Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 S K O Ð U N Tryggvi Þór Herbertsson steig ölduna ákaft þegar ólgan í kring- um fjármálafyrirtækin á Íslandi hringsneri öllu snemma árs 2006. Þá var hann forstöðumaður Hag- fræðistofnunar og duglegur að koma nauðsynlegum upplýsing- um á framfæri um umgjörð og gangverk efnahagslífsins á Ís- landi sem var mörgum framandi. Nú stendur hann hins vegar sjálf- ur í stafni fjármálafyrirtækis, Aska Capital, og reynir að sigla fleyinu framhjá skerjum fjár- málakreppunnar. Tryggvi Þór á að baki ansi sér- stæðan feril og ólíkan því sem gengur og gerist á æðstu stöðum innan fyrirtækja. Hann er gamall rokkari, sumir segja pönkari, og vann sem hljóðmaður hjá Stúdíó Mjöt á árunum 1981 til 1986. Þar kom hann að upptökum á lögum Bubba Morthens, Greifanna og Skriðjöklanna svo einhverjir séu nefndir. Þá var hann að klippa efni á upphafsárum Stöðvar 2, meðal annars fréttaefni. Hann söðlaði um og fór í Tækni- skóla Íslands þar sem hann fékk titilinn iðnrekstrarfræðingur árið 1992. Þá var hann að nálg- ast þrítugsaldurinn. Árið 1995 fékk hann mastersgráðu í hag- fræði frá Háskóla Íslands og tók doktorspróf í hagfræði frá Árósa- háskóla 1998. Mörgum fyrrver- andi félögum Tryggva brá svo í brún þegar hann var orðinn sér- fræðingur á Hagfræðistofnun hjá Guðmundi Magnússyni prófessor. Tryggvi hefur alltaf verið dugleg- ur og úrræðagóður og var orðinn forstöðumaður Hagfræðistofnun- ar 1995. Samhliða sinnti hann kennslu meðal annars í þjóðhagfræði og fór gott orð af honum í hópi nem- enda. Hann var vel inni í flestum málum og gat sagt skemmtilegar sögur sem tengdust viðfangsefni námsefnisins. Hann vann sig upp um stöð- ur innan HÍ og var orð- inn prófessor við við- skipta- og hagfræði- deild árið 2004. Á sama tíma fjölgaði verkefn- um Hagfræðistofnun- ar mikið og fleiri gátu sinnt rannsóknum á vegum hennar. Ekki spillti fyrir að Tryggvi var í góðum samskiptum við ýmsa í stjórnarráðinu á þessum árum. Það kom nokkuð á óvart þegar Tryggvi Þór var svo fenginn til að stýra nýjum banka, Öskum Capi- tal, í byrjun árs 2007. Karl Wernersson og fjölskylda, sem eru stærsti hluthafinn, sóttu þannig fræði- manninn sem hafði nef fyrir rekstri, sem er fjarri því að vera sjálfgefið. Fyrsta starfsárið hefur ekki verið auðvelt Öskum frekar en öðrum fjármálafyrirtækjum. Styrkur Tryggva, sem felst meðal annars í því að útskýra hvað er í gangi og hvert stefnir, nýtist honum ekki síður nú en snemma árs 2006. Úr tónlistinni í fræðin og þaðan í rekstur S A G A N Á B A K V I Ð . . . T R Y G G V A Þ Ó R H E R B E R T S S O N F O R S T J Ó R A A S K A C A P I T A L Krullupinni Seðlabankinn er risi á brauðfót- um, dvalarheimili fyrir stjórn- málamenn sem annað hvort nenna ekki lengur að mæta niður í Alþingi eða hafa tapað tiltrú almennings og fjárfesta og hanga í gömlum viðhorf- um. Þetta vita svo sem allir og fjarri því að vera nýjustu fréttir. Seðlabankastjórnir sem koma úr Alþingi ættu að spila golf, eins og Steingrímur Her- mannsson gerði á sínum tíma. Sportið er gott og seðlabanka- stjórinn fáum til ama. Aðgerðir bankans í gær festu mig og aðra spákaupmenn enn í trúnni á hinn fallandi risa við Skúlagötuna. Handvirkar gengis- hækkanir eru æðislegar, frábær- lega úreld tæki frá tímum verð- bólgudraugsins. Það mættu fleiri dusta rykið af gömlum tækjum, svo sem Þjóðminjasafnið. Ég sé fyrir mér þurrkdag á Lækjar- torgi þar sem þvottur er send- ur í gegnum vindur og hann hengdur upp til þerris í brak- andi sumar sól. En ég hlusta náttúrlega ekki á krullupinnann í Seðlabankan- um – og hef ekki gert lengi – sem hefur setið beggja vegna borðsins síðustu ár. Keyrt hag- vöxt upp úr öllu valdi úr stóli forsætisráðherra og skipað fólki að draga úr neyslu úr stóli seðla- bankastjóra. Þetta eru eins og tveir menn fyrir einn en reyn- ist glópagull þegar á hólminn er komið. Og talandi um glópagull þá er ég fyrir löngu búinn að kasta krónunni og festa allt mitt í evrum. Það er málið. Lánin eru enn í íslenskum og verða það svo lengi sem krónan heldur áfram að sveiflast líkt og lauf í vindi. Ég hlæ þegar hún skell- ur til jarðar eftir háflugið og tek feitt inn á gengismuninum. Krónan er rugl. Menn vita ekki lengur hvort þeir eigi að vera eða fara. Tvístíga í Leifs- stöð með viskíflösku í hendinni og horfa á dropann bæði hækka og lækka í evrum talið. Sem er rugl. En það sem við höfum grætt, kosmópólítarnir á íslenskum fjármálamarkaði, menn með vit í kollinum og nettengdir frá sumarhúsunum á Costa del Sol og Rúmeníu: Þetta er gróði, hellingspeningur sem ratar ofan í vasa okkar í formi næstum gratís peninga. Ef mér skjátlast ekki tók ég inn tvöhundruð mill- ur í vasann í síðustu viku – á vaxtamun lánanna. Sem er gott og kætir konuna. Kannski ég kíki heim bráðlega, setji í nýtt lán og blási í ættarmót. Allt á minn kostnað, greitt fyrir með vaxtamun. Og þannig græða allir á sveiflukenndri krónu. Bravó fyrir því! Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.