Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 26. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N L A N D B Ú N A Ð U R Björgvin Guðmundsson skrifar Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krón- unnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafn- ist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lán- taka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu land- búnaðar ins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðal- tali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 millj- ónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbú- um; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjár- festingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall lang- tímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 millj- ón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda. Þriðjungur búa með lán í erlendri mynt NÝJUSTU FJÓSIN KOSTA SITT Fjölmargir bændur hafa byggt upp glæsileg fjós með nýtísku tækjabúnaði. Árið 2006 jókst erlend lántaka bænda mikið. F J Á R F E S T I N G A R 2 0 0 6 * Meðaltal öll bú Kúabú Sauðfjárbú Fjöldi búa 337 164 100 Bústofn 2 2 0 Vélar og tæki 2.416 3.505 996 Ræktun 8 6 14 Jörð 217 389 9 Byggingar 951 1.675 227 Greiðslumark 1.257 2.382 121 Samtals 4.852 7.959 1.368 *upphæðir eru í þúsundum króna Heimild; Hagþjónusta landbúnaðarins Verðmæti sautján íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundr- að milljarða gufa upp frá ára- mótum. Þetta kemur fram í saman- tekt sem Vísir.is hefur birt á við- skiptavef sínum. Þar segir að til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjöl- festueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23 prósenta hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39 prósenta hlut- ur þess í Bakkavör um 16,6 millj- arða. Rúmlega 30 prósenta hlut- ur FL Group í Glitni hefur rýrn- að um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21 prósents hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundsson- ar í Exista rýrnað um 50,1 millj- arð frá áramótum. Fjárfestingar- félagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94 prósenta hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykil- hlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarási og Eimskipi rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40 prósenta hlut þeirra í Landsbank- anum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89 prósenta hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrn- að um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 55,5 pró- sent frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa fé- lagsins. Baugur Group, sem á 36,47 prósenta hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlut- ur Fons, félags Pálma Haralds- sonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21 prósent hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlut- ur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða. 713 milljarðar gufað upp frá áramótum Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 29 prósent þegar allir fóru í langþráð páskafrí. Nú reynir á menn- ina á bak við eignirnar. BAKKABRÆÐUR BERJAST Verðmæti hluta bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona í Exista hafði rýrnað um fimmtíu milljarða frá áramótum. Pappírspeningarnir hafa fuðrað upp í Kauphöll Íslands frá áramótum. MARKAÐURINN/VILLI E I G N I R N A R S E M G U F U Ð U U P P Félögin tíu sem hafa upplifað mesta rýrnun í Kauphöllinni frá áramótum. Upphæðir eru í milljörðum króna. Félag Virði 3. janúar Virði 19. mars Rýrnun Kaupþing 651,6 503,5 148,1 Exista 224,4 113,7 110,7 FL Group 196,9 87,6 109,3 Landsbanki 391,2 303,1 88,1 Glitnir 326,6 239,6 87 Straumur-Burðarás 156,4 111,4 45 Bakkavör Group 125,4 83,5 41,9 SPRON 45,3 21,7 23,6 HF. Eimskipafélag Íslands 62,4 45,5 16,9 Atorka Group 33,3 24,2 9,1 „Hræringar á fjármálamörkuð- um reyna á stjórnendur og undir- strikar mikilvægi þess að sýna hreinskilni og fela ekkert fyrir hluthöfum,“ segir dr. Eric Weber, aðstoðarskólastjóri IESE-við- skiptaháskólans í Barcelona á Spáni. Skólinn hefur verið í efsta sæti á lista Financial Times yfir bestu viðskiptaháskóla Evrópu undanfarin fimm ár. Háskólinn í Reykjavík og IESE hefja í apríl samstarf um nám fyrir æðstu stjórnendur íslenskra fyrir- tækja, sem kallast AMP (Advanced Management Program), og fer það fram bæði í Reykjavík og í Barce- lona. Weber kennir í náminu auk annarra erlendra kennara. Námið tekur hálft ár en síðasta fjórðungi þess lýkur í Miðjarðar- hafsloftslagi við IESE- viðskiptaháskólann í Barcelona. Weber segir að vand- lega verði valið úr röðum umsækjenda. „Hópurinn þarf að vera þannig sam- settur að einstaklingar innan hans geti lært hver af öðrum. Því þurfa þeir að hafa reynslu til að miðla af,“ segir hann. Þó sé ekki loku fyrir það skotið að yngri einstakl- ingar geti sest á skóla- bekkinn. Í náminu fær sérhver nemandi yfirhalningu í formi sértækrar þjálfun- ar, sem styrkir hans sál- rænu og persónulegu stoðir og horft til þess að skerpa á leiðtogahæfileikum hans. Spurður um gildi náms- ins fyrir núverandi að- stæður segir Weber mikil- vægt að stjórnendur komi hreint fram: „Frá árinu 1994 hefur ekki verið nein niðursveifla að ráði – ef netbólan er und- anskilin – og stór hluti stjórnenda hefur aldrei komist í tæri við viðlíka lægð og þá sem nú hefur riðið yfir. Gildi hrein- skilni og trausts eykst enn við þessar aðstæður. Stjórnendur fyrirtækja verða að hafa styrk til að koma fram af heiðar- leika,“ segir hann. - jab ERIC WEBER „Nemendur í AMP- námi HR læra vonandi að koma hreint fram og fela ekkert,“ segir aðstoðarskólastjóri IESE-viðskiptaháskólans í Barcelona sem mun í apríl taka stjórnendur fyrirtækja í læri í hálft ár. MARKAÐURINN/VILHELM Traust og hreinskilni mikilvægt í umrótinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.