Tíminn - 29.09.1981, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 29. september 1981
fréttir
Vatnavextir ollu miklu tjóni á Austfjöröum:
GÖTUR EYÐILÖGÐ-
UST A ESKIFIRÐI
Mjög vætusamt hefur veriö á
Austfjörðum að undanförnu og
hafa vatnavextir i ám þar eystra
verið gifurlegir. Á föstudags-
kvöldið féll mikil aurskriða i
Lambeyrará á Eskifirði, með
þeim afleiðingum að áin stiflaðist
og vatn úr henni flæddi um götur
Eskifjarðar og gerði mikinn
óskunda.
Að sögn Askels Jónssonar bæj-
arstjóra á Eskifirði þá eyöilögö-
ust götur á Eskifiröi vegna vatns-
flaumsins sem streymdi um götur
bæjarins, nokkrar lóðir fóru illa
af sömu sökum og siöan flæddi
vatn, aur og leðja inn i nýbygg-
ingar, auk þess sem einn ibúðar-
kjallari fór mjög illa af vatni og
aur. Askell sagöi að enn væri ekki
ljóst um hve mikið tjón væri að
ræða, en ljóst væri að það væri
talsvert. Sagði hann að reynt yrði
að fá einhverja fyrirgreiðslu úr
Bjargráðasjóði vegna þessá
tjóns.
„Það var nú eiginlega orðið á
mörkunum að um hættuástand
væri að ræða. Þetta var alveg
hroðalegt veður,” sagði Jónas
Hallgrimsson bæjarstjóri á Seyð-
isfirði, þegar blaðamaður Timans
sló á þráðinn til hans i gær til þess
að forvitnast nánar um það
hvernig vætutiðin hefði farið með
Seyðfirðinga.
„I sannleika sagt, þá var mað-
urfarinn að halda að hér væri
ekkert aö verða byggilegt leng-
ur,” sagði Jónas. „Það var búið
að rigna á okkur i þrjár vikur
meira og minna og svo endaði
þetta með þessum lika ósköp-
um.” Jónas sagði aö á föstudag
hefðu fallið tvær skriður úr Bjólf-
inum. önnur hefði fallið beint upp
af gamalli verbúö frá sildarárun-
um, þar sem nú væri geymd
skreið. Skriðan féll á verbúðina,
og orsakaði mikið tjón, þvi þar
var mikið af fullþurri skreið sem
beið útflutnings, en skreiðin
skemmdist að meiru eöa minna
leyti viö skriðufallið. Þessi skriða
lokaði veginum. Einum fjögur
hundruð metrum utan féll önnur
skriða, sem einnig lokaði vegin-
um. Sunnan fjarðarins féll skriöa
við svokallað Nóatún úr Stranda-
tindi og eins féllu einar þrjár
skriður úr Botnunum fyrir ofan
Botnahliö, en þar er efsta byggðin
sunnan f jarðarins. Skriður þessar
féllu alveg niður að byggðinni og i
sumum tilvikum fóru þær alveg
inn á húsatún. Jónas sagði að þá
heföi ástandið verið oröiö það
slæmt á föstudagskvöld, að fólki
sem bjó viö götu þá þar sem
skriöurnar féllu, hefði verið ráð-
lagt að flytja sig um set yfir nótt-
ina.
Enn væri ótalinn sagði Jónas,
sá fjöldi kjallara á Seyðisfirði
sem fyllst hefðu af vatni þegar
holræsi voru hætt að hafa undan,
þannig aö kynditæki hefðu
skemmst.
Jónas sagði að ræsisbrú hefði
tekið af Garðarvegi, þar sem
Dagmálalækur færi i gegn um, en
lækurinn hefði verið eins og
versta jökulsá á timabili. Þannig
hefði byggöinni veriö skipt i
tvennt þar innan við og ekki hefði
oröið aftur fært fyrr en á sunnu-
dag, en þá tókst að opna vegina
aftur. —AB
Ungur maður á vinnuvél í Eskifjarðará hætt kominn:
Bjargað í land
með línu
„Ég var að fylla upp i skarð
við varnargaröinn i Eskifjarðará
til þess að ekki myndi flæða inn i
fiskihjalla fyrir innan garðinn,”
sagöi Ölafur Hólm Þorgeirsson,
19 ára Norðfiröingur i viðtali við
Timann i gær, en ólafur varð fyr-
irþeirri óskemmtilegu reynslu sl.
föstudagskvöld, aö vinnuvél sú
sem hann vann á, úti i ánni, var
næstum farin á hliðina, og þurfti
ólafur að biða björgunar á þaki
vinnuvélarinnar, sem var að ööru
leyti á kafi. Blaðamaður Timans
bað Ólaf að segja nánar frá máls-
atvikum.
„Ég var að vinna þarna á hjóla-
gröfu (Piloter) og þegar ég var að
aka upp ána, til þess að komast
upp á bakkann hinumegin, þá
keyröi ég allt i einu fram á bakka-
gryfju, sem hafði verið tekin
þarna i vor, en ég hafði ekki verið
látinn vita af. Það hrundi undan
hlið gröfunnar og ég hélt hún
myndi velta, þannig aö ég beygði
gröfunni ofan i gryfjuna, þannig
að allt fór á bólakaf.
Ég klöngraðist út og upp á þak
gröfunnar, en mér er sagt að það
hafi verið þriggja metra dýpi
þarna. Þarna þurfti ég að hirast i
kulda i hálftima á meöan aö maö-
ur sem haföi séö þetta, fór inn i
bæ og náði i aðstoð. Björgunar-
mennirnir skutu linu yfir ána og
ég var siðan dreginn i land i
björgunarhring. Ég fór á kaf upp
að höku á leiðinni i land.”
Olafur var að þvi spuröur hvort
hann hefði verið hræddur um lif
sitt og sagðist hann hafa óttast
um það þegar við lá að grafan
færi á hliðina. Ekki sagði Ólafur
að þetta kæmi til með að hafa.
nein áhrif á sig i framtiðinni, þvi
um leið og búið væri aö yfirfara
gröfuna, sem er búið að ná upp úr
ánni, þá færi hann aö starfa á
henni á nýjan leik. Hann sagði að
þetta hefði ekki skelft sig svo aö
hann hugsaði til þess að skipta
um starf, hann væri einungis
þakkláturfyrir að ekki hefði fariö
verr. — AB
Kveikt I
vörum hjá
Sölunefnd
varnarliðs-
eigna
Kveikt var i vörum I porti Sölu-
nefndar varnaliðseigna við
Grensásveg á sunnudagskvöldið.
Slökkvilið Reykjavikur var
kvatt á staðinn um kl. 22:30 og
þegar að kom logaöi talsveröur
eldur i plastköplum og lagöi mik-
inn reyk af. Fljótlega gekk að
ráöa niðurlögum eldsins og hann
náði ekki að komast i nærliggj-
andi hús.
Alfreö Þorsteinsson, forstjóri
Sölunefndarinnar, sagði að
skemmdir hefðu ekki veriö eins
miklar og leit út fyrir i fyrstu. Þó
skemmdist eitthvað af einangr-
unarrörum og köplum. En diesel
rafstöðvar sem voru rétt við það
sem brann, sluppu alveg.
Ljóst er aö um ikveikju var aö
ræða, en þegar Timinn hafði sam-
band við Rannsóknarlögreglu
rikisins i gær var brennuvarg-
urinn ófundinn.
—Sjó.
Slökkviliösmenn að störfum I porti Söiunefndar varnaliðseigna.
RÍKISSPITALARNIR
lausar stöður
Gæsluvistarhælið í Gunnarsholti
Staða forstöðumanns Gæsluvistarhælisins
i Gunnarsholtl er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. nóvember 1981. Laun
samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir
er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 18.
október n.k.
Upplýsingar veitir starfsmannastjóri,
simi 29000.
Sérfræðingur i kvensjúkdómafræði og
fæðingarhjálp óskast til afleysinga á
kvennadeild Lsp. i eitt ár frá 1. nóvember
að telja.
Umsóknir sendist Skrifstofu rikisspitala
fyrir 15. október n.k.
Upplýsingar veita yfirlæknar kvenna-
deildar Lsp.
Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri óskast á
gjörgæsludeild Landspitalans frá 1. októ-
ber n.k. Nánari upplýsingar veitir
hjúkrunarforstjóri, simi 29000.
Sjúkraliðar óskast i fullt starf nú þegar
eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri,
simi 38160.
Þvottahús Rikisspitalanna
Aðstoðarmaður óskast til starfa nú þegar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
þvottahússins, simi 81677 eða 81714.
Reykjavik, 27. sept. 1981
____________ Ríkisspitalar.
Kýr
Vil kaupa 4-5 kvigur eða ungar
Burðartimi æskilegur fyrir áramót.
Upplýsingar i sima 99-4473.
kýr.
Húsgagnaáklæði
| Gott úrval áklæða
Ennfremur: kögur,
snúrur og leggingar
Hagstætt verð
Póstsendum
B.G. áklæði Borgartúni 23
Sími 15512 Opið frá kl. 1 til 6
Skálholtsskóli
settur
Vetrarstarf Skálholtsskóla hefst fimmtu-
daginn 1. okt. með guðsþjónustu i Skál-
holtskirkju kl. 13.
Skólasetning fer fram i kennsluálmu kl.
14.
Skálholtsskóli.
Kýr til sölu
Upplýsingar i sima 99-6668
Þórmundur Hjálmtýsson
Sóleyjarbakka Hrunamannahreppi