Tíminn - 16.09.1981, Qupperneq 6

Tíminn - 16.09.1981, Qupperneq 6
Peysur á 20.000 rúss- neska krakka EGILSSTAÐIR: Hjá prjóna- stofunni Dyngju kveður heldur betur við annan tón en viða i ullariðnaðinum. En þar er nú sögð tilfinnanleg vöntun á starfsfólki i viöbót við þá 26 er starfa hjá prjónastofunni. 1 Dyngju er nú unnið aö kappi við framleiöslu á barna- peysum upp i samning við Rússa er hljóðar upp á 20 þús. flikur. Byrjað var á þessari framleiðslu i april s.l. og búiö er að afgreiða þriðjunginn af samningnum, en afgreiðslu á að vera lokið i nóvemberlok. Auk þessa er unnið að fram- leiðslu á jökkum og slám fyrir markaö i V-Evrópu og Banda- rikjunum. Auk framleiöslu tilbúins fatnaðar framleiðir Dyngja prjónavoð til sölu til annarra saumastofa og er sauma- stofan Prýði á Húsavik stærsti viðskiptavinurinn. Þær prjónastofur hafa hins vegar átt i erfiðleikum vegna gjald- miðilsþróunar undanfarinna mánaða, þar sem markaður þeirra er i V-Evrópu. Ný steypustöð BOLUNGARVÍK: Bæjar- stjórn Bolungarvikur sam- þykkti i sumar að veita örnólfi Guðmundssyni, bæjarábyrgð fyrir láni frá Iðnlánasjóði til kaupa á grjótmulningsvéla- samstæðu og steypustöð. Að sögn bæjarstjórans, Guð- muðmundar Kristjánssonar var áður starfrækt grjót- mulningsstöð i Bolungarvik, en hún var siðan seld til ísa- fjarðar fyrir nokkrum árum. Bolvikingar hafa siðan orðið að fá sina steypu frá steypustöðinni á Isafirði, en þaðan eru um 15 kilómetra keyrsla til Bolungarvikur. Munu Bolvikingar þvi fagna þessu framtaki örnólfs. —HEI Félagsstarf aldradra tvisvar f viku Bolungarvik: Félagsmála- ráð Bolungarvikur auglýsti i sumar eftir umsjónarmanni með félagsmálastarfi aldr- aöra og öryrkja i Bolungarvik, og hefur nú ráðiö Kristinu Bjarnadóttur til starfans. Aö sögn bæjarstjórans Guð- mundar Kristjánssonar hefur um nokkurn tima verið rekið „opið hús” fyrir aldraða, þ.e. einskonar skemmtisamkomur hálfs mánaöar lega. Nú sé hins vegar verið að fara af stað með félagsstarf i öðru formi. Gert sé ráð fyrir aö aldrað fólk og öryrkjar geti komið saman tvo eftirmið- daga i viku til að byrja með. Þá sé ekki gert ráð fyrir neinni skipulagðri dagskrá, heldur geri fólk það sem það helst kýs. Þetta félagsstarf sagði hann fara fram i Félagsheimili Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvikur. Þar sem þetta sé nýmæli og alveg að fara af stað, sé ekki komið i ljós hvort margir hafi áhuga fyrir þessu starfi. En öllum ibúum 65 ára og eldri mun sent dreifibréf til kynningar á þessari nýju starfsemi. —HEI Trillukarlar fengid allt að 2 tonn á dag Borgarfjörður-eystri: Trillu- bátar á Borgarfirði hafa aflað mjög vel i sumar. En samtals munu þeir hafa lagt upp i frystihúsiö um 360 tn. á tfma- bilinu 1. júni til 6. ágúst. Munu dæmi um að einn maður á bát hafi fengiö allt að 2 tonn yfir daeinn. Um 85tonnum af togarafiski hafði verið ekið til Borgar- fjarðar til vinnslu i byrjun ágústmánaðar. Um það leyti höfðu verið frystir þar um 5.140 kassar af fiski frá áramótum, sem er nærri eins mikið og allt árið i fyrra. Með nýrri flökunar- og roð- dráttarvél hefur tvennt unnist. Annarsvegar betri nýting á fiskinum, sem að sjálfsögðu er mikilvægt fyrir afkomuna. En auk þess er nú hægt að flaka stærri fisk, m.a. i svokölluð saltflök, en um 30 tonn hafa verið unnin af þeim i ár. Gamla síldarbræðslan í gagnið á ný BORGAR- FJÖRÐUR EYSTRl Nú stnada vonir til að hin gömlu mannvirki sildarbræðslunnar á Borgarfirði-eystra, sem staðið hafa litt notuð árum saman, komist i gagniö á nýjan leik og þjóni mikilvægu hlutverki á næstu sildarvertið. En K.H.B. keypti hana fyrir nokkrum árum. 1 tengslum viö sildarsöltun i haust er ætlunin að vinna meltu úr slldarúrganginum og nýta til þess tanka sildar- bræöslunnar. Auk þess er ætlunin að nota húsnæði bræðslunnar sem lagerhús- næði fyrir sildina. Söltun mun fara fram i húsnæöi er söltunarstöðin Borg átti. Einungis samið um sölu á 500 tonnum af frystum fiskflökum til Sovétríkjanna: ;TSalan þó tvöfaldast á tveimur árum” — segir Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SÍS, en hann tók þátt f samningaviðræðunum við Sovétmenn ■ Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar SIS, átti sæti i viðskipta- nefndinni, sem kom heim frá Moskvu nif um helgina. Eins og komið hefur fram f fréttum tókst ekki að selja Sovétmönnum nema 500 tonn af frystum fiskflökum og er þar að vanda um að ræða sam- eiginlegan samning SH og Sjávarafurðadeildar. Blaðamaður Timans hitti Sig- urð að máli til þess að fræðast af honum um freöfiskviöskiptin við Sovétrfkin. Viö spurðum Sigurð fyrst, hvort þetta litla viðbótar- magn væri ekki allsendis ófull- nægjandi. „Þegar þetta mál er skoðað”, sagði Sigurður, „ber að hafa i huga að sala á freðfiskflökum til Sovétríkjanna hefur þó nærri tvö- faldast á s.l. tveimur árum. Til afgreiðslu á árinu 1980 var samið um 17 þús. tonn, en 5.5 þús. tonn þar af voru gegn samningi, sem gerður var haustið 1979. Aðal- samningur fyrir yfirstandandi ár var geröur i desember s.l. og náði yfir 14 þús. tonn af flökum sem nú er lokið við að afgreiða. Til samanburöar má geta þess, að næstu f jögur á rin á undan, 1976 til 1979, var flakasala til Sovét- rikjanna að meðaltali 8.3 þús. tonn á ári, minnst árið 1978, eða 6.8 þús. tonn, en mest árið 1977, eða 9.5 þús. tonn.” — Eru þetta einu freöfiskvið- skiptin viö Sovétrikin? „Nei, til viðbótar flökunum höf- um við einnig selt Sovétmönnum heilfrystan fisk. Samningur þessa árs gerir ráð fyrir 4 þús. tonnum, i fyrra var samið um 3 þús. tonn, en árlegt meðaltal næstu fjögurra ára þar á undan var 3.5 þús. tonn.” — Hver er uppistaðan i flaka- sölunni? „1 ár viröast mér hlutföllin þannig, að 75-80% af flökunum séu karfaflök, 10-20% grálúðu- flök,en afgangurinn ýmsar aðrar tegundir. Þetta er nokkru hærra hlutfall af karfa, en minna af grá- lúðu, en næstu árin á undan. Það má segja, að þessi hagstæða markaðsþróun — nær tvöföldun flakasölunnar s.l. tvö ár — hafi fallið mjög vel saman við stór- auknar karfaveiðar tslendinga sjálfra.” — Er þá allt i' óvissu um frekari freðfiskviöskipti viö Sovétrikin? „Það held ég sé ekki rétt að segja. Gildandi rammasamn- ingur milli rikjanna gerir ráð fyrirárlegum freðfiskviðskiptum ernemifrá 14þús. til 17 þús. tonn- um af flökum og 4 þús. til 7 þús. tonnum af heilfrystum fiski. NU hefur verið talaö um, að gengið verði til samninga um viö- skipti ársins 1982 um mánaða- mótin nóvember/desember n.k. og ættu þvi mál þessi öll að skýr- ast eftir rUma tvo mánuði. Magnákvæði rammasamnings eru að visu ekki bindandi, fremur leiðbeinandi og á þetta að sjálf- sögðu við um báða aðila. Sovét- menn hafa látið okkur á sér skilja að þeirhyggiá freðfiskviöskiptiá næsta ári, er séu a.m.k. ekki minni en viðskipti yfirstandandi árs. Þvi ber hins vegar ekki að leyna, að það voru okkur von- brigði að ekki skyldu nást við- bótarsamningar nU um nokkur þúsund tonn af flökum til af- greiðslu á siðustu mánuöum þessa árs. Birgðastaöan útheimti iraun að slikir samningar næðust og það er alveg ljóst, aö staðan kemur til með að verða mjög erfið, þangað til hægt verður að hefja afskipanir upp i samning ársins 1982.” — Hvað er að segja um aöra karfamarkaði en Sovétrikin? „1 Bandarikjunum er oft góður markaður fyrir karfaflök, en nokkuð árstiðabundinn. Á þessu ári höfum við meira en tvöfaldað framleiðslu okkar á karfapakkn- ingum fyrir þann markað. Til ágústloka i ár var hlutdeild Bandarikjapakkninga 35% af allri okkar karfafrystingu, en á sama tima árið áður var þetta hlutfall aðeins 20%. Meö þvi' að hafa betra skipulag á framleiðslu upp i samning við Sovétmenn má vafalaust auka enn hlutdeild Bandarikjamark- aðar i heildarframleiðslunni.” — í sömu vikunni og þið freð- fiskmenn semjið um 500 tonn af flökum, gerir Sildarútvegsnefnd (SON) samning um 50 þús. tunn- ur, eða 5 þús. tonn af saltsild. Er saltsildin að ryðja freðfiskinum til hliðar á sovéska markaðnum? „Þvi fer viðs fjarri. Sannleikur- inn er sá, að Sovétmenn hafa stórlega aukið kaup sin á báðum þessum vörutegundum á s.l. tveimur árum. Ég vil lýsa sér- stakri ánægju minni yfir þvi, hversu vel rættist Ur með sölu á saltsild tU Sovétrikjanna i ár. Þeirsem framleiða saltsild eru i mörgum tilfellum sömu fram- leiðendur og þeir sem framleiða freðfiskinn fyrir okkur. Þarna fara þvi saman hagsmunirnir. Þess má lika geta, að margir af þessum framleiðendum eru einnig viðriðnir sildarfrystingu. Þegar vel rætist úr með sölu á saltsild dregur það að sjálfsögðu úrhættunni á þvi, að þröngt verði fyrir dyrum á freösildarmörkuð- unum. Enúr þviminnsterá litið magn af freðfiski og mikið magn af salt- sild, ber að geta þess, að samn- ingar Sildarútvegsnefndar um af- urðir haustvertiöar 1981 taka i ■ Sigurður Markússon, fram kvæmdastjóri. rauninni við viðskipta ársins 1982 samkvæmt túlkun Sovétmanna á rammasamningi um viðskipti milli rikjanna. Samningar SÚN um alls 150 þús. tunnur af saltsild eru þvi samkv. skilningi Sovétmanna, sambærilegir við samninga þá um freðfiskafgreiöslur á næsta ári, sem væntanlega verður gengið til i lok nóvember eða byrjun desember n.k.”. — Hvað viltu segja um freðfisk- viðskiptin almennt við Sovétrik- in? „Þærspár, sem uppi voru fyrir nokkrum árum, að draga mundi verulega Ur þessum viðskiptum, hafa sem betur fer ekki ræst. Þvert á móti hafa viöskiptin eflst mjög hin siöustu ár, eins og ég hef þegar bent á. Morgunblaðið lét að þvi liggja i leiöara hér um árið, að ekki væri mikil framtið i að selja Sovét- mönnum fisk, þar sem þeir væru sjálfirmesta fiskveiðiþjóö heims. Samkvæmt kenningu Morgun- blaðsins ætti ekki að vera eftir- sóknarvert aö selja Bandarikja- mönnum bifreiöar, af þvi að þeir eru sjálfir mestir bilasmiðir 1 heiminum. Það fer ekki fram hjá neinum, sem leggur leið sina til Moskvu i viðskiptaerindum, að vestrænar þjóðir, með Frakka og Vestur- Þjóðverja i broddi fylkingar, leggja mikla rækt viö viðskipta- tengslin við Sovétrikin. Ég tel það með öllu fráleitt, að við Islend- ingar höfum ráð á að sniðganga þennan markaö. Við munum á næstu árum fá stórlega aukið magn af sjávarafla til vinnslu og þá rfður á miklu fyrir framleið- endur, að allir markaðsmögu- leikar, hvar sem er i heiminum, séu nýttir til hins itrasta”, sagði Siguröur Markússon. —Kás

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.