Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 13. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T S T I K L U R Í S T 1 9 0 6 Sæsímastrengur fyrir ritsíma lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Íslands og kom hann á land á Seyðisfirði. 1 9 0 7 Einar Benediktsson og Vilhjálmur Finsen spjalla saman, hvor á sínu skipi, með nýjustu loftskeytatækni síns tíma. 1 9 1 8 Loftskeytastöðin tekur til starfa á Melunum í Reykjavík. Upphaflega var loftskeytastöðin hugsuð sem varasamband til útlanda, og viðbót við sæsímann. 1 9 6 2 Nýr sæsímastrengur, Scotice, lagður milli Skotlands og Íslands og tekinn í notkun. Í tengslum við strenginn var komið upp telex-þjónustu hér á landi. 1 9 6 3 Icecan-strengurinn, milli Íslands og Kanada, tekinn í notkun. Þ að verður byrjað að leggja streng- inn í ágúst. Þetta ætti að taka um þrjá mánuði og meiningin er að hann verði tekinn í notkun í janúar á næsta ári,“ segir Guðmundur Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Farice, um nýjan fjarskiptasæstreng, Danice. Danice verður þriðji ljósleiðara- strengurinn sem flytur internet- umferð til og frá landinu og sá sem mun hafa lang- mesta burðargetu. Hinir eru Farice 1 og leggur úr strengnum Cant- at 3, sem liggur þvert yfir Atlants- hafið. Grænlend- ingar hyggjast leggja hingað streng auk þess sem fyrirtæki Kenneths Peterson, Hibernia Atlantic, hefur lýst því yfir að til standi að leggja hingað streng frá Írlandi. Rætt hefur verið um að trygg og örugg netsamskipti séu algjör forsenda fyrir ýmiss konar starfsemi, eins og netþjónabúa, er- lendra sem innlendra, auk þess sem Ísland verði seint alþjóðleg fjármálamiðstöð nema þessi mál séu í lagi. DÝRAR FRAMKVÆMDIR „Það er verið að framleiða strenginn og við erum að ljúka við botnrannsóknirnar,“ segir Guðmundur Gunnarsson um nýja strenginn Danice. Hann bendir á að Farice-strengurinn sé ekki fullnýttur, þrátt fyrir að vinna við að leggja nýjan streng sé hafin. „Nei, hann er í raun mjög lítið nýttur. En við höfum þurft á þessari varaleið að halda. Við erum að fara að selja þjónustu til netþjónabúa. Þau gera kröfu um varaleið og mikinn uppitíma. Það er auðvitað ástæðan fyrir þessum nýja streng,“ segir Guðmundur Gunnarsson. Cantat 3 er kominn til ára sinna og hefur ít- rekað bilað. Stundum hefur hann verið óvirk- ur dögum, jafnvel vikum saman. Ljóst má því vera að netsamband landsmanna færist óðum í betra horf. FLEIRI STRENGIR? „Ef bjartsýnustu áætlanir um netþjónabú og fleira ganga eftir, þá þarf að bæta við nýjum streng eftir fimm ár,“ segir Guðmund- ur Gunnarsson. Hann segir þó óvíst að Far- ice leggi í þá framkvæmd, fleiri séu um hit- una og minnir meðal annars á áform um sæ- streng Hibernia Atlantic. Hugmyndir hafa verið um að leggja streng hingað frá Írlandi. Guðmundur segist ekki óttast þá samkeppni. „Þegar Danice er kominn, þá verður það svo sem engin endanleg lausn. Því eins og ég sagði, þá verður þörf á þriðja strengnum. Það verður í rauninni bara hið ágætasta mál ef þeir leggja hingað streng.“ En þær áætlanir virðast þó vera farnar í salt um sinn. „Við förum bara eftir samkeppnislandslag- inu og hvernig gengur að fá netþjónabúin til landsins og hvaða tengingar þau kalla á,“ segir Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Hibern- ia Atlantic. En búið var að boða að strengur- inn yrði tekinn í notkun í haust. „Við vorum í viðræðum við ríkið en svo ákvað það að taka aðra stefnu í haust. Það er afar lítið spennandi að fara í samkeppni við ríkið í þessum efnum eins og er. Við höld- um bara áfram okkar vinnu,“ segir Bjarni og bætir því við að nú sé leitað að heppileg- um landtökustað fyrir Hibernia-strenginn, en botnrannsóknir milli landanna séu ekki hafn- ar enn. Bjarni bætir því við að líklegur land- tökustaður verði á Reykjanesi, þegar þar að kemur. STÓRVIÐSKIPTI FRAM UNDAN „Við höfum þegar tryggt okkur stórviðskipti. Það er fyrsta netþjónabúið sem er að hefja hér starfsemi,“ segir Guðmundur Gunnars- son. Þar er um að ræða netþjónabú, eða gagnaver, Verne Holding sem verður á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Það er að hluta í eigu Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Haft hefur verið eftir Vilhjálmi Þorsteins- syni, stjórnarformanni Verne Holding, að GUÐMUNDUR GUNNARS- SON „Ef bjartsýnustu áætl- anir um netþjónabú og fleira ganga eftir, þá þarf að bæta við nýjum streng eftir fimm ár.“ Þörf á þriðja sæstrengnum eftir Nýr fjarskiptasæstrengur, Danice, verður tekinn í notkun um næstu áramót. Framkvæmdastjóri Farice telur að þörf verði á ný Hibernia Atlantic segir engar tímasetningar uppi um lagningu strengs frá Írlandi. Ekki sé freistandi að fara í samkeppni við rí Helgason stiklaði á ýmsum þáttum og kannaði stöðu þessa mikla hagsmunamáls landsmanna. CAN TAT - 3 Grænlandsstre ngur DANIC FARICE Hibernia

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.