Tíminn - 29.09.1981, Page 13
12__________________________________________
Ríkisútvarpið — nýbygging
FORVAL TIL
LOKAÐS ÚTBOÐS
Rikisútvarpið mun viðhafa forval á bjóð-
endum tii lokaðs útboðs i 3. byggingar-
áfanga útvarpshúss, Hvassaleiti 60,
Reykjavik.
Verkið spannar uppsteypu hússins frá
gólfplötu 1. hæðar og gefa eftirfarandi
magntölur til kynna stærð þess:
Mótafletir 40000 ferm
Steinsteypa 7000 rúmm
Binidistál 550 tonn
Áætlaður byggingartimi er 18 mánuðir.
Þeir verktakar, sem óska eftir þvi að
bjóða i verkið, leggi fram skriflega um-
sókn sina um það i siðasta lagi mánudag-
inn 12. október n.k. til Karls Guðmunds-
sonar, Almennu verkfræðistofunni h.f.,
Fellsmúla 26 (5. hæð), sem veitir nánari
upplýsingar, ef óskað er.
Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi
upplýsingar:
A. Reynsla umsækjanda, svo sem skrá yf-
ir stærri verk, sem hann hefur unnið s.l.
10 ár.
B. Eigin tæki og búnaður til bygginga-
framkvæmda.
C. Starfslið og reynsla yfirmanna.
Byggingarnefnd Rikisútvarpsins.
VATNSRÖR
Eigum á lager vatnsrör
fyrir heitt og kalt vatn.
Kynnið ykkur verðið.
Plastmótun sf.
Plastverksmiðja
Lœk — ölfusi — Sími 99-4508
PÓST- OG SÍMA-
MÁLASTOFNUNIN
í tilefni þess að 29. september 1981 eru 75
ár iiðin frá opnun simaþjónustu hér á
landi verður jarðstöðin Skyggnir við
(Jlfarsfell til sýnis almenningi þann dag
kl. 13:00 til 17:00.
Einnig verður hún til sýnis 3. og 4. október
n.k. á sama tima.
Póst og simamálastofnunin.
Kynning á starfsemi Vinnueftirlits rikisins:
„STARFSEMIN KEMUR í
VEG FYRIR FJÖLDA
SLYSA OG SJÚKDÖMA”
— segir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins
■ Vinnueftirlit ríkisins hefur
verið mikið ti! umfjöllunar i fjöl-
miðlum á undauförnum
mánuðum, áu þess að innri starf-
semi þess og stefnumarkmiðum
hafi verið gerð skil. Þvi þótti okk-
ur hér á Tímanum ekki úr vegi,
að skreppa til nágranna okkar
hér i næsta húsi og fræðast örlitið
um þá starfsemisem fram fer á
vegum Vinnueftirlitsins. Við hitt-
um Eyjólf Sæm undssou, for-
stjóra stofnunariimar að máli.
— Eyjólfur, þú vildir kannski
byrja á almennri kynningu á
Vinnueftirlitinu.
„Vinnueftirlit rikisins tók til
starfa um siðustu áramot og tók
þá við allri aðstöðu öryggiseftir-
litsins og rekur nú starfsemina
sem áöur heyrði undir þá stofnun,
auk annarra, nýrra verkefna,
sem bættust viö, samkvæmt hin-
um nýju lögum. Lögin sem þarna
um ræðir eru lögin um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stöðum, sem gildi tóku um sl.
áramöt.
Undir stofnunina heyrir allt
sem snertir hollustuhætti, öryggi
og aöbúnaö starfsmanna á vinnu-
stöðum, en hluti af þeim verkefn-
um var áður hjá heilbrigðiseftir-
litinu.
Hjá öryggiseftirlitinu störfuöu
áöur 15 menn, en við höfum nú
samtals 20 stöður. Samkvæmt
lögunum, þá á að skipta landinu
niöur i eftirlitsumdæmi, og stefn-
irstjórn stofnunarinnar að þvi aö
á næsta ári verði starfandi eftir-
litsmenn i öllum umdæmum, en
nú þegar eru slikir menn starf-
andi á Norðurlandi, Austurlandi
og Vesturlandi.
„Áhersla lögð á að
stofnunin sé leiðbein-
andi”
— Á hvað leggið þið megin-
áherslu i starfi ykkar?
,,Við leggjum mikla áherslu á
það aö stofnunin sé leiöbeinandi
gagnvart aðilum i atvinnulifinu
og munum þvi ekki eingöngu ein-
blina á eftirlit i fyrirtækjum,
heldur leggja áherslu á upp-
lýsinga- og fræðslustarfsemi.
Við höfum deildaskipt stofnun-
inni, þannig að við erum annars
vegar með eftirlitsdeild, sem er
fjölmennasta deild stofnunarinn-
ar og hins vegar erum viö með
serfræðideildir sem.eru leiðbein-
andi fyrir eftirlitsmennina og þá
aðila sem þess æskja. Þessar
deildir eru: Almenn tæknideild,
en hún fjallar um öryggismál vél-
búnaðar og byggingartækni: At-
vinnusjúkdóma- og heilsu-
verndardeild, en hún á aö fjalla
um heilsuverndarstarfsemi á
vegum heilsugæslustöðvar og
Hdlustuháttadeild, en þar fara
fram mælingar á mengun i and-
rúmslofti á vinnustöðum, hávaöa,
titringi, lýsingu o.fl. Við höfum
lagtmikla áherslu á uppbyggingu
þessarar deildar og reynt að taka
i notkun þar nýtiskulega tækni”.
„Fengum allverulega
aukna fjármuni á fyrsta
starfsári okkar”
— Við hvernig starfsaðstöðu
búa svo starfsmenn Vinnueftir-
litsins?
„Við fengum á fyrsta starfsári
okkar allverulega aukna fjár-
muni til vinnuverndarstarfs,
þannig að þvi leytinu hefur
starfsaðstaða okkar veriö nokkuð
góð. Hins vegar verður það að
segjast eins og er að aðstaða
starfsmanna stofnunarinnar er
ekki nægjanlega góð, þar sem
húsnæði Vinnueftirlitsins er allt
of lítiö miðað við fjölda starfs-
manna”.
— Hvað finnst ykkur um þá
gagnrýni og þá umfjöllun sem
Vinnueftirlitiö hefur fengið I fjöl-
miðlum upp á siðkastiö?
„Þær umræöur sem upp á sið-
kastið hafa verið i fjölmiðlum,
gefa ákaflega ranga mynd af
starfi og stefnumiðum Vinnu-
eftirlitsins. Okkar meginstarf
beinist aö hollustuháttum og
öryggismálum vinnustaðanna, en
ekki vinnutimareglum, þó slikt
falli einnig undir okkur, en um
þann lið hafa fjölmiðlarnirf jallað
hvað mest. Við verðum að sjálf-
sögðu einnig að hafa eftirlit með
vinnutimaákvæðum, þvi slikt er
liður i öryggiseftirliti.
— Lætur Vinnueftirlitið það til
sin taka, ef þvi berst vitneskja
þess efnis að vinnuslysatiðni á
einum ákveönum vinnustað sé
langt fyrir ofan meðaltal?
„Vinnueftirlitiö hefur til
skamms tima ekki haft upp-
lýsingar Slysavarðstofunnar og
Tryggingastofnunar tilviðmiðun-
ar isinu starfi. Núna erum við aö
vinna i þvi að fá slikar upplýsing-
ar frá öllum hlutaðeigandi aðil-
um. Þá munum við betur geta
gert okkur grein fyrir skiptingu
slysa eftir vinnustöðum. Auk
þessa fórum viðfram á að i fyrir-
tækjunum sé haldin skrá yfir öll
þau slys og óhöpp sem eiga sér
stað á vinnustöðum. Með þetta
fyrir augum höfum viö dreift i
fyrirtækin eftirlitsbókum, með
eyðublööum fyrir slika skrán-
ingu.
Hingaö til hafa afskipti Vinnu-
eftirlitsins svo til eingöngu beinst
að slysum sem tilkynnt hafa verið
stofnuninni, en þaö eru yfirleitt
meiri háttar slys. Með þessari
skráningu ætti aö geta orðiö rót-
tæk breyting þar á”.
— Hvað finnst ykkur hér hjá
stofnuninni um þá gagnrýni sem
heyrst hefur, þess efnis að þið sé-
uð „kontoristar” i Reykjavik,
sem séuðekki i nægum tengslum
við atvinnulifið til þess að vera
dómbærir á þaö sem þið eru að
gera?
„Ef einhver opinber stofnun
hefurnáin tengsli viö atvinnulifið,
þá er það Vinnueftirlitið. Þvi á
vegum Vinnueftirlitsins eru
framkvæmdar þúsundir heim-
sókna á vinnustaði og okkar eftir-
litsmönnum a- uppálagt að ræöa
bæði við st jórnendur á vinnustöð-
um og fulltrúa verkamanna. M.a.
er krafa um þaö aö fulltrúi at-
vinnurekanda og trúnaðarmaður
verkamanna kvitti fyrir þvi aö
eftirlitsmaðurinn hafi haft við
hann samskipti. Allir okkar eftir-
litsmenn eru þvi inni á vinnu-
stöðunum að fjalla um raunveru-
leg vandamál þeirra”.
■ Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits rlkisins.
■ Viða er pottur brotinn, hvaö varðar aðbúnað á vinnustöðum. Astandið mun vera einna
verst i byggingariðnaðinum, enda munu þeir vart margir sem tengja bilflak þetta viö
vistarverur manna en engu að siöur mun þetta þó vera einn vinnuskúrinn i byggingar-
iönaöinum.
„Höfum þvingunar-
ákvæði”
— Hvernig getið þið látið kné
fylgja kviði, þegar þiö komist að
raun um að pottur er brotinn á
einhverjum vinnustað?
„Við höfum margumrædd
þvingunarákvæði i okkar lögum,
þar sem okkur er gefið vald til
þessaðstöðva tæki og vélar, jafn-
vel heilu fyrirtækin, ef viö teljum
yfirvofandi hættu á lifi og heilsu
starfsmanna. Yfirleitt höfum við
legið undir ásökunum fyrir að
beita slikum stöðvunarákvæðum
allt of litið. Auðvitað er svona
stöðvun oftmikið álitamál. Eftir-
litsmenn hafa staöið frammi fyrir
þvi að þurfa að ákveða hvort þeir
ættu að krefjast þess að tækið
skyldi þegar i staö stöövað, eöa að
úrbætur yröu gerðar svo fljótt
sem auöið væri. Upp hafa komið
tilvik þar sem þeir hafa valið
seinni kostinn og af þvi hlotist al-
varleg slys.
Almennt tel ég að starfsemi sú
sem við rekum, hafi þaö i för með
sér, aö komið sé i veg fyrir fjölda
slysa og sjúkdóma á ári hverju,
þóerfittséaömeta árangur slikr-
ar starfsemi I beinhörðum tölum.
Auðvitað getum við gert enn
betur, og þaö er einmitt að þvi
sem við stefnum, þvi með tækni-
legum og skipulagslegum aögerð-
um er yfirleitt alltaf hægt að
koma i veg fyrir þau vinnuslys
sem eiga sér stað og einnig
minnka lilcurnar á atvinnusjúk-
dómum”.
Öryggismál
— Eyjólfur, þú vildir kannski
fjalla svolitið nánar um þessa
þrjá þætti sem þiö beinið sjönum
ykkar að: öryggismálin, hollustu-
hætti og aðbúnað.
„Ef við byrjum á vinnuslysun-
um, þá má greina frá þvi að þau
slys sem við rannsökum á ári
hverjueru á milli 100og 200. Þrátt
fyrir þetta, vitum við að f jöldi al-
varlegra slysa kemur ekki til um-
fjöllunar hjá okk'ur, þvi viö fáum
ekki vitneskju um slysin. Ef viö
fengjum þessa vitneskju, þá gæt-
um við notað hana i fyrirbyggj-
andi tilgangi. Þaö getur einnig
orðið mjög alvarlegt mál fyrir
þann slasaða ef rannsókn fer ekki
fram á slysi hans, sem átti sér
stað á vinnustað, þvi það getur
torveldað honum mjög að sækja
eðlilegar bætur vegna slyssins.
Það ættu þvi að vera sameigin-
legir hagsmunir vinnustaðanna,
verkamannanna og okkar aö
slysin væru tilkynnt okkur, en þvi
miður skortir enn verulega á, aö
svo sé gert.
Eitt af þvi sem vekur athygli i
rannsóknum okkar, er hversu
miklu hærritiðni slysa er á meöal
ungs fólks, en eldra fólks. Yfir-
gnæfandi hluti þeirra sem deyja i
vinnuslysum eða slasast alvar-
lega er ungt fólk. Slysatiðni
þeirra sem eru 16 til 20 ára er t.d.
fjórum sinnum meiri en hjá þeim
sem eru 30 til 40 ára.
Hollustuhættir
1978 var gerð könnun á 158
fyrirtækjum, sem höfðu yfir 8000
starfsmenn. Það kom nokkuö á
óvart aö i rúmlega 50% tilfella
voru vandamál á vinnustað vegna
hávaða eöa titrings vegna loft-
ræstingar hitastigs, rakastigs eða
mengunar. Við höfum verið að
byggja upp hjá okkur öfluga deild
til þess að mæla og meta þessa
þætti á vinnustöðunum. Það er
ljdst að þetta er og verður mikil-
vægur þáttur i starfsemi okkar,
þvi ég get t .d. nefnt þér að þaö er
vitað mál að hávaöi á vinnustöð-
um hefur nú þegar valdiö
heyrnarskemmdum hjá miklum
fjölda landsmanna, en best hefur
þetta verið kannað i málm-
iðnaðinum. Við höfum gert fyrstu
mælingar varðandi lifræn leysi-
efni á vinnustöðum, og hafa kom-
ið upp tilvik, þar sem mælingar
sýndu að mengunin var tiu sinn-
um yfir hættumörkum. Við erum
nú með frekari mælingar á þess-
um þáttum i undirbúningi og ótt-
astégaöþað komii ljós að fjöldi
starfsmanna sem vinnur við
heilsuspillandi skilyröi vegna
slikrar mengunar sé miklu meiri
en almennt hefur verið talið.
Við eigum viö mörg stór vanda-
mál að striöa, varöandi hollustu-
hætti á vinnustööum, en auk
þeirra dæma sem hér hafa verið
nefnd, má nefna sálræna og
félagslega þætti. Meö fræðslu-
starfsemi og skipulagsbreyting-
um á vinnustöðum, má draga
verulega úr streitu og svo mætti
lengi telja.
Aðbúnaður á vinnu-
stöðum
Samkvæmt lögum og reglu-
gerðum, þá eiga starfsmenn á
vinnustöðum réttá ákveðnum að-
búnaði bæöi isambandi við fram-
kvæmd vinnunnar og i sambandi
við svonefnda starfsmannaaö-
stööu, en þar koma inn i þættir
eins og salerni, snyrtiherbergi,
þvotta- og baöklefar, matar- og
kaffistofur og búnings- og fata-
herbergi. Aöbúnaðursem þessi er
nauðsynlegur vegna heilbrigðis
starfsmanna en þarna er einnig
um aö ræða félagslegan rétt
starfsmanna á vinnustöðum, til
þess að hafa snyrtilegt i kring um
sig i vinnunni og góða aðstööu.
t könnun þeirri sem gerð var
1978 á aðbúnaði á vinnustööum,
komu i ljós mjög alvarlegir van-
kantar í þessum málum og þá
sérstaklega ivissum ertiðum iön-
greinum. Það kom t.d. i ljós að
það vantaði þvotta- og baöklefa i
mjög stóran hluta þeirra fyrir-
tækja sem slika aðstöðu eiga að
hafa. Einnig voru búnings- og
fataklefar i verulegum ólestri. I
byggingariðnaði er t.d. gegnum-
gangandi skortur á aðbúnaði af
þessu tagi og er það mjög brýnt
framtiðarverkefni fyrir Vinnu-
eftirlitið að reyna að tryggja örar
framfarir i aðbúnaðarmálum i
þeirri grein.
Leggjum mikla áherslu
á samstarf innan fyrir-
tækjamia
Vinnueftirlitið vill leggja mikla
áherslu á að vandamálin séu leyst
i scimstarfi atvinnurekenda og
starfsmanna á vinnustööunum
sjálfum, en það er einmitt eitt af
meginmarkmiðum hinna nýju
laga. Slikt „innra” starf nær sér
hinsvegar tæplega á strik nema
meö aðstoð Vinnueftirlitsins. 1
þessu skyni verðum viö aö beita
öflugu fræðslu- og upplýsinga-
starfi, m.a. meö þvi aö gefa út
^bæklinga og timarit um vinnu-
verndarmál. Við munum halda
námskeið fyrir öryggistrúnaðar-
menn og aðra sem vinna að þess-
um málum.
Varöandi eftirlitsstarfið hjá
okkur, þá skiptist það i fjóra
þætti: Þaö er beint eftirlit með
fyrirtækjum: Sameiginlegar
kannanir á heilum iðngreinum:
Eftirlit með innflytjendum og
framleiðendum tækjabúnaðar og
efna. t fjóröa lagi, þá eigum við
að hafa eftirlit með teikningum
og áætlunum varðandi ný og
breytt fyrirtæki. Þetta eftirlit er
tilkomið vegna þeirrar einföldu
staðreyndar, að það er mflriu
ódýrara að breyta striki á
teikningu,heldur en færa hluti til,
eftir aðþeireru einusinni komnir
á staðinn.
Vinnueftirlit með land-
búnaðinum
Það má geta þess hér, aö land-
búnaðurinn kemur nú i fyrsta
skipti inn undir Vinnueftirlitið,
samkvæmt hinum nýju lögum. A
þvi sviði hefur verið skipuð sér-
stök stjom með aðild Stéttarsam-
bands bænda og Búnaöarfélags
tslands. Þetta er verulegt verk-
svið vegna mikillar vélarnotkun-
ar i landbúnaði, en þar er einnig
um að ræða aðra þætti vinnu-
verndar. Við ættum t.d. með upp-
lýsinga- og fræðslustarfsemi að
geta dregið verulega úr sjúkdóm-
um sem tengjast landbúnaöinum
sérstaklega eins og t.d. heymæöi.
Þá vil ég sérstaklega nefna aö
dráttarvélaslys virðast hlutfalls-
lega mun tfðari hér á landi, en i
löndumþarsem strangt eftirlit er
með slikum vélum.
Það má þvi segja aö það sem
viöhérhjá Vinnueftirlitinu höfum
að leiöarljósi i' starfi okkar sé að
stunda sem öflugusta upplýsinga-
og fræðslustarfsemi, ráðgjafar-
starfsemi og heimsækja vinnu-
staðina sem oftast en með þvi
móti stuðlum við einnig að þvi að
vinnustaðirnir geti leyst sin eigin
vandamál sjálfir og þar með ná-
um viö meiri árangri i starfi”.
—AB
■ Hvernig skyldi það vera fyrir geðheilsu byggingarverkamanna að snæða nesti sitt f þessari glugga-
lausu kytru?
Aldursflokkar 0/0 i lý 15 20 25
15 ára og yngri 2,4
16—20 ára 25,6 i
21—25ára 15,1
26—30ára 11,2
31—35ára 5,5
36—40 ára 7,8
41—45 ára 5,2 1
46—50ára 7,2
51—55ára 5,2
56—60 ára 4,5
61 — 65 ára 5,1
66— 70ára 2,8
71 árs og eldri 2,4 L.
■ Linuritið sem sýnir skiptingu vinnuslysa I aldurshópa árin 1970 til 1977 sýnir hversu áberandi mörg
slys eru I aldursflokknum 16-20 ára Svipaðar niðurstöður eru fyrir vinnuslys 1978-1980. Sennilegasta
skýringin er sú aö ungt fólk kemur reynslulltiö I hættuleg störf á vorin en þá verða flest slysanna í þess-
um aldurshópi. A hinum Norðurlöndunum er þetta óþekkt fyrirbrigöi, enda er mun minna um að þessi
aldurshópur sé úti I atvinnulffinu, þar sem fólk á þessum aldri er mikið við nám allt áriö eða gegnir her-
þjónustu.