Tíminn - 29.09.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1981, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 29. september 1981 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friðrik Indriðason. þriía Björnsdóttir (Heimilis-Timinn). Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. utlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f. Síung stofnun á gömlum grunni Saga Islensku þjóðarinnar og kirkjunnar er svo samantvinnuð að hún verður ekki sundur skilin. Islensk menning á kirkjunni þá skuld að gjalda að hún verður eigi greidd með öðru en að þjóðin haldi tryggð við kirkju sina og boðskap hennar. A ýmsu hefur gengið i samskiptum krikju og þjóðar og skiptast á skin og skúrir. Veist hefur verið harkalega að kirkju og kristindómi, og jafnvel á stundum hefur slikt verið talið til merkis um menntun og manndóm þeirra skammsýnu manna sem hæst æpa á torgum og boða trú og lifsstil, sem ekki eru nema loftbólur sem engin merki sér eftir þegar springa. Kirkjuhöfðingjar hafa löngum gerið andlegir leiðtogar þjóðarinnar i bliðu og striðu, og er margra þeirra minnst með þökk og virðingu. Sagan ein sker úr um hverjir hljóta þann sess að nafni þeirra verði haldið á lofti árum og öldum eftir að þjónustu þeirra lauk hér i heimi. Sigur- björn Einarsson biskup er nú að láta af embætti. Á þeim 22 árum, sem hann hefur setið á biskups- stóli hafa válynd veður leikið um mannheim og hafa íslendingar ekki farið varhluta af þeim straumum og stefnum og breytingum á lifshátt- um og viðhorfum sem óðfluga breyta heims- myndinni og rugla menn i riminu. Allt gildismat raskast og mannkindin veit varla hvaðan á sig stendur veðrið hverju sinni. Sigurbjörn biskup er maður, sem tekur þátt i stormum sinnar tiðar og er óhræddur við að segja skoðun sina og boða kenningu. Enda hafa stormar staðið um hann sjálfan þvi hann hefur ekki kosið að sigla lygnan sjó. En i öllu þvi umróti sem nútiminn hrærist er mikilsvert að kjölfest- an haggist ekki og kristin lifsviðhorf nái að halda velli. I ræðu og riti hefur biskup verið óþreytandi að boða kenningu kirkju sinnar. Þar hefur hann notið ræðumennsku sinnar og orðfimi. Laun hans eru að þjóðin leggur eyru við er hann talar. í munni Sigurbjörns er kristin kenning ekki stöðn- uð bókstafstrú, heldur sannindi sem hann tengir nútimanum með þvi að lita ekki fram hjá vanda- málum liðandi stundar og fylgjast með framþró- un tækni og mannlegri breytni. Fullfast er að orði kveðið að segja að islenska kirkjan eigi i vök að verjast. Hún er styrkari en svo að fálæti og tiskustefnur nái að hnésetja hana. En hún verður að halda vöku sinni og bregðast við er að henni er sótt, og aldrei er meiri þörf á andlegri handleiðslu kirkjunnar og þjóna hennar en þegar menn þykjast ekki lengur þurfa hennar við og halda i hroka sinum, að velgengni á veraldarvisu og stundarmunaður sé hið eina eftirsóknarverða i heimi hér. Sigurbjörn Einars- son hefur staðið trúan vörð um kirkju og kristni og jafnframt náð athygli þjóðarinnar sem gefur sér tima til að lita upp úr búsorgum og veraldar- vafstri og hlýða á hann. Fyrir þetta á hann þakkir skildar. Nývigður biskup, Pétur Sigurgeirsson, tekur nú við embætti. Honum og starfi hans i þágu kirkju og þjóðar fylgja óskir um farsæla framtið. Þótt kirkjan standi á gömlum grunni er hún si- ung og áhrif hennar mikil, ef leiðtogar hennar gæta þess að halda staðfastlega við höfuðkenn- ingar kristninnar og jafnframt að taka mið af liðandi stund og ytri aðstæðum hvers tima. oó á vettvangi dagsins Fiskiræktar- adgerð eda daudadómur? eftir Jón Kristjánsson, fiskifræding 1 Timanum 24. þ.m. er greint frá „ævintýralegum árangri i sil- ungsrækt i Frostastaöavatni . Þar var sleppt bleikjuseiöum fyrir nokkrum árum, og veiöist nú i vatninu risastór bleikja. Aöalefni fréttarinnar var aö benda á þennan árangur af bleikjusleppingum, en minna gert úr þvi aö veriö var aö reyna aö grisja nálæg vötn, til þess aö fá fiskinn þar til aö vaxa betur. Vissulega er stór og fallegur fisk- ur i Frostastaöavatni, ennþá a.m.k. en full ástæöa er aö vara við þvi aö sleppa bleikju i vötn þar sem hún er ekki fyrir og er það tilgangur þessara skrifa. Astæöan er sú aö bleikjan hefur mikla viökomu, svo mikla aö vötnin veröa ofsetin á örfáum árum, og viö sitjum uppi meö þau full af smáum, horuöum og verö- lausum fiski, sem i flestum tilfell- um er vonlaust aö grisja. Þessi eiginleiki bleikjunnar aö mynda dvergstofna er lang erfiðasta vandamáliö sem viö er aö giima i islenskum silungsvötnum. Þegar bleikja er sett i vötn þar sem hún ekki var fyrir er atburöarásin nær alltaf sú sama. Til aö byrja meö vex bleikjan meö eindæmum vel, veröur gjarnan 1/2 kg á tveimur sumrum og tvöfaldar þyngd sina árlega eftir þaö. Fyrsta kynslóöin sem fæöist i vatninu vex einnig mjög vel, þannig aö eftir 5-7 ár frá seiöasleppingum er vatniö oröiö fullt af stórri hnallfeitri bleikju, og menn eru gapandi af undrun og aödáun yfir árangrinum. Siöan skeöur allt mjög snöggt: Bera fer á smáfiski, og stóra bleikjan að horast svo mjög aö ekkert veröur eftir nema dálkurinn. Hún veslast smám saman upp og deyr og vatniö morar I smáfiski sem ekki veröur stærri en 100-200 gr. Hafi urriöi veriö i vatninu hverfur hann venjulega eftir til- komu bleikjunnar og þau eru ófá þau góöu urriöavötn sem eyöilögð hafa veriö á þennan hátt. Allt framundir 1970 voru menn aö sleppa bleikju i ný vötn, upp- rifnir af þeim glæsilega árangri sem fékkst til að byrja meö. Siöan hefur Veiðimálastofnunin gert allt sem unnt hefur veriö til aö stöðva allar bleikjuseiöaslepp- ingar i vötn. Einungis þegar um hefur veriö aö ræöa litil fisklaus vötn nærri bæjum (þar sem hægt er að hemja offjölgun með neta- veiði) hefur veriö ráðlagt aö setja út bleikju. Þaö var þó nokkuð seint i rassinn gripiö, þvi heita má aö bleikja sé komin i öll vötn sem gildi hafa sem veiöivötn. Veiöivötn i Landmannaafrétti eru flest hrein urriöavötn, en þó er hún komin þar i Snjóölduvatn, vegna sleppinga i Tungná 1960-70. Siöasta stóra slysiö varö þegar bleikju var sleppt i flest vötn sunnan Tungnár, þar með talið Frostastaöavatn. Árangurinn er sá aö öll vötnin þar sem bleikju var sleppt, nema tvö eru nú ofset- in. Má þar nefna Kirkjufellsvatn, sem áður var gott urriöavatn, en LAUN SKIP- VERJA Á H U M ARVERTÍÐ eftir Stefán Lárus Pálsson, stýrimann Undanfarnar vikur hefur ein- hver vesalings furöufugl fundið hjá sér hvöt til þess að úthrópa sjómannastétt þessa lands á sið- um Dagblaösins, sem fégráöuga misyndismenn sem haldnir séu svokölluðu launabrjálæði, eins og hann kemst svo smekklega að oröi. Tilefnið var frétt um góðan afla og laun skipver ja á aflahæsta humarbátnum á siöustu vertiö. Þar er sagt að skipstjórahlutur- inn væri 140.000 kr. eftir tveggja og hálfs mánaðar úthald en há- setahlutur 100.000 kr. Kennir þessi náungi, sem ekki þorir aö láta nafns sins getiö, þessum góöa aflahlut um slæma afkomu isjávarútvegi almennt og segir þama komið svart á hvitu, að þessir fégráðugu launabrjál- uöu sjómenn séu þarna aö riöa sjávarútveginum á slig, og séu reyndarbúnirað þvi. Nefnir hann ruslahauga og slæmtútlit á lóðum fiskvinnslustööva i Sandgerði til sannindamerkis, sem gott dæmi um hve launabrjálæöi hornfiskra hum arsjóm anna hafi leitt af sér slæma hluti. Þvilik endemis vitleysa sem getur oltiö út úr einum manni. Þessi maður, sem merkir skrif sin með nafninu Grandvar, kann þó líklega eitthvað að skammast sin, þvi hann kýs að fela sig bak við dulnefni meöan hann stendur i skitkastinu á siöum Dagblaðsins og lætur gamminn geysa þar af fáheyröum ofstopa og vanþekk- íngu og hroka i garö peirra sem sist hafa til unnið. Grandvar segist sko aldeilis þekkja hlutina af eigin raun Hann hafi jú komið inn I frystihus og gott ef ekki gripið þar i verk, ef mig misminnir ekki. Þvi sé hann nú einn allsherjar sérfræöingur I sávarútvegi og þekki málefni hans til hlitar. Ekki vantar nú litillæ tið og sjálfsálitið. Ekki get ég Utnefnt sjálfan mig sem sér- fræðing i fjármálum lýöveldisins þótt ég haf i rekist æðioft inn fyrir þröskuld Seðlabanka Islands. Enda trUlega ekki eins næmur og Grandvar, sem virðist hafa oröið aivitur á útgerðarsviðinu við það eitt aö finna fisklykt i' frystihúsi. En litum betur á staðreyndir um hlutaskipti og aflahluti sjó- manna. Tökum fyrrnefndan Humarvinnsla I frystihúsi Kaupfélags Austur-Sakftfellinga á Höfn f Hornafiröi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.