Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 Ú T T E K T Niðurstöður samanburðarrannsóknar Þórarins G. Péturssonar, hagfræðings og lektors við Há- skólann í Reykjavík, benda til að Íslendingar kunni að þurfa að sætta sig við verðbólgusveifl- ur umfram þau ríki sem við berum okkur helst saman við. Hann segir þó rúm til framfara með opnari og trúverðugri peningamálastefnu sem nyti meiri stuðnings ríkisins og stofnana þess. Um leið segir hann niðurstöðurnar benda til að með aðild að Myntbandalagi Evrópu mætti ná betri tökum á verðbólgu hér en vænta mætti með umbótum í peningamálastefnunni. Þórarinn, sem jafnframt er forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðla- banka Íslands og staðgengill aðalhagfræðings bankans, áréttaði í upphafi kynningar rannsókna hans á ráðstefnu Rannsóknarstofnunar í fjármál- um við Háskólann í Reykjavík fyrir helgina, að hann lýsti þar einungis eigin skoðunum en talaði ekki fyrir hönd Seðlabankans. ÁKVEÐNUM ÞJÓÐUM GENGUR VERR Rótin að rannsókn Þórarins, sem ber heitið How hard can it be? Inflation control around the world, segir hann vera leitina að orsök ólíkr- ar verðbólguþróunar í löndum heims. Sér í lagi horfir hann til þess hvers vegna verðbólgusveifl- ur eru meiri í litlum opnum hagkerfum og í ný- markaðs- og þróunarríkjum en gerist hjá stærri og þróaðri löndum. Í kynningunni hans í Háskól- anum í Reykjavík lagði Þórarinn áherslu á þýð- ingu niðurstaðnanna fyrir stjórn peningamála hér. „Ég horfi til þess hvað það kostar að fórna sjálfstæðri stjórn peningamála og hvort í því felst í raun og veru kostnaður,“ segir Þórarinn. Um leið bendir hann á að ríki heims séu mislagin við að halda úti sjálfstæðri peningamálastefnu. „Sumum ferst það vel, ...og öðrum síður.“ Hann segir að tveimur hópum þjóða virðist ganga verr í stjórn peningamála, annars vegar séu það mjög lítil hagkerfi og hins vegar nýmarkaðs- og þró- unarríki. „Samanburður á árangri þessara þjóða í baráttu við verðbólgu við stærri og þróaðri hag- kerfi er þeim í óhag.“ Þórarinn segir hins vegar þróunina í heiminum síðustu tvo áratugi hafa verið í þá átt að stjórn peningamála hafi batnað og meiri árangur náðst í verðbólguslagnum. „Ef hins vegar er rýnt í gögnin kemur fram að löndum sem farnaðist vel áður heldur áfram að farnast vel. Í löndum þar sem illa gekk hafa orðið framfarir, en þær reka samt enn lestina í samanburðinum. Því er at- hyglisvert að velta fyrir sér af hverju það er að þótt löndum á borð við Ísland gangi nú betur, eru þau með slökustu niðurstöðuna í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir.“ Þórarinn veltir fyrir sér hvort þar spili inn í þættir á borð við slaka stjórn peningamála, veikt stofnanakerfi, tíðari sérhæfð áföll, skipulag hagkerfisins, eða jafnvel hrein og klár óheppni. MEIRI SVEIFLUR EÐA EVRA Smæð landsins þýðir að hér verða áhrif efna- hagsáfalla hlutfallslega meiri en í stærri ríkjum, segir Þórarinn og vitnar meðal annars til rann- sókna Bens Hunts, sérfræðings Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Niðurstöður rannsóknar hans vísa einnig til sterkra áhrifa af sveiflum gjaldmiðils- ins. Hann bendir reyndar á að í sögulegu sam- hengi sé gengissveifla krónunnar sú sama og dollarsins, þótt áhrifin séu önnur á hagkerfið hér en vestra. „Ef gengi krónunnar breytist um eitt prósent má merkja það tveimur árum síðar í 0,4 prósenta áhrifum á stýrivexti. Í Bandaríkjunum eru áhrifin næstum engin.“ Þórarinn segir krónuna, líkt og mynt annarra smárra opinna hagkerfa, auk nýmarkaðs- og þró- unarlanda, bera áhættugjald sem auki sveifl- ur hennar. Hann bendir á að í löndum þar sem verðbólga sveiflast meira, sé tilhneigingin sú að hærra áhættuálag sé á gjaldmiðlum. Með gagn- særri og skilvirkari stjórn peningamála segir Þórarinn hins vegar hægt að draga úr vægi krón- unnar á hagsveifluna, þótt hér verði landinn trú- legast að sætta sig við að búa við meiri verð- bólgusveiflur en annars staðar gerist. „Úr grein- ingunni má líka lesa að hægt væri að ná meiri árangri við að hemja verðbólgu við það eitt að taka hér upp evru og ganga í Myntbandalag Evr- ópu. Við slíka breytingu væri úr sögunni vandinn sem fylgir grunnum og smáum fjármálamark- aði sem að öllum líkindum getur af sér meira og sveiflukenndara áhættuálag á gjaldmiðilinn.“ Smáríki búa við meiri gengissveiflur Verðbólgusveiflur myndu líkast til hjaðna við inngöngu í stærra mynt- bandalag. Smáríki og nýmarkaðsríki gætu líka náð meiri árangri í baráttu við verðbólgu með gagnsærri og trúverðugri peningamálastefnu. BÍÐA ÞESS AÐ TAKA TIL MÁLS Francis Breedon (til vinstri) var síðastur á mælendaskrá ráðstefnunnar í HR fyrir helgi. Hann og Þórarinn G. Pétursson, sem flutti miðerindi ráðstefnunnar, hlýða hér á Andrew Rose fjalla um Myntbandalag Evrópu. MARKAÐURINN/VILHELM eigin myntar egt er að aukningin yrði mun meiri til langs tíma ór í Háskólanum í Reykjavík í dymbilviku. Óli Kristján ursson, staðgengil aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, segist hann líta svo á að þessi áhrif til aukningar séu tiltölu- lega hóflega metin og séu líkleg til að aukast þegar frá líður. Þrátt fyrir ungan aldur Myntbandalags Evrópu og ákveð- inn skort á rannsóknargögnum og fordæmum kveðst Andrew Rose vera bjartsýnn fyrir hönd myntsamstarfsins. „Að mínu mati hefur Myntbandalagið orðið til þess að viðskipti hafa aukist á evrusvæðinu og um leið einsleitni hagsveiflunnar í þeim löndum. Þessi umræða er hins vegar í gangi og skiptar skoðanir um málið.“ Hann bendir á að vissulega þurfi að horfa til fleiri þátta við mat á áhrifum þess hversu mikið viðskipti kunna að aukast, svo sem skilvirkni fjármálamarkaða, gæða peningamálastefnunnar og fleiri þátta. Um leið kveðst Rose þeirrar skoðunar að áhrif inngöngu í myntbandalag kunni að vera meiri á minni ríki en stærri, enda hafi þau mun meira að græða á auknum viðskiptum. Ólíkt nóbelsverðlaunahafanum Robert Mundell kveðst hann ekki telja heiminn munu enda með einn gjaldmiðil, þótt þróunin sé tvímælalaust sú að gjald- miðlum í heimunum muni fækka. „En það er munur á svæð- um heims sem hættulegt er að horfa fram hjá,“ segir hann, en telur til mun lengri tíma litið ekki útlokað að Evrópa hafi eina mynt, Ameríka aðra og svo aftur Suðaustur-Asía. „Framvinda þess- arra mála ræðst hins vegar mjög af því hvernig þróunin verður í Myntbandalagi Evrópu næsta áratuginn. Ef reynslan verð- ur góð þá fara önnur lönd líklega að taka þetta alvar- lega.“ Næsta myntsam- runa utan Evrópu gisk- ar Rose á að gæti orðið hjá Banda ríkjunum, Kanada og Mexíkó. S A M A N B U R Ð U R Þ J Ó Ð A 1 9 8 5 - 2 0 0 5 * Meðal- Verðbólgu- gengis- stýrivaxta- Land verðbólga sveiflur** sveiflur*** sveiflur**** Ísland 7,7 8,3 11,0 3,8 Bandaríkin 3,0 1,4 11,0 1,1 Öll lönd 3,9 3,1 9,1 1,3 Nýmarkaðs- og þróunarríki***** 9,3 8,1 10,2 2,5 Lítil opin ríki****** 6,4 3,6 3,6 1,2 Fyrstu 12 ríki ESB 2,3 1,7 5,5 1,0 G6 ******* 2,6 1,7 10,4 1,0 *1 Rannsókn Þórarins G. Péturssonar á þróun hagstærða valinna ríkja 1985 til 2005. ** Verðbólga og sveiflur hennar eru tilteknar í prósentuhlutfalli á ársfjórðungsgrunni. *** Prósentusveifla á ársfjórðungsgildum. **** Frávik í prósentum frá reglulegum þætti skammtímavaxta. ***** Lönd á borð við Chile, Tékkland, Eystrasaltsríkin, Ungverjaland, Möltu, Mexíkó, Pólland, Tyrkland og fleiri. ****** Samantekt sjö lítilla opinna hagkerfa: Kýpur, Eistland, Ísland, Lettland, Lúxemborg, Malta og Slóvenía. ******* Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Japan, Indland og Kína.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.