Tíminn - 26.07.1981, Síða 32

Tíminn - 26.07.1981, Síða 32
V > Frank Giese, fyrrverandi prófessor við rikisháskólann i Portland, Oregon i Bandarikjun- um, var dreginn fyrir dómstóla og ákærður fyrir að vera viðrið- inn sprengjutilræði. Sprengd hafði verið sprengja við ráðning- arskrifstofur hersins i Portland árið 1973. Og hvað með það? Jú, mörgum þóttu sönnunargögnin sem sak- sóknarinn lagði fram heldur mög- ur. Það var bók sem hét „Hreyf- ingin til byltingar" og var saga „nýju vinstri hreyfingarinnar" i Bandarikjunum. Saksóknari benti á að fingraför Gieses hefðu fundist i þessari bók og sérstak- lega væru þau mörg á þeim blað- siðum sem fjalla um ofbeldi i pólitiskum tilgangi. Á grundvelli þessa dæmdi kvið- dómurinn i málinu Giese sekan um samsæri. Hann áfrýjaði mál- inu en tveir dómarar við áfrýjun- arréttinn i San Francisco komust að þeirri niðurstöðu að bókin væri sannarlega mikilvægt sönnunar- gagn og þvi væri Giese sekur. Verjandi Gieses, Shirley Huf- stedler, sagði um þessa dómsnið- urstöðu: „Jafnvel þegar Mc- Carthy-galdrafárið stóð sem hæst datt engum i hug að sakíella menn fyrir svona_ nokkuð...” Frá og með árinu 1970 og til og með ársins 1978 skaut lögreglan i Filadelíiu i Bandarikjunum 299 manneskjur „ólöglega", að þvi er könnun sem samtök nokkur i borginni létu gera. Þessar 299 manneskjur voru meira en helm- ingur af þeim 469 sem lögreglan skaut alls. Með orðinu „ólöglega” er átt við að þeir sem skotnir voru voru ekki að fremja árásir eða glæpi þar sem beitt var ofbeldi, nema þá i mjög litlum mæli. Heldur ekki var um að ræða menn sem ógnuðulögreglumönnum við störf þeirra. 99 voru skotnir án þess að hafa aðhafst nokkuð glæpsam- legt, aörir 99 voru að fremja smá- hnupl eða aðra litilmótlega glæpi. Þrátt fyrir þessar tölur hefur 'borgarstjórinn i Filadelfiu, Frank L. Rizzo, en hann var áður lög- reglustjóri borgarinnar, haldið þvi fram opinberlega að lögregla borgarinnar hafi aldrei gert sig seka um óþarft ofbeldi... Dennis Soyster var fram- kvæmdastjóri við lánastofnun i Bandarikjunum þegar honum var tjáð af læknum að hann gengi með mjög sjaldgæfan en alltaf ólæknandi sjUkdóm. Sögðu lækn- arnirað hann ætti i hæsta lagi eilt ár eftir ólifað. Soyster tók þessum fréttum furðanlega vel og hann ákvaö að njóta þessa eina árs eins vel og kosturværi. Hann var hins vegar ekki mjög fjáður maður og stai þvi 29 þUsund dollurum frá fyrir- tæki sinu til að kosta hið ljUfa lif siðasta ár sitt. Gekk það vonum framar en nU liöur og biður og ekki deyr Soyster. Hann hélt þvi aftur á fund læknanna. Eftir að hafa rannsakað hann nákvæmlega i annað sinn komast læknarnir að þeirri niðurstöðu að þeim hafiorðiöá mistök. Það sem þeim þótti benda til hins hættu- lega sjukdóms sem þeir álitu að Soyster væri haldinn var ekki annað en ofnæmi fyrir gúmmi- hönskum læknanna er þeir notuðu þegar Soyster var skorinn upp við öðrum kvilla. Soyster varpaði öndinni léttar en nU blasti við honum annað mál: lögreglan hafði sem sé komist aö þvi að hann hefði stolið fénu frá fyrir- tækinu. Hann var ákærður íyrir þjófn- aðinn en i ljósi þess hvernig Soyster áleit að komið væri fyrir sér var dómurinn vægur. Hann var dæmdur i skilorðsbundna fangelsisvist og skikkaður til að endurgreiða 500 dollara á hverju ári. Hann hefur nU fengiö nýtt starf og er framkvæmdastjóri hjá lánafyrirtæki! ■ John McNutt er svinaræktandi i Iowa City i Iowa og hann á sér sérstakt áhugamál: Þaö hvernig svinin bregðast við tónlist. I mörg ár hefur McNutt spilað hina fegurstu tónlist fyrir grisina sina og hefur hann komist að eftirfarandi niðurstöðum: Klassisk tónlist: Svinin eru róleg og þrifast mjög vel. Rdck: Svínin eru óróleg. Öpera: Svinin reyna að sleppa UtUr stiu sinni.. ■ Við réttarhöld hefur hingað til þótt nauðsynlegt að hafa lögfræð- imenntun. Þó kemur það alltaf fyrir öðru hverju að þeir sem ákærðir eru uin einhvern glæp gera tilraun lil þess að verja sig sjálfir og gengur stundum bæri- lega. Það fór þó ekki vel íyrir Marshall Cummings nokkrum sem varði sjálfan sig fyrir ákærum um að hafa stoliö kven- mannsveski. Vörn hans fór svo sem nógu vel af stað en versna fór i þvi þegar konan sem orðið hafði fyrir árás- inni steig i vitnastUkuna. Þá spurði ^Cummings: „Sástu vel framanf mig þegar ég rændi tösk- unni þinni”? Hann var strax dæmdur i tiu ára fangelsi. Söguhetjan i þessari klausu er ónefnd, það er nefnilega ekki vitað hver hUn var. Þó er talið vist að um hafi verið að ræða veðurathugunarmann sem aðseturhafði i eyöilegri verðurat- hugunarstöð i hrjóstrugum héruðum Norður-Kanada. Þar dveljast menn i tvö ár i einu og þessum hefur vist leiðst allmjög, alla vega þar til hann fann sér áhugamál. Á staðnum var gömul jarðýta og maðurinn tók til óspilltra málanna. Á tveimur árum djöflaðist hann á ýtunni sinni, ruddi mörgum tonnum af stórgrýti, jarðvegi og ishellum fram og aftur. Þegar hann linnti látunum voru fjórir risastórir bökstafir orðnir hluti landslags- ins þarna i héraðinu. Bókstafirnir voru „F”, „U”, „C” og „K” en saman mynda þeir orð sem þykir heldur dónalegti enskri tungu. Og þetta orð er enn á sinum staö, ein- hvers staðar fyrir noröan Hudson Bay. Það sést Ur flugvélum sem fljUga i allt að 27 þUsund feta hæð en einhverra hluta vegna benda flugstjórar farþegum sinum sjaldan á það... Sumir halda aö SAAB sé dýr.Útlitið, tækni- leg fullkomnun, og strangar öryggiskröfur gera SAABINN að „klassabíl", sem hlýtur þá að vera dýr. - En er svo í raun? Vissulega eru 146.500 krónur talsvert fé. En við hvað er miðað, og hvað færðu fyrir það? Það skiptir öllu máli. Berðu saman verð og gæði bíla, komdu í Bíldshöfða 16 og sjáðu og finndu hvað þú færð fyrir 146.500 krónur. Prófaðu SAABINN — og þú verður ekki samur maður eftir. TÖGGURHR UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 900 CLS á kr.146500.- Vissir þú um þetta verö?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.