Tíminn - 14.10.1981, Qupperneq 7

Tíminn - 14.10.1981, Qupperneq 7
Mi&vikudagur 14. október 1981 erlent yfirlit 1 ■ Haig og Gromiko Risaveldin hef ja viðræður á ný Hvað raeddu Gromiko og Shamir? ■ HINN 30. nóvember næstkom- andi hefjast f Genf vi&ræður sem búið er aö biða eftir í næstum tvö ár. Hér er um aö ræða viðræður fulltnla Bandarlkjanna og Sovét- rikjanna um takmörkun meðal- drægra eldflauga i Evrópu. Viðræöur þessar rekja upptök sin til ákvörðunar sem tekin var á fundi varnarmálaráðherra Nató- rikjanna I desember 1979. Sam- kvæmt henni skyldi komiö fyrir i Vestur-Evrópu 572 meðaldrægum kjarnaeldflaugum til mótvægis við nýja gerö meðaldrægra kjarnaeldflauga, 55-70, sem RUss- ar voru byrjaðir að setja upp i Sovétrikjunum. Þessi áætlun Nató skyldi ekki koma til framkvæmda fyrr en 1983, en timinn þangaö til notaöur til viðræðna viö Sovétrikin um takmörkun kjarnaeldflauga i Evrópu, þ.e.a.s. bæöi i Vestur-- Evrópu og Sovétrikjunum. Það var ákveðið, aö þessar við- ræður skyldu fara fram milli full- triia risaveldanna tveggja, Bandarikjanna og Sovétrikjanna, þar sem Bandarikin munu leggja til hinar nýju eldflaugar, sem ráðgert er að staösetja i Vestur- Evrópu. Af ýmsum ástæðum hefur það dregizt, að þessar viðræður hæf- ust fyrr en 30. nóvember næst- komandi. Hvor aöilinn um sig kennir hinum um dráttinn. Óneit- anlega hefur Rilssum veitt betur I þessum áróðri og það álit þvi skapazt i Vestur-Evrópu, að Bandarikjastjórn ætti meiri sök. Þetta hefur mjög ýtt undir hinar svokölluðu friöarhreyfingar, sem berjast gegn staðsetningu nýrra eldflauga á meginlandi Vestur- Evrópif og á Bretlandseyjum. ÞESSAR viðræður voru endan- lega ákveðnar á fundi þeirra Haigs utanrikisráðherra Banda- rikjanna og Gromikos utanrikis- ráöherra Sovétrikjanna, sem þeir héldu 23. september iNew York á skrifstofu sendiherra Bandarikj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þessi fundur stóö i fjóra tima og mun þar aðallega hafa verið rætt um kjarnorkumálin. Að honum loknum var ttrt sameiginleg yfirlýsing, þar sem skýrt var frá þvi, að viðræðurnar myndu hefjast i Genf 30. nóvem- ber og hef6 i veriö ákveðið hverjir yrðu formenn sendinefndanna. Formaður bandarísku sendi- nefndarinnar verður Paul Nitze, sem lengi hefur komið viö sögu þessara mála i Bandarikjunum og þótt tortrygginn i garð Sovét- manna. Formaður rússnesku sendinefndarinnar verður U.A. ■ Shamir Kvitsinky sendiherra, sem er einn hinna yngri manna, sem eru að koma til sögu hjá Sovétrikjun- um. Þótt veruleg athygli beindist aö þessum fundi þeirra Haigs og Gromikos, vakti siðari fundur þeirra öllu meira umtal. Hann var haldinn 28. september i sendi- ráöi Sovétrikjanna i New York. Þá ræddust þeir við i fimm klukkustundir og alllanga stund einslega. A þessum fundi mun hafa veriö rættum hin ýmsu ágreiningsmál rikjanna, en án þess áróðurs, sem einkennir umræður um þau á op- inberum vettvangi. A6 sjálfsögðu mun litið hafa þokastí samkomu- lagsátt, enda mun þurfa meira til. Þrátt fyrir það, hafa flestir fagnaö þessum viðræöum og talið það góðs vita, að æðstu menn þessara rilcja eru aftur farnir aö ræöast við, þvl aö án vissrar sam- vinnu þeirra verður heimsfriður- inn ekki tryggöur. Ni&urstaða þessa fundar mun hafa oröiö sú, aö þeir Haig og Gromiko hittist aftur bráðlega eftirdramótin. Sennilegaster tal- ið, að þeir hittist i Genf. Áður en fyrri fundur þeirra hófst, haföi Haig birt Utdrátt Ur bréfi, sem Reagan forseti hafði sent Brésnjéf forseta Sovétrikj- anna 22. september. I bréfi þessu koma fram ýmsar ásakaniri' garð Sovétrlkjanna, sem bersýnilega eru ætlaðar til heimanotkunar i Bandaríkjunum. Aö þvi slepptu er tónninn í bréfinu frekar vin- samlegur. Reagan segir stjórn sina fúsa til viðræðna við stjórn Sovétrikjanna um afvopnunar- mál innan þess ramma, að öryggi Bandarikjanna veröi tryggt. Hann lýkur bréfinu með þeirri ósk, aðsambUÖBandarikjanna og Sovétrikjanna geti batnað. Nokkur merki i þá dttgetur það veriö að nýlega samdist um það milli ríkisstjórnanna, aö Sovét- rikin gætu fengiö keypt 23 mill- jónir tonna af korni i Bandarikj- unum á næsta ári, en sennilegt er talið, a& þeir þurfi ekki a& kaupa nema 18 milljónir tonna. Þaö yrðu stærstu kornkaup þeirra í Banda- rikjunum á einu ári, enda upp- skerubrestur sjaldan orðið meiri i Sovétrikjunum en nú. Eins og eftirminnilegt er, stöövaði Carter kornsölu til Sovétrikjanna, þegar Rússarréö- ust inn i Afganistan, umfram á- kveöiðlágmark.Þetta bann hefur Reagan afnumiö. ÞAÐ mun von allra, þrátt fyrir mismunandi viðhorf að ööru leyti, að viðræöurnar sem hefjast i Genf 30. nóvember, leiði til góðs árangurs. 1 kjölfarþess gætifariö samdráttur vigbúnaöar á fleiri sviöum. I þeim efnum mun Is- lendingum einkum hugsað til Norður-Atlantshafsins. I þessu sambandi er ástæða til að geta þess, aö i sambandi viö allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna, ræddust þeir viö Gromiko og Shamir utanrikisráðherra Israels. Þetta er i fyrsta sinn I séx ár, sem utanrikisráðherrar þess- ara rikja hittast. Ýmsir hafa taliö þaö góös vita. Palestinumáliö verður vart leyst, nema Sovétrik- in og Bandarikin taki höndum saman um að ábyrgjast það sam- komulag, sem kann aö nást. Þórarinn Þórarinsson, P ritstjóri skrifar .____________________________7 erlendar fréttir nýtir krafta fyrrum Banda- ríkja- forseta Reaga u Carter ■ Þaö hefur vakið athygli i Bandarikjunum og viöar að þrir fyrrverandi forsetar Bandarikjanna, þeir Nbcon, Ford og Carter, láta æ meir tií sin taka i bandarisku stjórn- málah'fi. Hafa menn látið að þvi liggja aö Reagan, Bandarikja- forseti hafi faiið þessum mönnum, sem allir fóru til út- farar Sadats Egyptálandsfor- seta i' boði Reagans, að kynna stjórnvöldum þar i landi óopinbera stefnu stjórnarinn- ar varðandi málefni Miö- Austurlanda. 1 Washington er svo litið á að þetta sé mjög snjöll stjórn- málaleg brella af hálfu Reagans. Er nefnt sem dæmi i þvi sambandi aö Carter lét það veröa sitt fyrsta verk, þegar hann kom aftur tií Washington frá Kairó aö lýsa þvi yfir að Bandarikjamönn- um bæri tvimælalaust aö selja Saudi-Aröbum AWAC ratsjár- vélarnar og sagði hann i þvi sambandi aö þarna væri ekki um þaö að ræða hvort ■ Nixon arabarnir fengju slikar vélar, heldur hverjir yrðu til þess að selja þeim þær. Sprengjur sprungu á alþjóðaflugvellin- um við Kairó ■ Tvær bögglasprengjur sprungu með mjög skömmu millibili á alþjó&aflugvellinum viö Kairó i gærdag. Höfðu bögglasprengjurnar komiö meö flugvél frá Möltu. Þegar sprengjurnar sprungu lést einn maður og þrir slösuöust. i Kairó var taliö i gær aö þessar sprengjur hefðu getað valdið stórslysi ef ekki hefði orðiö seinkun á vélinni. Töldu tals-. menn innanrikisráöuneytisins i Kairó aö sprengjunum hefði verið ætlað aö springa inni i flugstöövarbyggingunni, en þær sprungu utandyra, vegna þess hve vélinni seinkaöi. Igær voru viöhafðar miklar öryggisráðstafanir i Egypta- landi vegna þjóöaratkvæöa- greiöslunnar um eftirmann Sadats. Hermdu fregnir frá Kairó i' gær, aö að mestu leyti, heföi allt veriö með kyrrum kjörum á kjörstööum i Egyptalandi. Sólarhríngsverk- fall í Póllandi ■ Verkamenn i fjölmörgum borgum Mið-Póllands hófu i gærmorgun sólarhrings verk- fall til þess aö mótmæla mat- vælaskorti i landinu. Var greint frá þessum aögerðum verkamannanna i Varsjárút- varpinu f gærmorgun og kom þar fram að mikil óánægja væri viða i landinu vegna matarskorts og litils vöruúr- vals. Eining stendur ekki á bak viö þessi skyndiverkföll og hefur verkalýöshreyfingin skoraö á félaga sina að láta af skæruverkföllum á meðan að samningaleiöin er reynd til þrautar. Vextir lækka enn í Bandarikjunum ■ 1 gær lækkuðu margir bandariskir stórbankar vexti sina úr 19% i 18%. Vextir hafa ekki verið jafn lágir i Banda- rikjunum i hálft ár. Hávaxta- stefna Bandarikjamanna hefur verið gagnrýnd mjög annarsstaðar og þá einkum I helstu viðskiptalöndum Bandarikjanna, sem hafa sagt þessa stefnu valda miklum efnahagsörðug- leikum f viðkomandi löndum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.