Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR F R É T T I R Claude Bébéar, stjórnarformaður franska tryggingarisans Axa, ætlar að yfirgefa stól- inn í lok næsta mánaðar. Bé- béar hefur ýmist verið kallað- ur guðfaðir fransks kapítalisma eða Krókódíla-Claude vegna yfir- töku- og útrásargleði hans síðast- liðinn aldarfjórðung. Guðfaðirinn hóf störf hjá litla tryggingafyrirtækinu Ancienne Mutuelle árið 1958 og settist í forstjórastólinn árið 1975. Viða- miklar yfirtökur á smærri trygg- ingafyrirtækjum gengu í gegn í kjölfarið og var Axa stofn- að sem samstæða um reksturinn árið 1985. Það er nú eitt af þrem- ur stærstu tryggingafyrirtækj- um Evrópu. Bébéar sat í forstjórastóli Axa til ársins 2000 og skipti þá yfir í stjórnarformannssstólinn. Breska dagblaðið Financ- ial Times segir um brotthvarf Bébéars, sem fagnar 73 ára af- mæli á árinu, að ólíklegt verði að hann sitji kyrr í kjölfarið. Bébéar hefur unnið mikið á bak við tjöld- in síðastliðin þrjátíu ár. Þá fái hann meiri tíma fyrir áhugamál sín: veiðar og mannréttindamál, sem þó verði stunduð hvort í sínu lagi. - jab CLAUDE BÉBÉAR Fráfarandi stjórnarfor- maður tryggingarisans Axa ætlar að hverfa á braut frá samstæðunni í lok apríl. MARKAÐURINN/AFP Bandaríska verðbréfafyrirtækið MF Global, eitt það stærsta í heimi sem sérhæfir sig í kaup- um og sölu á verðbréfum tengd- um hrávörumarkaði, greindi frá því í síðustu viku að einum verð- bréfamiðlara fyrirtækisins hefði verið vikið úr starfi vegna grófra verðbréfagjörninga. Verðbréfamiðlarinn veðjaði gegn verðhækkun á hveitiverði, sem hefur sveiflast mikið upp á síðkastið og stendur í methæð- um. Að sögn breska dagblaðsins Financial Times tapaði miðlarinn 141,5 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 9,3 milljarða íslenskra króna, á viðskiptunum. Þetta er langt umfram þær heimildir sem verðbréfamiðlarar fyrirtækisins hafa. Málið tengist miklum sveifl- um á heimsmarkaðsverði á hveiti upp á síðkastið og rauk í met- hæðir á miðvikudag eftir miklar sveiflur. Ekki er loku fyrir það skotið að mikil verðbréfavið- skipti miðlarans skýri sveifluna, að sögn blaðsins. MF Global sagði í tilkynningu í vikulokin að tölvukerfi fyrir- tækisins hefði brugðist. Kerfið vistar upplýsingar um viðskipti einstakra miðlara og talið er að það hefði getað svipt hulunni af gjörningunum fyrr en ella. - jab KORNÞRESKIVÉL Á ÞORVALDSEYRI Heimsmarkaðsverð á korni hefur sveiflast mikið upp á síðkastið og er ekki loku fyrir það skotið að verðbréfaskúrkar hafi þrýst því upp. Hveitiskúrkur tapar stórfé Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett, sem um áraraðir hefur verið í öðru sæti á lista yfir ríkustu menn heims, segir samdráttarskeið hafið í Banda- ríkjunum. Samkvæmt bókum hagfræð- inga þarf landsframleiðsla að hafa dregist saman tvo ársfjórð- unga í röð áður en hægt er að segja til um hvort samdráttar- skeið sé runnið upp. Sú er enn ekki raunin. Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent á síðasta ársfjórð- ungi í Bandaríkjunum í fyrra samanborið við 4,9 prósenta hag- vöxt á þriðja ársfjórðungi. Buffett benti á í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC um helgina að mjög hafi hægt á um- svifum þeirra fyrirtækja sem fjárfestingafélag hans eigi hlut í og því ljóst að samdráttarskeið sé hafið. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hversu lengi það muni standa. Félag Buffetts heitir Berk shire Hathaway og nam hagnaður þess 2,2 milljörð- um dala, jafnvirði 146 milljörðum króna, á síðasta ári. Það er þrjú hundruð milljón- um dala minna en í hitteð- fyrra. - jab WARREN BUFFETT Buffett segir samdráttarskeið hafið „Guðfaðirinn“ hverfur á braut Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Ísland hefur fallið um sjö sæti niður í það ell- efta af 130 yfir þau lönd sem flagga hæstu samkeppnis vísitölu í ferðaþjónustu (e. Travel and Tourism Competitiveness Index, skammstaf- að TTCI) í ár. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í gær. Umhverfismál og hömlur á eignar- haldi erlendra aðila draga Ísland niður á listan- um en hreinlæti, heilbrigðismál og samgöngur halda því uppi. Ísland var í fjórða sæti á listanum í fyrra. Sviss skipar fyrsta sætið og er því leiðandi á sviði ferðaþjónustu. Austurríki er í öðru sæti og Þýskaland í þriðja og er það óbreytt staða á milli ára. Ástralía, Frakkland, Spánn og Sví- þjóð koma ný inn á listann meðal landanna í tíu efstu sætunum. Ásamt Íslandi falla Hong Kong, Lúxem- borg og Síngapúr út af list- anum. Afríkuríkin Tsjad og Lesótó eru í tveimur neðstu sætunum í ár. Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) hefur tekið listann saman ár hvert síðastliðin 29 ár og er Nýsköpunarmiðstöð samstarfsaðili ráðsins hér á landi. Fram kemur í skýrslu um málið að breytingar hafi verið gerðar á samsetningu vísitölunnar frá í fyrra og skýri það fallið að nokkru leyti. Að sama skapi gerir það samanburð á milli ára að nokkru leyti ómarktækan. Nú er stuðst við fjórtán stoðir í stað þrettán og undirflokkum bætti við. Áhersla á sjálfbærni og umhverfisvernd hefur verið aukin sem mik- ilvæg atriði fyrir samkeppnishæfni í ferðaþjón- ustu. Þar á meðal er ein breytan losun koltvísýr- ings en þar lendir Ísland í 90. sæti. Auk þess lend- ir Ísland í 101. sæti yfir heimildir erlendra aðila til fjárfestinga hér á landi og í því 114. yfir fjölda flugfélaga sem starfi hér. Góðu fréttirnar eru þær að Ísland lendir í fyrsta sæti yfir gott aðgengi að hreinu drykkjar- vatni og góðum samgöngum og þykir standa sig vel gagnvart útbreiðslu alnæmis, svo fátt eitt sé nefnt. Þá skorar landið hátt á listanum yfir gott atvinnuöryggi og viðhorf til útlendinga. Í síðast- talda flokknum lendir Ísland í áttunda sæti. Ísland dottið af lista Ísland fellur um sjö sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins á milli ára. Umhverfismál og hindranir á fjárfestingar draga landið niður. KOMIÐ TIL LANDSINS FRÁ LEIFSSTÖÐ Ísland er í ellefta sæti af 130 á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir þau lönd sem eru leiðandi á sviði ferðaþjónustu. MARKAÐURINN/GVA T Í U E F S T U L Ö N D I N * Land Stig 1. Sviss 5.63 2. Austurríki 5.43 3. Þýskaland 5.41 4. Ástralía 5.34 5. Spánn 5.30 6. Bretland 5.28 7. Bandaríkin 5.28 8. Svíþjóð 5.27 9. Kanada 5.26 10. Frakkland 5.23 * Heimild: World Economic Forum Hagstæðara verð Aðra leið Tíðar flugferðir Hægt að fljúga til eins áfangastaðar og heim frá öðrum Auðvelt að breyta bókunum Finnum hótel við hæfi Í boði að velja sæti  Engin sunnudagaregla Engin hámarksdvöl Aðstoðum við bókanir á framhaldsflugi erlendra flugfélaga Fjórtán áfangastaðir í sumar Hagstæðir fyrirtækjasamningar í boði Kostirnir eru ótvíræðir: Hafðu samband í síma 5 500 600 eða sendu okkur línu á vidskiptaferdir@icelandexpress.is – Saman leggjum við grunninn að vel heppnaðri viðskiptaferð! Einkaþotur eru svo 2007... London Köben 11 x í viku 10 x í viku Með fyrirtækjasamningi við Iceland Express tryggirðu fyrirtækinu hagstæðara verð og sparar fyrirhöfn. með ánægju

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.