla að enda með tár- um, vonbrigðum og uppgjöf. Tveir breskir verkfræðingar, John Wood og Roger Munk höföu safnað nægum peningum tii að smiða litið loftskip, mjög vandað að gerð en ekki þó að sama skapi traust, og hafði það reynst mjög vel i nokkrum reynsluferðum. Þegar það lenti siðan I stormi skemmdist það illa og þessum þætti loftskipasögunnar lyktaði með yfirlýsingu um að Munk og Wood hygöust flytjast til Kanada. Sögulokin urðu þó önnur, þvi þeir létu raunar aldrei verða af þvi að flytjast til Kanada. Þeir stjórna nú nýrri deild i fyrir- tækinu Airskip Industries, ráöa þar yfir 35 manna starfsliði og njóta fjárstuðnings frá evrópsk- um flutningafyrirtækjum. Deildin sem þeir stjórna vinnur aö hönnun og smiði mjög fullkom- inna loftskipa til ýmissa flutninga og rannsóknastarfsemi. Stærstu skipin eiga að geta borið 25 tonn. Aukið örvggi Hvað öryggi þessara nýju loft- skipa varðar, segir Andrew Millar, framkvæmdastjóri Air- ship Industries, „eru þau jafnólik og betri en R 101 og öryggi Con- corde er meira en Vimy einhreyf- ilsvélarinnar frá fyrra striði”. 011 loftskipin eru hönnuð fyrir helium og eldhættan þvi ólikt minni en þegar loftskip voru blás- in upp meö vetni. Hreyflar þeirra eru varðireða lokaöir og hannaðir af Munk og Wood og hafa eigin- leika Harrier-orustuþotunnar bresku. Þaö þýðir að þeim má snúa á öxli og nota þá til að stjórna skipunum i flugtaki eða lendingu á öruggari hátt en áður hefur þekkst. Þaö ætti ekki að verða til að ■ Munk og Wood vinna nú að hönnun 62 tonna vöruflutningaloftskipa fyrir breska flugfélagiö Redcoat. Þeir starfa á vegum Airship Industries i Bretlandi og hafa þegar hannað nokkrar minni geröir loft- skipa til ýmissa nota. ® AD-500 var hannað og smiðað á tveimur siðustu árum af bresku verkfræðingunum John Wood og Roger Munk en skemmdist i stormi. ® Zeppelin greifi var einhver helsti frumkvöðull loftskipasmiði i Þýskalandi. Hann andaðist árið 1917.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.