Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka 1,0% -18,3% Bakkavör -8,6% -31,3% Exista -3,3% -39,7% FL Group -6,7% -36,2% Glitnir -6,1% -23,5% Eimskipafélagið 0,9% -15,9% Icelandair -0,8% -9,9% Kaupþing -1,8% -17,5% Landsbankinn -6,4% -25,6% Marel -2,7% -11,7% SPRON -8,8% -42,1% Straumur -6,1% -23,6% Teymi -3,4% -13,6% Össur -0,6% -6,1% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag Björgvin Guðmundsson skrifar Eimskipafélagið ber ábyrgð á tæplega 19 milljarða króna láni Excel Airways sem er á gjalddaga í dag. Stjórn Eimskips og Landsbankinn, sem veitti lánið, hafa gefið stjórnendum Excel tvo mánuði til að greiða lánið og létta ábyrgðinni af Eimskip. Bæði stjórnendur Eimskips og Excel eru bjartsýnir á að það takist þrátt fyrir vondar aðstæður á lánamark- aði. Kjörin munu hins vegar versna. Eimskip seldi í október 2006 XL Leisure Group, sem samanstóð af félögunum Excel Airways Group í Bretlandi, Star Airlines í Frakklandi og Star Eur- ope í Þýskalandi, fyrir um 450 milljónir dollara. Þar af var 280 milljón dollara lán frá Landsbankan- um sem Eimskip var ábyrgðaraðili að. Það jafngild- ir um 18,8 milljörðum íslenskra króna. Stjórnend- ur Landsbankans vildu ekki að ábyrgðin flyttist til nýrra eigenda og því ber Eimskip enn ábyrgð á láni félags sem það seldi frá sér. Kaupendur voru stjórn- endur XL Leisure Group. Þeir höfðu frest þangað til í dag til að greiða lánið í Landsbankanum. „Lánið verður framlengt um tvo mánuði með ábyrgð Eimskipa- félagsins og það er væntanlega sá tími sem tekur að klára þetta mál. Við höfum litlar áhyggjur af þessu. Excel Airways var dóttur- félag Eimskips og því var félagið abyrgðaraðili að láninu. Við höfum góðar tryggingar á móti í hluta- fé Excel. Það er eðlilegt að það taki lengri tíma að ljúka endurfjármögnun en var fyrirséð við núverandi aðstæður á lánamark- aði,“ segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eim- skipafélagsins. „Við hjá Excel höfum verið að vinna að endur- fjármögnun félagsins síðastliðna sex mánuði í nánu samráði við stjórnendur Eimskips. Augljóslega hefur þetta tekið lengri tíma en til stóð vegna versn- andi markaðsaðstæðna. En nú sjáum við fyrir endan á þessu ferli samkvæmt því tímaplani sem við lögðum upp með,“ segir Magnús Stephensen, framkvæmdastjóri Excel Holdings, sem er móður félag XL Leisure Group. EXCEL AIRWAYS Magnús Stephensen segir rekstur XL Leisure Group ganga vel og reksturinn betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. MAGNÚS STEPHENSEN SINDRI SINDRASON Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbank- ans Bear Stearns segir fjármálalíf í Kasakstan standa á traustari fótum en fjármálalífið hér á landi. Bankinn segir margt sameininglegt með íslenskum bönkum og kollegum þeirra í Kasakstan. Miklar erlendar lán- tökur liggi að baki vexti bankanna en það hafi skilað sér út í hagkerfi landanna. Er nefnt að fasteignaverð hafi rokið upp og viðskiptahalli aukist mikið. Þessar aðstæð- ur hafa valdið mikilli ofhitnun í hagkerfum beggja landa, að sögn Bear Stearns. Ísland er sömuleiðis mun berskjaldaðra gagnvart efnahagslegum samdrætti hjá stærstu iðnríkjum heims en Kasakstan, að mati Bear Stearns, sem vísar til þess að íslensk- ir bankar hafi fjárfest mjög í smásöluverslun og fasteignum á Norðurlöndunum og í Bret- landi. Slíku sé ekki að til að dreifa hjá bönk- um í Kasakstan sem séu mun opnari fyrir aðkomu erlendra fjárfesta í hluthafahópinn. Það sé fáheyrt hér og sýni skuldatrygginga- álag íslensku bankanna að þeir séu mun lík- legri til að verða gjaldþrota en kollegar þeirra í Kasakstan. - jab Kasakstan skárra en Ísland Greinanda hjá Bear Stearns líst ekkert á Ísland samanborið við Kasakstan. ÞEKKTASTI FULLTRÚI KASAKSTAN Persónan Borat opnaði augu umheimsins fyrir Kasakstan. „Kasakstan er besta land í heimi. Öll önnur lönd eru undir stjórn lítilla stúlkna,“ sagði Borat. Kannski er eitthvert sannleikskorn í því samkvæmt Bear Stearns þegar valið stendur á milli fjáfestinga á Íslandi og Kasakstan. Alls námu kröfur í þrotabú Huga hf., sem áður hét Fróði, tæpum 507 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu um skiptalok í Lögbirtingablaðinu. Nafni félagsins var breytt þegar Tímaritaútgáfan Fróði keypti eignir og yfirtók rekstur gamla félagsin í árslok 2004. Upp í almennar kröfur, sem námu rúmri 501 milljón króna, fengust greiddar rúmlega 43,3 milljónir, eða sem nemur um 8,6 prósentum. Forgangskröfum að upphæð tæplega 5,9 milljónum króna var öllum hafnað. - óká Kröfur námu 507 milljónum Nýliðinn febrúarmánuður var sá annar veltumesti frá upphafi hvað viðskipti með skuldabréf varðar í OMX Kauphöll Íslands. Velta með hlutabréf hefur hins vegar ekki verið minni síðan í nóvember árið 2006, að því er fram kemur í tilkynningu Kaup- hallarinnar. Velta með skuldabréf nam 372 milljörðum króna í mánuðinum, en á fyrstu tveimur mánuðum ársins er heildarvelta með skuldabréf orðin 1.055 milljarðar. Jafngildir það um 43 prósentum af heildar- veltu síðasta árs. Velta með hlutabréf nam hins vegar einungis 133 milljörðum króna í febrúar. „Mest voru við- skipti með bréf Kaupþings (58 milljarðar) og Glitnis (28 millj- arðar),“ segir í frétt Kauphall- arinnar. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 10,6 prósent í mánuðin- um. Mest lækkun var með bréf 365 (21,8 prósent), SPRON (21,1 prósent) og Bakkavör Group (18,4 prósent). Bréf Century Alu- minum og Atlantic Petrolium hækkuðu í mánuðinum, um 26,3 og 6,1 prósent. - óká Lítil viðskipti með hlutabréf í febrúar Skuldabréfavelta engu að síður í methæðum. Íbúðum hér á landi fjölgaði um næstum sextán þúsund á árunum 2000 til 2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma fjölg- aði landsmönnum um ríflega 24 þúsund. Fjöldi íbúa í hverju íbúðarhús- næði hefur dregist töluvert saman undanfarin ár. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 372 íbúðar- húsnæði á hverja þúsund íbúa árið 2001, en árið 2006 voru þau 403 á hverja þúsund íbúa. Íbúðarhúsnæði getur verið íbúð af ýmsum stærðum, raðhús eða einbýli. Íbúðum sem slíkum fjölg- aði um næstum sextán þúsund á árunum 2000 til 2006. Sjá má á meðfylgjandi töflu að vöxturinn var heldur jafn áður en bankarnir hófu að lána til íbúða- kaupa, um mitt ár 2004. Eftir það hefur vöxturinn verið held- ur meiri milli ára, en árin þar á undan. Á sama tíma hefur hlut- fall þeirra sem búa einir einnig vaxið í samanburði við önnur fjöl- skylduform. - ikh Færri um hverja íbúð FJÖLBÝLINU FJÖLGAR Í hitteðfyrra var 191 íbúð í fjölbýlishúsi á hverja þúsund íbúa. Þær voru 164 árið 2000. „Ég geri ráð fyrir að niðurstaðan liggi fyrir í vikunni,“ segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Þá skýrist hvort Kaupþing fær að skrá hlutafé sitt í evrum. Ársreikningaskrá heimil- aði Kaupþingi, með skilyrðum, að skrá hlutaféð í evrum. Það kærði Kaupþing til fjármálaráð- herra. Málið hefur verið í hönd- um ráðherrans frá því milli jóla og nýárs. Heimildir Markaðarins í fjár- málaráðuneytinu herma að þar á bæ vilji menn vanda sig mjög. Meðal annars hefur verið kall- að eftir gögnum víða erlendis frá svo ráðherrann geti metið hvort heimila eigi Kaupþingi skráning- una. Samkvæmt lögum þurfa fjár- málafyrirtæki að sækja um það sérstaklega að skrá hlutafé sitt í evrum. Það á ekki við fyrirtæki í öðrum rekstri. - ikh Fengu gögn að utan ÁRNI M. MATHIESEN Reiknar með því að ákveða í vikunni hvort Kaupþing fái að skrá hlutafé sitt í evrum. MARKAÐURINN/GVA Enn er nokkur undirliggjandi verðbólga, að því er fram kemur í Hagvísum Seðlabankans. Seðlabankinn segir ennfremur að verðbólga hafi aukist í febrú- ar. Tólf mánaða verðbólga hafi verið 6,8 prósent. Þá hafi eftirspurn vaxið í jan- úar, en þó hægar en áður. Ný- skráningum bifreiða hafi hins vegar fjölgað töluvert mikið. Þeim hafi fjölgað um 60 prósent samanborið við janúar í fyrra. Enn sé nokkur eftirspurn eftir vinnandi fólki. Nýskráning- ar starfsmanna hjá Vinnumála- stofnun hafi verið heldur fleiri í janúar en í desember. Launavísi- tala á ársgrundvelli hafi hækk- að um 6,2 prósent, en þrátt fyrir að það sé minnsta árshækkun frá árinu 2004, þurfi að hafa í huga að meirihluti starfsmanna á al- mennum vinnumarkaði fékk ekki launahækkun um áramót, þar sem ekki var skrifað undir samn- inga fyrr en í síðasta mánuði. Seðlabankinn bendir enn fremur á að væntingavísitala Gallups hafi lækkað í febrúar eftir að hafa staðið í stað frá því í nóvember. Vöruskiptin hafi verið óhag- stæð um níu og hálfan milljarð í desember, og aukist um ríflega fjórðung frá sama mánuði árið áður. Þá hafi útflutningsverð- mæti sjávarafurða aukist. Einnig hafi útflutingur á áli verið tölu- verður. - ikh Verðbólga eykst enn BÍLAR BÍÐA Á HAFNARBAKKANUM Nýskráningum bíla fjölgaði um 60 prósent í janúar, samanborið við sama mánuð í fyrra. Seðlabankinn segir að enn sé undirliggj- andi nokkur verðbólga. MARKAÐURINN/GVA 60 daga til að létta ábyrgð af Eimskip Lán upp á tæpa 19 milljarða króna sem Eimskip ábyrgist á að greiðast í dag. Lánið fylgdi þegar Excel var selt en ábyrgðin sat eftir. Fær tvo mánuði til að endurfjármagna. F J Ö L G U N Í B Ú Ð A Fjöldi íbúða á hverja þúsund íbúa, auk vaxtar milli ára: 2001 372 1,8% 2002 376 1,8% 2003 383 2,4% 2004 388 2,5% 2005 390 2,6% 2006 403 3,4%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.