Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 13. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -4,9% -21,1% Bakkavör -11,4% -25,6% Exista -20,9% -44,3% FL Group -9,7% -37,1% Glitnir -10,7% -22,1% Eimskipafélagið -5,4% -11,8% Icelandair -4,6% -5,8% Kaupþing -8,7% -20,5% Landsbankinn -10,1% -22,7% Marel -2,0% -3,4% SPRON -18,2% -40,9% Straumur -11,2% -19,6% Teymi -7,6% -12,0% Össur -6,0% -8,9% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag Írska dagblaðið Irish Independent sagði frá þeim óstaðfesta orðr- ómi á laugardag að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hefðu keypt átta prósenta hlut í írska matvælaframleiðandan- um Greencore, stærsta sam- lokuframleiðanda heims, í gegn- um Existu. Fasteignamógullinn Robert Tchenguiz, sem situr í stjórn Existu, er sagður hafa keypt tíu prósent í sama félagi. Blaðið segir líkur á að hluta- bréfakaupin hafi verið gerð með afleiðuviðskiptum á rúmu sex mánaða tímabili án þess að geta heimilda fyrir frétt sinni. Fram kom í síðasta ársuppgjöri Existu og á uppgjörsfundi félags- ins fyrir hálfum mánuði að veltu- bók félagsins hefði verið lokað og stöðutökum á borð við kaup í Greencore verið hætt. Greiningardeild Landsbank- ans bendir á það í Vegvísi sínum í gær að Greencore eigi nokk- uð af fasteignum og eftirsóttum byggingarlóðum auk matvæla- framleiðslunnar. Markaðverð- mæti fyrirtækisins nemur um 830 milljónum evra, jafnvirði 82 milljarða íslenskra króna. - jab FRÁ UPPGJÖRSFUNDI EXISTU Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sagði félagið hætt stöðutökum á síðasta ári. Markaðurinn/Auðunn Orðrómur um kaup Bakkavarar á Írlandi Smáey ehf., félag athafna- og út- gerðarmannsins Magnúsar Krist- inssonar, hefur eignast 1,75 pró- senta hlut í Landsbankanum og var tólfti stærsti hluthafi bank- ans í enda janúar samkvæmt ný- legri hluthafaskrá bankans. Ætla má að verðmæti hlutar- ins hlaupi á 5,4 milljörðum króna miðað við gengi bréfa í bankan- um í gær. Magnús er stærsti eigandi fjárfestingafélagsins Gnúps á móti Kristni Björnssyni en félag þeirra seldi Smáey rúma 4,6 milljónir hluta sinna í Kaupþingi í byrjun desember. Það jafngild- ir 0,58 prósenta hlut í bankan- um. Andvirði viðskipt- anna þá nam tæpum fjórum milljörðum króna. Ætla má að verðmæti eignarinn- ar hafi lækkað um einn milljarð króna síðan þá. - jab MAGNÚS KRISTINSSON Smáey stór í Landsbanka Viðskipti Icelandic Group hefur ráðið Finnboga Baldvinsson for- stjóra í stað Björgólfs Jóhanns- sonar. Finnbogi hefur frá árinu 2006 gegnt starfi forstöðumanns Evr- ópusviðs Icelandic Group. Í til- kynningu félagsins segist Finn- bogi líta á starfið sem mjög krefjandi verkefni. „Ljóst er að framundan er tími hjá félaginu þar sem krafa hluthafa um ár- angur verður höfð að leiðarljósi,“ segir hann. Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður segir verkefnið að koma félaginu í fremstu röð á ný. - óká Nýr forstjóri Icelandic Group Jarðíkornar róta sig í gegnum lífið án þess að sjá skaðann sem þeir vinna. Þeir geta ekkert gert að glámskyggni sinni. En það getur þú. Með þaulreyndum viðskipta- og greiningarhugbúnaði frá SAS. Kynntu þér hvernig þú ferð að því. Skráðu þig á námskeiðið „Tour de Platform“ sem haldið verður fimmtudaginn 28. febrúar á Hilton Reykjavik Nordica í Reykjavík. www.sas.com/is/tourdeplatform www.sas.com/is SAS and all other SAS Institute Inc. product or service names are registered trademarks or trademarks of SAS Institute Inc. in the USA and other countries. ® indicates USA registration. Other brand and product names are trademarks of their respective companies. © 2007 SAS Institute Inc. All rights reserved. 00929/DK/0108 Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Við höfum ekki tekið eftir því að neikvæð umræða hafi haft áhrif á okkur,“ segir Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi. Breska dagblaðið Sunday Times varaði landa sína við því um síðustu helgi að leggja hærri upphæð en 35 þúsund pund inn á innlánsreikninga á borð við Kaupthing Edge, reikning sem Kaupþings ýtti úr vör fyrir breska netverja fyrir viku, og Icesave, sem Landsbankinn hefur starfrækt síðan í október í hitteðfyrra. Ástæðuna segir blaðið þá að alþjóð- lega matsfyrirtækið Moody‘s sé með lánshæfis- einkunnir bankanna til athugunar og sé útlit fyrir að þær verði lækkaðar. Blaðið segir lánshæfisein- kunnir bankanna reyndar AAA en raunin er sú að hún hefur þegar verið lækkuð í AA3. Ástæðan fyrir því að ekki er mælt með því að hærri upphæð skuli leggjast inn á reikningana er sú að bresk og íslensk stjórnvöld ábyrgjast innistæður bankanna. Þrátt fyrir þetta er sérstaklega mælt með inn- lánsreikningi Kaupþings í Bretlandi, þar séu bestu innlánsvextirnir um þessar mundir. „Blöðin hafa verið mjög jákvæð í okkar garð enda erum við að greiða mjög samkeppnishæfa vexti,“ segir Guðni og bendir á að önnur dagblöð í Bretlandi hafi ráð- lagt fólki frá því að setja öll eggin í sömu körfuna heldur dreifa sparifé sínu á nokkra innlánsreikn- inga. Talsverð samkeppni er á breskum netbanka- markaði, svo sem frá áströlskum og nígerískum bönkum auk hinna íslensku. Guðni bendir enn fremur á að erfitt sé að greina hvort áhrifa umfjöllunarinnar hafi gætt á fjölda umsókna fyrir reikninginn. Svo virðist ekki hafa verið en um vikutími getur liðið frá því um- sókn er lögð fram og þar til innlánsreikningur Kaupthing Edge verður virkur. „Þetta gengur allt eftir áætlun.“ Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Ís- lands, tekur í sama streng. Neikvæð umræða um íslenska innlánsreikninga hafi ekki glatt menn þar á bæ, þó svo þeir hafi svo sem ekki merkt hana í starfseminni. Hann bendir á að í Bretlandi sé bank- inn með eina 170 þúsund reikninga og að síðustu daga hafi frekar verið vöxtur í innlögnum. „Hins vegar hefur neikvæð umfjöllun yfir lengri tíma klárlega áhrif. En í augnablikinu heldur þetta alveg sjó,“ segir hann. GUÐNI AÐALSTEINSSON „Við höfum ekki tekið eftir að neikvæð umræða hafi haft áhrif á okkur,“ segir framkvæmdastjóri fjárstýr- ingar Kaupþings. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Bankastjóri Landsbankans segir nei- kvæða umfjöllun klárlega hafa áhrif til lengri tíma. „Í augnablikinu heldur þetta sjó,“ segir hann. MARKAÐURINN/GVA Bankarnir halda sjó í bresku áhlaupi Sunday Times mælir með því að sparifjáreigendur dreifi fjármunum sínum á fleiri en einn innlánsreikning. „Við vonumst til þess að geta farið að framleiða 460 þúsund dekk þegar á næsta ári,“ segir Þorlákur Björnsson, einn eig- enda Green Diamond Tire, ís- lenskrar dekkjaverksmiðju í New York í Bandaríkjunum. Þar eru framleidd harðkornadekk, samkvæmt íslensku einkaleyfi. Íslendingar hófu þátttöku í rekstri Green Diamond fyrir einu og hálfu ári. Þá stóð verk- smiðjan höllum fæti. „En við höfum fjárfest töluvert í upp- byggingu. Þetta er vel á annað hundrað milljóna króna,“ segir Þorlákur. Fjórir Íslendingar eiga í Green Diamond og einn Bandaríkjamaður. Þá kom Saga Capital nýlega inn í myndina sem fag- fjárfestir. Þorlákur segir að í fyrra hafi verið seld um 20 þúsund dekk, en eftir- spurnin sé mikil og auðveldlega hefði mátt selja 100 þúsund. „Við stefnum á að framleiða 50 þúsund dekk í ár. Húsnæðið hamlar okkur enn sem komið er, en við stefnum á að vaxa,“ segir Þorlákur, sem upplýsir um áætlanir um fimm harðkornadekkjaverksmiðjur víðs vegar um Bandaríkin, á næstu árum. „Við reiknum með því að fimmfalda starfsmanna- fjöldann, en það eru tuttugu hjá okkur núna.“ Þorlákur segir að fyrirtækið komi vel út í þjónustukönnun- um. „Við seljum venjuleg dekk handa venjulegum fjölskyldum á venjulegu verði. Þá er þetta umhverfisvæn starfsemi.“ Þorlákur vísar þar til þess að í verksmiðjunni fer í raun fram endurvinnsla. „Þessi dekk eru úti um allt. Við söfn- um þeim saman, spæn- um þau niður og byggj- um þau upp á nýtt.“ Þá fari harðkornadekkin mun betur með götur en til dæmis nagladekk. - ikh Framleiða harðkorna- dekk í Bandaríkjunum HARÐKORNADEKK Íslendingar eiga og reka harðkornadekkjaverk- smiðju í New York og stefna á að auka umsvifin mikið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.