Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 13. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Auðkýfingurinn Sir Tom Hunter,
einn ríkasti maður Skotlands, leit-
ar fjárfestingartækifæra þessa
dagana og vill ljúka þeim hið
fyrsta.
Hunter hefur úr talsverðu
að moða og er tilbúinn að veita
rúmum einum milljarði punda,
jafnvirði 134 milljarða íslenskra
króna, og þar yfir í fjárfesting-
una sem á að vera á sviði smásölu-
verslunar eða fasteigna, að sögn
vefútgáfu dagblaðsins Scotsman.
Hunter hyggst sömuleiðis snúa
baki við smærri fjárfestingum
í kjölfarið. „Við ein-
beitum okkur aðeins
að stórum fjárfesting-
um núna,“ segir hann í
samtali við blaðið.
Hunter, sem hagn-
aðist ungur að árum,
hefur verið stórtæk-
ur í breskum og skosk-
um garðvörugeira upp
á síðkastið. Hann er
jafnframt viðskiptafélagi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, starf-
andi stjórnarformanns
Baugs Group, og kom
meðal annars að kaup-
um félagsins á bresku
verslanakeðjunni House
of Fraser ásamt öðrum í
hittifyrra. - jab
SIR TOM HUNTER Einn rík-
asti maður Skotlands er sagður
leita fjárfestingartækifæra þessa
dagana.
Ríkasti Skotinn leitar tækifæra
Danska viðskiptablaðið Börsen segir að þeir auðmenn sem enn
eiga peninga eftir skell í lausafjárkrísunni séu síður en svo
hræddir við að flagga þeim og panta heimsþekkta tónlistarmenn
til að troða upp í einkasamkvæmum á þeirra
vegum.
Þannig mun George Michael, hafa
þegið jafnvirði um 150 milljóna króna
fyrir tónleika í einkateiti rússnesks
milljarðamærings um síðustu ára-
mót auk þess sem poppgoðið Jenni-
fer Lopez fékk fúlgur þegar hún
tróð upp í 40 mínútur í þrítugs-
afmæli eiginkonu samlanda þess
rússneska. Þetta eru þó smáaurar
miðað við þær 300 milljónir sem
Celine Dion fékk fyrir stutta tón-
leika sem hún hélt í teiti soldánsins af
Brúnei fyrir ellefu árum.
Almúginn verður hins vegar að
láta sér nægja að fá vandræðageml-
inginn Pete Doherty til að troða upp.
Kappinn, sem margoft hefur ratað á síður
slúðurblaða fyrir misgott athæfi, mun
hafa tekið hundrað pund, jafnvirði rúmra
þrettán þúsund króna, fyrir uppákomu
í einkasamkvæmi í Bretlandi á dögun-
um. - jab
ELTON JOHN Breski tónlistarmaðurinn Elton
John, sem tróð upp í fimmtugsafmæli Ólafs
Ólafssonar í Samskipum í byrjun síðasta árs.
Stjörnur falar fyrir
rétt verð
Gengi hlutabréfa í indverska raf-
orkufyrirtækinu Reliance Power
féll um fjórtán prósent í kaup-
höllinni í Mumbai á mánudag.
Þetta þykja talsverð vonbrigði
enda miklar vonir bundnar við
fyrirtækið á þessum fyrsta við-
skiptadegi með bréf félagsins.
Umframáskrift í hlutafjárútboði
var 70 sinnum umfram það sem
í boði var.
Breska dagblaðið Times segir
ljóst að alþjóðleg svartsýni fjár-
festa hafi nú smitað út frá sér til
Indlandsstranda og annarra ný-
markaða, sem þar til nú hafa stað-
ið af sér ólgusjó á mörkuðum.
Blaðið segir mikil vonbrigði
með fallið í röðum indverskra
fjárfesta enda orkufyrirtækið
talið ein af mörgum vonar-
stjarna ársins. Times bendir að
sama skapi á að gróðahyggja og
ofurvæntingar hafi stýrt ákvörð-
unum fjárfesta. Engin starfsemi
hafi nokkru sinni verið í gangi
á vegum Reliance auk þess sem
tekjurnar séu nær mínus en plús.
- jab
VIÐ UPPHAF VIÐSKIPTADAGS Anil
Ambani, stjórnarformaður Reliance Power,
á mánudag áður en viðskipti hófust.
Gengið hækkaði örlítið í fyrstu viðskiptun-
um áður en það féll um fjórtán prósent.
MARKAÐURINN/AFP
Vonarstjarna Indverja fellur
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjun-
um er nálægt botninum, að mati
Bartons Biggs, eins af stjórnend-
um og stofnendum bandaríska
vogunarsjóðsins Traxis Partners
LLC. Þegar botninum nær muni
viðsnúningur verða, ekki síst hjá
bönkum og fjármálafyrirtækj-
um, að hans mati.
Biggs, sem eitt sinn starfaði
sem fjármálasérfræðingur hjá
bandaríska fjárfestingar bank-
anum Morgan Stanley, sagði
í samtali við Bloomberg-sjón-
varpsfréttastofuna um helgina,
að hann hefði sjálfur bætt mjög
við eignasafn sitt í bandarísk-
um hlutabréfum. „Þau eru af-
skaplega ódýr,“ sagði hann og
spáði því að gengi bréfa í bönk-
um og fjármálafyrirtækjum
gæti hækkað um allt að 20 til 25
prósent á árinu.
Bloomberg bendir á að fjár-
málakrísan sem riðið hefur yfir
alþjóðamarkaði upp á síðkast-
ið hafi komið harkalega niður á
gengi fjármálafyrirtækja. Þar
af hafi meðalgengi þeirra sem
skráð eru í S&P 500 vísitöluna
fallið um 21 prósent frá áramót-
um. Svo mikil lækkun hefur ekki
sést síðan árið 1990. - jab
LÍTIL GLEÐI Á WALL STREET
Fjármálasérfræðingur er bjartsýnn á að
botninum sé að verða náð á fjármála-
mörkuðum. MARKAÐURINN/AP
Botninn nálgast
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Exista fær 138,6 milljónir evra, jafnvirði tæpra
fjórtán milljarða króna, í arðgreiðslur vegna tæps
fimmtungshlutar sem fyrirtækið á í finnska trygg-
ingafyrirtækinu Sampo Group.
Hagnaður Sampo nam 160 milljónum evra, jafn-
virði sextán milljarða íslenskra króna að núvirði,
fyrir skatta á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir
38 prósenta samdrátt á milli ára er afkoman tals-
vert yfir væntingum samkvæmt spá Reuters. Hagn-
aður af tryggingastarfsemi er stærsti tekjuþáttur
fyrirtækisins en hann nam 144 milljónum evra, sem
er yfir væntingum en líftrygginga- og fjárfesting-
arhlutinn voru undir væntingum. Stjórn félagsins
hefur lagt til að arðgreiðsla hljóði upp á 1,2 evrur á
hlut fyrir árið, sem er í takt við væntingar.
Á uppgjörsfundi Existu um mánaðamótin kom
fram að væntar arðgreiðslur ársins gætu numið allt
að 200 milljónum evra, jafnvirði um 20 milljarða ís-
lenskra króna, miðað við gengi íslensku krónunnar
gagnvart evru í gær. Kaupþing og Bakkavör hafa
þegar tilkynnt arðgreislur sínar fyrir árið 2007 og
koma um 40 milljónir evra í hlut Existu. Gera má
ráð fyrir að arðgreiðsla frá Storebrand í Noregi
gæti legið á bilinu sjö til tíu milljónir evra, en árs-
uppgjör félagsins verður birt í dag. Gangi allt eftir
koma greiðslurnar til viðbótar við lausafjárstöðu
Existu sem greint var frá í janúar, sem mætir end-
urfjármögnunarþörf félagsins langleiðina út árið
2009.
Greiningardeild Glitnis segir erfiðar aðstæður á
mörkuðum torvelda Sampo að hagnast á fjárfest-
ingarstarfsemi. Þannig hafi fyrirtækið brugðist við
óróleika á fjármálamörkuðum og minnkað stöðutök-
ur. Varnir félagsins gagnvart frekari óróleika séu
góðar enda búi félagið að sterkri lausafjárstöðu eftir
sölu á bankastarfsemi í fyrra. Félagið hefur í raun
verið sagt eitt af efnuðustu félögum Norðurlanda.
Hlutur Sampo í sænska bankanum Nordea er
þar undanskilinn. Sampo hefur nýverið aukið við
sig þar, fer nú með rétt rúman tíu prósenta hlut og
er næststærsti hluthafinn í þessum stærsta banka
Norðurlanda. Lengi hefur verið rætt um að félagið
vilji auka við hlut sinn og jafnvel yfirtaki bankann.
Allt fari það eftir hug sænska ríkisins til að selja
tæplega fimmtungshlut sinn í bankanum. Gangi
þær vonir eftir verður salan stærsta einkavæðing
sænska ríkisins. Haft hefur verið eftir Mats Odell,
fjármálaráðherra Svíþjóðar, að aðstæður á mörkuð-
um bjóði ekki upp á sölu að sinni.
Auk þess að bæta við hlut sinn steig finnska trygg-
ingafyrirtækið skrefi nær nánara samstarfi þegar
það tilnefndi Björn Wahlroos, forstjóra Sampo, til
stjórnarsetu í Nordea. Wahlroos, sem þykir með
skrautlegustu en virtustu forstjórum Norðurlanda,
hefur hins vegar hvorki viljað segja af né á hvort
kaup á Nordea séu á áætlun. Félagið muni hins
vegar halda áfram að kaupa ódýra hluti í bankanum
standi þeir til boða.
Exista fær 14 milljarða
króna í arð frá Sampo
Sex milljarðar króna frá hlutdeildarfélögum bíða á hliðarlínunni
CHRISTIAN CLAUSEN Forstjóri
Nordea er sagður opinn fyrir sam-
starfi við annað norrænt
fjármálafyrirtæki.
MARKAÐURINN/AFP
BJÖRN WAHLROOS
Forstjóri Sampo er
hæstánægður með
afkomu félagsins og
hefur lýst
yfir vilja til
að auka
við hlut
félagsins
í Nordea,
stærsta
banka
Norður-
landa.
Dagskrá og tillögur fyrir
aðalfund Skipta hf.
Aðalfundur Skipta hf. verður haldinn miðvikudaginn
27. febrúar 2008 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlands-
braut 2, og hefst fundurinn kl. 17
DAGSKRÁ
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
2. Skýrsla forstjóra um rekstur félagsins og endurskoðaður
reikningur fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3. Breytingar á samþykktum:
- Ákvörðun um hækkun hlutafjár
4. Ákvörðun um greiðslu arðs.
5. Kosning stjórnar félagsins.
6. Kosning endurskoðunarstofu.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins
fyrir störf þeirra.
8. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu.
9. Ákvörðun um heimild til kaupa á eigin hlutum.
10. Tillaga félagsstjórnar um að Skipti hf. verði skráð í Kauphöll.
11. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að
berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum
til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Sjá einnig heimasíðu
félagsins: skipti.is
Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á aðal-
fundardaginn frá kl. 16 á fundarstað.
Stjórn Skipta hf.