Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 26. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Óli Kristján Ármannsson skrifar Meðan hér er einn ólöglegur Apple iPhone-farsími í notkun á hverja 196 íbúa eru 685 Danir um hvern slíkan síma. Samkvæmt upplýsingum Markaðar- ins frá stærstu fjarskiptafyrirtækjum landsins eru hér um það bil 1.600 iPhone-símar í notkun. Í Dan- mörku eru þeir um 8.000 talsins, samkvæmt nýrri frétt Berlingske Tidende. Sala Apple iPhone-síma var lengi vel óheimil utan Bandaríkjanna vegna einkaréttarsamninga Apple við símafyrirtæki þar í landi. Þá höfðu símtæk- in fyrsta kastið ekki fengið löggilta CE-merkingu líkt og fjarskiptatæki á Evrópska efnahagssvæð- inu þurfa að fá. Eftir að samningar náðust um sölu og dreifingu símanna hjá völdum símfyrirtækjum í Bretlandi og Frakklandi fengu þeir hins vegar slíka merkingu. Apple hefur hins vegar haldið sig við að selja símana ekki öðruvísi en í gegnum áskrift- arsamninga símfyrirtækja. Til þess að nota hér iPhone-síma sem keyptur hefur verið í Bandaríkj- unum, Englandi eða Frakkalandi þarf að breyta hugbúnaði símans þannig að hann sé ekki lengur læstur inni á kerfi viðkomandi símfyrirtækis. Þá eru enn seldir í Bandaríkjunum símar án CE-merk- ingar, en þeir eru ólögleg fjarskiptatæki hér. Ekki þarf mikla tækniþekkingu til að breyta símum þannig að þeir gagnist notendum hér, en hugbúnaður til þess og leiðbeiningar eru fljótfund- in á netinu. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir einstaklingar engu að síður haft af því tekjur að breyta símum fyrir fólk og hafa þá rukk- að nokkur þúsund krónur fyrir viðvikið. Ljóst er að hér á landi hefur orðið sprenging í fjölda iPhone-síma í notkun. Síðasta haust var frá því greint á vef Vísis að samkvæmt heimildum væru um 40 „óskráðir og ólöglegir“ iPhone-símar í notkun hér á landi, en þá höfðu tækin ekki enn feng- ið CE-merkingu. Fjölgunin nemur 3.000 prósentum. Símarnir eru nokkuð vinsælir enda þykja þeir ekki dýrir miðað við jafn tæknivætt tæki með svip- aða möguleika, en á vef Apple er tækinu lýst sem „breiðtjalds-iPod með snertiskjá og framúrskar- andi internet samskiptatæki með tölvupósti, vafra, leit og kortum“. Á móti kemur að iPhone styð- ur ekki net þriðju kynslóðar farsímatækni, auk þess sem til skamms tíma hefur skort stuðning við Micro soft Exchange, en slíkur stuðningur er for- senda þess að samtengja megi tækið tölvupóstfor- ritum Windows-stýrikerfisins. Í frétt Berlingske er bent á að iPhone hafi verið í sölu frá því í júní í fyrra, en í janúar hafi Apple upplýst að fjórar milljónir tækja hafi verið seldar. Apple hefur staðið í nokkrum slag við kaupendur sem aflæst hafa símtækjunum. Þannig gaf Apple fyrir áramót út hugbúnaðaruppfærslu sem varð til þess að símar læstust aftur. Ekki liðu hins vegar nema nokkrir dagar þar til „tölvuþrjótar“ höfðu brotið þá læsingu á bak aftur líka. FLOTTHEIT FRÁ APPLE iPhone-símarnir eru ekki með takka heldur snertiskjá. Síminn er augnayndi og ekki að undra að þeir sem á annað borð eru áhugasamir um nýjustu tækni láti sig langa í slíkan grip. Um 1.600 iPhone- símar í notkun hér iPhone-símum frá Apple hefur fjölgað mikið hérlendis frá því síðasta haust. Þá voru hér 40 tæki í notkun. Íslendingur er fjórum sinnum líklegri en Dani til að eiga iPhone. Ó L Ö G L E G I R I P H O N E - S Í M A R Land Símtæki Íbúafjöldi Danmörk 8.000 5.476.000 Ísland 1.600 313.000 A u g lý si n g as ím i – Mest lesið Mike Ashley, eigandi enska úr- valsdeildarliðsins Newcastle og stjórnarformaður íþróttavöru- verslunarinnar Sports Direct, er sagður hafa tapað tugmilljónum punda á fjárfestingu sinni í skoska bankanum Halifax Bank of Scot- land (HBOS). Gengi bréfa í bank- anum féll um tæp tuttugu prósent í síðustu viku. Sports Direct er einn helsti keppinautur íþróttavöruverslunar- innar JJB Sports í Bretlandi, sem Exista ræður að stórum hluta. Fjármálasérfræðingar í Bret- landi telja að spákaupmenn hafi skortselt bréf bankans, skellt miklu magni þeirra á markað sam- fara því að koma slæmum frétt- um af lausafjárstöðu hans á kreik í því skyni að fella gengið og græða. Talið er að einn verðbréfa- sali hafi hagnast um 100 milljón- ir punda, jafnvirði fimmtán millj- arða króna, á athæfinu. Breska fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar, að sögn breska blaðsins Times. Bankinn brást við í vikubyrjun og hóf að kaupa eigin bréf. Það skilaði sér í vænni hækk- un, tæpum fjórtán prósentum, um hádegisbil í gær. - jab MIKE ASHLEY HVETUR SÍNA MENN Eigandi Newcastle er sagður hafa tapað jafnvirði nokkurra milljarða íslenskra króna á falli skoska bankans HBOS í síðustu viku. MARKAÐURINN/AFP Eigandi Newcastle tapar á bankadýfu Jeroen Drost var í gær ráð- inn forstjóri hollenska bankans NIBC. Hann tekur við starfinu 1. maí næstkomandi. Michael Enthoven, fyrrver- andi forstjóri, sagði starfi sínu lausu skömmu eftir að Kaup- þing hætti við yfirtöku á bank- anum í enda janúar síðastlið- ins og tók uppsögnin gildi 20. mars. NIBC hefur ekki farið var- hluta af lausafjárkreppunni. Hagnaður hans í fyrra nam 235 milljónum evra, sem er um sex- tíu prósenta samdráttur á milli ára. Drost var áður forstjóri hol- lenska bankans ABN Amro í Asíu. - jab MICHAEL ENTHOVEN Nýr forstjóri hefur verið ráðinn yfir hollenska bankann NIBC. MARKAÐURINN/HÖRÐUR Nýr forstjóri NIBC Bandaríski bankinn JP Morgan hækkaði á mánudag tilboð sitt í fjárfestingarbankann Bear Stearns úr tveimur dölum á hlut í tíu. Þetta er fimmfalt hærra boð en bankinn gerði á dögunum, sem taldist brunaútsöluverð. Fjármálamarkaðurinn, sem hafði tekið dýfu eftir að JP Morgan lagði fram sitt fyrra boð í bankann, tók nýja tilboðinu fagnandi. Þá rauk gengi Bear Stearns upp um tæp níutíu prósent. Þetta er engu að síður fremur lágur verðmiði, sem fór hæst í 172,6 dali á hlut í fyrra. Bandaríski seðlabankinn hefur stutt við sölu- ferlið á Bear Stearns, meðal annars með fjár- mögnun kaupanna auk þess sem hann hefur sett á laggirnar fyrirtæki sem mun hafa það hlut- verk eitt að selja eignir fjárfestingarbankans. Aðgerðir bankans hafa hins vegar verið gagnrýndar harðlega ekki síst þar sem svo virðist sem seðlabankinn muni um tíma sinna hlutverki almenns fjárfestingarbanka. Slíkt sé fjarri hlutverki hans, að sögn fréttaveitu Bloomberg. - jab Betra tilboð í fjárfestingarbankann VIÐ HÖFUÐSTÖÐVAR BEAR STEARNS JP Morgan hefur lagt fram fimmfalt hærra verð í fjárfestingarbankann Bear Stearns. Fréttirnar fóru vel í bandaríska fjárfesta. MARKAÐURINN/AP F A B R I K A N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.