Tíminn - 08.10.1981, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 8. október 1981
12____________
heimilistíminn
I>Rj(')NAHIAÐ
Lopi
og
band
nýtt tímarit
hefur göngu
sína
■ Lopi og band heitir timarit,
sem komiö er Ut i fyrsta skipti, en
ætlunin er að komi út tvisvar á ári
i framtiöinni. Ritstjóri blaðsins er
Erla Eggertsdóttir og útgefandi
er fyrirtækiö Islenska ullin. Blaö-
ið leggur áherslu á uppskriftir af
fatnaði gerðum úr islensku ullinni
og notar eingöngu lopa- og band-
framleiöslu Alafoss og Gefjunar,
sem hráefni i fatnaðinn. Fengnir
verða til liðs við blaðið hönnuðir
og prjónakonur, sem geta miðlað
af reynslu og prjónatækni og
bryddað verður á nýjungum i
meöferð lopa og bands.
Við hringdum i Erlu Eggerts-
dóttur ritstjóra prjónablaðsins og
spurðum hana, hvert væri hlut-
verk tslensku ullarinnar, fyrir-
tækisins, sem gefur pjrónablaðið
út. Hún sagði, að þetta væri nýtt
fyrirtæki, en hún hefði hugsaö
sér, að með þessu fyrirtæki gæfist
henni kostur á aö vinna að ýms-
um öðrum verkefnum en blaðaút-
gáfunni, sem þó tengdust á ein-
hvern hátt islensku ullinni. Hún
sagðist t.d. vera með auglýsingu
i næsta hefti af Icelandic Review
þar sem fólki væri boöiö upp á að
kaupa pakka með efni og upp-
skrift aö islenskri peysu. Gæti
fólk skrifað eftir þessum pökkum,
sem hún siöan sendi hvert á land
sem væri.
Erla hefur áður unnið við út-
gáfustarfsemi, þar sem hún vann
m.a. viö útgafu prjónabókarinnar
Elinar, og sömuleiöis hefur hún
unniö viö uppskriftagerð hjá
Gefjuni-Iöunni. Ekki sagðist
hún vera faglærð á sviði prjóna-
mennskunnar né heldur vera
handavinnukennari, en hún hefði
kynnst uppskriftagerð og prjóna-
skap.
Prjónablaðið Lopi og band
verður þó ekki ætlað fyrir þá, sem
prjóná á prjónavélar heldur fyrir
handprjónafólk. Erla sagði, að
mikil breyting væri nú að verða á
ullarframleiöslunni. Farið væri
aðframleiða lopa og band i mörg-
um litum, tiskulitum, þannig að
fólk gæti valið sér efni eftir
smekk. Uppskriftirnar i blaðinu
bera lika með sér, að úr mörgum
litum er að velja, þvi flestar flik-
urnar eru úr lituðu efni, að hluta
til eða i heild.
Ætlunin er að fá hönnuði og
prjónakonur til liðs við blaðið
varöandi hönnun verkefna, og að
þessu sinni eiga Jóhanna Hjalta-
dóttir og Sunneva Hafsteins-
dóttir, 3 og 4 uppskriftir hvor i
blaðinu. Vilji fólk fá keypt efnið i
flikurnar, sem uppskriftir eru að
getur þaö skrifað eftir þeim og
fengiðsent þaðefni, sem þörf er á
og jafnvel prjóna og annað, sem
tilgreint er i uppskriftinni.
Fimmtán uppskriftir eru i
fyrsta blaðinu af Lopa og bandi.
Það kostar 39 krónur út úr búð, og
á aö koma út tvisvar á ári. Sagði
Erla aö vel gæti verið, að blaðið
yrði sent i áskrift, en hún myndi
huga að þvi þegar annað blaðiö
kæmi á markaðinn.
fb
Valkostur veitingamannsins:
■ Ragnar heldur hér á gratineraða fiskinum með rjómasveppa-
sósu, bearnaissósu og bræddum osti, grænmeti og kartöflum.
-
■ —Fiskur er hvergi betri i
heiminum en hér á landi, og
sama er að segja um lamba-
kjötið. Hér h já okkur i Lauga-ás
erum við alltaf með griilað
lambalæri á matseðiinum I há-
deginuogá kvöldin, og „gratin-
eraður" fiskur er einnig alltaf
fastur liður, sagði Ragnar Guð-
mundsson annar tveggja eig-
enda Lauga-áss, þegar blaða-
maðurinn leit inn á veitinga-
staðinn I þeim tilgangi að fá
Ragnar til þess að velja rétt vik-
unnar á veitingahúsi, sem ætl-
unin er að verði fastur liður hér
á siðunni á næstunni.
Ragnar sagðist ætla að segja
okkur frá „gratineraða" fisk-
inum, en i hann nota þeir ævin-
lega nýjasta og bezta hráefnið,
sem völ er á h verju sinni, en það
er að sjálfsögðu nokkuð breyti-
legt eftir árstiöum. Heilsteikt
rauðspretta hafði verið á
hádegismatseðlinum þennan
daginn, en um kvöldið átti að
vera hvitvinssoðin smálúða. —
Við erum með karfa, þegar
hann er fáanlegur, og svo
ýmsan annan fisk sagði Ragnar.
Gratineraði fiskurinn
er alltaf á matseðlinum
segirRagnar Guðmundsson í Lauga-ási
— Þið vöktuð athygli fyrir
skömmu með að vera lægstir I
verðkönnun veitingahúsa, sem
verðla gsskrifstofan fram-
kvæmdi. Hvernig farið þið að?
— Af hverju ættum við ekki
að vera lægstir, spyr Ragnar að
bragöi. — Við eigum og rekum
þennan stað tveir meistarar,
Gunnlaugur Hreiöarsson og ég.
Við vinnum hér sjálfir, og önn-
umst innkaup sjálfir, auk þess
sem viö vinnum hráefnið hér á
staðnum. Það er allt annað að
reka veitingahús og vinna þar
sjálfur og hafa viöeigandi fag-
þekkingu. Ekki gæti ég t.d. sett
upp bifreiöaverkstæði, til þess
kann ég ekkert.
— Hvað hefur staðurinn verifl
lengi opinn?
— Við opnuöum fyrir rúmum
tveimur árum, og margir spáðu
þvi þá, að við myndum lifa af
sumariö, og ekki meira. Sem
betur fer fór það á annan veg.
Viö byggjum reksturinn engan
veginn á ferðamönnunum, sem
gista tjaldstæöið hér fyrir neðan
á sumrin. Hingað kemur mikið
af fjölskyIdufólki auk annarra
gesta, og viðskiptin eru nokkuð
jöfn yfir árið.
— Hvað vinnur margt fólk hjá
ykkur?
— Við erum tuttugu talsins,
en vorum aðeins fjögur i byrjun.
Hjá okkur eru tveir matreiðslu-
meistarar auk okkar sjálfra.
Við vinnum meö fólkinu og
höfum stöðugt samband við við-
skiptavinina með þvi að vinna
við afgreiðsluna lika. Þvi fylgir
sá kostur, aö viö sjáum, ef eitt-
hvaö fer úrskeiöis, og getum
auðveldlega leiðrétt þaö strax
og lærum af sambandinu við
viöskiptavinina. Annars er um
að gera aö hafa nóg starfsfólk.
Ef starfsfólkið er þreytt kemur
það niður á viöskiptavinunum.
Afgreiðslufólkið þarf aö geta
verið kátt og hresst, vegna þess
að það er ekki nóg að fá góðan
mat, ef hann er framréiddur af
þreyttu og úrillu fólki.
Og þá er það maturinn, sem
þú ætlar að velja fyrir okkur.
— Ég ætla aö velja fiskinn. Sé
fiskur „Réttur dagsins” kostar
hann 44 til 48 krónur. Grillað
lambalæri kostar 69 krónur, og
er einnig mjög vinsælt.
Fiskrétt eins og þennan getur
svo sem hver og einn búið til
heima hjá sér, en svona förum
viðað: Viö skerum fiskinn niður
i bita, og leggjum þá i blöndu,
sem I er karrý uppleyst i vatni.
blandað hveiti, salti og pipar.
Svo er fiskstykkjunum velt upp
úr raspi, en við búum allt okkar
rasp til sjálfir. Fiskstykkin
djúpsteikjum við, en þau má
lika steikja á pönnu, ef vill.
Stykkjunum er komið fyrir á
eldföstum diski og þau skreytt
með kræklingi og rækjum og
yfir þau hellt rjómasveppasósu,
og einnig bernaissósu og ofan á
er settur ostur. Þetta er sett i
grillofn i eina eða tvær minútur,
á meðan osturinn er að bráðna.
Sfðan er hrásalati, grænmeti og
kartöflum bætt á diskinn, og
rétturinn er tilbúinn fyrir gest-
ina.
— Hvað fær fólk fyrir börnin
sin?
— Margir, sem fá sér fisk fá
svolitið fiskstykki fyrir litlu
krakkana og franskar kartöflur
með. Aðrir fá aukadisk, og gefa
þeim af þvi, sem þeir fá sjálfir.
Við erum ekki með sérstakan
barnamatseðil, vegna þess að
okkur hefur virzt börnin helzt
vilja fá það sama og fullorðna
fólkið. Þvi er bezt að hafa þetta
svona. Svo höfum við frá upp-
hafi haft þann sið, að gefa börn-
unum ispinna á eftir matnum.
Lambalærið iLauga-ási hefur
fengið mikið lof, og spurðum við
Ragnar, hvort hann gæti kennt
okkur ráð til þess að okkar eigið
sunnudagslæri smakkaðist
betur.
— Það sem mestu máli
skiptir er að láta sér ekki detta i
hug að taka lærið upp úr frysti-
kistunni á laugardagskvöldi, og
ætla að steikja það fyrir hádegi
á sunnudag, sagði Ragnar. —
Takið lærið t.d. á þriðjudegi og
látið það þiðna. Geymiö það i
kæliskáp i plastpoka, sem gat
hefur verið gert á, svo kjötið
getiandað. Kjötiðverður mýkra
og betra, ef það fær að biða
svona nokkurn tima áður en það
er steikt, eftir að frostið fer úr
þvi.
fb
■ Abur en sósan er sett yfir fiskinn eru settar ofan á stykkin rækjur
og kræklingar. (Timamyndir GE)
Matreiðsla
fyrir ör-
bylgjuofna
■ Húsmæðrafélag Reykjavikur
hefur nú hafið vetrarstarf sitt að
nýju, eftir hvild sumarsins. Opið
húseralla mánudaga aö Baldurs-
götu ), kl. 13.30—17.30. Allar kon-
ur velkomnar. Eins og undanfar-
in ár er sýnikennsla á dagskrá
vetrarins og sú fyrsta verður i
dag, fimmtudag i meðferð og
matreiðslu fyrir örbylgjuofna.
Basarfélagsins verður að Hall-
veigarstöðum að vanda, 31. okt.
1 növ. verður sýnikennsla i jóla-
fóndri. Sýnikennsla i matreiðslu
verður i april.
Bandarfkin:
Borðsiðir
á stundá-
töflu
í skólum
vestra
■ Nemendur nú á dögum læra
ekki borðsiðiheima hjá sér.segja
menn i Bandarikjunum. Þar af
leiðandi hefur verið tekin upp
kennsla i mannasiðum i Oakam
CenterSchool iMassachusetts, og
fleiri skólar eru sagöir ætla sér að
feta i' fótspor skólayfirvaldanna i
Oakam.
Kennslan i mannasiðum og
borðsiðum fer fram i áður-
nefndum grunnskóla og með þeim
hætti, að skólanemendur fá ekki
lengurað troðast og ryðjast fram
fyrir aðra i röðinni á kaffiteriu
skólans. Nú er þeim fyrirskipað
að setjast niður við smáborö I
matarhléinu, og eldri nemendur
skólans þjóna þeim yngri til
borðs. Allir verða að koma
kurteislega fram.
Arangurinn er sagður stórkost-
legur. Nú sitja þeir rólegir við
borð, sem áður tróðust fram fyrir
aðra, og það sem einnig skiptir
miklu máli er, að ekki er kastað
nærri eins miklum mat og áður
var gert. Fólk fær sér minna á
diskana og gengur betur að mat
sinum. Matarsparnaðurinn er
talinn nema um 30%, sem er alls
ekki svo litið.
Kannski væri athugandi, hvort
ekki mættifara að kenna Islend-
ingum betri borðsiði og matar-
venjur, og byrja þá strax I grunn-
skólunum, þvi margt bendir til
þess að sjoppumenningin og
kaffiteriumenning hafi hertekið
okkur, ekki siður en Bandarij-
am enn. fb
Húsmædrafélag
Reykjavfkur:
Óhagræði að
misstórum
kartöflum
■ Húsmæörafélag Reykjavikur
lýsir yfir stuðningi viö reglugerð
frá 17. sept. ’81 varöandi flokkun-
arstærð kartaflna.
Húsmæðrafélag Reykjavikur
vekur athygli á þeirri óhagræð-
ingu seiy þvf fylgir að fá i sama
poka storar kartöflur, sem þurfa
30 min. suðu og smáar, sem ekki
þurfa nema 10—15 min. suðu. Það
er hins vegar æskilegt að neyt-
endur, þeir sem það vilja, geti
keypt smáar kartöflur. Smáar
kartöflur eða svo kallað
„smælki” getur tæplega flokkast
undir fyrsta flokks vöru og á þvi
ekki að vera á sama verði og
fyrsti flokkur. Neytendur hljóta
aö gera þá kröfu til kartöflu-
bænda að þeir fari eftir nýrri
reglugerð varðandi flokkunar-
stærð og gæðamat.
Frá Húsmæðrafélagi
Reykjavi'kur.