Tíminn - 29.09.1981, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 29. september 1991
6
f rímerk jasaf narirm |
Kom
heim
Eftir eins og hálfs árs hlé
hefstniiritun þessara þátta aö
nyju. Eins og lesendur
kannske muna urðu þættirnir
10 ára i febrúar 1980. Þá hafði
höfundur verið hálft ár við
nám i Noregi. Sökum mikillar
vinnu við það féllu svo þætt-
irnir niður i rúmt hálft annað
ár. Nú er undirritaöur kominn
heim á ný og þvi er ætlunin að
halda þáttarituninni áfram.
Svolítið annað form veröur
nú á þessu. Þættirnir verða
vikulega á þriöjudögum, i þvi
formi, sem þiö nú sjáið. Einn
er sá hlutur, sem alltaf hefir
verið góður liður í þessum
þáttum og gjarnan er óskaö að
taka upp á ný, en þaö eru inn-
legg frá lesendum. Vinsam-
legast sendið fréttir og ykkar
álit á málum, þaö verður
sannarlega tekið með. Hið
nýja heimilisfang er:
Sigurður H. Þorsteinsson
Árbraut 35,
540 Blönduáoi.
■ ■■
Látið svohendurstanda fram
úr ermum að skrifa þættinum.
Margt hefir örugglega skeð á
þessum tima. Hvað er fram-
undan i félagsmálum ykkar i
vetur. Bréf frá hinum ýmsu
klúbbum eru vel þegin og geta
verið ykkur til aöstoöar i fé-
lagsstarfinu. Það er tillaga til
ykkar, sem stjórnið fri-
merkjaklúbbum, að þiðsendið
inn starfsáætlun fyrir vetur-
inn. Hún verður svo birt hér i
þættinum. Þá hafið þið hana á
prentiog meðlimir geta klippt
hana út sér til minnis. Látið
lika vita með góðum fyrir-
vara,hvenærhalda á aðalfund
og/eða sýningar eða sérstakar
kynningar og frá þvi verður
sagt, svo þá getur það náð öll-
um félagsmönnum og fleirum,
sem þá fá um þessa hluti að
vita. Með góðu samstarfi og
kynningu má gera stóra hluti,
sem annars fer kannske litið
fyrir, en ,,orð eru til alls
fyrst”. Sendiö okkur lika til-
lögur og hugmyndir. Þær
komast kannske aldrei i fram-
kvæmd, ef þeim er ekki komið
á framfæri, svo að aðrir geti
veitt þeim brautargengi. Þá er
lifandi samstarf viö safnar-
ana, nú sem fyrr, okkur mikils
viröi. Látum nú hendur standa
fram úr ermum.
Strax eftir heimkomuna
mætti mér mikill áhugi nokk-
urra fyrri meðlima i' Klúbbi
Skandinavíusafnara, um að
endurvekja klúbbinn. Það er
þviábending min tilallra fyrri
meðlima i þessum klúbbi, að
boðað verður til endurreisnar
hans i haust og þeir verða boð-
aðir á þann fund. Það var
notaleg tilfinning að verða
þess var, að gömlu meðlim-
irnir söknuðu klúbbstarfsins
og vildu vekja upp að nýju
þennan klúbb, sem á vissan
hátt var mitt hjartans barn,
enda hafði ég verið formaður
hans frá stofnun, 1964, uns ég
flutti út á land og klúbburinn
var siðan lagður niður. Eignir
hans hafa verið varðveittar
hjá Landssambandi islenskra
frimerkjasafnara og yrðu þvi
stofn hins nýja, eða endur-
vakta klúbbs. Þá væri eölilegt,
að taka upp aö nýju samstarf-
ið við Norræna húsið og reyna
að fá að hafa fundi þar, sem
áður. Vafalaust má breyta
fundarformi á einhvern hátt.
Hvernig væri lika að taka ujp
kerfi á svipaðan háttog i nor-
rænni samvinnu, með vina-
klúbba i hinum norrænu höf-
uðborgum? En ræðum þau
mál nánar á endurstofnunar-
fundinum.
1 næsta þætti hyggst ég ræða
nokkuð um hvernig klúbba-
starfsemin er rekin i norskum
klúbbum, en þar er hægt að
vera á þremur klúbbfundum i
viku i Osló t.d. og þeim stærri
bæjum, sem hafa fleiri
klúbba.
Þegarþessi þáttur birtist, er
verðlistinn tslenzk frimerki
kominn i prentsmiðjuna.
Þetta er tuttugasta og fimmta
árið i röð, sem verðlistinn
kemur út. Ei.tt árið seldist
hann svo vel, auk þess sem
tiðar gengislækkanir gjör-
breyttu verði merkjanna, svo
að þá komu út tvær útgáfur.
Þetta var 1969, þ.e. útgáfan á
árinu 1968. t formála fyrri
prentunar, sem kom út eftir
áramót 1968, segir svo: „Þar
sem listinn seldist gjörsam-
lega upp á siðastliðnu ári,
varð aðráðiaðgefa hannútnú
nokkrufyrren venjulega.” Þá
er nokkuð kvartað um stóra
gengislækkanir, sem þó áttu
eftir að verða enn verri, svo á-
stæða varö til nýrrar útgáfu
strax eftir áramót. En þá var
lika fyrri útgáf nær uppseld.
Þessa hefir oftar verið þörf, en
aldrei kannske eins brýn eins
og þarna. Kannske speglast
þessi stöðuga þörf i útgáfu-
starfsemi norðurlandalistans
Facit, sem i raun er gefinn út
tvisvar á ári. Lilla Facitsiðari
hluta vetrar en aðeins með
skráningu aðalnúmera hverr-
ar útgáfu. En heildarlistinn á
haustin með hinni nákvæmari
skráningu.
Verðlistinn frá Michel eru
að koma út allt árið. Michel
fyrir unglinga, sem kemur út
eftir þörfum. Þá er hinn vand-
aði sérlisti yfir Þýskaland og
raunar mörg fleiri lönd og
ennfremur hinn venjulegi
verðlisti. Mjög svipað er að
segja um nýju Gibbons verð-
listana, sem nu er tekið að
brjóta niður i minni einingar
að nýju.
Sigurður H.
Þorsteinsson skrifar
■ Prestar og guöfræðikennarar gengu skrýddir frá Alþingishúsi til Dómkirkju, áður en guðsþjónusta
hófst. Fremstir ganga yngstu prestarnir.
Timamynd: G.E.
NYR BISKUP SETT-
URINNIEMBÆTTI
Gengið til altaris.
Tlmamynd G.E.
■ Biskupar, biskupafrúr, prestar og guöfræöikennarar, sem viðstadd-
ir voru guðsþjónustuna i Dómkirkjunni. Ljósmynd: Gunnar Vigfússon.
frá guðsþjónustu i Dómkirkjunni á sunnudag
■ Biskupaskipti verða hér á
landi næstkomandi fimmtudag,
þann 1. október, en þá tekur herra
Pétur Sigurgeirsson við störfum
af herra Sigurbirni Einarssyni.
Pétur biskup var settur inn I em-
bætti biskups Islands siðastliðinn
sunnudag, við athöfn i Dómkirkj-
unni i Reykjavik. Ekki var um
vigsluathöfn að ræða, þar sem
Pétur hefur þegar hlotið biskups-
vigslu, sem vigslubiskup Hóla-
stiftis hins forna.
Guðsþjónustan á sunnudag
hófst klukkan 10.30 eftir að
prestar og guðfræðikennarar
höföu gengiö skrýddir til kirkju úr
Alþingishúsinu. Gengu yngstu
prestarnir fremst en prófastar og
fyrrverandi sóknarprestar aftar
og biskupar siðastir.
Hófst athöfnin meö þvi að
Marteinn H. Friðriksson,
dómorganisti, lék forspil, sem
var prelúdia i e-moll eftir J.S.
Bach. Þá söng Dómkórinn
inngöngusálm, ásamt söfnuðin-
um. Að þviloknu flutti Sigurbjörn
biskup heilsan og bæn, Stefán
Snævarr, prófastur, flutti pistil úr
fyrsta Korintubréfi og Olafur
Skúlason, dómprófastur, flutti
guðspjall.
Eftir trúarjátningu og söng
sálmsins „Vist ert þú Jesú
kóngur klár”, lásu biskupar
systurkirknanna á Norðurlöndum
úr ritningunni. Voru það Bertil
Wiberg, biskup i Roskilde i Dan-
mörku, Kirsten Kyrre Bremer,
biskup i Niðarósi i Noregi, Tore
Furberg, biskup i' Visby i Sviþjóð
og Mikko Juva, erkibiskup i
Turku i Finnlandi.
Þá sungu kór og söfnuöur sálm-
inn ,,Gefðu að móðurmáliðmitt”,
Sigurbjörn biskup flutti bæn og
kórinn söng 150. sálm Daviðs, við
lag Þorkels Sigurbjörnssonar.
Að þviloknu flutti Pétur biskup
prédikun.
Þá var sunginn sálmurinn ,,Nú
gjaldi Guði þökk” flutt varfriðar-
kveðja, sungið ,,Sú náö, það h’f,
sem eilift er”, flutt þakkargjörð
og þakkarbæn og sungið ,,Ó, þú
Guðs lamb, Krist”.
Þá var gengið til altaris og á
meðan á altarisgöngu stóð var
flutt kantanta nr. 158 eftir J.S.
Bach. og söng Halldór Vilhelms-
son einsöng-
Að altarisgöngu lokinni var
sunginn sálmurinn ,,Ó, Jesús, lif
mitt, lof sé þér”, Pétur biskup
flutti bæn og blessaði sctfnuðinn
og loks var sunginn sálmurinn
„Son Guðs ertu meö sanni.”
Sama dag voru hljómleikar i
Háteigskirkju, á vegum Jóns
Stefánssonar og Hauks Guðlaugs-
sonar, söngmálastjóra þjóðkirkj-
unnar. U m kvöldið bauð svo ráð-
herra til veislu á Hótel Sögu, til
heiöurs biskupshjónunum.
Sem fyrr segir tekur Pétur
Sigurgeirsson svo við störfum af
Sigurbirni Einarssyni, næst-
komandi fimmtudag, þann 1.
október.
HV
■ Sigurbjörn biskup og Pétur biskup i fararbroddi, er gengið var um
Austurvöll. Tfmamynd: G.E.