Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 13. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Jón Skaftason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l jsk@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Á VIÐSKIPTAÞINGI Í FYRRA Í dag er haldinn einn af árvissum stórviðburðum viðskiptalífsins þegar Viðskiptaráð heldur viðskiptaþing sitt. Hér að ofan má sjá Geir H. Haarde forsætisráðherra flytja opnunarávarp, en þá var áhersla þingsins á ímynd landsins og sérfræðingur í þeim málum að nafni Simon Anholt fenginn til að fjalla um hana. Núna er framtíðarskipan gjaldeyrismála í brennidepli. MARKAÐURINN/GVA Það er ekki langt síðan umræða um fyrirkomulag gjaldeyris- og peningamála var á höndum ör- fárra hagfræðinga, embættis- manna og stjórnmálamanna. Nú er hinsvegar svo komið að fáir fara varhluta af þessari umræðu og íslenska krónan er orðin að hitamáli í íslensku samfélagi. Efasemdir um gildi krónunnar fyrir fyrirtæki og almenning í landinu er víða að finna í frétta- flutningi og almennri umræðu. Slík umræða verður ekki til að ástæðulausu. Síðustu miss- eri hafa Íslendingar þurft að búa við viðvarandi verðbólgu, hátt vaxtastig og raungengi og ófyrirsjánlegar gengissveiflur. Allt eru þetta þættir sem ýta undir vantrú á gjaldmiðli okkar. Þetta gerist á sama tíma og al- þjóðavæðing íslensks hagkerf- is hefur aukið mikilvægi fyrir- komulags peningamála til muna. Segja má að íslenska krónan sé örmynt á alþjóðlegan mæli- kvarða og umsvif fyrirtækja á erlendri grundu hafa leitt til þess að fyrir mörg fyrirtæki hefur hún reynst fjötur um fót. KÖNNUN KYNNT Viðskiptaþing er ávallt helgað brýnustu hagsmunamálum við- skiptalífsins og í ár var því valin yfirskriftin Íslenska krónan: Byrði eða blóraböggull? Á þing- inu verður spurningunni svarað með því að leita álits innlendra og erlendra sérfræðinga og full- trúa viðskiptalífsins, félaga í Við- skiptaráði. Einnig verður í til- efni þingsins gefin út skýrsla Viðskiptaráðs þar sem reifaðir eru þeir möguleikar sem Ísland stendur frammi fyrir í gjaldeyris- málum. Við undirbúning þingsins leit- aði Viðskiptaráð álits um 300 forsvarsmanna aðildarfélaga á gjaldeyris- og peningamálum. Þetta var gert með stuttri könn- un, en niðurstöður hennar verða kynntar á Viðskiptaþingi. Ljóst er af niðurstöðum könnunarinn- ar að íslensk fyrirtæki geta illa unað við óbreytt ástand. Meiri- hluti forsvarsmanna aðildarfé- laga Viðskiptaráðs er ósáttur við fyrirkomulag peningamála og um 63% þeirra telja að hér eigi að taka upp annan lögeyri en krón- una. Niðurstöðurnar sýna svart á hvítu fram á nauðsyn þess að hér verði komið á opinni umræðu um hver vandamálin við núverandi peningastefnu eru og hvaða kostir eru í stöðunni. ER ANNAR GJALDMIÐILL BETRI? Ljóst er að hluta þess vanda sem nú er glímt við má rekja til mis- taka í fjármálastjórn á undan- förnum árum. Þar hafa umfangs- miklar stóriðjuframkvæmdir og aukin útgjöld hins opinbera, ásamt öðru, leitt af sér þau ein- kenni þenslu sem nefnd voru hér að ofan. Hvort sem stendur til að halda krónunni eða skipta henni út fyrir aðra mynt, er ljóst að koma þarf á efnahagslegu jafnvægi á ný. Í skýrslu Viðskiptaþings eru reifaðar fjölmargar aðgerðir sem ættu að stuðla að jafnvægi og skilvirkari framkvæmd peninga- stefnu Seðlabanka Íslands. Um leið myndu þær bæta rekstrar- umhverfi alþjóðlegra fyrirtækja, hvort sem það væri í sambúð við íslensku krónuna eða annan gjald- miðil. Efasemdir um hagnýtt gildi sjálfstæðis í peningamálum kalla á spurningar um hvort aðrir gjaldmiðlar en krónan gætu hent- að Íslandi betur. Í ljósi eðlis og umfangs utanríkisviðskipta Íslendinga liggur því beint við að huga að upptöku evru hér á landi. Þar hafa einkum tvær leiðir verið nefndar til sögunnar, þ.e. einhliða upptaka evru eða upptaka í kjöl- far aðildar að ESB og myntbanda- laginu. Þriðja leiðin hefur einnig verið nefnd, sem er tvíhliða upp- taka evru sem fæli í sér aðgang að myntbandalaginu og samstarf við Seðlabanka Evrópu, án aðild- ar að Evrópusambandinu. Á Við- skiptaþingi 2008 verður varpað betra ljósi á kosti og galla þess- ara leiða og hvort þær eru yfir- leitt færar. ÓFORMLEG EVRUVÆÐING Hvert sem markmiðið verður er skýr stefnumörkun alltaf skyn- samlegur kostur. Undanfarin ár hafa ekki eingöngu fyrirtæki heldur einnig einstaklingar fært sig á ýmsan máta frá notkun ís- lensku krónunnar. Erlend lántaka heimilanna hefur t.a.m. vaxið hratt sem er óæskileg þróun með tilliti til fjármálastöðugleika hag- kerfisins. Ein leið sem nefnd hefur verið til að vega á móti þeirri hættu eru launagreiðslur í erlendri mynt. Með því væri ljóst að næsta skref til óform- legrar evruvæðingar, án beinnar þátttöku stjórnvalda, hefði verið tekið. Til að koma í veg fyrir frekari þróun í átt að óformlegri evruvæðingu er nauðsynlegt að byggja upp trúverðugleika og notagildi íslensku krónunnar. Hvort sem stjórnvöld hafa hug á að halda sjálfstæðum gjald- miðli til frambúðar eða ekki, er stöðugleiki grundvallarforsenda þess að rekstrarumhverfi fyr- irtækja og efnahagsleg skilyrði einstaklinga verði eins og best verður á kosið. Sitji stjórnvöld með hendur í kjöltu er hætt við því að næstu skref til óform- legrar evruvæðingar verði tekin. Þar með væri tækifæri stjórn- valda til að stýra atburðarásinni glatað og þau gætu neyðst til að fylgja þróuninni eftir í stað þess að leiða hana. Er krónan byrði eða blóraböggull? Skortsala kallast það þegar fjár- festir fær lánuð hlutabréf og selur en skuldbindur sig á sama tíma til að kaupa þau aftur og skila þeim að ákveðnum tíma liðnum til þess sem upphaflega lánaði honum þau. Með þessu móti hefur fjárfestir hag af því að verð hlutabréfa lækki sem mest enda er hann að veðja gegn góðu gengi þeirra. Gangi áætlan- ir fjárfestisins eftir hirðir hann mismuninn en tapar peningum ef þau hækka. Ungverski fjárfestirinn George Soros er einna þekktastur fyrir að skortselja breska pundið árið 1992 og hagnast um einn millj- arð Bandaríkjadala á einum degi. Gengisfelling pundsins lá í loft- inu og veðjaði Soros tíu millj- örðum dala á að það myndi ræt- ast. Það gekk eftir eins og frægt er orðið. Skortsala þykir áhættu- samur gjörningur enda hefði Soros getað tapað háum fjárhæð- um hefði breski seðlabankinn komið sér hjá gengisfellingunni. GEORGE SOROS Skortsala O R Ð Í B E L G Finnur Oddsson framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Í spánnýrri bók sem Margrét Reynisdóttir skrifar og heitir „Þjónusta: Fjöregg viðskiptalífsins“ kemur fram hversu miklu máli skiptir fyrir fyr- irtæki að huga að og taka mark á athugasemdum og umkvörtunum við- skiptavina þeirra. Ábendingarnar eru sagðar geta verið uppspretta fram- fara og sóknar. Væntanlega eru þetta hollráð hverjum þeim sem veitir þjónustu og á það væntanlega bæði við fyrirtæki sem og hið opinbera. Stjórnmálamenn eru þjónar almennings, en þeim hættir stundum við að loka bæði augum og eyrum þegar kemur að ákveðnum málefnum. Sú tilhneiging gæti þó átt eftir að koma þeim í koll þegar langþreyttir „viðskiptavinir“ leita annað. Á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag er krónan í brennidepli, en æ fleiri virðast þeirrar skoðunar að krónan sé hér fremur til trafala en hægðarauka. Þannig upplýsir ráðið í dag um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna þar sem í ljós kemur að tveir af hverjum þremur stjórnendum fyrirtækja vilja kasta krónunni fyrir annan gjald- miðil. Væntanlega eru þetta raddir sem mark er takandi á. Í markaðsóróa og fjármálakrísu þeirri sem nú ríður yfir heiminn kemur nefnilega í ljós hvar skórinn kreppir í umræðu um íslenskt efnahagslíf. Smæð hagkerfisins og öfgakenndar sveiflur, þar sem krónan leikur jú stórt hlutverk, virka framandi í augum erlendra greinenda og augljós van- trú þeirra á efnahagslífi hér, sem svo smitar yfir á þau fyrirtæki sem hér starfa. Um leið þurfa fjármálafyrirtæki að hafa hugfast að við núverandi mark- aðsárferði og starfsumhverfi er þeim hollara að fara fram með gætni og ákveðinni auðmýkt. Þannig getur ekki verið til að auka traust á fjármála- fyrirtækjum ef þau berja sér á brjóst fyrir „ásættanlegan árangur“ í erf- iðu árferði, en jafna þar út öllu árinu í stað þess að viðurkenna hvernig gengið hefur frá upphafi kreppunnar síðasta hálfa árið. Moody‘s ætlar fyrir mánaðamót að kynna niðurstöðu eigin endurmats á stöðu bankanna vegna hugsanlegrar niðurfærslu á lánshæfismati þeirra. Væntingar voru um að þetta gengi hratt fyrir sig, en virðist nú sem fyrir- tækið ætli að leggjast vandlega yfir stöðumatið. Í bankakerfinu telja menn jákvætt að fyrirtækið skoði aðstæður vandlega, enda telja bankarnir sig ágætlega setta. Þeir eru ágætlega fjármagnaðir út árið og standast vel jafnt regluleg sem óregluleg álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Útlit er fyrir að lækki Moody‘s lánshæfiseinkunn bankanna ferðist þeir í heilan hring frá því að vera í febrúar í fyrra uppfærðir í hæstu einkunn Aaa, lækkað- ir í apríl í Aa3 og kunna núna að enda á sama stað og lagt var upp í ein- földu A-i. Vandi íslensku bankanna felst hins vegar í skorti á trúverðug- leika út á við. Í fjármálaóróleika dagsins virðist alveg sama hversu mikla áherslu bankarnir leggja á að kynna fjármögnun sína fram í tímann og arð- semi undirliggjandi rekstrar, þeir búa áfram við himinhátt viðbótarálag á skuldabréfaútgáfu, sem þegar er tekið að hamla þeim og hefur hægt á vexti þeirra. Skuldatryggingarálag bankanna sýnir að þeir njóta ekki þess trausts sem þeir ættu. Spurningin sem vaknar er hvar vandinn liggur. Í nýlegri umfjöllun Moody‘s er bent á að bankarnir hér séu orðnir af þeirri stærð að baklandið kunni að vera ónógt. Það eitt og sér hlýtur að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni, vilji þeir á annað borð að hér eigi stórfyrirtækjum á heimsvísu að vera líft. Viðfangsefni dagsins ætti að vera að tryggja þessum fyrirtækjunum baklandið og starfsumhverfið sem þau þurfa á að halda. Hollt er að hlusta á og taka mark á umkvörtunum. Bæta þarf baklandið Óli Kristján Ármannsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.