Tíminn - 16.09.1981, Blaðsíða 19
Miövikudagur 16. september 1981
fréttirMs^S
Bifreið
hvolfdi
ofan
í skurð
■^Bifreið stórskemmdist er hún
valt við bæinn Neðri Rauðalæk,
Þelamörk, Eyjafjarðarsýslu.
Þrir menn voru i bifreiðinni
þegar óhappið átti sér stað, en
engan sakaði.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri, vildi óhappið til með þeim
hætti að ökumaðurinn missti
stjórn á bifreiðinni i lausamöl,
með þeim afleiðingum að henni
hvolfdi ofan i skurð.
Sem fyrr segir stórskemmdist
bifreiðin, sem er nýleg. —Sjó.
Tvö börn
á slysa-
deild
• Tvö börn voru flutt á slysa
deild eftir umferðaróhöpp, siö-
degis i gær. Ekið var á hjólandi
dreng i Sörlaskjóli og gangandi
barn varðfyrir bil til móts við hús
númer 16 við Austurberg.
Lögreglan i Reykjavik vissi
ekki hversu alvarlega börnin
voru slösuð þegar Timinn talaði
við hana um kvöldmatarleytið.
—Sjó.
23
Vil selja
eitt par af ársgöml-
um, nær ónotuðum,
gaddakeðjum 11x28
fyrir dráttarvélar.
Verð kr. 4.000.- Að-
eins staðgreiðsla
kemur til greina.
Upplýsingar gefur
Arnór i sima 97-4312.
Réttir haustið 1981
Réttir
Auðkúlurétt iSvinadal, A.-Hún.....
Arnarhólsrétt i Helgafellssveit, Snæf.,
Fellsendarétt i Miðdölum, Dalasýslu
Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvik/I
Gillastaöarétt i Laxárdal, Dal....
Hafravatnsrétt i Mosfellssveit, Kjós .
Dagsetningar
föstud. 18- og
19. sept.
22. sept.
mánudagur 21. »»
> • ■ sunnudagur 20
20.
■ mánudagur 21.
• ••• fimmtudagur 17. **
■ •■• mánudagur 21. 99
•■•• fimmtudagur 17.
.... mánudagur 21 * »
.... sunnudagur 20 • •
20. * *
þriðjudagur 22.
Kirkjufellsrétt i Haukadal, Dal......
Kjósarrétt i Kjós, Kjósarsýslu.......
Klausturhólarétt i Grimsnesi, Arn.......
Kollafjarðarrétt i Kjalarneshr., Kjós...
Landrétti Landmannahr., Rang............
Langholtsrétt i Miklaholtshreppi, Snæf....
Laugarvatnsrétt í Laugardal, Arn........
Mælifellsrétt i Lýtingsstaöahr., Skag...
Nesjavallarétt i Grafningi, Arn.........
Oddstaöarétt i Lundarreykjadal, Borg. ...
Rauösgilsrétt I Hálsasveit, Borg........
Reyðarvatnsrétt, Rangárvallahr. Rang...
Reynistaðarétt iStaöarhrepp, Skag.......
Selflatarétt i Grafningi, Arn...........
Selvogsrétt i Selvogi, Arn..............
Silfrastaöarétt i Akrahr., Skag.........
Skaftártungurétt i Skaftártungu, V.-Skaft.
Skaftholtsrétt i Gnúpverjahr., Arn......
Skeiðarétt á Skeiöum, Arn...............
Skrapatungurétt i Vindhælishreppi, A-Hún
Stafnsrétt iSvartárdal, A.-Hún..........-
Svarthamarsrétt á Hvalfjaröarstr., Borg.
Svignaskarösrétt i Borgarhreppi, Mýr. ...
Tungnarétt i Biskupstungum, Arn.........
Tungurétt I Svarfaöardal, Eyjaf.........
Undirfellsrétt i Vatnsdal, A.-Hún......j_
laugard. 19. sept.
Vatnsleysustrandarrétt, Vatnsleysustr., Gull. miðvikudagur 23. ”
Viðidalstungurétti Víöidal, V.-Hún.........föstudagur 18. og
laugard. 19. sept
mánudagur 21. ”
mánudagur 21. ”
þriöjud. 15. og
miðvikud. 16. sept.
Ölfusrétt IÖlfusi, Arn.....................fimmtudagur 24. sept.
Ölkeldurétt IStaöarsveit, Snæf.............fimmtudagur 24. ”
miövikudagur 23.
þriðjudagur 22.
föstudagur 25.
miövikudagur 23.
þriðjudagur 22.
miövikudagur 16.
mánudagur 21.
miövikudagur 16.
föstudagur 18.
föstudagur 25.
mánudagur 21.
miövikudagur 23.
miövikudagur 23
mánudagur 21.
miövikudagur 23.
fimmtudagur 17.
föstudagur 18.
sunnudagur 20.
fimmtudagur 17.
miðvikudagur 23.
miövikudagur 16.
sunnudagur 20.
miövikudagur 16.
föstudagur 18. og
Þingvallarétt I Þingvallasveit, Arn
Þórkötlustaðarétt v/Grindavik....
Þverárrétt i Þverárhlíö, Mýr......
Stóðréttir
Undirfellsrétt i Vatnsdal, A.-Hún. laugardagur 26. sept.
Viðidalstunguiétt i Viðidal, V.-Hún.........laugardagur 26. ”
Auðkúlurétt iSvinadal, A.-Hún...............sunnudagur 27. ”
Laufskálarétt i Hjaltadal, Skag.............sunnudagur 4.okt.
landbúnadarspjall
flokksstarfið
Austuriandskjördæmi
Tómas Árnason, viöskiptaráöherra, og Halldór Asgrimsson, alþingismaöur halda almenna fundi á
eftirtöldum stööum:
Félagsheimilinu viö Kirkjuból. Fimmtudaginn 17. september kl. 20.30.
Reyðarfiröi föstudaginn 18. september kl. 21.00.
Allir velkomnir.
Launþegar Vesturlandskjördæmi
Launþegaráð framsóknarmanna Vesturlandskjördæmi
heldur fund i Snorrabúð Borgarnesi sunnudaginn 20. sept.
og hefst hann kl. 14.
Áfundinum mætirSteingrimur Hermannsson ráðherra og
formaður Framsóknarflokksins og mun hann ræða um
efnahags- og atvinnumál.
Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins i launþegahreyf-
ingunni er velkomið á fundinn.
Aðalfundur FUF i Reykjavik
verður haldinn miðvikudaginn 30. sept. kl.20.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnarinnar
2. Lagabreytingar
3. Kosning stjórnar og fulltrúaráðs
4. önnur mál
Ath. Tillögur um stjórn og fulltrúaráð skulu berast eigi siðar en viku fyrir aðalfund.
Mætum öll stundvislega
Stjórnin
Aðalfundur
Framsóknarfélags Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
veröurhaldinn 19.sept. nk. kl.l4iLionshúsinuStykkishólmi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Alþingismennirnir Alexander Stefánsson og Davið Aöalsteinsson mæta á fundinn.
Trúnaðarmenn félaganna eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
Verðbólga,
hávaxtastefna
og landbúnaður
■ I Vestur-Evrópu, Banda-
rikjunum, Kanada og sumum
löndum Suður Ameriku hafa
bændur miklar áhyggjur af
þeirri hávaxtastefnu, sem
rikir i þessum löndum. Vextir
af fjárfestinga- og rekstrar-
lánum hafa aldrei i sögunni
verið jafn háir og nú. Þetta
hefur leitt til þess að bændur,
sem fjárfest hafa eitthvað að
ráði hafa komist i greiöslu-
þrot.
Enda hafa gjaldþrot meðal
bænda iDanmörkuog Kanada
aukist mjög á siöustu mánuð-
um. Þessir erfiðleikar bænda
stafa ekki af þvi, aö bændur
séu að slaka á i framleiösl-
unni. Það eru utanaðkomandi
áhrif, sem þessu valda og þaö
sem þeir ráða ekki við. Mikil
fjármagnsþörf er i landbún-
aði. Það er oft á tiltölulega
stuttum tima, sem þörfin er
mikil t.d. á vorin þegar keypt-
ur er tilbúinn áburöur. Af-
urðasölufélögin taka afuröa-
lán til að geta greitt bændum
hluta af verði fyrir innlagðar
afurðir og starfsfólki kaup
reglulega. Bændur þurfa á
rekstrarlánum að halda, þeg-
ar fjárþörfin er mest. Fjár-
festingalán eru ekki tekin i há-
vaxtalöndunum um þessar
mundir, nema að mjög tak-
mörkuðu leyti. Það er reynt að
þrauka og halda I horfinu en
gengur misjafnlega. Þaö má
geta þess aö i Sviþjóö eru
vextir 15%, I Bandarikjunum
18% og i Kanada og i Dan-
mörku 21-24%.
Miklar verðhækkanir hafa
oröiö á rekstrarvörum til
landbúnaðarins, sérstaklega á
tilbúnum áburði á undanförn-
um tveim árum. Samtimis
hefur verö á landbúnaðaraf-
urðum til framleiðanda hækk-
að litillega á Vesturlöndum.
Sumsstaðar eru vext-
ir greiddir niður
Það er eðlilega rik tilhneig-
ing i (31um löndum aö halda
niðri verði á matvælum, það
hefur viða bitnað á bændum.
Litiö er til varnar. Þó geta
bændur gripiö til sölustöðvun-
ar og reynt þannig aö hafa á-
hrif á stjórnvöld. Sölustöövun
á búvörum er meira en venju-
legt verkfall launþega. Það er
að eyðileggja oft á tiöum verö-
mæti, sem kostað hafa verú-
lega fjármuni aö framleiöa.
Þvi hefur sölustöðvun á
landbúnaöarafurðum mjög
sjaldan veriö beitt. Henni
hefur veriö hótað nokkrum
sinnum á Norðurlöndum og þá
fengist einhverjar leiö-
rettingar. Þar sem þrýstingur
bænda hefur verið einna mest-
ur á rikisstjórnir aö undan-
fórnu vegna slæmrar lána-
stefnu og hávaxtastefnu, þá
hefur veriö gripið til þess ráös
aö greiöa niöur vexti a f lánum
til bænda hliöstætt og ull og
gæruverð er greitt niöur
handa vinnslustöðvunum hér
á landi. Þetta á viö t.d. i Dan-
mffl-ku.
Ráðstefna um land-
búnaðarkreppuna
Forystumenn helstu bænda-
samtaka á Vesturlöndum
komu saman til fundar i
Strassborg 11. september s.l.
Þar voru ræddir fjárhagsörð-
ugleikar bænda, sem stöfuöu
fyrst og fremst af hávaxta-
stefnunni, sem rikir i mörgum
löndum nú. Samþykkt var að
heröa róðurinn fyrir hærra
verði á búvörum til framleið-
anda eða þá að gjörbreyta
vaxtastefnu i þessum löndum
og þá fyrst og fremst aö vextir
af lánum til landbúnaöarins
yrðu lækkaðir verulega. Enn-
fremur var ákveöið á þessum
fundi að aðalmálefni næstu
ráöstefnu sem haldin verður á
vegum A lþjóöasamt aka
bænda, IFAP veröi: „Leiðir út
úr landbúnaðarkreppunni”.
Þessi ráðstefna mun veröa
haldin i júni' 1982 i London.
Það hefur mistekist
að lækka verð á mat-
vælum
Sú breyting, sem orðið hefur
á landbúnaðarframleiöslunni
hér á landi á siðastliðnum 40
árum, eða svo, hefur ein-
kennst fyrst og fremst af þvi
aö stöðugt minni hluti brúttó-
tekna bænda fer til þess að
greiöa laun. Það veröur sem
sagt minni og minni hluti eftir
til að framfleyta fjölskyldu
bóndans. Tæknin, áburöurinn,
fóöurbætir, afborganir af lán-
um og vextir taka til sin stöð-
ugt stærrihluta af þvi, sem inn
kemur fyrir seldar afuröir. Ef
við litum á verðlagsgrundvöll
landbúnaðarafuröa, þá voru
laun tæp 90% af gjöldunum
fyrirum 40árum,eni dag eru
þau um 44%.
Aukin tækni I landbúnaði
hefur aö sjálfsögöu leitt til
aukinnar framleiöslu sem átti
aðveröa til þess að neytendur
fengju ódýrari matvæli og
framleiöendur meiri tekjur.
Vegna verðbólgunnar og há-
vaxtastefnunnar hafa vonir
framleiöenda brugðist. BU-
vörur hafa hækkað jafnt og
þétt hliöstætt og aðrar vörur
og þjónusta. Framleiöendur
hafa ekki náö þvi marki, sem
stefnt var að, ódýrar búvörur
handa neytendum og aö fram-
leiðendur hefðu sömu tekjur
og launþegar fyrir hliöstætt
vinnuframlag.
Agnar Guðnason,
blaðafulltrúi, skrifar