Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 26. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Óli Kristján Ármannsson skrifar Ekki er heimilt að leggja saman evru og danska krónu við mat á því hvort evra geti verið starf- rækslugjaldmiðill fyrirtækis. Þetta kemur fram í rökstuðningi ákvörðunar Ársreikningaskrár vegna umsóknar Kaupþings um heimild til að færa bók- hald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli. Á aðalfundi Kaupþings í marsbyrjun tilkynnti bank- inn að umsóknin hefði verið dregin til baka og upp- töku evru í bankanum frestað fram yfir áramót. Ársreikningaskrá hafði hins vegar heimilað Kaupþingi að taka upp evru sem starfrækslumynt í úrskurði sínum 22. desember síðastliðinn en ein- ungis að því gefnu að samruninn við hollenska bankann NIBC yrði að fullu frágenginn strax í byrj- un þessa árs. Var mat stofnunarinnar að eftir slík- an samruna uppfyllti bankinn skilyrði laga um að evra gæti talist starfrækslumynt hans. Þetta gekk sem kunnugt er ekki eftir og var samruni bankanna raunar blásinn af í janúarlok. Þá má segja að heim- ildin hafi verið marklítil enda hafði Kaupþing ekki ráðrúm nema milli jóla og nýárs til að uppfylla skil- yrðið um samrunann. Hins vegar má lesa úr úrskurðinum að með því að leggja saman danska krónu og evru þóttist Kaupþing vera búið að sýna fram á slíkt vægi gjaldmiðlanna saman að réttlætti að evra teldist starfrækslumynt bankans. Dönsk króna og evra eru sem kunnugt er tengdar með samningi milli Seðlabanka Danmerkur og Seðlabanka Evrópu, þar skipta gengið er tæp- lega 7,5 og vikmörk 2,5 prósent, en sögulega hefur munað mun minna á gjaldmiðlunum. Í ljósi þessa og að Ársreikningaskrá taldi að með samruna við NIBC væri vægi evru í rekstri bankans komið yfir tilskil- in mörk má hins vegar áætla að ekki þurfi mikið að breytast í rekstri Kaupþings til þess að evran nái því vægi í rekstrinum til að verða starfrækslumynt að mati Ársreikningaskrár. Meira ber hins vegar í milli í túlkun Ársreikn- ingaskrár og Kaupþings á lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reikningskilastöðlum (IFRS). Kaup- þing telur að samkvæmt stöðlunum beri bankan- um að hverfa frá notkun krónunnar. Á þetta sjón- armið fellst Ársreikningaskrá ekki. Samkvæmt heimildum Markaðarins telur Kaupþing að matið á því hvort IFRS-reglur knýi á um upptöku ann- arrar starfrækslumyntar og ákvörðun þar að lút- andi sé á herðum stjórnar hvers fyrirtækis og að í raun þurfi ekki sækja um til Ársreikningaskrár, en falli félög ekki undir IFRS-staðla þá þurfi að sækja um. Á þetta fellst Ársreikningaskrá ekki heldur og segir ákvæði sem bankinn bendir á í þessa átt eiga við um leiðbeiningnar við „umreikning til fram- setningargjaldmiðils þegar hann er annar en starf- rækslugjaldmiðill“. Innan Kaupþings þykir tæpast samræmast anda laga um Ársreikninga að leggja stein í götu fyrir- tækis sem er bæði með tæp 80 prósent af tekjum og tæp 80 prósent af skuldum í annarri mynt en þeirri íslensku og vill skipta yfir í aðra starfrækslumynt. Á AÐALFUNDI KAUPÞINGS Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri. Sigurður sagði á aðalfundi bankans í byrjun mars að stefnt væri á upptöku evru sem starfrækslu- og kauphallarmyntar bankans frá og með næsta rekstrarári. MARKAÐURINN/ANTON Eru ósammála um túlkun IFRS-reglna Kaupþing telur einsýnt, samkvæmt alþjóðlegum reiknings- skilareglum (IFRS) og anda laga um ársreikninga, að starf- rækslumynt bankans eigi að vera önnur en króna. HEFST 7. APRÍL ONE IN EVERY TEN FORTUNE 500 SENIOR EXECUTIVES ARE AMP ALUMNI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 – 3 7 4 6 AMP www.ru.is/amp – skráning núna! REYKJAVÍK UNIVERSITY IN COLLABORATION WITH IESE BUSINESS SCHOOL IN BARCELONA Hvorki framkvæmda- stjóri Eignarhalds- félagsins Samvinnu- trygginga, né stjórnar- formaður félagsins, vilja tjá sig um kom- andi aðalfundi Sam- vinnusjóðsins og Eignarhaldsfélagsins Andvöku sem verða haldnir á föstudag. Sigurður G. Guðjóns- son hæstaréttarlög- maður segir í grein í Morgunblaðinu í gær að fyrrum tryggjend- ur í Samvinnutrygg- ingum bíði enn eftir hlutum sínum í Fjár- festingafélaginu Gift sem stofn- að var upp úr Eignarhaldsfélag- inu Samvinnutrygginum í fyrra- sumar. Hversu stórt félagið er og verðmætt liggi enn ekki fyrir. „Vonandi verður upplýst um allt þetta á aðalfundi Samvinnusjóðs- ins,“ segir Sigurður. Hann bætir því við að þeir sem tóku ákvörð- un á sínum tíma um að breyta Samvinnutryggingum í Gift, séu „nokkrir umboðslausir fram- sóknar- og samvinnumenn, þ.á.m. tveir af fyrrverandi viðskiptaráðherrum Framsóknarflokksins [...].“ Samvinnusjóður- inn verður að líkind- um stærsti hluthaf- inn í Gift. Samband íslenskra samvinnu- félaga verður líklega næst stærsti hluthaf- inn. Þetta liggur þó ekki fyrir því skila- nefnd Eignarhalds- félagsins Samvinnu- trygginga er enn að störfum. Hún býst við því að greina frá því í maí, hverjir eigi hluti í Gift. Sigurður G. Guðjónsson segir ennfremur rétt fyrir þá sem voru með líftryggingar hjá Andvöku, gagnkvæmu tryggingafélagi, að láta á það reyna hvort þeir fái að sitja aðalfundinn. Sömu fjórir menn sitja í stjórn- um Samvinnusjóðsins og And- vöku. Þeir eru: Ólafur Friðriks- son, formaður, Helgi S. Guð- mundsson, Benedikt Sigurðsson og Guðsteinn Einarsson. - ikh Svör um Gift í vikulok? SIGURÐUR G. GUÐJÓNS- SON Nokkrir umboðslausir framsóknar- og samvinnu- menn ákváðu að stofna Fjárfestingarfélagið Gift upp úr Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum. MARKAÐURINN/PJETUR Skortsalar eru taldir standa á bak við hluta hækkunar á gengi bréfa í Kaupþingi í gær. Gengi bréfa í Kaupþingi sem skráð eru í OMX- kauphallarsamstæðunni í Svíþjóð hefur hækkað um rúm tuttugu prósent frá síðustu viku. Í gær hækkaði gengið um rúm níu pró- sent í Kauphöll Íslands. Sænski bankinn Enskilda var um þrjúleytið skráður fyrir kaup- um á bréfum Kaupþings fyrir um 850 milljónir króna. Talið er að skortsalar hafi keypt hluta bréf- anna í gegnum bankann en ekki er útilokað að bankinn hafi sjálf- ur séð hag í kaupum enda gengið lágt, að sögn viðmælenda Mark- aðarins. Íslenskir bankar voru sömuleiðis skráðir fyrir miklu magni bréfa í bankanum. Erlendir fjármálasérfræðing- ar skýrðu mikla hækkun á banda- rískum og evrópskum hlutabréfa- mörkuðum fyrir páska með kaup- um skortsala á bréfum sem hafi lækkað mikið upp á síðkastið. Telji þeir ólíklegt að gengi ákveð- inna bréfa muni lækka frekar og hafi þeir því lokað stöðum sínum. Skortsalar eru þeir sem fá mikið magn bréf í ákveðnum fyrir tækjum að láni gegn þókn- un. Þeir selja þau á háu gengi til að lækka markaðsvirði þeirra, kaupa þau aftur á lægra gengi og hirða mismuninn. - jab FORSTJÓRI KAUPÞINGS Sænski bank- inn Enskilda var skráður fyrir kaupum á miklu magni bréfa í Kaupþingi í gær. Skortsalar eru taldir standa að baki hluta kaupanna. MARKAÐURINN/VILHELM Svíar sjá hag í Kaupþingsbréfum Ari Bergmann Einarsson, stjórnar maður í SPRON, seldi í gær hlut í sparisjóðnum fyrir um 103 milljónir króna. Um var að ræða 25 milljónir hluta á genginu 4,125. Það var Arol ehf., eignar- haldsfélag í eigu Ara og konu hans, sem seldi bréfin. Félagið á tæplega 31 milljón hluta í SPRON eftir söluna í gær. Gengi bréfa í SPRON hækkaði lítilega í gær og skömmu fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni, stóð gengi bréfa í SPRON í 4,37. Ekki náðist í Ara Bergmann. Úrvalsvísitala Kauphallarinn- ar hækkaði um 5,52 prósent í gær. - ikh Selt í SPRON Greining Glitnis býst við því að Seðlabankinn eigi eftir að hækka stýrivexti sína enn frekar, á vaxtaákvörðunardegi 10. apríl næstkomandi. Þá verða jafnframt gefin út Peningamál bankans. Greining Glitnis segir að í raun komi stýrivaxtahækkun gærdags- ins, upp í 15 prósent, ekki á óvart. Fram komi í fráviksspá Seðla- bankans í síðustu Peningamálum að gengi krónunnar myndi lækka um fimmtung á fyrri helmingi ársins. Þá myndi vaxtaálag á er- lendar skuldbindingar innlendra aðila hækka um eitt og hálft pró- sent. Hvort tveggja hefði kallað á vaxtahækkun upp í 15 prósent. Vaxtaálagið hafi hækkað meira en fráviksspáin gerði ráð fyrir og gengi krónunnar lækkað enn meira. - ikh Búast við frekari hækkun G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka 0,7% -26,7% Bakkavör 3,1% -32,7% Exista -0,8% -47,6% FL Group -8,0% -54,4% Glitnir 3,7% -23,7% Eimskipafélagið -4,9% -27,1% Icelandair 0,6% -12,1% Kaupþing 5,0% -15,7% Landsbankinn 6,5% -18,9% Marel 3,7% -12,3% SPRON -7,2% -51,8% Straumur 2,4% -26,8% Teymi -8,7% -29,6% Össur 1,3% -10,6% Miðað við Kauphallarstöðu kl. 15:45 á þriðjudag. „Almennt hefur skuldatrygg- ingaálagið á evrópskum bönk- um til fimm ára lækkað frá upphafi páskavikunnar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumað- ur Greiningar Glitnis. Skuldatryggingarálag ís- lensku bankanna hefur líka lækkað, að jafnaði um fimm- tíu punkta, eða hálft prósentu- stig. Skuldatryggingarálag Landsbankans var 5,2 prósent seinnipartinn í gær, Kaup- þings 7,5 og Glitnis 7,0 pró- sent, og lækkaðimest. - ikh Skuldaálagið lækkar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.